Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 30
30 FÓTBOLTINN 2012
DÓMARAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Garðar Örn Hinriksson er kominn af
fullum krafti í dómgæsluna á nýjan
leik eftir að hafa tekið sér frí um
skeið og er einn af þeim ellefu dóm-
urum sem valdir hafa verið til að
dæma í Pepsi-deild karla í sumar.
Garðar var valinn besti dómari úr-
valsdeildarinnar í kjöri leikmanna í
þrígang á fjórum árum, 2004, 2006
og 2007. Hann tók sér síðan frí að
loknu tímabilinu 2009, hafði þá átt
við þrálát meiðsli að stríða, en var
kominn aftur af stað síðasta sumar.
Þá var hann tekinn inn í Pepsi-
deildina á ný og dæmdi þar þrjá leiki
á lokasprettinum. Þar með var það
hans þrettánda tímabil í efstu deild
og hann er næstreyndastur þeirra
sem dæma í deildinni í ár með 122
leiki að baki.
Garðar dæmdi í fyrsta skipti í
efstu deild árið 1998. Hans fyrsti
leikur var viðureign ÍR og ÍBV á ÍR-
vellinum en hann var sögulegur að
því leyti að nýliðar ÍR unnu þar sinn
fyrsta sigur í efstu deild, 1:0, gegn
ríkjandi Íslandsmeisturum, með
marki Selfyssingsins Sævars Þórs
Gíslasonar. Það er eina árið sem ÍR
hefur spilað í efstu deild.
Nítjánda tímabil Kristins
Kristinn Jakobsson er reyndasti
dómarinn sem fyrr en hann er að
hefja sitt 19. tímabil í efstu deild.
Kristinn dæmdi í fyrsta skipti í
deildinni árið 1994, þá aðeins 24 ára
gamall. Hans fyrsti leikur var við-
ureign Keflavíkur og Breiðabliks á
Keflavíkurvelli 26. maí þá um vorið
en Keflavík vann þann leik 4:0 þar
sem Óli Þór Magnússon skoraði
þrennu og Ragnar heitinn Margeirs-
son gerði eitt mark.
Kristinn hefur níu sinnum á þeim
átján árum sem hann hefur dæmt í
deildinni verið kjörinn besti dóm-
arinn af leikmönnum í lok tímabils.
Síðast fékk Kristinn þá útnefningu
haustið 2009.
Erlendur Eiríksson, sem var kjör-
inn besti dómari deildarinnar í fyrra,
og Magnús Þórisson dæma sitt 11.
tímabil í efstu deild.
Ellefumenningarnir sem dæma
eru annars eftirtaldir, leikjafjöldi í
efstu deild fyrir aftan:
Kristinn Jakobsson .................. 228
Garðar Örn Hinriksson............ 122
Magnús Þórisson...................... 108
Erlendur Eiríksson.................... 79
Þóroddur Hjaltalín jr................. 55
Valgeir Valgeirsson.................... 43
Þorvaldur Árnason..................... 39
Gunnar Jarl Jónsson.................. 31
Örvar Sær Gíslason.................... 28
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson... 13
Guðmundur Ársæll Guðmunds . 13
Þeir Kristinn, Þóroddur, Þorvald-
ur og Gunnar Jarl eru milliríkja-
dómarar Íslands á árinu 2012. Krist-
inn hefur verið milliríkjadómari
samfleytt frá 1997.
Aðstoðardómararnir eru 24
Þá hafa 24 aðstoðardómarar verið
valdir til að starfa í Pepsi-deildinni.
Þeir eru eftirtaldir:
Andri Vigfússon
Ásgeir Þór Ásgeirsson
Áskell Þór Gíslason
Birkir Sigurðarson
Eðvarð Eðvarðsson
Einar Sigurðsson
Frosti Viðar Gunnarsson
Gunnar Sverrir Gunnarsson
Gylfi Már Sigurðsson
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Haukur Erlingsson
Ingvar Örn Gíslason
Jan Eric Jessen
Jóhann Gunnar Guðmundsson
Jón Magnús Guðjónsson
Leiknir Ágústsson
Magnús Jón Björgvinsson
Oddbergur Eiríksson
Óli Njáll Ingólfsson
Sigurður Óli Þórleifsson
Sindri Kristinsson
Smári Stefánsson
Sverrir Gunnar Pálmason
Viðar Helgason
Þeir Áskell, Birkir, Frosti, Gunn-
ar, Gylfi, Jóhann og Sigurður eru al-
þjóðlegir aðstoðardómarar.
Garðar Örn kemur í dóm-
gæsluna af fullum krafti
Valinn bestur í deildinni þrisvar á fjórum árum en tók sér síðan frí Dæmdi þrjá leiki síðasta haust
Morgunblaðið/Ómar
Reyndur Garðar Örn Hinriksson á sprettinum í leik í Egilshöllinni í vetur.
Hann á næstflesta leiki að baki í efstu deild af þeim sem dæma í sumar.
Morgunblaðið/Golli
Reyndur Kristinn Jakobsson, hér í leik Fram og Hauka í vetur, hefur dæmt
í efstu deild frá 1994 og er lang leikjahæstur af þeim sem dæma í ár.
Eftir leiki í Pepsi-deildinni í sumar
geta þjálfarar liðanna fengið fund
með dómurum hvers leiks fyrir sig og
beðið þar um útskýringar á ein-
stökum atvikum og spurt spurninga.
Um tilraunaverkefni er að ræða en
hugmyndin varð til eftir ábendingu
Heimis Hallgrímssonar aðstoðar-
landsliðsþjálfara, en hann hefur stýrt
ÍBV undanfarin ár. Þjálfarar þurfa
þó að bíða í 5-10 mínútur eftir að leik
lýkur áður en þeim gefst kostur á að
ræða við dómarana og var tekið fram
á kynningarfundi dómara að kurteisi
væri algjört skilyrði.
Fleiri áherslubreytingar voru
kynntar á sama fundi en ein sú
stærsta tengist þeirri þreyttu iðju
leikmanna að hópast í kringum dóm-
arann séu þeir ósáttir við einhverja
ákvörðun hans. Dómurum í Pepsi-
deildinni ber nú skylda til að áminna
að minnsta kosti einn þeirra sem
hópa sér að dómaranum. Einnig á að
reyna að taka á leikaraskap í sumar
en dómurum ber að veita leik-
mönnum „sérstaka athygli ef þeir
gerast sekir um að ýkja afleiðingar
líkamlegrar snertingar til þess að
fiska gult eða rautt spjald á andstæð-
inginn“ eins og kom fram á kynning-
arfundinum. Þá eru það ekki lengur
tilmæli að undirskyrtur og -buxur
þurfa að vera í sama lit og búning-
urinn heldur regla.
tomas@mbl.is
Þjálfarar fá fund
með dómurum
Geta beðið um útskýringar á atvikum