Morgunblaðið - 14.03.2012, Síða 2

Morgunblaðið - 14.03.2012, Síða 2
Í EGILSHÖLL Kristján Jónsson kris@mbl.is Söguleg stund var í Grafarvoginum í gærkvöldi þegar Björninn fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli karla í íshokkíi í sögu félagsins. Björninn tryggði sér titilinn með 7:4 sigri á SR og sigraði 3:1 í úr- slitarimmunni. Er þetta væntanlega fyrsti stóri titillinn sem vinnst í Grafarvoginum í hópíþróttum karla en Björninn hefur tvívegis orðið Ís- landsmeistari í kvennaflokki. Úrslitarimma liðanna var bráð- fjörug og þeir íshokkíunnendur sem beðið höfðu eftir fyrsta Reykjavík- urslagnum urðu varla fyrir von- brigðum. Leikirnir voru í heildina fjörugir og jafnir þar sem mörkin vantaði ekki en minnst var skorað í þriðja leiknum sem fór 4:2. Réðu við spennustigið Fyrirfram átti undirritaður von á því að leikmenn Bjarnarins ættu erfitt með að ráða við aðstæður í gærkvöldi þar sem liðið gat unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á heimavelli. Við slíkar aðstæður get- ur spennustigið orðið ansi hátt, sér- staklega hjá liði þar sem einungis tveir leikmenn höfðu áður orðið Ís- landsmeistarar. Þetta varð þó ekki raunin því leikmenn Bjarnarins voru nokkuð yfirvegaðir þrátt fyrir allt og það voru frekar SR-ingar sem brenndu sig á því að láta æsinginn ná tökum á sér. Í öðrum leikhluta misstu SR- ingar einbeitinguna á kafla og var refsað fyrir það. Þá breyttist staðan úr 2:2 í 4:2 fyrir síðasta leikhlutann. Varnarmenn SR sváfu á verðinum þegar gamla brýnið Sergei Zak kom Birninum í 3:2 en Björninn þurfti lítið að hafa fyrir því marki. Auk þess gerðu SR-ingar sig seka um að næla í heldur ódýrar brottvísanir og slíkt er ekki vænlegt til árangurs í úrslitaleikjum. Þáttur þjálfarans Þjálfari Bjarnarins, David Mac- Isaac, hlýtur því að eiga ansi stóran þátt í titlinum. Hann tók við liði sem er frekar ungt og hafði aldrei unnið titilinn. Liðið hafði í sjálfu sér ekki farið oft í úrslitarimmuna heldur. Honum virðist hafa tekist að stjórna spennunni nokkuð vel auk þess sem hann þurfti að púsla liðinu saman upp á nýtt þegar þrír fyrrverandi lykilmenn liðsins snéru aftur frá Danmörku, Gunnar Guðmundsson, Úlfar Jón Andrésson og Róbert Freyr Pálsson. Ekki er sjálfgefið að slíkar breytingar séu endilega til góðs rétt fyrir úrslitakeppni því hlutverk þeirra sem spilað hafa all- an veturinn breyttust. Reynsla fylgdi Birki Sjálfsagt hefur það einnig verið stórt púsl í púsluspili Bjarnarins að fá landsliðsmanninn Birki Árnason til liðsins þegar hann kom heim úr námi frá Danmörku í sumar. Birkir var gerður að fyrirliða liðsins og var afar mikilvægur í vörninni. Hann kom auk þess með nokkuð inn í hóp- inn sem þar var ekki að finna: Reynslu af því að vinna titilinn.  Á mbl.is er að finna myndbandsviðtöl við Steinar Pál Veigarsson úr SR og Gunnar Guð- mundsson, Kóp Guðjónsson, Úlfar Jón Andrésson og Styrmi Örn Snorrason úr Birninum auk texta- lýsingar frá leiknum. Íslandsmeistarar 2012 Söguleg stund hjá Birninum úr Grafarvogi, og jafnframt á Íslandsmótinu í íshokkíi, þegar félagið tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil með þriðja sigrinum í fjórum leikjum gegn Skautafélagi Reykjavíkur. Leikmenn Bjarnarins voru að vonum sigurreifir í leikslok. Söguleg stund í Grafarvoginum  Fyrsti stóri titill hverfisins í hópíþróttum karla þegar Björninn vann SR 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Egilshöll, fjórði úrslitaleikur um Ís- landsmeistaratitil karla í íshokkí, þriðjudag 13. mars 2012. Mörk/stoðsendingar Bjarnarins: Sergei Zak 3/0, Hjörtur Geir Björns- son 1/1, Ólafur Hrafn Björnsson 1/1, Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/0, Úlf- ar Jón Andrésson 1/0, Birkir Árnason 0/1, Birgir Jakob Hansen 0/1, Andri Helgason 0/1, Mörk/stoðsendingar SR: Gauti Þor- móðsson 1/2, Daniel Kolar 1/1, Björn Róbert Sigurðarson 1/0, Egill Þor- móðsson 1/0, Guðmundur Björg- vinsson 0/1, Áhorfendur: Rúmlega 500. Fullt í 400 sætum og staðið alls staðar þar sem hægt var að standa í húsinu. Björninn – SR 7:4 Lengjubikar karla A-DEILD, 1. riðill: Breiðablik – Selfoss................................. 1:0 Viggó Kristjánsson 88. Staðan: Fram 4 4 0 0 10:4 12 Breiðablik 4 3 0 1 10:3 9 KR 3 2 0 1 8:4 6 Víkingur Ó. 3 1 0 2 6:7 3 Selfoss 3 1 0 2 3:5 3 Þróttur R. 3 1 0 2 5:8 3 Haukar 2 0 0 2 1:3 0 BÍ/Bolungarvík 2 0 0 2 1:10 0 England A-DEILD: Liverpool – Everton ................................ 3:0 Steven Gerrard 34., 51., 90. Staða efstu liða: Man. Utd 28 21 4 3 68:27 67 Man. City 28 21 3 4 69:20 66 Tottenham 28 16 5 7 52:34 53 Arsenal 28 16 4 8 57:39 52 Chelsea 28 14 7 7 48:32 49 Newcastle 28 12 8 8 40:41 44 Liverpool 28 11 9 8 33:26 42 B-DEILD: Cardiff – Hull ........................................... 0:3  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff. Doncaster – Reading............................... 1:1  Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading. Derby – Nottingham Forest ................... 1:0 Leicester – Birmingham.......................... 3:1 C-DEILD: Colchester – Sheffield United................. 1:1 Stevenage – Oldham ................................ 1:0 Tranmere – Preston................................. 2:1 Yeovil – Scunthorpe ................................. 2:2 Meistaradeild Evrópu 16 liða úrslit, seinni leikir: Bayern München – Basel ........................ 7:0 Mario Gomez 44., 50., 61., 67., Arjen Rob- ben 11., 81., Thomas Müller 42.  Bayern áfram, 7:1 samanlagt. Inter Mílanó – Marseille ......................... 2:1 Diego Milito 75., Giampaolo Pazzini 90. (víti) – Brandao 90. Rautt spjald: Steve Mandanda (Marseille) 90.  Jafnt, 2:2, Marseille áfram á útimarki. KNATTSPYRNA 1. deild karla ÍBV – Selfoss ........................................ 21:23 Stjarnan – Víkingur ............................. 22:21 ÍR – Fjölnir ........................................... 29:24  ÍR 27, Víkingur 23, Stjarnan 18, ÍBV 16, Selfoss 16, Fjölnir 0. Þýskaland B-deild: Düsseldorf – Emsdetten ..................... 31:26  Ernir Hrafn Arnarson skoraði 1 mark fyrir Emsdetten. Fannar Þór Friðgeirsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. HANDBOLTI Keflavík – Snæfell 59:61 Gangur leiksins: 5:0, 7:2, 7:7, 11:12, 16:12, 16:18, 21:19, 27:27, 34:32, 36:34, 36:42, 40:42, 50:47, 51:49, 53:57, 59:61. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Mangum 10/7 fráköst, Ja- leesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Val- garðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 16/10 frák., Jordan Murphree 12/13 frák., Hildur Kjartansdóttir 11/8 frák., Kieraah Marlow 8/10 frák., Helga H. Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2. Staðan: Keflavík 27 20 7 2064:1887 40 Njarðvík 26 19 7 2161:1951 38 Snæfell 27 15 12 1967:1999 30 Haukar 26 13 13 1908:1863 26 KR 26 13 13 1904:1808 26 Valur 26 11 15 1908:1928 22 Fjölnir 26 8 18 1848:2123 16 Hamar 26 6 20 1812:2013 12 Svíþjóð Örebro – Solna................................. 120:102  Logi Gunnarsson skoraði 8 stig fyrir Solna og átti 3 stoðsendingar. Norrköping – 08 Stockholm............... 76:83  Helgi Már Magnússon skoraði 5 stig fyr- ir Stockholm og tók 4 fráköst. LF Basket – Sundsvall ...................... 105:83  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 24 stig fyrir Sundsvall og tók 4 fráköst, Hlynur Bæringsson skoraði 4 stig, tók 8 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Pavel Ermolinskij er meiddur. Södertälje – Jämtland....................... 100:94  Brynjar Þór Björnsson skoraði 8 stig fyrir Jämtland. NBA-deildin New Jersey – Milwaukee................... 99:105 Chicago – New York .......................... 104:99 New Orleans – Charlotte..................... 71:73 San Antonio – Washington ................ 112:97 Utah – Detroit..................................... 105:90 Phoenix – Minnesota........................ 124:127 LA Clippers – Boston .......................... 85:94 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.