Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 5
Morgunblaðið/Eggert Slagur Þórsarinn Darrin Govens og Grindvíkingurinn Giordan Watson í baráttunni undir körfunni í Grindavík í gærkvöldi. ar að gefast upp vígið og geta jafnað metin á miðvikudaginn  Lærisveinar Benedikts greipum  Þórsarar búnir að leggja Grindvíkinga tvívegis að velli í Röstinni ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2012 Ragnar Sig-urðsson lék allan tímann í vörn danska meistaraliðsins FC Köbenhavn þegar liðið lagði AaB, 3:0, á heimavelli sínum á Parken. Sölvi Geir Ottesen var fjarri góðu gamni í liði meistaranna vegna meiðsla. FC Köbenhavn er með 58 stig í efsta sæti en Nordsjælland er með 55 stig í öðru sæti.    Rússneska tenniskonan MariaSharapova hrósaði sigri á tennismóti sem lauk í Þýskalandi í gær. Sharapova hafði betur á móti Victoria Azarenka í úrslitaleik í tveimur settum, 6:1 og 6:4. Þetta var 25. mótið sem Sharapova fagnar sigri í en fyrsta mótið sem hún vinn- ur á þessu ári.    Björgvin Gúst-avsson og samherjar hans í þýska liðinu Magdeburg voru nálægt því að komast í úrslit í EHF-keppninni í handknattleik í gær. Magdeburg hafði betur á móti franska liðinu Dunkerque, 22:18, á útivelli í gær en það dugði ekki til. Frakkarnir kom- ust í úrslitaleikinn með því að vinna einvígið samanlagt, 49:48. Einar Hólmgeirsson er einnig á mála hjá Magdeburg en hann gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.    Þrjú Íslend-ingalið eru í botnsætunum í norsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu. Brann tapaði sínum fimmta leik í röð þegar það lá fyrir Vålerenga, 2.1. Brann vann í 1. umferðinni þegar KR-ingurinn Hannes Þór Hall- dórsson stóð á milli stanganna en í kjölfarið hafa fylgt fimm tapleikir í röð þar sem Hannes hefur setið á bekknum en hann er væntanlegur í herbúðir KR í sumar. Birkir Már Sævarsson lék með Brann en Veig- ar Páll Gunnarsson var ekki í leik- mannahópi Vålerenga.    Björn Berg-mann Sig- urðarson og Pálmi Rafn Pálmason léku báðir allan tím- ann með Lille- ström sem tapaði fyrir Ströms- godset, 1:0, á heimavelli. Landsliðsmarkvörð- urinn Stefán Logi Magnússon var ekki í leikmannahópi Lilleström en hann hefur verið úti í kuldanum hjá liðinu á tímabilinu. Lilleström hefur aðeins 3 stig eftir sex leiki en við miklu var búist hjá liðinu á leiktíð- inni. Björn Bergmann var það svekktur eftir leikinn að hann neit- aði að koma í sjónvarpsviðtal við TV2 en í viðtali við blaðamenn sagði hann: „Það gengur ekkert upp hjá okkur. Við fáum fullt af færi í leikj- unum en getum ekki komið bolt- anum í netið,“ sagði Björn.    Bernd Wiesberger frá Austurríkihrósaði sigri á Ballantine’s- mótinu í golfi sem lauk í Suður- Kóreu í gær en mótið var hluti af Evrópumótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Austurríkismannsins á móti í Evrópumótaröðinni. Hann lék hringina fjóra á samtals 18 höggum undir pari og varð fimm höggum á undan Skotanum Richie Ramsey. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.