Morgunblaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ V axtasvindl Barclays-banka vakti talsverða athygli í liðinni viku. Bankinn beitti brögðum til að hafa áhrif á millibankavexti í London, skammstafaðir Libor, til þess að láta líta út fyrir að bankinn stæði bet- ur en raun bar vitni og auka ábatasemi af- leiðuviðskipta. Út af þessu máli þurfti Bob Diamond, stjórnandi bankans, að segja af sér. Hann hafði sagt að nú væri nóg komið af auð- mýkt hjá bönkunum eftir fjármálahrunið. Ljóst er að Barclays hefur ekki verið einn um að möndla með millibankavextina og má búast við því að fleiri stórir bankar verði dregnir inn í þetta mál áður en yfir lýkur. Margir nota þessi mál til vitnis um að fjár- málaheimurinn sé óforbetranlegur. Það kann að virðast lítilfjörlegt að hafa áhrif á vexti um brot af prósentustigi. Þegar upphæðirnar eru háar getur slík breyting hins vegar haft gríðarleg áhrif. Vitaskuld græða sumir, en aðrir tapa, eins og alltaf þegar rangt er haft við. Fjármálahrunið hefur verið almenningi dýrkeypt. Ís- lenskir skattgreiðendur hafa fengið að finna fyrir því. Bretar hafa aldeilis fengið að súpa seyðið af ástandinu. Bresk stjórnvöld hafa lagt af mörkum sem samsvarar fjórum milljónum króna á hvern Breta til að bjarga bankakerfinu.Breska bankakerfið er með ólíkindum sjálfhverft eins og sést þegar horft er til lánastarf- seminnar. Í mars 2008, skömmu áður en kreppan skall á, fóru 7,6% allra lána banka og byggingafélaga á Bretlandi annaðhvort til fjármálafyrirtækja eða í hús- næðislán. Tæpur fjórðungur, eða 23,8%, fór í þann hluta hagkerfisins, sem býr eitthvað til, það er fyrirtæki, sem ekki eru í fjármálageir- anum. Þetta hefur vissulega breyst síðan, en breytingin er reyndar óveruleg. Hlutfall lána til fjármálafyrirtækja og húsnæðiskaupa var komið niður í 74,7% af heildinni í mars á þessu ári. Fyrirtæki, sem ekki eru í fjár- málageiranum, fengu 25,3% lána. Tölur sem þessar benda til þess að banka- starfsemi snúist um bankastarfsemi og hið raunverulega hagkerfi mæti þar afgangi. Auðvelt er að skilja lánastarfsemi, sem geng- ur út á að lána til þess að hægt sé að fram- leiða eitthvað, sem skilar hagnaði og stendur það traust- um fótum að lánið endurheimtist. Öllu örðugra er að skilja lánastarfsemi, sem snýst um að nota peninga til að búa til peninga án þess að nein verðmæti verði til í leið- inni. Það á ekki síst við þegar slík lán eru uppistaða lánastarfseminnar. Um tíma virtust Íslendingar helst vilja trúa því að hægt væri að búa til peninga úr engu, en það reyndist óskhyggja. Í bankaheiminum virðast menn hins vegar ótrauðir ætla sér að sanna að það sé hægt að búa til pen- inga úr engu og ef það gengur ekki nógu vel þá sveigja þeir bara reglurnar og dikta upp vextina. Svo iðrast þeir þegar upp um þá kemst og lofa yfirbót – allt þar til flett verður ofan af næsta hneyksli. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Banki, um banka, frá banka … STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óskandi er að framkvæmdirvið Vaðlaheiðargöng getihafist á þessu ári, að sögnKristínar H. Sigurbjörns- dóttur, framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni og stjórnarformanns Vaðlaheiðarganga hf. Hún telur að það sé mögulegt, hlaupi ekki óvænt snurða á þráðinn. Kristín vonast til þess að hægt verði að ljúka gerð fjármögnunarsamnings við ríkissjóð sem fyrst í ágúst nk. Drög voru komin að fjármögnunarsamningi og nú er verið að vinna í að útfæra þau út frá skilmálaskrá sem þáverandi fjármálaráðherra skrifaði undir í fyrra. Í fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að beðið væri eftir nýjum drögum að samningnum frá Vaðlaheiðargöngum hf. Ráðuneytið mun síðan fara yfir þau. Von er á drögunum á næstu dögum. Innborgað hlutafé 20 millj. Innborgað hlutafé Vaðlaheiðar- ganga hf. í dag er 20 milljónir og á Vegagerðin 51% en Greið leið ehf. 49%. Eigendur Vaðlaheiðarganga hf. hafa samþykkt að auka hlutaféð í 600 milljónir og mun Greið leið ehf. leggja til 400 milljónir og eignast 2⁄3 hlutafjár og Vegagerðin 200 millj- ónir. Áður en hægt verður að und- irrita fjármögnunarsamninginn þarf Greið leið ehf., sem á Vaðlaheiðar- göng hf. á móti Vegagerðinni, að halda hluthafafund. Í kjölfarið þarf að halda fund í Vaðlaheiðargöngum hf. vegna hlutafjáraukningar. Pétur Þór Jónasson, stjórnar- formaður Greiðrar leiðar ehf. og stjórnarmaður í Vaðlaheiðar- göngum hf., sagði að mismunandi túlkanir hefðu verið á því hvernig hlutafjáraukningin færi fram. Hann hafði fulla trú á að úr því yrði greitt. Pétur sagði að hluthafafundur Greiðrar leiðar ehf. hefði samþykkt hlutafjáraukningu í febrúar í allt að 400 milljónir. Sá skilningur var uppi að þessi aukning yrði gerð í tengslum við endurfjármögnun fé- lagsins við lok gangagerðarinnar, því þá reyni á eiginfjárstöðuna. Hann sagði að nú þyrfti að fá úr því skorið hvort greiða þyrfti 400 millj- ónirnar fyrir gerð lánasamningsins eða í aðdraganda endurfjármögn- unar. Kristín sagði að sumarleyfi og annað hefði áhrif á hve hratt þetta allt gengi. „En við reynum að halda þessu gangandi þannig að þetta ger- ist sem fyrst,“ sagði Kristín. Sem kunnugt er hefur orðið mikil seink- un á undirbúningi Vaðlaheiðar- ganga, m.a. var lengi beðið eftir samþykki Alþingis á heimild til rík- issjóðs að fjármagna framkvæmd- ina. Eftir að samþykki Alþingis fékkst fyrir fjármögnun ríkissjóðs í júní í sumar hefur Vegagerðin hald- ið tvo fundi með verktökum, ÍAV hf. og Marti Contractors Lts., og var annar fundurinn haldinn í gær. Þessi fyrirtæki áttu lægsta tilboðið í gerð Vaðlaheiðarganga upp á 8,8 milljarða króna. Gildistími tilboðs- ins hefur verið framlengdur tvisvar sinnum. Búið var að bjóða út gerð bráða- birgðabrúar og bráðabirgðavegar fyrir vinnuumferð við fyrirhugaðan munna Vaðlaheiðarganga í Eyja- firði. Brúin verður reist yfir hring- veginn til þess að umferð vegna ganganna trufli ekki umferð um þjóðveginn. Efnisflutningar vegna gangagerðarinnar munu m.a. fara um brúna. Vegagerðin á nú í við- ræðum við verktaka vegna gerðar hennar um hvort ekki verði hægt að fara fljótlega í brúarsmíðina. Gerð brúarinnar verður að ljúka áður en framkvæmdir hefjast af krafti við sjálf göngin. Hillir undir fjár- mögnunarsamning Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vaðlaheiði Göngin munu greiða fyrir samgöngum milli Akureyrar og byggðanna austan Vaðlaheiðar. Göngin verða fjármögnuð með veggjaldi. Vaðlaheiðargöng verða 7,2 km löng og 9,5 metra breið jarð- göng. Þá þarf að gera um 320 metra langa steinsteypta veg- skála og um 4 km langa vegi, samkvæmt auglýsingu Vega- gerðarinnar. Framkvæmdin er umfangs- mikil og felur m.a. í sér gröft jarðganga upp á hálfa milljón rúmmetra, forskeringu upp á 100.000 m3 og fyllingu upp á 400.000 m3 svo vitnað sé í helstu magntölur. Áætlaður verktakakostnaður var 9,3 millj- arðar og var tekið tilboði IAV hf. / Marti upp á 8,85 milljarða. 500.000 m3 grafnir burt VAÐLAHEIÐARGÖNG VERÐA VIÐAMIKIL FRAMKVÆMD Hinn endinn Vaðlaheiðargöng munu opnast að austan í Fnjóskadal. Margurstendurhöllum fæti í tilverunni, þótt ekki sé alltaf eftir því tekið. Þar getur margt komið til. Veik- indi, slys, líkamleg eða and- leg veiklun frá fyrsta degi í tilveru einstaklings eða eitt- hvað sem síðar verður. Öld- um saman var við fátt ráðið. Lífsbaráttan var yfirgengi- lega hörð fyrir flesta, líka fyrir þá sem bjuggu að öðru leyti við góða heilsu og gott líkamlegt atgervi. Hinum voru nær allar bjargir bann- aðar eða bjuggu við illan kost í næsta þrepi við algjört bjargarleysi. Í okkar víðfeðma landi, sem lengst af var byggt fá- tækri ófullvalda þjóð, komu úrbætur síðar til en sums staðar annars staðar en þó mun fyrr en víðast hvar um veröld. Þegar horft er til baka um rétt rúma öld er læknisþjónustan þó enn þá í molum í landinu, menntun og þjálfun lækna mun lakari en í herralandinu Dan- mörku, svo nærtækt dæmi sé nefnt, sjúkrahús varla til, sem undir slíku nafni rísa, og tækja- og lyfjakostur í sama fari. Úrræði þess vísis að heilbrigðisþjónustu sem þó örlaði á voru fátækleg mjög. Vegleysur sáu til þess að erfitt var að veita lækn- isþjónustu nokkurs staðar að einhverju gagni og jafn- vel í nokkru þéttbýli var hún ekki beysin. Handskrifað Læknablað ritstjórans Guð- mundar Hannessonar lækn- is dregur upp ærlega mynd af þessu ástandi öllu og þeim erfiðleikum sem við var að fást. Á einni öld hefur gjör- breyting orðið til bóta, svo ekkert er nú sambærilegt því sem var aðeins öldinni fyrr. Það þýðir þó ekki að allir séu orðnir jafnsettir og hvað eina sem varð til þess að sumir hlutu áður að standa mjög höllum fæti eða áttu ekki neina von sé úr allra sögu. Því fer auðvitað fjarri. En aukin þekking og stórbætt kjör alls almenn- ings í landinu og öflug þjón- usta hefur breytt lífsskil- yrðum allra til batnaðar. Hið sama hafa stórkostlegar samgöngubætur stuðlað að, bætt aðgengi í víðtækustu merkingu og margvísleg tækni. Þetta allt og svo ótalmargt annað gerir líf margra mun bærilegra en ella væri og í mörgum tilfellum getur það fólk sem áður hefði verið í óbærilegri stöðu notið lífsins til fulls eða nærri því. Síminn var byltingartæki. Tölvan og veraldarvefurinn, sem hún síðar meir gerði að þjóðbraut um heiminn, hef- ur opnað víðar gáttir fyrir alla. Gagnsemi þess er mikil fyrir hvern og einn, en ekki síst fyrir þá sem flestir vegir voru áður lokaðir fyrir. Þannig er auðvelt að ímynda sér hve netið auð- veldar samskipti þeirra sem við heyrnarskerðingu búa, svo dæmi sé nefnt. Ágæt grein Hjördísar Guðmunds- dóttur, stjórnarmanns í Heyrnarhjálp, hér í blaðinu sl. laugardag, minnir á þýð- ingu þess að fólkið sjálft sem í hlut á fylgist með þeim breytingum sem eru að verða og þeim kostum sem bjóðast. Og stundum verður ekki komist hjá því að taka nokkra áhættu til að komast á veginn til betra lífs. Hjör- dís hafði ung tapað heyrn og smám saman nánast með öllu og hún lýsir því hvernig veröld hennar breyttist er hún fór í svokallaða „kuð- ungsígræðslu“. Er grein hennar holl áminning um að nauðsynlegt sé að fylgjast náið með öllum kostum sem bjóðast og nota þá þjónustu sem smám saman er að koma til á svo mörgum sviðum. En hin ágæta grein má einnig vera góð áminning um það sem hún sjálf nefnir þó ekki til sögunnar. Það er að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika, sem rekja má til falls íslensks bankakerfis, má ekki missa þráð batnandi heilbrigðisþjónustu niður svo afturför verði og jafnvel varanlegur skaði. Og síst má það gerast vegna þess eins að forgangsröðun stjórn- valda er svo röng eins og er svo áberandi nú um stundir þegar ómældum fjárhæðum er fleygt í pólitísk gæluverk- efni meðan brýnir hlutir eru skornir niður við trog. Stundum virðist sem íslensk stjórn- völd tapi áttum vegna pólitískrar áráttu eða öfga} Fjölgum kostum til farsæls lífs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.