Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 29
BIKARKEPPNIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KR-ingar urðu bikarmeistarar í 12.
skipti þegar þeir sigruðu Þór frá
Akureyri, 2:0, í úrslitaleik Valitor-
bikarsins á Laugardalsvellinum
laugardaginn 13. ágúst 2011. Það
var 52. bikarúrslitaleikurinn frá
upphafi og KR-ingar eru sigursæl-
astir allra með 12 titla, en þar af
unnu þeir sjö á fyrstu átta árum
keppninnar, frá 1960 til 1967.
KR, ÍA, Valur og Fram hafa
unnið bikarkeppnina samtals í 37
skipti af 52 en sjö lið deila hinum
15 bikarmeistaratitlunum á milli
sín.
Aðeins seinna í sumar
Bikarúrslitaleikur karla sumarið
2012 fer fram aðeins seinna en und-
anfarin tvö ár. Áfram er þó leikið
um eða uppúr miðjum ágúst, þriðja
árið í röð, en þessi stórleikur tíma-
bilsins fer fram á Laugardalsvell-
inum laugardaginn 18. ágúst og
hefst klukkan 16.00. Undanfarin
tvö ár hefur verið leikið helgina á
undan, 14. og 13. ágúst.
Bikarkeppnin var annars meira
og minna öll snemma á ferðinni í
fyrra en það var af sérstökum
ástæðum því þá þurfti að miða við
úrslitakeppni Evrópumóts 21-árs
landsliða sem fram fór í Danmörku
í júní.
Reyndar hófst keppnin sama dag
og í fyrra, 1. maí, en núna verður
aðeins leikinn einn leikur í for-
keppni þann dag og fyrsta umferð-
in er síðan spiluð 5.-8. maí.
Liðin í bikarnum eru 78
Alls taka 66 lið þátt í fyrstu
tveimur umferðum keppninnar,
sex liðum fleiri en í fyrra, og í
þriðju umferðinni, eða 32 liða úr-
slitum, bætast við liðin tólf úr
Pepsi-deild karla.
Samtals leika því 78 lið um bik-
arinn þetta árið, þar af 13 ut-
andeildalið.
Dagatal bikarkeppninnar er sem
hér segir:
Forkeppni .......................... 1. maí
1. umferð ....................... 5.-8. maí
2. umferð.................... 16.-17. maí
32 liða úrslit .................. 6.-7. júní
16 liða úrslit .............. 25.-26. júní
8 liða úrslit ..................... 8.-9. júlí
Undanúrslit ................ 1.-2. ágúst
Úrslitaleikur................. 18. ágúst
Tólfti bikarsigur KR
Fjögur lið hafa
unnið bróðurpart
bikartitlanna
Bikarmeistarar karla
Skipti Lið Ár
12 KR 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995,
1999, 2008, 2011.
9 ÍA 1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003.
9 Valur 1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992, 2005.
7 Fram 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989.
4 ÍBV 1968, 1972, 1981, 1998.
4 Keflavík 1975, 1997, 2004, 2006.
2 FH 2007, 2010
2 Fylkir 2001, 2002.
1 Breiðablik 2009.
1 Víkingur R. 1971.
1 ÍBA 1969.
KR 2011
PowerCat 1.10
Létt örtréfjaefni.
Stærðir 40-46
Verð: 45.990 kr.
Outlet-verð: 22.990 kr.
PowerCat 1.10
Leður
Stærðir 41-46
Verð: 44.990 kr.
Outlet-verð: 26.990 kr.
Liga finale
Leður
Stærðir 41-46
Einnig til fyrir gervigras
Verð: 17.990 kr.
Outlet-verð: 11.990 kr.
PowerCat 4.10
Gerviefni
Stærðir 42-46
Verð: 11.990 kr.
Outlet-verð: 7.990 kr.
King finale
Leður
Stærðir 41-46
Verð: 39.990 kr.
Outlet-verð: 22.990 kr.
King Finale Wn´s
Leður
Stelpuútgáfa af hinum
vinsæla King-skó.
Stærðir 36-40,5
Verð: 33.990 kr.
Outlet-verð: 19.990 kr.
v1.10 K
Mjúkt K-leður
Stærðir 41-46
Verð: 49.990 kr.
Outlet-verð: 26.990 kr.
v1.10 K
Mjúkt K-leður
Stærðir 41-46
Verð: 49.990 kr.
Outlet-verð: 26.990 kr.
FRÁBÆR VERÐ
Á FLOTTUM MERKJUM
Fótboltaskór
2011 árgerðirnar frá PUMA
Síðustu pörin
Opið:
Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-17
46%
Vínlandsleið 6 113 Reykjavík
40%
33%
46%
42%
33%
50% 40%