Morgunblaðið - 09.07.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.07.2012, Qupperneq 4
BAKSVIÐ Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Það var hátíðleg stund í þingsal Alþingis í gær þegar konur sem tekið hafa sæti á Alþingi komu saman og minntust þess að 90 ár eru liðin frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Frá því að Ingi- björg tók sæti á Alþingi árið 1922 hafa samtals 230 konur gegnt þingstörfum, sem þing- menn eða varaþingmenn. Þar af hafa fjórar konur gegnt embætti forseta Alþingis og voru þær all- ar viðstaddar hátíðarsamkomuna en þær eru Guðrún Helgadóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Ásta R. Jóhann- esdóttir, núverandi forseti, sem ávarpaði samkomuna. Þá voru einnig þrír heiðursgestir, frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, og þær Guðrún Erlends- dóttir og Ingibjörg Benedikt- stóttir sem báðar hafa gegnt embætti forseta Hæstaréttar. Viðstaddar minntust Ingibjargar H. Bjarnason og hennar verka en hún var atkvæðamikil í jafnrétt- isbaráttu 20. aldar og þá sér- staklega í baráttunni fyrir breyttum áherslum í menntun kvenna. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur flutti erindi um lífshlaup Ingibjargar og Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmála- fræðingur flutti erindi um stjórn- málaþátttöku kvenna á Íslandi. Ásta R. Jóhannesdóttir lagði í ávarpi sínu áherslu að aldrei mætti slaka á í jafnréttisbarátt- unni. Og hún benti hún á þá stað- reynd að fleiri konur hefðu setið á Alþingi eftir síðustu kosningar heldur en nú. Stórkostleg breyting „Mér finnst stórkostlegt að sjá hvað konur eru orðnar margar á þinginu og að sjá allan þennan stóra hóp, maður gerði sér ekki grein fyrir því hvað þær eru margar,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, fv. ráðherra, en hún tók sæti á Alþingi árið 1956 þá aðeins 26 ára gömul. „Mér var ágætlega tekið á þinginu. Ég varð ekki vör við fordóma en ein- hverjir hafa kannski spurt mig af hverju ég væri ekki heima að sinna litlum börnum mínum. Ég sagðist bara gera það þegar ég væri búin að vinna, rétt eins og aðrar konur sem unnu utan heimilis,“ sagði Ragnhildur. Hún sagði það einstaka gæfu að fá að upplifa breytingu síðustu ára- tuga. Morgunblaðið/Golli Tímamót Ingibjörg Benediktsdóttir og Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi forsetar Hæstaréttar, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Salome Þorkelsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir sem allar hafa gegnt embætti forseta Alþingis. Konur fylltu þingsal Alþingis  90 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst kvenna kosin á Alþingi  Núverandi og fyrrverandi þingkonur minntust tímamótanna í gær Morgunblaðið/Golli Kynslóðir Ragnhildur Helgadóttir sést hér ræða við þær Sólveigu Pétursdóttur, Unni Brá Konráðsdóttur og Ragnheiði Elínu Árnadóttur. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • Benidorm Frá kr. 108.700 með fullu fæði Kr. 108.700 - með fullu fæði - Hotel Carlos I Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með fullu fæði í 2 vikur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með fullu fæði kr. 144.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 26.100. Sértilboð 17. júlí í 2 vikur. ALLRA SÍÐUSTU SÆTIN 17. JÚLÍ 14 nátta ferð - einstakt tækifæri Heimsferðir bjóða frábær tilboð í 14 nátta ferð til Benidorm þann 17. júlí. Í boði er Carlos hótelið með fullu fæði. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins á Benidorm á ótrúlegum kjörum. HHH HHH Lögreglan fékk tilkynningu að- faranótt sunnu- dags um „fjöl- vopnaða“ unga konu fyrir utan skemmtistað í miðborginni og væri hún með hótanir í garð dyravarða. Konan fannst skömmu síðar og í viðræðum við varðstjóra viðurkenndi konan að hafa verið með hníf skömmu áður en lög- reglu bar að en kvaðst hafa tapað honum á hlaupum. Hnífnum hafði hún fundið geymslustað milli brjósta. Þrír voru teknir fyrir ölvun við akstur aðfaranótt sunnudags á höfuðborgarsvæðinu og einn við fíkniefnaakstur. Þá var stúlka á nítjánda ári svipt ökuréttindum eftir að hafa verið mæld á Reykja- víkurvegi í Hafnarfirði á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Tvær líkamsárásir voru svo til- kynntar lögreglu á höfuðborg- arsvæðinu. Málin eru til rann- sóknar hjá lögreglu. pfe@mbl.is Með hníf á milli brjóstanna  Þrír teknir fyrir ölvun við akstur Bardagaíþrótta- maðurinn Gunnar Nelson, sem er einnig yfirþjálfari hjá bardaga- íþróttaklúbbnum Mjölni, hefur skrifað undir samning hjá Ul- timate Fighting Championship (UFC), sem er stærsta samband heims í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Í tilkynningu um undirritunina sem barst í gærkvöldi segir að fyrsti bardagi Gunnars innan sambandsins hafi ekki verið ákveðinn en það mál gæti skýrst í næstu viku. Fram kemur að Gunnar sé bæði ánægður og stoltur af því að UFC skyldi vilja fá hann í sínar raðir og voni að samningurinn verði upphafið að löngu og góðu samstarfi við UFC. Gunnar Nelson skrifar undir hjá UFC Gunnar Nelson Öllu fleiri mál lágu fyrir lögreglunni á Hvolsvelli í ár en fyrri ár eftir Bestu útihátíðina sem haldin var á Gadd- staðaflötum við Hellu um helgina. „Hér voru eitthvað um 4-5 þúsund manns held ég, það er svipað og áður. Það voru 55 fíkniefnamál á borði lög- reglunnar og er það aukning frá því í fyrra. Það hefur ein nauðgun verið kærð til okkar. Rannsóknardeild lögregl- unnar á Selfossi sér um rannsókn á því máli,“ segir Guð- mundur Ingi Ingason, varðstjóri lögreglunnar á Hvols- velli. Hann segir jafnramt að þónokkrir hafi verið teknir við ölvunarakstur auk þess sem nokkrir hefðu komið inn með áverka eftir ryskingar. Írskir dagar á Akranesi gengu stóráfallalaust fyrir sig að sögn Helga Péturs Ottesen, varðstjóra lögreglunnar á Akranesi. „Ef stiklað er á stóru þá gekk hátíðin bara vel fyrir sig og það hefur engin líkamsárás verið formlega kærð ennþá. Eitthvað var þó um ryskingar, þrír voru teknir ölvaðir við akstur og einungis minni háttar fíkniefnamál komu á borð til okkar,“ segir Helgi. Hann tekur það þó fram að kærur berist ekki alltaf strax eftir slíkar hátíðir. Annars staðar fór helgin ágætlega fram og samkvæmt lögreglunni í Vestmannaeyjum var til að mynda ekkert útkall um laugardagsnóttina þrátt fyrir þúsundir gesta á Goslokahátíð sem þar var haldin. davidmar@mbl.is Útihátíðir gengu mis- jafnlega um helgina  Ein nauðgun og yfir 50 fíkniefnabrot á Bestu útihátíðinni Besta útihátíðin Eitthvað var um lögreglumál á Hellu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.