Morgunblaðið - 09.07.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.07.2012, Qupperneq 32
Ólafur Björn Loftsson virð- ist hafa sett nokkurs konar Íslandsmet í golfi þegar hann lék á 25 höggum undir pari á meistaramóti Nes- klúbbsins sem lauk um helgina. Hann sló þá níu ára gamalt met Birgis Leifs Hafþórssonar. Ólafur hefur ákveðið að gerast atvinnu- maður í golfi síðsumars og segir að næstu vikur verði spennandi hjá sér í íþróttinni. »1 Íslandsmet í golfi hjá Ólafi Birni? Þróttur úr Reykjavík, sem leikur í 1. deild, komst í undanúrslit bik- arkeppninnar í knattspyrnu í gær- kvöld með því að vinna úrvalsdeild- arlið Selfyssinga, 3:0. Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Grindavík eru líka komnir þangað, lögðu Víkinga 3:0 í Reykjavík, og bik- armeistarar KR unnu Eyjamenn í dramatískum leik, 2:1. »4-5 Þróttarar komnir í undanúrslit bikarsins MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 191. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fyrrverandi á von á barni 2. Lokuðu sig inni á salerni flugvélar 3. Í ástaratlotum á ítalskri snekkju 4. Hamarshöllin í Hveragerði risin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís 3.-4. september nk. Keppt er um bestu stuttmyndina og rennur frest- ur til að skila inn myndum út þann 10. ágúst. Morgunblaðið/Golli Stuttmyndadagar í Reykjavík  Fimmtu tón- leikar sumarsins í tónleikaröðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju verða haldnir ann- að kvöld. Þá mun miðaldasönghóp- urinn Voces Thu- les taka lagið en boðið verður upp á trúarlega tví- söngva og fjögurra radda sálma eftir 17. aldar íslensk skáld þar sem lagt er út af Davíðssálmum. Voces Thules í Þingvallakirkju  Óperan Don Giovanni eftir Mozart verður flutt í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Flytjendur eru ungir íslenskir einsöngvarar en að auki taka Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins þátt í flutningnum. Stjórn- andi er Gunnsteinn Ólafsson og er það Fjölnir Ólafs- son sem fer með hlutverk kvenna- bósans. Don Giovanni í Eld- borgarsal Hörpu Á þriðjudag Norðan 5-10 m/s og lítilsháttar væta A-lands, en annars bjart með köflum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast SV-til. Á miðvikudag og fimmtudag Hæg breytileg átt, víða létt- skýjað og fremur hlýtt, en stöku skúrir S-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil rigning SA-lands. Kólnandi veður og hiti 6 til 17 stig, hlýjast SV-lands. VEÐURÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Ég heyrði að það hefðu verið hátt í 20 þúsund manns á svæðinu, það var allavega orðið á götunni. Það er al- veg góður slatti af fólki og framar vonum,“ segir Nanna Bryndís Hilm- arsdóttir, meðlimur hljómsveitar- innar Of Monsters and Men. Sveitin, sem hefur átt miklum vinsældum að fagna upp á síðkastið, stóð fyrir úti- tónleikum í Hljómskálagarðinum á laugardagskvöldið. „Við stoppum aðeins stutt á land- inu en okkur langaði mjög mikið að halda tónleika og hugsuðum okkur vel um hvar við ættum að halda þá. Við vildum fyrst og fremst hafa þetta þannig að það myndi myndast góð stemning. Okkur leist mjög vel á að halda útitónleika þar sem allir væru velkomnir og frítt væri inn á svæðið og þannig varð það,“ segir Nanna. Veðrið var eins og best verður á kosið og vart sást í grænan blett í Hljómskálagarðinum, slíkur var mannfjöldinn. „Við vorum svolítið stressuð, við vissum ekki alveg hvernig þetta myndi fara. Við vorum búin að heyra frá fólki að það væri góð stemning fyrir þessu þannig að við vorum að reyna að sannfæra okkur um að það yrði ágætis mæting. Síðan komu miklu fleiri en við bjuggumst við. Þetta var rosalega flott sýn, að standa uppi á sviðinu og líta yfir mannhafið,“ segir Nanna. Lay Low og Mammút spiluðu einnig á tónleikunum en Lay Low og Of Monsters and Men ferðuðust ný- lega saman um Bandaríkin. Nanna svaraði því aðspurð að næstu tón- leikar sveitarinnar hér á landi yrðu líklega í haust. „Það er aldrei að vita nema við reynum að halda svona skemmtilega tónleika hérna heima aftur en við munum pottþétt spila á Airwaves,“ segir Nanna að lokum. »28-29 Veðrið lék við ófreskjur og menn  Tónleikar Of Monsters and Men fylltu Hljómskálagarðinn Morgunblaðið/Golli Aðdáun Fleiri mættu en búist var við og myndaðist mjög góð stemning meðal tónleikagesta enda fallegir tónar og gott veður ætíð góð blanda. Mannhaf Mikill mannfjöldi kom saman í Hljómskálagarðinum á laugardaginn þar sem sveitirnar Of Monsters and Men, Mammút og Lay Low stigu á sviðið. „Nú er ég búin að vera þrjú ár í ruglinu“ Helga Margrét Þorsteinsdóttir fer ekki leynt með vonbrigði sín yfir því að hafa ekki náð lágmarkinu í sjö- þraut fyrir Ólympíuleikana í London. „Maður má bara ekki fara svona fram úr sér. Nú er ég búin að vera þrjú ár í ruglinu. Vissulega er ég búin að bæta mig í einhverjum greinum en ég hef ekki getað sett saman góða þraut,“ segir Helga Margrét sem setti Ís- landsmet 17 ára gömul, fyrir þremur árum, en hefur ekki náð að bæta það síðan. »8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.