Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 1
HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það verða þrjú Íslendingalið sem leika til úr- slita um Evrópumeistaratitilinn í handknatt- leik í Köln í Þýskalandi helgina 26.-27. maí. AG Köbenhavn gerði sér lítið fyrir og sló út Evr- ópumeistara Barcelona, Füchse Berlin vann frækinn sigur á Ademar Leon og Kiel hafði betur á móti Croatia Zagreb. Með gamla manninn Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar, sem átti stórkostlegan leik, komst Kaupmannahafnarliðið áfram þrátt fyr- ir tap, 36:33 í Barcelona, því AG hafði betur á Parken í fyrri leiknum, 29:23. „Þetta var ótrúlegt hjá okkur og eðlilega eru við alveg í skýjunum. Að vera komnir í undanúrslitin í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópumeistarana er eitthvað sem fáir nema við sjálfum áttum von á. Við förum til Kölnar með það að markmiði að vinna Evr- ópumeistaratitilinn. Við förum ekki þangað til að vera bara með en auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að mótherjarnir þar verða ógn- arsterkir,“ sagði fyrirliðinn Arnór Atlason við Morgunblaðið í gær Ólafur skoraði 7 mörk í leiknum og átti fjölda stoðsendinga en á lokakaflanum þar sem Börsungar eygðu von á að vinna upp for- skot danska liðsins sýndi Ólafur úr hverju hann er gerður. Hann lék listir sínar hvað eftir annað. „Ég á varla til orð til að lýsa frammistöðu Óla. Fólk er búið að setja spurningamerki við hann í allan vetur en hann sýndi það og sann- aði í þessum leik að það eru fáir ef einhver sem stenst honum snúninginn. Við Íslendingar vit- um allir hversu góður hann er og það er algjör heiður að fá að spila með honum. Ég neita því ekki að það fór aðeins um mann þegar Barce- lona náði að komast fjórum mörkum yfir en við sýndum styrk okkar,“ sagði Arnór. Ólafur gat lítið sem ekkert æft í síðustu viku vegna meiðsla í millirifjavöðva en hann fékk sprautu fyrir leikinn sem gerði honum kleift að spila. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Ólafur fái að hvíla lúin bein næstu tvær vikurnar en AG á tvo leiki eftir í úrslitakeppn- inni og þarf eitt stig úr þeim til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Guðjón Valur Sigurðsson var markhæstur í AG-liðinu með 8 mörk og átti frábæran leik og þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atla- son léku vel, Snorri skoraði 4 mörk og Arnór 3. Mikið afrek hjá Degi Alexander Petersson átti afar góðan leik fyrir Füchse Berlin sem tókst nánast hið ómögulega. Eftir að tapað fyrir spænska liðinu Ademar Leon með 11 marka mun unnu læri- sveinar Dags Sigurðssonar 11 marka sigur í gær, 29:18, og komust áfram á útimarkaregl- unni. Alexander var markahæstur með 9 mörk í þýska liðinu. Aron Pálmarsson skoraði 3 af mörkum Kiel sem vann sex marka sigur á Croatia Zagreb, 33:27, en fyrri leiknum lauk með jafntefli, 31:31. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar tóku völdin í seinni hálfleik í gær eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 16:16. Ólafur lék listir sínar í Barcelona  Ólafur Stefánsson átti stórbrotinn leik þegar AG sló út Evrópumeistarana  Þrjú Íslendingalið leika um Evrópumeistaratitilinn  Lærsveinum Dags Sigurðssonar tókst hið ómögulega Ólafur Stefánsson Alexander Petersson MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2012 íþróttir Enski boltinn Spánverjinn Fernando Torres er vaknaður til lífsins. Skoraði þrennu fyrir Chelsea í rótbursti liðsins gegn QPR á Stamford Bridge í gær 7 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fögnuður Þórsarar fengu góðan stuðning í Grindavík þar sem þeir unnu góðan sigur í þriðja úrslitaleik liðanna í Iceland Express-deildinni. »4-5 Finnur Hansson hefur verið ráð- inn þjálfari karla- liðs Kyndils í Færeyjum og mun hann jafn- framt leika með liðinu. Finnur hefur leikið með liði Neistans í Færeyjum und- anfarin fjögur ár en hann er öllum hnútum kunnugur á eyjunum en 14 ár eru liðin frá því hann kom þangað fyrst til að spila handbolta. Finnur, sem er 32 ára gamall og uppalinn FH-ingur, hefur spilað með fjórum liðum í Færeyjum og með þeim öllum hefur hann orðið meist- ari, annaðhvort landsmeistari eða bikarmeistari, og eitt þeirra liða sem hann hefur spilað með er Kyndill. „Mér bauðst að taka við þessu starfi og ég ákvað að slá til. Það verður gaman að spreyta sig á þessu,“ sagði Finnur við Morg- unblaðið. Kyndill er sigursælasta lið Fær- eyja í karlahandboltanum en illa gekk hjá því á tímabilinu. Kyndill endaði í neðsta sæti svo það verður verk að vinna fyrir Finn sem ákvað fyrir nokkrum árum að taka upp færeyskt ríkisfang og hefur hann spilað 14 leiki með A-landsliði Fær- eyja. Finnur varð bikarmeistari með Neistanum á nýafstaðinni leiktíð ásamt yngri bróður sínum, Daníel Hanssyni, sem kom til félagsins í láni frá FH-ingum og lék með því seinni hluta tímabilsins. gummih@mbl.is Finnur spil- andi þjálfari Kyndils Finnur Hansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.