Morgunblaðið - 04.05.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 04.05.2012, Síða 22
22 FÓTBOLTINN 2012 FRAM Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Framarar hafa verið eitt heitasta lið- ið á undirbúningstímabilinu en strákarnir hans Þorvaldar Örlygs- sonar hafa verið á sömu siglingu og þeir voru seinn hlutann á síðustu leiktíð þegar þeir á ævintýralegan hátt björguðu sér frá falli með frá- bærum endaspetti. Framarar ættu því að vera til alls líklegir í sumar en Bretarnir sem Framarar fengu til liðs við sig um mitt síðasta sumar, Steven Lennon og Samuel Hewson, hafa gjörbreytt liðinu til hins betra. Umskiptin á liðinu voru algjör í fyrra. Eftir 15 umferðir, um miðjan ágúst, var Fram aðeins með 8 stig og virtist ekki eiga nokkra möguleika á að halda sér í deildinni. Framarar unnu hinsvegar fimm af síðustu sjö leikjunum og enduðu í níunda sætinu þegar upp var staðið. Þeir hafa haldið áfram á sömu braut og unnu tíu leiki í röð í vetr- armótunum áður en þeir biðu lægri hlut fyrir KR í úrslitaleik Lengjubik- arsins í lok apríl. ,,Miðað við hvernig gengi okkar hefur verið á undirbúningstímabilinu þá leyfir maður sér að vera bjart- sýnn fyrir tímabilið en ekki of bjart- sýnn,“ sagði hinn eitilharði Halldór Hermann Jónsson við Morgunblaðið en þessi mikli vinnuþjarkur er orð- inn einn af reynslumeiri leikmönnum Framliðsins, sem hann gekk til liðs við frá Fjarðabyggð árið 2008 og hef- ur aðeins misst af fjórum leikjum Safamýrarliðsins á undanförnum fjórum árum. Höfum náð að halda sama dampi ,,Við náðum að þjappa hópnum vel saman undir lok tímabilsins í fyrra og öðluðumst sjálfstraust. Við höfum náð að halda sama dampi á undir- búningstímabilinu og erum á góðu róli. Það gefur okkur hins vegar enga forgjöf þegar út í Íslandsmótið kemur. Það er ekkert gefið þó svo að það gangi vel fyrir mót en við mæt- um ekki smeykir til leiks. Almennt eru Framarar bjartsýnir fyrir sum- arið og vonandi náum við leikmenn að standa undir þeim væntingum,“ sagði Halldór. Gerum okkur vonir um að geta blandað okkur í toppbaráttu Eru ekki allar forsendur fyrir því að þið getið blandað ykkur í toppbar- áttuna í sumar? ,,Ég svara því játandi miðað við hvernig við höfum spilað. Við höfum leikið á móti flestum þeim liðum sem voru í toppbaráttu í fyrra og sjáum hvar við stöndum miðað við þau. Við gerum okkur því alveg vonir að geta blandað okkur í efri hluta deild- arinnar. Hópurinn hefur ekki tekið miklum breytingum. Við erum að fá inn í hópinn unga stráka sem hafa fallið vel í liðið og við höfum reynslu með tilkomu Ásgeirs Gunnars sem á eftir að nýtast okkur vel. Ég á líka von á því að Sveinbjörn geri það gott með okkur en annars er kjarninn sá sami og margir sem hafa spilað lengi saman.“ Vona að mótið verði jafnt og skemmtilegt Hvaða lið sérð þú fyrir þér að séu líklegust til að vera í toppbarátt- unni? ,,Það er klárt mál að KR-ingarnir verða sterkir. Ég hef ekki séð lið eins og FH, Val og Keflavík en ég veit að FH-ingarnir eru alltaf með mjög gott lið og það verður engin breyting á því í ár. Ég hef trú á að Skagamenn og Stjörnumenn geti blandað sér í efri hlutann en annars vona ég bara að mótið verði jafnt og skemmtilegt. Ég bind miklar vonir við það að það verði ekki eitthvert eitt lið sem mun stinga af og að liðin verði að tæta stig af hvert öðru,“ sagði Hall- dór Hermann Jónsson. Leyfi mér að vera bjartsýnn Morgunblaðið/Ómar Miðjujaxl Halldór Hermann Jónsson kom til Fram frá Fjarðabyggð fyrir fjórum árum og hefur verið geysilega drjúgur á miðjunni hjá liðinu. Leikmenn árið 2012 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Ögmundur Kristinsson 1989 23 0 0 12 Sigurður H. Björnsson 1993 0 0 0 30 Denis Cardaklija 1988 0 0 0 Sindra ‘11 Markverðir 4 Kristján Hauksson 1986 108 3 0 Val ‘09 7 Daði Guðmundsson 1981 163 8 0 9 Samuel Tillen 1985 79 4 0 Brentford ‘08 14 Hlynur Atli Magnússon 1990 40 2 0 16 Andri Freyr Sveinsson 1994 0 0 0 20 Alan Lowing 1988 16 0 0 East Fife ‘11 23 Benedikt Októ Bjarnason 1995 0 0 0 Varnarmenn 5 Kristinn Ingi Halldórsson 1989 32 2 0 *Hamri ‘10 6 Halldór Hermann Jónsson 1984 84 3 0 Fjarðabyggð ‘08 8 Jón Gunnar Eysteinsson 1986 71 3 0 Keflavík ‘10 11 Almarr Ormarsson 1988 71 16 0 KA ‘08 13 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 1980 174 22 3 FH ‘12 15 Samuel Hewson 1988 10 0 0 Altrincham ‘11 19 Orri Gunnarsson 1992 7 2 0 25 Jökull Steinn Ólafsson 1994 0 0 0 26 Antonio Ndong Nsambi 1994 0 0 0 27 Matthías K. Jóhannsson 1994 0 0 0 BÍ/Bolungarv.‘12 28 Gunnar Oddgeir Birgisson 1992 0 0 0 29 Stefán Birgir Jóhannesson 1993 0 0 0 Miðjumenn 10 Steven Lennon 1988 12 5 0 Newport ‘11 17 Hólmbert A. Friðjónsson 1993 9 0 0 HK ‘11 22 Ívar Björnsson 1985 84 21 0 Fjölni ‘05 24 Sveinbjörn Jónasson 1986 15 1 0 Þrótti R. ‘12 Sóknarmenn  Fram mætir til leiks með gott sjálfs- traust  Safamýrarliðið til alls líklegt Þorvaldur Örlygsson er við stjórn- völinn hjá Frömurum en hann tók við þjálfun Safamýrarliðsins árið 2008 og er því á sínu fimmta ári í brúnni hjá þeim bláklæddu. Fram- liðinu tókst undir stjórn Þorvaldar að bjarga sér frá falli á ævintýra- legan hátt á síð- ustu leiktíð en liðið hrökk í gír- inn á lokaspretti Íslandsmótsins. Það hefur haldið sama dampi á undirbúnings- tímabilinu þar sem liðið hefur verið ósigrandi þar til kom að úrslitaleik Lengjubikars- ins þar sem Fram tapaði fyrir KR. Ögmundur Kristinsson mun standa á milli stanganna hjá Fröm- urum líkt og hann gerði í fyrra en hann tók við hönskunum af Hann- esi Þór Halldórssyni fyrir síðustu leiktíð þegar Hannes söðlaði um og gekk til liðs við KR-inga. Fyrirliðinn Kristján Hauksson og Hlynur Atli Magnússon verða væntanlega fyrsti kostur Þorvaldar í miðvarðarstöðunum og í bakvarð- arstöðunum Bretarnir Sam Tillen og Alan Lowing en sá síðarnefndi er einnig góður kostur í miðvarð- arstöðunni. Al- marr Ormarsson er fjölhæfur leik- maður sem oft hefur spilað sem bakvörður og þá er Daði Guð- mundsson reynd- ur bakvörður. Halldór Her- mann Jónsson mun binda miðj- una saman og vafalaust kemur til með að mæða mikið á þeim mikla baráttuhundi. Með honum verða hinn öflugi Eng- lendingur og fyrrv. liðsmaður Man- chester United, Sam Hewson, sem mun gegna mikilvægu hlutverki hjá liðinu í sumar, og Jón Gunnar Ey- steinsson og þá hafa Framarar fengið hinn reynslumikla Ásgeir Gunnar Ásgeirsson frá FH, sem getur leyst margar stöður á vell- inum. Í sóknarlínu Framara verður Skotinn Steven Lennon í farar- broddi en hann kom eins og frelsari inn í liðið seinni hluta Íslandsmóts- ins á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í að bjarga liðinu frá falli. Á köntunum koma Framarar til með að tefla fram hinum eldfljóta Kristni Inga Halldórssyni og Al- mari Ormarssyni sem og hinum efnilega Hólmberti Aroni Friðjóns- syni. Þá mun Sveinbjörn Jónasson vafalaust fá tækifæri en þar er lunkinn markaskorari á ferð sem kom til Framara frá Þrótturum, þar sem hann skoraði 27 mörk í 1. deild og bikarkeppninni síðasta sumar. Fram Þorvaldur Örlygsson Steven Lennon KOMNIR: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson frá FH Matthías Jóhannsson frá BÍ/Bol. Sveinbjörn Jónasson frá Þrótti R. FARNIR: Andri Júlíusson í Staal (Noregi) Arnar Gunnlaugsson, hættur Hjálmar Þórarinsson í Berserki Jón Orri Ólafsson, hættur Tómas Leifsson í Selfoss Breytingar á liði Fram Vinnum saman! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -0 9 8 1 Sjóvá er aðalstyrktaraðili Fram og styður sérstaklega við barna- og unglingastarf félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.