Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 8
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Nú finnst mér vera fínn tími til
þess að koma aftur í Aftureldingu.
Fyrir hendi eru margir efnilegir
leikmenn í bland við reyndari leik-
menn. Mig langar til að aðstoða
liðið og leikmenn við að eflast og
taka skref á fram á við sem lið,“
sagði handknattleiksmaðurinn Örn
Ingi Bjarkason eftir að hann skrif-
aði undir tveggja ára samning við
uppeldisfélag sitt, Aftureldingu, í
gær.
Örn hefur síðustu fjögur árin
verið í herbúðum FH og varð m.a.
Íslandsmeistari með Hafnarfjarð-
arliðinu fyrir ári og hafnaði í öðru
sæti á dögunum eftir úrslitarimmu
við HK um Íslandsmeistaratitilinn.
„Fjögurra ára samningur minn
við FH rann út á dögunum og það
kom eiginlega ekkert annað til
greina en fara aftur til baka til
Aftureldingar,“ sagði Örn Ingi
ennfremur en hann var eini leik-
maður FH sem var valinn í lið árs-
ins í N1-deildinni sem kynnt var á
lokahófi Handknattleikssambands-
ins á laugardagskvöldið.
Á mörgum í FH
mikið að þakka
„Mér gekk mjög vel á þeim fjór-
um árum sem ég var hjá FH og
hef vaxið ár frá ári sem leikmaður.
Ég á þar af leiðandi mörgum hjá
FH mjög mikið að þakka. En ég
bý í Mosfellsbæ og vil vera þar.
Síðustu fjögur ár hef ég keyrt nán-
ast alla daga ársins á milli Mos-
fellsbæjar og Hafnarfjarðar til æf-
inga og leikja. Það tekur sinn toll
og er ein af ástæðunum fyrir því
að ég ákvað að snúa til baka til
Aftureldingar.
Auk þess höfðu margir hvatt
mig til þess að snúa á ný til Aftur-
eldingar og leggja mitt lóð á
vogarskálarnar. Eftir fjögur góð ár
hjá FH finnst mér nú vera rétti
tíminn til þess,“ sagði Örn Ingi
Auk samningsins við Örn fram-
lengdu Davíð Svansson markvörð-
ur, Hilmar Stefánsson, Jóhann Jó-
hannsson og hinn stórefnilegi
Böðvar Páll Ásgeirsson samninga
sína við Aftureldingu í gær en liðið
leikur þriðja keppnistímabilið í röð
í N1-deildinni á næsta keppnis-
tímabili. Einnig hefur Reynir Þór
Reynisson þjálfari skrifað undir
nýjan samning við Mosfellinga.
Mikill hugur í Mosfellingum
Ásgeir Sveinsson, formaður
meistaraflokksráðs Aftureldingar,
segir að mikill hugugur sé í Mos-
fellingum fyrir næstu leiktíð þar
sem stefnan sé að sækja fram og
færast nær toppliðum deild-
arinnar. Mikilvægt og stórt skref í
þeim áætlunum hafi verið að fá
Örn Inga til baka en eins skipti
gríðarlegu máli að framlengja
samninga við þá leikmenn sem fyr-
ir voru, ekki síst hinn efnilega
Böðvar Pál, sem vakti verðskuld-
aða athygli í deildinni í vetur, að-
eins 17 ára gamall. Ásgeir sagði
ekki loku fyrir það skotið að fleiri
nýir leikmenn bætist í hópinn hjá
Aftureldingu á næstu dögum.
„Ekkert annað kom til greina“
Ljósmynd/Ragnar Þór Ólason
Afturelding Reynir Þór Reynisson þjálfari, Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri, Hilmar Stefánsson, Örn Ingi
Bjarkason, Davíð Svansson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Jóhann Jóhannsson, og Ásgeir Sveinsson, formaður mfl.ráðs.
Örn Ingi Bjarkason aftur til Aftureld-
ingar frá FH Samdi til tveggja ára
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Stella Sigurðardóttir, Fram, og
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK, voru
valin leikmenn ársins á lokahófi HSÍ
í fyrrakvöld.
Efnilegustu leikmennirnir voru
Heiðrún Björk Helgadóttir, HK, og
Böðvar Páll Ásgeirsson, Aftureld-
ingu.
Bestu þjálfararnir voru valdir
Stefán Arnarson, Val, og Aron
Kristjánsson, Haukum.
Þá var Davíð Georgsson úr ÍR val-
inn bestur í 1. deild karla og þjálfari
hans Bjarki Sigurðsson besti þjálf-
arinn.
Lið ársins í N1-deild kvenna:
Markvörður: Florentina Stanciu
ÍBV
Hornamenn: Dagný Skúladóttir
Val og Sólveig Lára Kjærnested
Stjörnunni
Skyttur: Stella Sigurðardóttir
Fram og Þorgerður Anna Atladóttir
Val
Leikstjórnandi: Ester Ósk-
arsdóttir ÍBV.
Lið ársins í N1-deild karla:
Markvörður: Aron Rafn Eðvarðs-
son, Haukum
Hornamenn: Bjarki Már Elísson,
HK, og Gylfi Gylfason, Haukum
Skyttur: Ólafur Bjarki Ragn-
arsson, HK og Bjarni Fritzson, Ak-
ureyri
Leikstjórnandi: Örn Ingi Bjarka-
son, FH
Við þetta má bæta að þau Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir, Val, og
Matthías Árni Ingimarsson, Hauk-
um, þóttu bestu varnarmennirnir.
Háttvísiverðlaun fengu þau
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val,
og Bjarki Már Elísson, HK.
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur
Leifsson þóttu besta dómaraparið.
kris@mbl.is
Ólafur Bjarki og Stella best í vetur
Heiðrún Björk og Böðvar Páll
valin efnilegust á lokahófi HSÍ
Ólafur Bjarki
Ragnarsson
Stella
Sigurðardóttir
Justin Shouse úr Stjörnunni og Pál-
ína Gunnlaugsdóttir úr Keflavík
voru í fyrrakvöld útnefnd bestu leik-
mennirnir í Iceland-Express-
deildum karla og kvenna á lokahófi
Körfuknattleikssambands Íslands í
Stapanum í Reykjanesbæ.
Margrét Rósa Hálfdánardóttir úr
Haukum og Elvar Már Friðriksson
úr Njarðvík voru valin bestu ungu
leikmennirnir og bestu þjálfararnir
voru þeir sem stjórnuðu Íslands-
meistaraliðunum, Helgi Jónas Guð-
finnsson með karlalið Grindavíkur
og Sverrir Þór Sverrisson með
kvennalið Njarðvíkur.
Aðrar viðurkenningar voru sem
hér segir:
Prúðustu leikmenn:
Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæ-
felli, og Darri Hilmarsson, Þór Þor-
lákshöfn.
Bestu erlendu leikmenn:
Lele Hardy, Njarðvík, og J’Nathan
Bullock, Grindavík
Bestu varnarmenn:
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík, og
Guðmundur Jónsson, Þór Þ.
Besti dómari:
Jón Guðmundsson, Keflavík
Úrvalslið kvenna:
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Íris Sverrisdóttir, Haukum
Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli
Petrúnella Skúladóttir, Njarðvík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Úrvalslið karla:
Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík
Justin Shouse, Stjörnunni
Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli
Finnur Atli Magnússon, KR
Sigurður Gunnar Þorsteinsson,
Grindavík.
vs@mbl.is
Shouse og Pálína
bestu leikmenn
Margrét Rósa
Hálfdánardóttir
Elvar Már
Friðriksson
Justin
Shouse
Pálína
Gunnlaugsdóttir