Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari A- landsliðs kvenna í handknattleik hefur valið 20 leikmenn fyrir tvo síðustu leiki Íslands í undankeppni EM 2012. Leikið er við Spán hér heima 30. maí og við Úkraínu á úti- velli 3. júní. Íslenska liðið þarf að vinna báða leikina til að eiga möguleika á að komast í lokakeppnina sem fer fram í desember. Fyrir tvær síðustu umferðirnar eru Spánn og Úkraína með 6 stig hvort, Ísland 4 en Sviss ekkert. Báðir keppinautar íslenska liðsins eiga eftir einn leik við Sviss, Spánn á heimavelli en Úkraína á útivelli. Steinunn Björnsdóttir er eini ný- liðinn í hópnum en hún stóð sig vel með Fram í úrslitakeppninni. Ís- landsmeistarar Vals eiga flesta leikmenn í hópnum eða sjö talsins. Hópurinn er skipaður eftir- töldum leikmönnum. MARKVERÐIR: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK AÐRIR LEIKMENN: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg Ásta Birna Gunnardóttir, Fram Dagný Skúladóttir, Val Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörn. Hildur Þorgeirsdóttir, Blomberg Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val Jóna Sigríður Halldórsdóttir, HK Jóna Margrét Ragnarsd., Stjörn. Karen Knútsdóttir, Blomberg Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Val Ragnhildur Rósa Guðmundsd., Val Rut Jónsdóttir, Tvis Holstebro Steinunn Björnsdóttir, Fram Stella Sigurðardóttir, Fram Þórey Rósa Stefánsd., Holstebro Þorgerður Anna Atladóttir, Val Ágúst valdi tuttugu leikmenn Morgunblaðið/Golli Nýliði Steinunn Björnsdóttir er í landsliðshópnum í fyrsta sinn. 1. DEILDIN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við komum okkur sjálfum ekkert á óvart. Það er alveg eðlilegt að okkur sé spáð falli, við erum nýliðar og fengum mörg mörk á okkur á und- irbúningstímabilinu þegar við vor- um að prófa að pressa á andstæð- ingana framarlega á vellinum. Það kom oft í bakið á okkur í lok leikja en er að skila sér núna því við erum í góðu standi,“ sagði Óttar Steinn Magnússon fyrirliði Hattar frá Eg- ilsstöðum sem gerði góða ferð suður í Laugardal á laugardag og vann 3:1 sigur á Þrótti í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Óttar segir sigurinn aldrei hafa verið í hættu en Högni Helgason skoraði fyrsta mark deildarinnar á 13. mínútu og Elvar Þór Ægisson bætti við öðru í seinni hálfleik. Karl Brynjar Björnsson minnkaði mun- inn fyrir Þrótt en Stefán Þór Eyj- ólfsson gulltryggði svo sigurinn með marki úr víti. „Við féllum vel til baka gegn Þrótti og lokuðum vel á þá og sótt- um svo hratt sem hentar okkar sóknarmönnum vel. Þeir opnuðu vörnina okkar einu sinni en áttu annars engin opin færi,“ sagði Óttar Steinn sem var með nýjan mark- vörð á bakvið sig í leiknum, Ryan Allsop, sem kom frá Millwall og á að baki leiki með U17 landsliði Eng- lands. Lenti degi fyrir leik „Hann lenti degi fyrir leik og fékk bara nöfnin á öftustu fjórum [varn- armönnum] á blaði og æfði sig í að bera þau fram. Það gekk ágætlega, hann reyndi alla vega að stjórna okkur aðeins og það kom meira ör- yggi í þetta með honum. Við fengum fæst mörk á okkur af liðunum í 2. deild í fyrra en þau voru samt svolít- ið mörg því það var mikið skorað í henni. Þá spiluðum við hátt uppi á vellinum en við höfum engar sér- stakar áhyggjur af varnarleiknum í sumar,“ sagði Óttar Steinn sem seg- ir mikið hafa breyst hjá Hetti með tilkomu Eysteins Húna Haukssonar sem sneri aftur austur fyrir síðustu leiktíð til að þjálfa í fyrsta sinn meistaraflokk. Hugsa eins og atvinnumenn „Það breyttist mikið. Hann hefur gjörbreytt hugarfarinu. Þó að við séum áhugamenn frá litlum stað úti á landi þá er hægt að ná helvíti langt með því að breyta hugarfarinu og fá menn til að hugsa eins og at- vinnumenn. Hann er að vinna í fullt af litlum atriðum í kringum liðið til að bæta menninguna í kringum það og leggur mikið upp úr því. Þetta gengur vel. Þetta er ungur hópur og flestir líklega fæddir á árunum 1990 til 1988. Við erum ungir og villtir en látum mjög vel að stjórn,. það er ágætis blanda,“ sagði Óttar Steinn sem var nýkominn af æf- ingu í „skítakulda“ þegar Morg- unblaðið heyrði í honum í gær. Það er eflaust þess virði að fá að vera í efsta sæti deildarinnar áfram. „Það er kalt á toppnum í orðsins fyllstu merkingu. Núna er alveg hríðarbylur hérna. Við tókum ís- bað áðan og fórum svo út að hlaupa í snjókomu og 15 metrum á sek- úndu. Við þurfum að skafa snjóinn af gervigrasinu fyrir fyrstu heima- leikina í vikunni,“ sagði Óttar létt- ur. Útileikmaður í mark Tindastóls Hinir nýliðarnir í deildinni, Tinda- stóll, gerðu Haukum erfitt fyrir lengi vel á Ásvöllum en máttu sætta sig við 2:0 tap. Hilmar Trausti Arn- arsson kom Haukum yfir beint úr hornspyrnu, og Magnús Páll Gunn- arsson skoraði í blálokin en þá var útileikmaðurinn Fannar Örn Kol- beinsson kominn í mark Tindastóls. Arnar Magnús Róbertsson hafði fengið rautt spjald fyrir að senda áhorfendum löngutöng. ÍR vann dramatískan sigur á KA, 3:2, þar sem Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið í lokin en Elvar, sem er leikmaður Blika, var láns- maður hjá KA í fyrra en hjá ÍR nú. Nigel Quashie skoraði einnig í leikn- um en margir muna eftir honum frá því að hann lék með West Ham í ensku úrvalsdeildinni fyrir fáeinum árum. Þór vann Leikni R. 2:0 í annars tíðindalitlum leik fyrir norðan og byrjar því vel í baráttu sinni um að komast aftur upp í úrvalsdeild. Vík- ingur R. náði hins vegar aðeins markalausu jafntefli gegn BÍ/ Bolungarvík fyrir vestan. Víkingur Ólafsvík og Fjölnir gerðu einnig jafntefli, 1:1.  Markaskorarar í leikjunum eru á bls. 6. „Það er kalt á toppnum“  Nýliðar Hattar komu á óvart í fyrstu umferð  Nýr markvörður fékk blað með nöfnum varnarmanna  Þór, Haukar og ÍR unnu einnig góða sigra Morgunblaðið/Eggert Reyndur Sigurbjörn Hreiðarsson, einn reyndasti knattspyrnumaður landsins, er kominn í raðir Hauka og spilaði sinn fyrsta deildaleik með þeim á laugardag. Hér á hann í höggi við Árna Einar Adolfsson, fyrirliða Tindastóls. Sölvi GeirOttesen tryggði FC Kö- benhavn stig gegn Sönder- jyskE á útivelli í dönsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær. Hann lék með meisturunum á ný eftir meiðsli, spil- aði síðari hálfleikinn, og jafnaði í 2:2 fimm mínútum fyrir leikslok. Eyjólf- ur Héðinsson skoraði fyrra mark SönderjyskE sem komst í 2:0. Nú getur FCK misst forystuhlutverkið til Nordsjælland sem er tveimur stigum á eftir en mætir OB í kvöld. Að þeim leik loknum eru tvær um- ferðir eftir í Danmörku.    Eiður Smári Guðjohnsen spilaðifyrsta heila leik sinn með AEK frá Aþenu í gær, síðan hann fót- brotnaði í október. AEK sótti þá At- romitos heim í fjögurra liða úr- slitakeppninni um eitt sæti í Meistaradeild Evrópu og Atromitos vann, 1:0. Panathinaikos er með 8 stig, PAOK 7, AEK 6 og Atromitos 5 í baráttunni um Meistaradeild- arsætið. Tvær umferðir eru eftir af keppninni.    Indriði Sigurðsson, fyrirliði Vik-ing Stavanger, skoraði dýrmætt mark fyrir lið sitt í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Hann kom Víkingunum í 2:0 skömmu fyrir leikslok þegar þeir unnu Sogndal 2:1 á útivelli, með marki af stuttu færi eftir hornspyrnu. Viking lyfti sér uppí miðja deild með sigrinum.    Auðunn Jóns-son kraft- lyftingamaður úr Breiðabliki varð á laugardaginn í 5. sæti í saman- lagðri keppni á Evrópumótinu í kraftlyftingum í Úkraínu. Auðunn vann til silf- urverðlauna í réttstöðulyftu þar sem hann lyfti 357,5 kg, eftir að hafa lyft 407,5 kg í hnébeygju og 275 kg í bekkpressu. Auðunn lyfti því sam- tals 1040 kg sem er heimsmet í flokki öldunga M1.    Spretthlauparinn Helgi Sveinssonsetti á laugardaginn nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100 metra hlaupi í flokki T42 á frjáls- íþróttamóti fatlaðra á Ítalíu. Helgi, sem keppir á koltrefjafæti frá stoð- tækjaframleiðandanum Össuri, hljóp á 14,82 sekúndum og bætti sig um 48/100 úr sekúndu frá því í Túnis í fyrra. Helgi stefnir ótrauður á að komast á ólympíumót fatlaðra síðar á þessu ári en þau mál skýrast betur síðar í þessum mánuði. Árangur Helga er sá tólfti besti í flokki T42 síðustu tvö ár. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.