Morgunblaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2012 ✝ Inga BirnaHjaltadóttir fæddist í Reykjavík 26.11. 2011. Hún lést á gjörgæslu- deild LSH í Foss- vogi 1. júlí 2012. Foreldrar henn- ar eru Hjalti Páll Ingólfsson, f. 28.8. 1973, og Kristjana Axelsdóttir, f. 21.6. 1975. Systur hennar eru Anna Lovísa, f. 21.6. 2004, og Lilja Katrín, f. 23.3. 2007. Foreldrar Hjalta Páls eru Ingólfur Björnsson, f. 30.11. 1925, og Lilja Sig- urgeirsdóttir, f. 16.9. 1929. For- eldrar Kristjönu eru Friðrik Axel Sveins- son, f. 8.6. 1947, og Guðrún Lovísa Sig- urðardóttir, f. 27.6. 1944, d. 18.10. 2001. Útför Ingu Birnu verður gerð frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 11. júlí kl. 15. Elsku Inga Birna okkar, mik- ið óskaplega er sárt að sjá á eftir þér úr þessum heimi en við erum þó svo þakklát fyrir þann tíma sem okkur var gefinn saman. Þú varst mikill persónuleiki þó að ekki næðir þú háum aldri, svo jákvæð, kát og brosandi. Þú varst líka mikið fyrir knúsið og svo ótrúlega lítil fórst þú að taka utan um hálsinn á okkur og segja „aaaaaahh“. Systur þínar voru í sérstöku uppáhaldi og alltaf fengu þær bros eða knús frá þér, sama hvernig þér leið. Í veikindum þínum sáum við líka vel hversu dugleg og hörð af þér þú varst og hversu vel þú nýttir þann stutta tíma sem þér var gefinn. Það var svo ótal margt sem þú hafðir að segja við okkur og ekki sparaðir þú kraftana þegar færi gafst. Nú höfum við horfst í augu við okkar mesta ótta, að missa barn. Fyrirfram gerðum við ráð fyrir að senda þig út í lífið með allt það sem við hefðum kennt þér að veganesti og það er ekkert sem við hefðum ekki gert fyrir þig. Hjá okkur snérust hlutverkin aftur á móti við, þú varðst kenn- arinn í okkar vegferð og kenndir okkur svo mikilvægar lexíur um hvað skiptir mestu máli í lífinu og hversu mikilvægt það er að lifa í núinu. Við eigum fallegar minningar og mikinn fjársjóð af fallegum myndum sem Grétar frændi tók af þér. Þær munu ylja okkur um hjartaræturnar um ókomna tíð. Eins hefur þessi snarpa barátta við erfiðan sjúkdóm sýnt hversu frábært fólk að okkur stendur og allur sá stuðningur sem við fjöl- skyldan höfum fengið verður seint fullþakkaður. Við trúum því að þér líði nú vel í faðmi ömmu Lovísu og hafir auk þess góðan leikfélaga sem sýnir þér alla bestu staðina. Við sjáumst svo á ný þegar okkar tími kemur. Mamma og pabbi. Elsku litla systurdóttir mín hún Inga Birna hefur kvatt þennan heim eftir hetjulega bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Ég man þann dag eins og gerst hafi í gær þegar foreldrar þínir sögðu mér að von væri á barni. Ég var strax alveg viss um að stelpa væri á leiðinni þar sem „sérstak- lega vel heppnuð stelpueintök“ eru sérgrein foreldra þinna. Nokkrum dögum fyrir settan dag hringdi mamma þín og sagð- ist vera á leiðinni upp á deild. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigi eyrum þar sem síst var von á þér fyrr en vel eftir settan dag. Í dag get ég hinsvegar vel skilið stund- vísi þína, þú einfaldlega ætlaðir að nýta allan þann tíma sem þér væri gefinn hér á jörð. Strax á fyrsta degi kom í ljós hversu einstök stelpa þú varst. Þitt sérstaklega blíða skap og glaðlyndi var eitthvað sem allir tóku eftir og höfðu orð á að væri einstakt. Þessum eiginleikum tapaðir þú aldrei og var hrein- lega með ólíkindum að fylgjast með þér í veikindum þínum. Um leið og slæma kastið leið hjá varstu farin að brosa út að eyr- um og sýna okkur spékoppinn þinn. Systur þínar voru í sér- stöku uppáhaldi og þurftir þú ekki annað en að heyra radd- irnar þeirra og þá varstu farin að brosa og skríkja. Þitt fallega skræka „aaaaaaa“ er hljóð sem ég gleymi aldrei og hefur ómað í höfði mínu síðan áður en þú kvaddir. Þú hafðir svo mikið að gefa og sýndir væntumþykju þína óspart. „Aaaaaaa“ sagðir þú og lagðir andlit þitt að andliti mínu og baðst um að vera kysst á ennið. Þó að ævi þín hafi ekki orðið lengri en sjö mánuðir gæti ég endalaust haldið áfram að telja upp minningar því svo stór partur varstu, og ert enn, af minni tilveru. Elsku Inga Birna mín! Það eru sönn forréttindi að hafa fengið að vera frænka þín og fylgjast með þér frá fyrsta degi. Glaðværð þín og brosmildi er hreint út sagt ógleymanleg og eitthvað sem allir gætu tekið sér til fyrirmyndar, ungir sem aldn- ir. Þú barðist svo hetjulega við veikindin og sýndir fram á síð- asta dag að þú ætlaðir ekki að láta í minni pokann. Foreldrar þínir hafa í gegnum veikindi þín sýnt og sannað úr hverju þau eru gerð og börðust eins og ljón þér við hlið. Ekki má gleyma stóru systrum þínum sem hafa sýnt einstakan styrk og þroska. Þessi hetjulega barátta þín og allrar fjölskyldunnar gleymist aldrei. Nú ert þú komin í hlýja fangið hennar ömmu Lovísu sem hlakk- aði svo til að verða amma. Það er mér huggun í þessari miklu sorg að vita af ykkur sitjandi saman á skýi að vaka yfir okkur hinum. Mikið hlakka ég til að hitta ykk- ur tvær þegar minn tími kemur. Sofðu nú rótt, litli engill. Áslaug Harpa. Hjartans litli engillinn minn. Mér finnst svo ótrúlegt og sárara en nokkur orð fá lýst að þú sért farin frá okkur. Þegar ég hugsa um þig sé ég fyrir mér bjarta brosið þitt með krúttlega spékoppnum á vinstri kinninni, bros sem náði svo vel til fallegu augnanna þinna og ekki var ann- að hægt en að brosa með þér. Ég heyri glaðværa hjalið þitt og ég finn fyrir lítilli hendi sem heldur um fingur minn eða strýkur mér um vangann. Einmitt þannig mun ég minnast þín. Þegar þú komst í heiminn fyr- ir rúmum sjö mánuðum, grunaði engan að þér væri ekki ætlað lengra líf. Fyrstu þrjá mánuðina virtist þú vaxa og dafna eins og hvert annað heilbrigt barn og þegar þú varst skírð í mars höfð- um við á orði hvað þú værir skýr og flott stelpa. Upp frá því fór svo smátt og smátt að bera á ýmsum einkennum sem bentu til þess að eitthvað væri að. Það tók þó sinn tíma að greina hvað það væri og á meðan ágerðist sjúk- dómurinn. Reyndi það mjög á þig og foreldra þína en þitt ein- staka góða skap hjálpaði þar mikið og létti undir á þessum erfiða tíma. Það var alltaf svo stutt í fallega brosið þitt og um leið og erfið köst voru liðin hjá varstu farin að brosa og hjala. Ég naut þeirra forréttinda að fá að taka ríkan þátt í þinni stuttu ævi og fyrir það er ég mjög þakklát. Ég var þó vissu- lega að vona að ég hefði alla æv- ina til þess spilla þér með dekri en þegar greiningin kom var ljóst að þær vonir voru að engu orðnar. Þú háðir hetjulega bar- áttu fyrir lífi þínu, baráttu sem þú áttir þó enga möguleika á að vinna. Nú hefur þú kvatt þennan heim en ég er sannfærð um að vel hefur verið tekið á móti þér. Þín er sárt saknað af okkur sem eftir stöndum, en minningin um þig elsku broshýra Inga Birna mín mun alltaf lifa og þú átt stór- an sess í hjarta mínu. Elsku bróðir og mágkona, Hjalti Páll og Kristjana, takk fyrir að leyfa mér að eiga smá í henni Ingu Birnu ykkar og fá að taka þátt í lífi hennar í blíðu og stríðu. Þið hafið staðið ykkur eins og hetjur í þessari erfiðu baráttu og sýnt einstakt æðru- leysi. Þessi litla stúlka naut meiri ástar og umhyggju en mörgum hlotnast á langri ævi. Elsku Anna Lovísa og Lilja Katrín, það er sárt að sjá á eftir litlu systur en þið eigið margar góðar minn- ingar og það var alltaf svo gam- an að sjá hvað hún var ánægð með ykkur og hvað það birti yfir henni þegar hún sá ykkur. Þær minningar er gott að ylja sér við. Guð geymi þig elsku barn. Þín frænka, Guðrún Þórey. Á vegi okkar veröld í, verða stundum skil. Ef sólin aldrei skini skær væru skuggar ekki til. Þetta orti Ingólfur afi fyrir 18 árum þegar lítill drengur fór frá okkur á vit nýrra ævintýra. Nú er aftur kallað, í þetta sinn á litla fullkomna stúlku sem fæddist í litla fullkomna fjöl- skyldu til að gefa ást og kærleik og fanga á móti ást og kærleika foreldra sinna og systra. Sjö mánuðir eru ekki langur tími en dugðu svo sannarlega lítilli stúlku til að verða ævarandi partur af fjölskyldu sinni. En líf- ið er ekki alltaf auðvelt. Í gen- unum var galli sem olli því að líf Ingu Birnu gat ekki orðið langt. Oft áður höfum við velt fyrir okkur dásemdum þess þegar lít- ið barn er skapað. 10 puttar og 10 tær segja gjarnan ljósmæð- urnar og nýbakaðir foreldrar fyllast stolti yfir fullkomnum nýjum einstaklingi. Að sitja með Ingu Birnu litlu í fanginu var sérstakt. Yfir færð- ist svo mikill friður og ró. Mér varð hugsað til þess að þarna væri þroskuð sál á ferð og það reyndist vera. Svo þroskuð sál að hún þurfti aðeins stuttan tíma á jörðinni áður en hún sneri aftur til annarra verkefna. Sá stutti tími var í senn gefandi og fal- legur en líka erfiður og þungur. Tíminn sem hún átti með fjöl- skyldunni áður en sjúkdómurinn greindist var gríðarlega mikil- vægur. Tími fullkomleikans. Lítil stúlka sem fylgdist með stóru systrum sínum með svo mikilli aðdáun, lítil stúlka sem þáði ást, umönnun og aðdáun foreldra og ástvina, og gaf á móti svo mikinn kærleik með brosinu sínu bjarta. Síðan dimmdi yfir og sólin lækk- aði á lofti, skuggar teygðu sig yf- ir litlu fjölskylduna sem stóð þó sterk og tók þreklega á móti því sem ekki varð umflúið. Hjalti Páll og Kristjana stóðu vaktina hjá litlu stúlkunni sinni dag og nótt og stórfjölskyldan stóð þétt við bakið á þeim. Það eru þung spor fyrir foreldra að fylgja barninu sínu síðasta spölinn þeg- ar engin von er um lækningu. Þá var verkefnið stóra að vera til staðar og leyfa Ingu Birnu litlu að njóta allrar þeirrar ástar og umhyggju sem mögulegt var að veita á svo stuttum tíma. Starfs- fólkið á gjörgæslu Borgarspítal- ans og sjúkrahúspresturinn hann Vigfús eru teymi sem hægt er að líta upp til varðandi sál- gæslu á erfiðum tímum. Elsku Inga Birna. Hönd þín snerti sálu okkar, fótspor þín liggja um líf okkar allt. Við erum þess fullviss að Ingólfur okkar er einn af mörgum í móttökuliðinu og leiðir frænku sína um grænar grundir Kærleikslandsins og sýnir henni bestu útsýnisstaðina. Eftir stöndum við með fangið fullt af ást og kærleika sem við sendum Ingu Birnu litlu til að lýsa henni leiðina þangað sem kærleikurinn og ljósið umvefja hana. Elsku Hjalti Páll, Kristjana, Anna Lovísa og Lilja Katrín, Guð gefi ykkur styrk til að tak- ast á við sorgina og geyma minn- inguna um litla fallega fullkomna stúlku í fangi ykkar. Guðni, Lena og börn, Drangshlíðardal. Inga Birna Hjaltadóttir  Fleiri minningargreinar um Ingu Birnu Hjaltadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún Sig-urðardóttir Urup fæddist á Sauðárkróki hinn 25. júlí 1925. Hún lést í Holte, Dan- mörku 28. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru Stefanía Arnórsdóttir og Sigurður Sigurðs- son, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Systkini Guðrúnar eru Margrét Hermansson, hjúkrunarfræðingur og borg- arfulltrúi i Helsingborg, látin. Sigurður Sigurðsson listmálari, látinn. Stefanía Sigurðardóttir skrifstofustúlka, látin. Arnór Sigurðsson verðlagseftirlits- maður, látinn. Stefán Sigurðs- son héraðsdómslögmaður, lát- inn. Hrólfur Sigurðsson listmálari, látinn. Árni Sigurðs- son, fyrrv. sóknarprestur á Blönduósi. Snorri Sigurðsson, skógfræðingur, látinn. Hinn 25.7. 1947 giftist Guð- Börn þeirra eru Stella Urup Ro- berts, Laurence Urup Roberts og Kjartan Urup Roberts. 3) Arne Urup athafnamaður, f. 10.3. 1956. sambýlisk. Janne Andersen, slitu samvistum. Barn þeirra er Bertil Urup And- ersen. 4) Tora Stefanía Urup glerlistakona, f. 18.6. 1960. Eftir að börnin fæddust sinnti Guðrún barnauppeldi og húsfreyjustarfi og studdi mann sinn á listabrautinni. Á síðari hluta ævinnar tók hún aftur til við listsköpun. Þau hjón hafa unnið ýmis verk sem eru á Ís- landi og unnu vel saman að gerð glermósaikglugga í Sauð- árkrókskirkju, 1974 og 1985. Guðrún hélt einkasýningu í Reykjavík í Galleríi Gangskör 1987 og hélt margar sýningar í gegnum tíðina í Kaupmanna- höfn, m.a. í Jónshúsi, þar sem hún hélt margar sýningar. Síð- asta stóra sýningin var í Birke- rød Kunstforening í desember 2011, þar sem henni var boðið að sýna í minningarsýningu um Jens Urup í tengslum við fráfall hans. Þetta var frábær sýning með um 30 af hennar seinni verkum, þar sem húmor hennar og ást á Íslandi var svo augljós. Útför Guðrúnar fer fram hinn 11. júlí 2012 í Virum-kirkju í Danmörku kl. 12. rún Jens Urup list- málara, f. 25.9. 1920, d. 21.11. 2010. Foreldrar hans voru Kirstine og Niels Th. Jensen frá Esbjerg, Jót- landi. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki. Hún gekk í Myndlista- og handíðaskólann frá 1941-43 og kenndi í framhaldi af því teikn- ingu í Reykjavík. Hún hóf nám á Kunstakademiet í Kaupmanna- höfn 1945 og útskrifaðist 1950. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Jens Urup, sem er þekkt- ur listmálari og mosaik- listamaður. Guðrún og Jens eignuðust 4 börn. 1) Kristínu Urup arkitekt, f. 9.5. 1951, maki Jan Philip Holm, arkitekt. Sonur Kristínar og Lars Kaplan (látinn) er Stef- an Björn Urup Kaplan. 2) Edda Urup kvikmyndgerðarkona, f. 1.2. 1953, maki Jonathan Ro- berts kvikmyndagerðarmaður. Nú er látin góð vinkona mín, Guðrún Sigurðardóttir Urup, eftir stutt en erfið veikindi. Guðrún var mikil listakona eins og margir í hennar ætt, nokkrir þekktir list- málarar og margir arkitektar. Hún nam á Kunstakademiet í Kaupmannahöfn og kynntist manni sínum Jens Urup þar, en hann er þekktur listamaður í Dan- mörku og vel kynntur á Íslandi. Þau voru gift í 63 ár. Jens lést í nóvember 2010, eftir nokkurra ára veikindi. Guðrún og Jens voru einstaklega samhent hjón. Þau voru ávallt saman öllum stundum og ferðuðust mikið alveg fram á síðustu ár. Guðrún var alltaf mjög fallega klædd og með mikinn stíl yfir sér. Þau héldu ákaflega fallegt heimili, allt var vel valið og ekki var verið að skipta neinu út, enda var það óþarft. Þau voru miklir listamenn og á ég mörg verk eftir þau. Við kynntumst fyrir um það bil 35 árum, þegar ég deildi þremur verksmiðjusölum til íbúðar með dóttur hennar Kristínu, á bohem- árum okkar Kristínar í Kaup- mannahöfn. Guðrún og Jens tóku mér ákaflega vel og varð ég strax sem ein af fjölskyldunni. Ávallt var mér boðið í öll fjölskylduboð og áttum við óteljandi skemmtilegar stundir á Kaupmannahafnarárum mínum. Síðan hafa tengslin orðið jafnvel enn sterkari, enda styttist aldursbilið með hverju árinu. Þau komu oft til Íslands og bjuggu þá oft hjá mér. Alltaf var mér boðið í mat og fjölskylduboð þegar ég kom til Kaupmannahafnar. Þessi matarboð voru alltaf skemmtileg. Það var ótrúlega gott samband milli foreldra og barna og barna- barna og allir gátu skemmt sér saman. Það var ekkert kynslóðabil þar og einnig var ferðast mikið saman. Mér leið mjög vel á heimili þeirra og þykir mér afar vænt um þau og systkinin. Þau eru mín önnur fjölskylda. Síðustu nær tvö ár önnuðust börn og barnabörn Guðrúnar hana í hennar veikindum svo aðdáunarvert er og skiptu með sér sólarhringsvöktum. Það gerðist í beinu framhaldi af umönnun þeirra um föður sinn Jens í nokk- ur ár. Ég votta systkinunum, Krist- ínu, Eddu, Arne og Toru samúð mína og einnig börnum þeirra. Erna Bryndís Halldórsdóttir. Guðrún Ragnheiður Sigurðardóttir Urup ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Bæ, sem lést á dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, miðvikudaginn 27. júní, verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstu- daginn 13. júlí kl. 14.00. Guðmundur I. Magnússon, Dagbjört Sigurðard. Hammer, Hákon Magnússon, Stefán Þórormur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir mín, systir, mágkona og frænka, BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. júlí, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 13. júlí kl. 11.00. Laufey Kristinsdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir, Rúnar Reynisson, Magnús Reynir Rúnarsson, Laufey Svafa Rúnarsdóttir, Kjartan Hugi Rúnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.