Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2012 GRINDAVÍK Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Guli liturinn var allsráðandi í gær- kveldi þegar Þórsarar freistuðu þess að láta fjórða leik í Þorlákshöfn verða að veruleika í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrir leik voru flestir sjálfsskipaðir spek- ingar á sama máli; Grindavík átti að sigra með sóp að vopni og hampa langþráðum titli. Þórsarar voru hinsvegar ekki á sama máli og unnu leikinn eftir að hafa lagt grunninn að frábærum sigri í þriðja leikhluta. Lokatölur 91:98 og úrslitagleðin heldur áfram. Jafnræði var í fyrsta leikhluta þar sem leikmenn létu reyna á lík- amlegan styrk sinn á báðum endum vallarins. Hittni var góð og skemmtilegir taktar úr blönduðum bardagalistum sáust á köflum. Þór náði 6 stiga forystu í öðrum leik- hluta en Grindvíkingar voru fljótir að saxa hana niður. Varnarleikur beggja liða var mjög líkamlegur og baráttan í teignum var svívirðileg. Í seinni hluta annars hluta var jafn- ræði aftur komið á og hvorugt liðið með valdið á leiknum en Grindvík- ingar voru alltaf líklegri í sínum sóknarleik; þeir fóru betur í gegnum sín kerfi. Þórsarar náðu hinsvegar flottum kafla eftir að Benedikt Guð- mundsson fékk á sig tæknivillu og fóru inní seinni hálfleikinn með for- ystu, 44:49, Sóknaraðgerðir að þýskri fyrirmynd Heimamenn náðu fljótt tökum á leiknum í seinni hálfleik; þeirra sóknaraðgerðir voru að þýskri fyr- irmynd, skipulagðar og agaðar, á meðan Þór aðhylltist hið villta eðli götuboltans. Þegar sú taktík er vel framkvæmd og leikmenn setja niður sín skot getur lið eins og Þór valtað yfir mótherja sína á skömmum tíma. Þetta er nákvæmlega það sem gerð- ist um miðjan leikhlutann; Þór hleypti leiknum upp í ljóshraða, tóku fljót skot og hittu vel. 65:76 fyrir Þór var niðurstaða fyrir síðasta fjórðung. Hraðinn minnkaði lítillega; Þórs- arar tóku sér meiri tíma í sóknirnar og 10-12 stiga munur hélst fyrstu mínúturnar. Þegar 4:22 eru eftir ná Grindvíkingar að koma muninum niður fyrir 10 stiga múrinn; 75:83 – Þórsarar höfðu gert sig seka um andlegt stjórnleysi í mörgum sókn- um á undan og þetta því óhjá- kvæmileg niðurstaða. Varnarleikur heimamanna stórbatnaði og ráða- leysið í sókn Þórs var algert á kafla. Eltingarleikur heimamanna gekk vel í nokkrar mínútur en Þórsarar voru ekkert á því að klúðra góðri stöðu og staðan þegar 2:26 mínútur voru eftir 77:86. Þórsarar gerðu hins- vegar vel næstu mínútu; héldu sjó þrátt fyrir ágætlega vel útfærða til- raun Grindavíkur til að koma sér aftur inní leikinn. Eftir mörg víta- skot og langdregnar lokasekúndur fór svo að Þór landaði fyrsta sigri sínum í úrslitunum, 89:96. „Villta vestrið“ Það má ekki gera lítið úr afreki gestanna; liðsmenn voru líklega stærsti hluti fámenns hóps sem trúði því að þeir gætu unnið í Grindavík. Þeir héldu sóknartröllinu Bullock í lágmarksframleiðslu og hittu sjálfir vel. Grunnurinn að sigri var lagður á nokkrum mínútum í þriðja leikhluta, tímabil sem ég kalla „villta vestrið“, en afrekið er að hafa haldið foryst- unni allan fjórða leikhluta þrátt fyrir afleita kafla í honum. Byrjunarliðið var frábært í leiknum með Henley og Govens sem bestu menn. Liðs- menn mega fagna sigrinum en passa sig á því að vera ekki enn að því næsta miðvikudag því ljóst er að Grindvíkingar koma sjóðvitlausir í næsta leik. Til þess að geta unnið heima þurfa Þórsarar að koma betur undirbúnir en í síðasta heimaleik; liðið spilar á fáum mönnum og allt byrjunarliðið þarf að eiga frábæran dag til þess að sigra. Spurning er, geta Þórsarar gert það sem aðeins hinir bjartsýnustu trúa; þvingað fram oddaleik? Grindvíkingar ekki tilbúnir Svo virtist sem leikmenn Grinda- vík væru að bíða eftir því að einhver annar myndi taka af skarið og leik- menn kannski farnir að ímynda sér hvernig það væri að lyfta bikarnum. Eitt er allavega ljóst, þeir komu ekki tilbúnir til leiks og náðu aldrei að hrista sig almennilega í gang. Vörnin var alls ekki góð og liðið náði aldrei að endurforrita sig eftir slæma kaflann í þriðja hluta. Sókn- arleikurinn var ekkert slæmur; öguð sókn sem treysti á kerfin lunga af leiknum en það kom aldrei neinn al- mennilegur taktur – enginn tók af skarið fyrr en Watson í restina; það var hinsvegar of lítið of seint. Grind- víkingar mega ekki sleppa „dýrinu“ lausu eins og gerðist í þriðja; Þórs- arar geta unnið leiki á nokkrum mínútum þegar skrímslið kemst á skrið. Fastur varnarleikur og yf- irveguð sókn er aðalsmerki Grind- víkinga og þeir betur sjóaðir en það að láta narra sig inní gettóið og láta „höstla sig“; liðið er tvímælalaust betra en svo.  Myndbandsviðtöl við Helga Jón- as Guðfinnsson, Benedikt Guð- mundsson og Guðmund Jónsson er að finna á mbl.is Þór neita  Þórsarar hleyptu spennu í úrslitaeinv Guðmundssonar héldu Bullock í heljarg Kolbeinn Sig- þórsson og fé- lagar hans í Ajax eru svo gott sem búnir að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í knattspyrnu. Ajax hafði betur gegn Twente, 2:1, í gær og þeg- ar tvær umferðir eru eftir hefur liðið sex stiga for- skot á Feyenoord, sem hafði betur gegn AZ Alkmaar, 1:0. Markatala Ajax er miklu betri en hjá Feye- noord og því er nær öruggt að Ajax verður meistari annað árið í röð og í 31. skipti í sögu félagsins. Kolbeinn lék síðasta stundar- fjórðunginn fyrir Ajax en hann er nýbyrjaður að spila aftur eftir að hafa verið frá í nokkra mánuði vegna fótbrots. Kolbeinn hefur skorað 7 mörk í þeim 12 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Ajax en hann gekk í raðir liðsins fyrir tímabilið frá AZ Alkmaar. gummih@mbl.is Kolbeinn skrefi frá meistara- titlinum Kolbeinn Sigþórsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson er á meðal marka- hæstu leikmanna í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu. Gunnar skoraði í gær sitt fjórða mark í sex leikjum en fram- herjinn fljóti skoraði tvö af mörkum Norrköping þegar liðið hafði betur gegn Malmö, 3:2. Gunn- ar skoraði tvö fyrstu mörk sinna manna en hann fór síðan af velli á 87. mínútu leiksins. Ari Freyr Skúlason lagði upp eitt af mörkum Sundsvall sem sigraði Örebro, 3:1. Ari fór af velli á 47. mínútu. Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Kalmar vegna meiðsla en liðið gerði 1:1 jafntefli við Djurgården. Logi Valgarðsson og Hjálmar Jónsson voru í sigurliði Gautaborgar gegn Avidaberg. gummih@mbl.is Gunnar Heiðar setti tvö fyrir Norrköping Gunnar Heiðar Þorvaldsson Derrick Rose, leikmaðurinn snjalli í liði Chi- cago Bulls, leik- ur ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Rose meiddist á hné undir lok leiks Chicago og Philadelphia í úrslitakeppni og við skoðun á sjúkrahúsi kom í ljós að liðband í hné leikmannsins rifn- aði. Rose skoraði 23 stig í sigri Chi- cago, 103:91. Kevin Durant var hetja Okla- homa þegar liðið bar sigurorð af meistaraliði Dallas, 99:98. Durant skoraði sigurkörfuna á lokasekúndum leiksins. Miami vann öruggan sigur á New York, 100:67. Öflugt lið Miami hafði tögl og hagldir. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Miami og Dwyane Wade skoraði 19. J.R. Smith var atkvæðamestur í liði New York með 19 stig. gummih@mbl.is Derrick Rose úr leik með Chicago Bulls Derrick Rose Íþróttahúsið í Grindavík, þriðji úr- slitaleikur Íslandsmóts karla í körfu- bolta, sunnudaginn 29. apríl 2012. Gangur leiksins: 6:4, 10:11, 15:16, 22:23, 26:30, 33:34, 38:41, 44:49, 53:56, 57:60, 61:71, 65:76, 69:79, 73:83, 77:84, 91:98. Grindavík: Giordan Watson 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst/5 stoðsend- ingar, J’Nathan Bullock 13/7 frá- köst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 frá- köst, Páll Axel Vilbergsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þor- steinsson 8/8 fráköst, Ryan Pett- inella 7/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3. Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn. Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 30/8 fráköst/11 stoðsendingar, Jo- seph Henley 19/11 fráköst, Blagoj Janev 19/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/7 fráköst, Darri Hilm- arsson 9, Grétar Ingi Erlendsson 6/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/5 fráköst. Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: 1096. Grindavík – Þór 91:98 Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í loftskammbyssu karla á Íslands- mótinu í skotfimi sem fram fór í Eg- ilshöllinni. Ásgeir hlaut 674,5 stig. Þetta er 6. árið í röð sem Ásgeir verður Íslandsmeistari í þessari grein. Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í loftskammbyssu með 459,7 stig. Í loftriffli karla varð Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, Íslandsmeistari með 656,7 stig. Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í sömu grein í kvennaflokki með 476,4 stig. Ásdís H. Vignisdóttir, Skotfélagi Kópavogs, varð Íslandsmeistari í unglingaflokki með 433,4 stig. Í liðakeppni varð A-sveit Skot- félags Reykjavíkur Íslandsmeistari. gummih@mbl.is Ásgeir meistari sjötta árið í röð  Jórunn vann tvöfalt í kvennaflokki Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistari Ásgeir Sigurgeirsson varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð. San Antonio Spurs hrósaði sigri gegn Utah Jazz, 106:91, í fyrstu við- ureign liðanna í úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Tony Parker skoraði 28 stig fyrir SA Spurs og átti 8 stoðsendingar og gamla brýnið Tim Duncan skoraði 21 og tók 11 fráköst. Spurs hefur verið á mikilli siglingu en liðið varð í efsta sæti í vesturdeildinni með því að vinna 10 leiki í röð og hefur nú unnið 11 leiki í röð en liðið tapaði síðast fyrir Los Angeles Lakers 11. apríl. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn í fjögur ár sem liðið vinnur fyrstu viðureignina í 1. umferð úr- slitakeppninnar. SA Spurs hafði undirtökin nær allan tímann. Utah komst í 11:6 en þá skoraði SA Spurs 17 stig gegn fjórum og í hálfleik var staðan 54:47. Þegar tvær mínútur voru eft- ir var staðan 104:87, svo sigri liðsins var ekki ógnað. Paul Millsap var atkvæðamestur í liði Utah Jazz með 20 stig, Gordon Hayward kom næstur með 17 stig og Al Jefferson var með 16. Liðin eigast aftur við á morgun. Fjóra sigra þarf til að komast áfram í 2. umferðina. gummih@mbl.is Ellefti sigur Spurs í röð  Spurs lagði Utah í úrslitakeppninni AFP Barátta Tim Duncan sækir að vörn Utah en til varnar er Paul Millsap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.