Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 3
GARÐABÆRINN Stefán Stefánsson ste@mbl.is Mosfellingar fögnuðu gríðarlega í Garðabænum í gærkvöldi þegar þeim tókst að tryggja sæti sitt í efstu deild karla í handbolta með 32:27 sigri á Stjörnunni og fagn- aðarlætin voru enn villtari eftir að þeir höfðu verið í miklu basli fram eftir leik, allt þar til kviknaði í lið- inu í lokin. Þar sem þetta var annar sigur þeirra tókst þeim að hrista 1. deildarlið Stjörnunnar af sér alveg eins og gerðist í fyrra. Framan af leik var ekki að sjá að gestirnir úr Mosfellsbæ gætu nokk- uð gert í því að Garðbæingum tæk- ist að knýja fram oddaleik því Stjörnumenn voru kraftmeiri og oft kjarkmeiri enda fengu þeir fram í miðjan síðari hálfleik nokkur tæki- færi til að ná nokkurra marka for- ystu. En skjótt skipast veður í lofti og þegar Garðbæingar gerðust of æstir í sigur fylgdu því mistök, sem Mosfellingar nýttu sér. Þegar gest- irnir misstu leikmann af velli með rautt spjald og fengu á sig víti var útlitið ekki gott. Hinsvegar gerði Davíð Svansson sér lítið fyrir og varði það. Það sló Garðbæinga al- veg út laginu svo með 8 mörkum gegn einu, sem skapaði 7 marka mun, var ballið búið. Höfum lært mikið og ári eldri Davíð fór á kostum í marki Aft- ureldingar, varði ágætlega framan af en hrökk svo í gang svo um mun- aði og eftir að hann varði víti hrökk liðið alveg í gang. Engu að síður var markvörðurinn ekki alveg ánægður með liðið. „Ef ég á að skoða leikinn handboltalega þá var þetta hrikalega lélegt hjá okkur og fyrstu fjörtíu og fimm mínútur voru lélegar hjá okkur enda gekk Stjarnan lagið með því að spila mjög góðan handbolta. Við vorum engan veginn mættir til leiks en svo gerist eins og svo oft hjá okkur í vetur, enda erum við stemmnings- lið, að um leið og við náum góðum mörkum, minnkum muninn þar til við jöfnum og þegar við verjum síð- an víti kemur krafturinn í leik okk- ar. Áhorfendur okkar voru líka frá- bær komnir á útivöll og það hljómaði „Afturelding“ allan leik- inn, sem hjálpaði rosalega mikið,“ sagði Davíð eftir leikinn og var brattur varðandi framtíðina. „Við höfum lært mikið á þessum vetri, eins og gamla sagan segir þá erum við líka einu ári eldri og flottir. Það hefur allt snúist um hvernig um- spilið gengi svo það hefur ekkert verið rætt um framhaldið svo ég reikna með að nú fari allt í gang varðandi leikmenn og slíkt“. Stjörnuliðið, sem hafnaði í þriðja sæti 1. deildar, sló út Víkinga til að komast í úrslitarimmuna við Aftur- eldingu og átti greinilega erindi þangað fram af en Kristján Svan Kristjánsson, sem skoraði 4 mörk, sagði mistökin hafa orðið liðinu að falli. „Fyrir leikinn voru menn með rétt hugarfar ákveðnir í að ná úr- slitaleik en þegar einn fer að leyfa sér að taka áhættuna gengur það ekki og ef allir í liðinu fara í það er- um komin sjö mistök en síðustu tíu mínúturnar voru allir farnir að leyfa sér það í stað þess að halda okkar striki. Við gerðum það í um- spilinu við Víkinga og unnum báða leikina,“ sagði Kristján Svan eftir leikinn. Morgunblaðið/Kristinn Fögnuður Leikmenn Aftureldingar fagna sigrinum gegn Stjörnunni í Mýrinni í gærkvöld. Mosfellingar unnu einvígið, 2:0, og halda sæti sínu í efstu deild. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2012 Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Breytingatillögu Víkinga var vísað frá á ársþingi Handknattleikssambands Íslands sem fram fór um helgina. Hún gerði ráð fyrir því að leikið yrði í einni 14 liða deild næsta vetur í stað tveggja deilda eins og undanfarin ár. Knútur G. Hauksson sem var endurkjör- inn formaður sambandsins sagði að tillaga félagsins væri ekki ný af nálinni. „Svipuð tillaga og þessi hefur komið fram á síðustu þremur ársþingum sambandsins. Allir þeir sem koma að þinginu eru sammála um að þetta snýst um meiri útbreiðslu. Menn hins- vegar greinir á um leiðir að því markmiði. Ég er sannfærður um að þessi tillaga er ekki besta leiðin til þess. Við teljum að frek- ar þurfi að fjölga liðum í 1. deildinni en þessi tillaga hefði að mörgu leyti útilokað að fá ný félög inn,“ sagði Knútur og benti á að Þróttur R. ætlaði sér að taka þátt á næsta ári. „Tillagan var illa útfærð að því leyti að hún gerði aðeins ráð fyrir 14 liða deild. Hvað átti svo að gera þegar fimmtánda liðið bættist við, eins og raunin er með Þrótt? Mikilvægast er því að fjölga í 1. deildinni áður en fjölgað er í efstu deild.“ Knútur sagði að HSÍ væri búið að ráða nýjan starfsmann sem kemur til með að sjá um fræðslu- og útbreiðslustarf sambandsins. Hann bindur miklar vonir við að það eigi eftir að hjálpa íþróttinni en Árni Stef- ánsson, fyrrverandi þjálfari hjá ÍBV, HK og KA, var ráðinn til starfans. Þá segir hann að unnið verði meira en áður með 1. deild- inni næsta vetur. Stærsta breytingin sem var samþykkt við- kemur lánssamningum. Nú verður félögum leyft að lána leikmenn allt niður í einn mán- uð. Þau geta svo kallað leikmenn úr láni með aðeins 7 daga fyrirvara. Aðeins verður lokað fyrir lánasamninga frá mars svo það hafi ekki áhrif á úrslitakeppnir. Þetta ætti að hjálpa bæði minni liðum sem og yngri leikmönnum að mati Knúts. Halda áfram að finna lausnir Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrum formað- ur HSÍ, sem var fulltrúi Víkings á árs- þinginu og mælti fyrir breytingartillögunni, sagði við Morgunblaðið að því miður hefði meirihluti þingfulltrúa ekki verið tilbúinn til að styðja tillöguna. „Félögin eru þó almennt sammála um nauðsyn þess að fjölga liðum í efstu deild. Við í Víkingi og fulltrúar annarra 1. deildar félaga munum nú bara halda áfram að vinna í endurskipulagningu keppnisfyr- irkomulags Íslandsmótsins í samstarfi við öll handboltafélögin og stjórn HSÍ og móta- nefnd til að finna ásættanlega og varanlega lausn, handboltanum á landsvísu til heilla, og leggja fyrir næsta ársþing HSÍ að ári,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon. Rekstraráætlun HSÍ fyrir 2012 er nei- kvæð um 25 milljónir króna en Knútur seg- ir Ólympíuleikana og fleira, vera stóra áhrifavalda á árinu. Þá segir hann stuðning frá ÍSÍ, ríkisvaldinu og bakjörlum sam- bandsins verða að koma til svo ekki komi til væntanlegs taps sambandsins á árinu. Þrátt fyrir mikil umsvif á síðasta ári var rekstr- artapið aðeins um 800 þúsund krónur. Formaður HSÍ segir tillögu Víkinga ekki bestu leiðina Þórey RósaStefáns- dóttir skoraði 3 af mörkum Team Tvis Holstebro þegar liðið sigraði Randers á heima- velli, 35:29, í úr- slitakeppni dönsku úrvals- deildarinnar í handknattleik á laug- ardag. Rut Jónsdóttir leikur einnig með Holstebro en hún náði ekki að skora. Holstebro varð efst í sínum riðli í úrslitakeppninni og mætir Vi- borg í undanúrslitum en í hinni und- anúrslitaviðureigninni mætast Midt- jylland og Randers.    Aron Jóhannsson skoraði eitt afmörkum AGF þegar liðið tapaði fyrir Nordsjælland, 4:3, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Aron skoraði þriðja mark sinna manna og kom þeim í 3:2 undir lok fyrri hálfleiks en heimamenn tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Aron lék allan tímann en þetta var þriðja mark hans í deildinni. AGF er í 5. sæti deildarinnar en Nordsjælland er í öðru sæti.    HólmfríðurMagn- úsdóttir og Krist- ín Ýr Bjarnadótt- ir skoruðu sitt markið hvor fyrir Avaldsnes þegar liðið lagði Med- kila, 2:0, á útivelli í norsku B- deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Hólmfríður skoraði fyrra markið á 47. mínútu og 20 mínútum síðar inn- siglaði Kristín sigur liðsins. Avalds- nes hefur 6 stig eftir þrjá leiki í deild- inni.    Matthías Vilhjálmsson lagði uppmark Start þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við topplið Ranheim í norsku B-deildinni í knattspyrnu. Þetta var þriðja jafntefli Start í fjór- um leikjum. Matthías og Guðmundur Kristjánsson, sem komu til liðsins fyrir tímabilið, léku báðir allan tím- ann fyrir Start sem er í 7. sæti deild- arinnar með 6 stig eftir fjóra leiki.    Íslandsmeistarinn í borðtennis,Guðmundur E. Stephensen, átti góðan leik með liði sínu Zoetermeer gegn liði TTV Scyedam frá Amst- erdam í fyrri undanúrslitaleiknum um hollenska meistaratitilinn í borð- tennis en Guðmundur og félagar unnu, 5:2. Guðmundur byrjaði á því að sigra Rajko Gommers, 3:0 (11:3, 11:9 og 11: 2), síðan sigraði hann Mic- hel De Boer, 3:0 (11:7, 11:7 og 11:9). Guðmundur lék síðan tvíliðaleikinn með liðsfélaga sinum, Boiris De Vries, og sigruðu þeir örruglega 3:0 (12:10, 11:3 og 12:10). Fólk sport@mbl.is Mýrin, umspil í sæti í N1-deildinni, sunnudaginn 29. apríl 2012. Gangur leiksins: 0:1, 2.1, 3.4, 6:5, 7:8, 10:8, 11:11, 13:11, 13:13, 15:13, 17:15, 17:17, 21:19, 21:22, 23:23, 23:28, 24:31, 27:31, 27:32. Mörk Stjörnunnar: Eyþór Magnússon 7/2, Kristján Svan Kristjánsson 4, Arnar Jón Agnarsson 4, Víglundur Jarl Þórsson 4, Haraldur Þorvarðarson 4/1, Sverrir Eyjólfsson 2, Bjarni Jón- asson 1, Guðmundur Guðmundsson 1. Varin skot: Björn Viðar Björnsson 12 (þar af 4 til mótherja), Svavar Már Ólafsson 1 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Aftureldingar: Jóhann Jó- hannsson 8, Sverrir Hermannsson 6, Hilmar Stefánsson 5, Einar Héðinsson 5, Jón Andri Helgason 4, Helgi Héð- insson 2, Pétur Júníusson 1, Fannar Helgi Rúnarsson 1. Varin skot: Davíð Svansson 19/1 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Þar af fékk Elvar Magnússon rautt spjald fyrir brot. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ó. Pétursson. Áhorfendur: 300. Stjarnan – Afturelding 27:32  Afturelding áfram í efstu deild eftir 32:27 sigur á Stjörnunni í öðrum leik Eftir basl kviknaði loks í Mosfellingum eftir hlé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.