Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 20
20 FÓTBOLTINN 2012
LEIKJAHÆSTIR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Guðmundur Steinarsson, sóknarmað-
urinn reyndi úr Keflavík, er sá leik-
maður í Pepsi-deild karla í sumar sem
hefur leikið flesta leiki í efstu deild hér
á landi frá upphafi.
Hann er í 11.-12. sæti yfir þá leikja-
hæstu í deildinni með 233 leiki og færi
alla leið upp í fimmta sætið ef hann
næði að leika alla 22 leiki Keflavíkur í
sumar.
Guðmundur, sem er 32 ára, hefur
leikið samfleytt í efstu deild í sextán ár,
ef eitt tímabil er undanskilið, en hann
lék með KA í 1. deildinni 1999. Þá var
Guðmundur fjarverandi fyrri hluta
tímabilsins 2003 þegar hann spilaði
með Brönshöj í Danmörku, og fyrri
hlutann 2009 þegar hann lék með
Vaduz frá Liechtenstein í svissnesku A-
deildinni.
Á síðasta tímabili sló Guðmundur
bæði leikja- og markamet Keflvíkinga í
efstu deild. Leikjametið tók hann af
Sigurði Björgvinssyni og hefur nú leik-
ið 222 leiki fyrir félagið í deildinni, en til
viðbótar 11 leiki með Fram sumarið
2003.
Markametið hirti Guðmundur hins-
vegar af föður sínum, Steinari Jóhanns-
syni, sem gerði 72 mörk fyrir Keflavík í
139 leikjum á árunum 1969 til 1982.
Guðmundur hefur nú skorað 74 mörk í
deildinni.
Tekur Kristján fram hanskana?
Reyndar gæti markvörðurinn gam-
alkunni Kristján Finnbogason tekið sig
til og bætt við sína leiki í efstu deild.
Kristján, sem verður 41 árs núna í maí-
mánuði, er til taks hjá Fylkismönnum
sem aðstoðarþjálfari en getur leyst
markverðina af hólmi. Undanfarin ár
hefur Kristján varið mark Gróttu-
manna. Hann er fjórði leikjahæstur frá
upphafi og gæti farið upp í þriðja sætið
ef hann setti á sig hanskana í sumar.
Kristján er með 265 leiki fyrir KR og
ÍA
Birkir á leikjametið
Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðs-
markvörður Íslands, á enn leikjametið í
efstu deild og ekki er útlit fyrir að það
verði slegið í bráð. Birkir lék samtals
321 leik í deildinni frá 1984 til 2006, með
KA, ÍA, Fram og ÍBV.
Birkir var nýorðinn 42 ára gamall
þegar hann lék kveðjuleik sinn í deild-
inni, með ÍBV gegn KR 24. ágúst 2006.
Hann hafði hætt haustið á undan en
hljóp í skarðið vegna markvarðavand-
ræða hjá Eyjamönnum og spilaði gegn
KR í Vesturbænum.
Fóturinn sneri öfugt
Fyrstu tvo leikina spilaði Birkir 19
ára gamall, með KA snemma sumars
1984, en síðan slasaðist hann illa í leik
gegn Val á Hlíðarenda og lék ekki
meira það ár. Þau meiðsli eru mörgum
eftirminnileg sem sáu því fótur Birkis
fór svo illa við ökklann að hællinn sneri
nánast fram og tærnar aftur. Lækn-
irinn Grímur Sæmundsen var þá mót-
herji Birkis sem vinstri bakvörður Vals
og veitti honum fyrstu hjálp á vellinum.
Birkir jafnaði sig samt fullkomlega
og í beinu framhaldi af því lék hann ell-
efu tímabil í röð hér á landi, með ÍA og
Fram, án þess að missa úr leik.
Aðstoðarþjálfari
Keflavíkur í öðru sæti
Gunnar Oddsson, núverandi aðstoð-
arþjálfari Keflavíkur, er í öðru sæti á
listanum. Hann spilaði með Keflavík,
Leiftri og KR og átti metið áður en
Birkir sló það.
Tuttugu leikjahæstu í efstu deild frá
upphafi eru eftirtaldir:
Birkir Kristinsson.......................... 321
Gunnar Oddsson ............................ 294
Sigurður Björgvinsson.................. 267
Kristján Finnbogason ................... 265
Heimir Guðjónsson........................ 254
Andri Marteinsson ........................ 246
Júlíus Tryggvason ......................... 243
Sigurbjörn Hreiðarsson................ 240
Þormóður Egilsson........................ 239
Guðmundur Benediktsson............ 237
Guðmundur Steinarsson............... 233
Sigursteinn Gíslason ..................... 233
Pálmi Haraldsson .......................... 231
Pétur Ormslev................................ 2
Guðmundur Steinsson................... 22
Ásgeir Elíasson.............................. 22
Ragnar Margeirsson ..................... 22
Gestur Gylfason ............................. 22
Kári Steinn Reynisson .................. 22
Steingrímur Jóhannesson ............ 22
Tryggvi Guðmundsson.................. 22
Tveir á þessum lista, Sigursteinn
Gíslason og Steingrímur Jóhannesson
létust fyrr á þessu ári, langt um aldur
fram.
Guðmundur er
leikjahæstur í ár
Lék fyrst með Keflvíkingum fyrir 16 árum Getur komist í
fimmta sætið yfir þá leikjahæstu frá upphafi í lok tímabilsins
233 Guðmundur Steinarsson hóf að spila með Keflavík fyrir sextán árum og
félagsins í efstu deild. Hann er líka leikjahæstur allra þeirra leikmanna sem