Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 8
ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ekki er langt síðan margir töldu Manchester City eiga Englands- meistaratitilinn vísan. Enn styttra er síðan flestir höfðu bókað að titillinn yrði áfram í vörslu Manchester Unit- ed. Í dag, þegar hvort lið á aðeins þrjá leiki eftir, einkennist umræðan hins vegar af mikilli óvissu. Hvort liðið er líklegra til að verða meistari? Því er ekki auðsvarað en rimma Manchest- erliðanna á Etihad-vellinum í kvöld kl. 19 gæti svo sannarlega ráðið úr- slitum um það. „Það er út af svona leikjum sem maður er ennþá í fótbolta. Leikjunum sem ráða úrslitum um titla. Aðeins bikarúrslitaleikir eru stærri. Sem United-maður er maður vanur svona leikjum,“ sagði reynsluboltinn Ryan Giggs sem tekur þátt í slag Man- chesterliðanna í 36. sinn spili hann í kvöld. Giggs æfði hjá Manchester City sem táningur og er vel meðvit- aður um mikilvægi leiksins. „Komið að úrslitastund“ „Þetta eru án nokkurs vafa tvö bestu liðin. City var óstöðvandi fyrir jól og við máttum hafa okkur alla við að halda í við þá, en svo höfum við komist á meira flug í seinni hluta mótsins. Núna er komið að úrslita- stund. Liðin eru nánast hnífjöfn og þetta snýst bara um hvort þeirra stendur sig betur,“ sagði Giggs. Þó flestir séu eflaust meðvitaðir um stöðu mála er best að reifa hana. Fyrir leikinn hefur United þriggja stiga forskot en sex mörkum lakari markatölu. Í lokaumferðunum sækir City lið Newcastle heim og fær svo QPR í heimsókn, en United fær Swansea í heimsókn og sækir svo Sunderland heim. Vinni United nær liðið sex stiga forystu og á titilinn vís- an, og jafntefli skilar liðinu einnig langt þó að allt geti gerst gegn Swan- sea og Sunderland. Vinni City hins vegar í kvöld kemst liðið á toppinn og hefur þar að minnsta kosti 8 mörkum betri markatölu. Leikið til sigurs í kvöld „Já, þessi leikur er gríðarlega mik- ilvægur. City hefur beðið eftir svona leik síðan árið 1968,“ sagði Roberto Mancini stjóri City og vísaði til þess þegar liðið varð Englandsmeistari síðast. Mancini stýrði City til sigurs í enska bikarnum í fyrra, þess fyrsta í 42 ár, þar sem liðið sló United út í undanúrslitum. Liðið vann svo hinn ótrúlega 6:1 sigur á Old Trafford í haust sem þeir rauðklæddu vilja ef- laust hefna enn frekar fyrir en með sigrinum í bikarnum í janúar. Stjórar liðanna virðast sammála um það að liðið sem tapi leiknum í kvöld verði ekki meistari. Sir Alex Ferguson vildi þó undirstrika að liðið myndi ekki mæta til leiks með því hugarfari að ná jafntefli. Það verður því barist til sigurs á Etihad-vellinum í kvöld. „Við erum komnir með reynslu af svona leikjum. En þetta er náttúrlega algjör bilun. Maður vill ekki hugsa til þess að það séu 400 milljónir manns að fylgjast með. Svo koma símtöl líka, ekki bara héðan heldur frá Kína, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Það er ótrúlegt hvað margir fylgjast með þessum leik,“ sagði Vincent Komp- any fyrirliði City sem telur að í deild- arkeppnum heimsins sé það aðeins El Clásico sem jafnist á við Manchest- ereinvígin nú um stundir. Stelur Tévez senunni? Búast má við að augu margra bein- ist að hinum umdeilda Carlos Tévez verði hann í liði City í kvöld. Tévez hefur byrjað síðustu þrjá leiki liðsins og skorað í þeim fjögur mörk auk þess að leggja upp tvö. Argent- ínumaðurinn er hataður af mörgum United-mönnum og eflaust þónokkr- um City-mönnum einnig eftir allt sem á undan er gengið, en ekki kæmi á óvart að hann gerði sínum gömlu fé- lögum grikk í kvöld. „Carlos er ekki 100% enda er það ómögulegt eftir að hafa verið án fót- bolta í hálft ár. En hann hefur reynsl- una og er snjall leikmaður,“ sagði Mancini um kappann. Til gamans má sjá líkleg byrj- unarlið að mati Morgunblaðsins í kassanum hér að ofan. Reuters Umdeildur Carlos Tévez gæti átt eftir að stela sviðsljósinu á Etihad-vellinum í Manchesterslagnum mikla í kvöld. „Þetta er algjör bilun“  Englandsmeistaratitill að veði á Etihad-vellinum í kvöld  Man. City-menn hafa beðið eftir svona leik í 44 ár Líkleg byrjunarlið » Man. City: Hart – Richards, Kompany, Lescott, Clichy – Silva, Yaya Touré, Barry, Nasri – Tévez, Agüero. » Enginn leikmanna City er í banni og aðeins Owen Har- greaves er á meiðslalistanum. » Man. Utd: De Gea – Small- ing, Evans, Ferdinand, Evra, Valencia, Carrick, Scholes, Young – Rooney, Welbeck. » Enginn leikmanna United er í banni en Nemanja Vidic, Dar- ren Fletcher, Anderson, Andr- eas Lindegaard og Paul Pogba eru á meiðslalistanum. 8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt HERT GLER: Í sturtuklefa • Í handrið • Í skjólveggi „Menn vilja minnka vægi erlendra leikmanna svo að þeir íslensku njóti sín betur. Íslendingarnir fá núna meira vægi en undanfarin ár. Það var stór meirihluti fundarins á þeirri skoðun að fara þessa leið,“ sagði Hannes S. Jónsson formaður stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands við Morgunblaðið. Á for- mannafundi KKÍ um helgina, þar sem fulltrúar 23 félaga voru mætt- ir, voru samþykktar tillögur sem gætu haft mikil áhrif á landslagið í körfuboltanum hérlendis. Samþykkt var að lið í úrvalsdeild karla mættu aðeins hafa tvo er- lenda leikmenn inni á vellinum í einu, hvort sem væri úr Evrópu eða utan hennar, og að lið í úrvalsdeild kvenna og 1. deild karla mættu að- eins hafa einn erlendan leikmann á vellinum í einu. Semja má þó við fleiri erlenda leikmenn. „Við eigum svo eftir að útfæra allar þessar reglur og það er flókið. Stjórnin og starfsmenn sambands- ins munu liggja vel yfir þessu í maí svo að í júní verði þessar reglur klárar,“ sagði Hannes en mörg tæknileg atriði þarf að útfæra í sambandi við reglurnar. Þannig þarf til dæmis að ákveða hvað ger- ist ef of margir erlendir leikmenn eru inná á sama tíma, og hvernig brugðist verður við því í bikar- keppnum að misræmi sé á milli reglna í úrvalsdeild og 1. deild karla. Því er hugsanlegt að í bik- arleikjum verði aðeins einn erlend- ur leikmaður inná í hvoru liði. Athygli vekur misræmi í reglum fyrir úrvalsdeildir karla og kvenna. Hannes segir ástæður fyrir því. „Það var reyndar kosið um 4+1 regluna í úrvalsdeild karla líka en sú ákvörðun var felld með einu at- kvæði. Við erum því miður í dag með færri konur í körfubolta en karla. Menn vilja gefa íslensku stelpunum meiri tækifæri en telja að strákarnir þurfi ekki eins mikið á því að halda.“ Helstu rökin sem nefnd hafa ver- ið gegn reglubreytingunum lúta að stöðu liða á landsbyggðinni sem hafa átt erfiðara en áður með að fá til sín íslenska leikmenn undanfarin ár. Hannes tekur undir þessi rök en telur breytingarnar íslenskum körfubolta til framdráttar. Félagaskiptaglugganum verður einnig breytt, en dæmi eru um að félög fái til sín bandaríska leik- menn jafnvel á seinni stigum úr- slitakeppni. Núna verður „glugg- inn“ opinn frá 1. júní til 15. nóvember, og svo aftur frá 1. jan- úar til 31. janúar. sindris@mbl.is „Íslendingarnir fá núna meira vægi“  Ólíkar reglur í úrvalsdeild karla og kvenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.