Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 3
Í KÓPAVOGI Kristján Jónsson kris@mbl.is Enginn skortur var á óvæntum úr- slitum í 1. umferð Pepsí-deildar kvenna í knattspyrnu sem lauk í gærkvöldi. Forráðamenn félaganna spáðu Breiðabliki Íslandsmeist- aratitlinum í árlegri spá á dögunum en Fylki var hins vegar spáð 6. sætinu. Breiðablik undirstrikaði einnig að reikna má með þeim í baráttunni um titilinn þegar liðið sigraði í Lengjubikarnum í vor. Leikmenn Fylkis voru hins vegar ekki uppteknir af slíkum vangavelt- um á Kópavogsvellinum í gær- kvöldi og leyfðu Breiðabliki aldrei að ná undirtökunum. Markalaust var að loknum fyrri hálfleik og þegar upp var staðið hafði hvort lið skorað eitt mark og fá sitt hvort stigið. Vindurinn hafði sín áhrif Þar sem Lengjubikarinn er inn- anhússmót þá voru aðstæðurnar í gærkvöldi ágæt áminning um það að innanhúss- og utanhússfótbolti eru sín hvor útgáfan af íþróttinni. Í húsunum er hlýtt og notalegt og hægt að treysta á þægilegt logn. Í gærkvöldi þurftu liðin hins vegar að takast á við mjög sterkan vind og mikinn vindkulda. Ekki sérstaklega öfundsvert að spila við þessar að- stæður en svo sem ekki í fyrsta skipti sem Íslandsmótið hefst í leið- indaveðri. Umræddar aðstæður höfðu sjálfsagt talsvert með það að gera að leikurinn var fremur dauf- ur á köflum. Blikar meira með boltann Fylkir spilaði agað og lék með fimm manna varnarlínu. Aftasta línan lenti nokkrum sinnum í vand- ræðum án þess að Breiðabliki tæk- ist að nýta sér það. Á heildina litið varðist Fylkisliðið hins vegar vel en gaf Blikum eftir að vera með bolt- ann. Markadrottningin Anna Björg Björnsdóttir var ein í framlínunni en tókst engu að síður að gera varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt. Hún fékk tvö dauðafæri í leiknum og í síðara skiptið skaut hún í slána. Glæsilegt mark Rakelar Tveimur mínútum eftir sláar- skotið skoraði Breiðablik glæsilegt mark. Fanndís Friðriksdóttir tók hornspyrnu frá hægri á 55. mínútu og sendi beint á Rakel Hönnudótt- tur sem klippti boltann í netið með vinstri fæti utarlega úr teignum. Mikill stíll yfir þessu marki. Leik- menn Fylkis hættu þó ekki að berj- ast og uppskáru jöfnunarmark á 76. mínútu. Fyrirliðinn Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir stýrði boltanum í netið eftir hornspyrnu Margrétar B. Ástvaldsdóttur. Blikaliðið spilaði ekki eins og meistaraefni í gærkvöldi en liðið vantaði aðallega að búa til fleiri færi. Björk Gunnarsdóttir fékk til að mynda úr litlu að moða í fram- línunni. Rakel Hönnudóttur er hins vegar komin á blað hjá Breiðabliki og var mjög áberandi í leiknum.  Á mbl.is/sport eru myndband- sviðtöl við Hlyn Eiríksson þjálfara Breiðabliks og Jón Pál Pálmason þjálfara Fylkis. Morgunblaðið/Eggert Fyrsti Rakel Hönnudóttir lék sinn fyrsta leik með Breiðabliki á Íslandsmóti, skoraði flott mark, og skallar hér boltann af krafti í áttina að marki Fylkis. Góð byrjun Fylkiskvenna  Náðu stigi gegn Breiðabliki á útivelli  Rakel Hönnudóttir komin á blað hjá Blikum  Erfiðar aðstæður á Kópavogsvelli  Fylkisliðið varðist vel ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Eyjakonur sýndu og sönnuðu að þær eru til alls líklegar í fótbolt- anum í sumar þegar þær lögðu bikarmeistara Vals að velli í Vestmanna- eyjum í gær, 4:2, í fyrstu umferð Pepsi-deildar- innar. Valur virtist þó stefna í þægileg- an sigur því staðan var orðin 2:0 fyrir Hlíðarendaliðið eftir aðeins fimm mínútur. Dóra María Lár- usdóttir, nýkomin heim frá Bras- ilíu, skoraði fyrst þegar hún fylgdi eftir sláarskoti og síðan Dagný Brynjarsdóttir. Það var ekki fyrr en hálftími var eftir af leiknum sem Danka Podo- vac náði að minnka muninn fyrir ÍBV með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Vesna Smiljkovic jafn- aði, 2:2, þegar Brett Maron í marki Vals hélt ekki boltanum eftir fyr- irgjöf. Shaneka Gordon, sem skoraði 12 mörk fyrir Grindavík í deildinni í fyrra, kom inná sem varamaður og bætti við þriðja markinu skömmu fyrir leikslok og Kristín Erna Sig- urlásdóttir innsiglaði sigurinn í blá- lokin. Tvö síðari mörkin komu bæði eftir stungusendingar innfyrir Valsvörnina. Kristín jafnaði í lokin Nýliðar FH virtust ætla að leggja Aftureldingu í Mosfellsbænum í gærkvöld en Guðrún Bentína Frí- mannsdóttir skoraði úr vítaspyrnu strax á 5. mínútu eftir að brotið var á Anítu Lísu Svansdóttur. En í upp- bótartíma jafnaði Kristín Tryggva- dóttir, 1:1, eftir að Carla Lee sendi boltann til hennar. Sviptingar á Selfossi Nýliðar Selfoss gerðu jafntefli, 3:3, við KR í sínum fyrsta leik í efstu deild, eftir að hafa komist í 2:0 og misst það niður í 2:3. Valerie O’Brien skoraði tvö fyrri mörk Sel- fyssinga og það var síðan Eva Lind Elíasdóttir sem jafnaði seint í leikn- um. Í millitíðinni skoruðu Ólöf G. Ísberg, Freyja Viðarsdóttir og Anna Garðarsdóttir fyrir KR-inga. vs@mbl.is ÍBV tilbú- ið í topp- slaginn? Kristín Erna Sigurlásdóttir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég flýg bara á milli Reykjavíkur og Akureyrar því ég er í miðjum stúd- entsprófum og að búa mig undir líf- fræðipróf á þriðjudag,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, hetja Þórs/KA í gær, en hún skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja þegar Akureyrarliðið skellti Íslandsmeisturum Stjörnunnar, 3:1, í fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í fótbolta í Boganum á Akureyri. Stjarnan komst yfir snemma þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skor- aði úr vítaspyrnu. Katrín svaraði því með tveimur mörkum og það þriðja kom þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot hennar en Sandra María Jessen fylgdi á eftir og innsiglaði frekar óvæntan sigur Akureyrarliðs- ins. „Ég held að það hafi engir reiknað neitt sérstaklega með okkur. Það er ágætt því við komum alveg stress- lausar í þennan leik. Liðið er mikið breytt en við erum tilbúnar í allt og mórallinn er mjög góður, sem er lykilatriði. Það var gaman að byrja gegn Íslandsmeisturunum og virki- lega sætt að vinna þá,“ sagði Katrín, sem kom til liðs við Þór/KA frá KR í vetur. Hún var komin í A-landsliðshóp- inn sem fór til Algarve í lok febrúar en meiddist þar á æfingu og spilaði ekkert. „Þetta er búið að vera skrýtið undirbúningstímabil því ég fór í aðgerð í nóvember, meiddist á hné á Algarve og hef síðan aðeins náð að æfa fótbolta í mánuð fyrir mótið. Svo flyt ég ekki norður fyrr en í júní vegna prófanna. Það er nóg að gera en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Katrín Ás- björnsdóttir sem er á náttúru- fræðibraut í MR. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Aðalhlutverk Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði vel með Þór/KA í gær, skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Hér á hún í höggi við Eddu Maríu Birgisdóttur í leiknum í Boganum. Stórleikur í miðjum stúdentsprófum  Katrín hetja Þórs/KA í sigri á Stjörnunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.