Morgunblaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 23
✝ Guðrún Ingi-björg Eyjólfs- dóttir var fædd 26. feb. 1926 í Múla í Gufudalssveit, Aust- ur-Barðastrand- arsýslu, og ólst þar upp. Hún lést 5. júlí sl. Dóttir hjónanna Ingibjargar Há- konardóttur, f. 14. nóv. 1894, d. 7. sept. 1970, og Eyjólfs Magnússonar, f. 16. feb. 1896, d. 17. júní 1994. Systkini: Brynhildur, f. 17. sept. 1920, d. 2001. Trausti, f. 5. sept. 1921, d. 1971. Arndís, f. 16. apríl 1924. Guðný Jóhanna, f. 1928, d. 1929, Guðný Anna, f. 19. des. 1929. Guðrún giftist Karli Gunn- arssyni 6. ágúst 1953. Börn: 1) Ingólfur, f. 18. júní 1953. kvæntur Gerði Helgu Jónsdóttur. Börn: a) Ægir 1977 í sambúð með Elísabetu Jóns- dóttur og eiga þau 2 börn. b) Gísli 1979 kvæntur Katrínu Þrastardóttur og og eiga þau 2 dætur. c) Hlynur 1980 í sam- búð með Kristínu Hermundsdóttur og eiga þau 2 börn. d) Laufey Rún 1991 unnusti Ómar Þór Arnarsson. 2) Hulda, f. 30. apríl 1955. Börn: a) Guðrún Soffía 1981 gift Örger Thokle og eiga þau saman 3 börn. b) Egill Steinar 1985 í sambúð með Dagbjörtu Vésteinsdóttur. c) Kristrún Ósk 1991 unnusti Guðbrandur Grétar Jónsson. Útför Guðrúnar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 11. júlí, kl. 13. Mín ástkæra móðir er fallin frá eftir stutt og erfið veikindi. Hún greindist með illvígan sjúkdóm í febrúar síðastliðnum. Á hverjum degi kom ég til þín, elsku mamma, og oftar, þú hringdir og þurftir á mér að halda á degi sem nóttu, ég er afar þakklátur fyrir að fá að annast þig. Nú hringir þú ekki oftar, sem ég sakna. Með sanni get ég sagt að þú varst klettur í lífi mínu bæði í sorg og gleði. Og gat ég alltaf leitað til þín hvort sem eitthvað lá á hjarta mínu eða til að fá ráðleggingar. Skapgerð þín var einstök, þú breyttir aldrei skapi sama hvað á dundi, hvattir mig alltaf til dáða sama hvað ég tók mér fyrir hend- ur. Ég naut þeirra forréttinda að í æsku varst þú alltaf heima og gat ég farið inn, fengið eitthvað í gogginn svo var hlaupið aftur út í leik. Oft er ég hringdi í þig og bauð þér með mér hvort sem var skemmtun, bæjarferð, útilega, ferðalög lengri eða skemmri, þú varst alltaf til í að taka þátt í öllu með okkur. Svo tala ég nú ekki um ef það tilheyrði börnunum, má nefna fótboltamót, píanótónleika eða viðburði sem tilheyrðu skól- anum. Þú varst alltaf svo ung í anda, ungleg og falleg kona, hrað- geng, kattliðug alla tíð og taktviss og tónvís. Ég leita huggunar í ljúfum minningum um þig, elsku mamma. Guð geymi þig. Þinn sonur, Ingólfur. Í dag kveð ég móður mína, sem ég sakna meir en orð fá lýst. Ég var heppin með foreldra. Það eru forréttindi að hafa átt samneyti sem aldrei hefur fallið skuggi á. Móðir mín var einstök kona. Leiðandi, styrkjandi, hvetjandi og um fram allt, alltaf til staðar. Ótal minningar hrannast upp. Minningar um konu sem alltaf hugsaði fyrst og fremst um vel- ferð annarra. Alltaf stutt í bros og hlátur. Elskaði að ferðast, vera úti í náttúrunni, prófa nýstárleg- an mat og eiga stund með sínu fólki. Ómetanlegt var að hafa mömmu heima að skóladegi lokn- um. Koma heim kalla „mamma“ og fá alltaf svar. Setjast niður, fá næringu og spjall. Eiga heimili sem var ávallt opið öllum. Svo ekki sé talað um ættingja utan af landi sem gistu í skemmri og lengri tíma. Alltaf var húspláss hjá Gunnu frænku. Þegar ég eignaðist sjálf mína eigin fjölskyldu var hún alltaf til staðar, umvefjandi. Tók þátt í fæðingum barna minna og var meira að segja viðstödd þegar ég eignaðist yngsta barnið mitt. Árin sem við bjuggum erlendis var hún tíður gestur á heimili okkar. Hana munaði ekki um að skreppa vest- ur og birtist t.d. óvænt á afmæl- um barnanna og sagði þá gjarnan „Æi ég var komin í fráhvarf“. Í febrúar sl. greindist móðir mín með krabbamein. Ekki datt mér í hug að hún yrði kölluð svona fljótt frá okkur. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þátt í að gera mömmu kleift að dveljast heima síðustu vikurnar og fá að deyja heima. Þakklát Ingólfi bróður mínum og Helgu mágkonu minni fyrir frábæra umhyggju í garð foreldra minna, þar sem ég gat ekki alltaf verið til staðar vegna búsetu. Þakklát fyrir að geta gefið til baka af öllum kær- leik og umhyggju sem foreldrar mínir hafa veitt mér. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Guð blessi minningu yndislegu móður minnar og veiti föður mín- um styrk í hans mikla missi. Hulda. Elskuleg tengdamóðir Guðrún Eyjólfsdóttir (Gunna) er látin og komin í faðm drottins. Fyrir 24 árum er ég kom ásamt syni mínum á heimili ykkar tengdapabba bundumst við strax sterkum böndum og tók hún Gísla eins og sínu eigin barnabarni sem hefur verið einstakt. Það er margs að minnast og það yljar mér þegar ég rifja það upp. Mörg voru ferðalögin sem við áttum saman innanlands og utan og þakka ég þær samverustundir, þær voru mjög dýrmætar fyrir okkur fjölskylduna. Gunna mín var mikið náttúrubarn og þar lágu leiðir okkar saman eins og í mörgu öðru. Minnist ég þess er við fórum á æskuslóðir hennar vestur í Múla, hvað hún hafði gaman af að sýna okkur staði eins og hylinn sinn og ganga inn á dal, þangað sem hest- arnir voru sóttir og sýndi börn- unum plönturnar og nafngreindi þær, fossana og fjöllin og þá kviknuðu æskublossar í andliti hennar. Hátíðirnar og fjölskyldu- samverurnar um helgar verða aldrei þær sömu án þín, yndi hafð- ir þú af langömmubörnunum þín- um, það ríkti alltaf mikil gleði með þér á Sæbólsbrautinni. Öll árin okkar hefur Gunna komið á hár- greiðslustofuna mína í viku hverri, gaman var að laga hennar fallega hár, við allar eigum eftir að sakna nærveru þinnar, elsku Gunna, eins og ein stúlkan sagði við fráfall þitt. „Gunna var ein- stakur karakter.“ Minni yndislegu tengdamóður er best lýst þannig, er hún lá á gjörgæslu bað hún mig að hringja í Þorvald Halldórsson söngvara og biðja hann að leika fyrir dansi viku seinna og hún var að sjálf- sögðu mætt þar. Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerði var að dansa, var hún ein af þeim sem stóðu fyrir „Skvettuböllum“ í Gullsmára. Það er synd að segja að Gunna hafi ekki lifað lífinu lif- andi þó að heilsan hafi ekki alltaf verið upp það besta. Hún virkur félagi í íþróttafélaginu Glóðinni, fór utan með þeim, eins á lands- mót hérlendis 50 plús . Unun hafði ég af að fara á landsmótin og horfa á tengdamömmu. Á síðast- liðnu ári á 85 ára afmæli hennar gleymi ég aldrei er Raggi Bjarna frændi hennar kom og söng og Gunna mín settist hjá honum og söng með. Já, Gunna mín hafði ótrúlegan lífsvilja og naut lífsins fram á það síðasta. Elsku tengda- mamma, þú varst svo mikill þátt- takandi í lífi mínu, það var svo gott að leita ráða hjá þér. Þú hafð- ir alltaf svör á reiðum höndum. Ég þakka drottni fyrir þig og að eiga samleið með þér öll þessi ár. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Helga Jónsdóttir. Elsku amma mín, já mikið er tómlegt án þín. Við vorum svo miklar vinkonur og áttum yndis- legar stundir saman. Amma kenndi mér svo margt í lífinu. Minningarnar eru ótal margar og hver annarri yndislegri. Við spiluðum mikið á spil og alltaf þegar ég kom í heimsókn klikkaði það ekki að annaðhvort ég eða hún var búin að gefa í ótukt og svo var spilað alveg þangað til ég þurfti að fara heim. Efst í huga mínum er þegar ég fór í ferðina með ömmu vestur að Hnjóti, við lögðum tvær af stað og tókum Kristrúnu frænku upp í Borgarfirðinum. Á leiðinni upp í Borgarfjörð stoppuðum við í sjoppu og þar var keypt bland í poka fyrir okkur frænkurnar með því eina skilyrði að ég borðaði það ekki fyrr en eftir að við sóttum Kristrúnu og amma sagði: „Þú snertir ekki bland í poka fyrr en við erum komnar úr sveitinni er það skilið, er það skilið?“ Eins og amma var ljúf þá var amma mjög ákveðin líka og ég virti það. Sama hvaða viðburður var í skólagöngu minni, píanóleik eða frístundum þá var amma alltaf mætt og studdi mig. Ekkert gladdi ömmu meira heldur en þegar ég settist niður við píanóið og spilaði uppáhalds- lagið okkar Gali Ole. Amma var mikil félagsvera en þegar hún hætti að vinna tók hún mikinn þátt í félagsstörfum eldri borgara, m.a. leiklist, föndri og öllu sem hét hreyfing. Eitt sinn þegar amma var að leika með leikfélagi eldri borgara fékk hún mig og vinkonu mína til að leika í leikriti og minnist ég þess oft að hafa leikið í leikriti með ömmu minni. Einu sinni fóru amma og afi með okkur fjölskyldunni í Evr- ópuferð og ferðuðumst við á hús- bíl. Það stóð til að við deildum saman rúmi en ekki fór svo þar sem ég var heldur plássfrek fyrir ömmu mína. Mér þótti æðislegt að hafa ömmu með í ferðinni því við gátum deilt saman tómstund- um okkar. Það var svo gott að eiga visst athvarf hjá ömmu sem maður gat gengið að vísu. Beddinn, mjúka sængin, mjúku rúmfötin, náttbol- urinn og mjúka höndin hennar ömmu þegar hún fór með kvöld- bænirnar með mér og auðvitað ömmufiskur, sem eru gott að minnast í dag. Við áttum alltaf saman að- fangadag, ég get ekki ímyndað mér þennan hátíðardag dag án elsku ömmu minnar. Mikið verð- ur tómlegt án ömmu á öllum við- burðum. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Minningin um þig lifir með mér. Þín ömmustelpa að eilífu. Laufey Rún Ingólfsdóttir. Elsku amma Gunna, það er allt svo ótrúlega tómlegt án þín. Það er svo margt sem mig langar að segja þér, svo margt sem mig langar að þakka þér fyrir. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að, ekki bara sem ömmu heldur einnig sem eina af mínum bestu vinkonum. Ef ég þurfti að tala varstu alltaf til staðar til að hlusta, sama hversu smávægilegt það var og þú vissir alltaf hvað þú áttir að segja til þess að láta mér líða betur. Ég á eftir að sakna löngu sam- talanna okkar um allt og ekkert. Á eftir að sakna þess að geta tek- ið upp tólið og heyrt röddina þína og hláturinn þinn og fundið fyrir umhyggju þinni. Þakklátust er ég samt fyrir tímann sem við áttum saman áður en þú fórst frá okkur og að hafa getað fengið að halda í höndina á þér og fylgja þér. Þú varst alltaf svo sterk og ég hélt í barnaskap mínum að þú yrðir kannski alltaf hjá okkur. Ég vildi óska þess að þú hefðir ekki þurft að fara svona fljótt frá okk- ur en ég veit að þú varst þreytt og að núna líður þér betur. Þú varst alltaf svo lífsglöð og kunnir að njóta lífsins. Ég hef alltaf verið stolt yfir því að eiga þig sem ömmu og ég mun lifa með því að vita að þú varst stolt af mér líka. Ég hef alltaf hugsað og sagt að ég ætla að vera alveg eins og þú þeg- ar ég verð eldri og ég vona svo sannarlega að ég verði það. Þú gafst mér svo ótrúlega margt, hlýju, þolinmæði, traust og kjark til þess að gera hluti sem ég hélt að ég gæti ekki, gafst mér aðra sýn á hlutina sem auðveldaði mér að takast á við þá, trú á sjálfri mér að ég væri frábær eins og ég er. Þú gafst mér óskiptan tíma. Dýrmætar eru minningar mínar um samverustundir okkar og ferðalög. Ég man hvað ég hlakkaði óskaplega til þegar þú varst væntanleg og hvað ég naut tímans með þér. Ég hef alltaf verið viss um að enginn hafi átt jafn stórkostlega ömmu og ég átti í þér, elsku amma mín. Þegar kemur að mér er ég ekki hrædd, því ég veit að þú bíður mín. Ekki hafa áhyggjur af afa, við pössum upp á hvert annað. Hvíl í friði, yndislega amma mín. Þín, Kristrún Ósk. Ég sakna þín, elsku amma mín. Meira en orð fá lýst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Þú varst svo mikið meira en bara amma mín, þú varst líka minn besti vin- ur. Í gegnum allt mitt líf hefur þú verið til staðar fyrir mig, eins og klettur sem ekkert fær haggað. Þú umvafðir mig með ást þinni og umhyggju. Skilyrðislaust. Alltaf. Ég á svo ótal fallegar og skemmtilegar minningar um þig. Þú hafðir nákvæmlega sama gálgahúmorinn og ég og gátum við hlegið saman endalaust. Ég á eftir að sakna þess að spila við þig ótukt tímunum saman. Ég er staðráðin í að kenna börnunum mínum þetta spil, spilið okkar. Ég hef oft í gegnum árin sagt að ef ég yrði svo lánsöm að vera við góða heilsu á mínum efri árum vildi ég vera nákvæmlega eins og þú. Njóta hvers dags eins og hann væri sá síðasti. Alltaf svo kát og lífsglöð. Ég á eftir að sakna brossins þíns amma, fulls af kærleika og hlýju. Þú kenndir mér svo margt. Þú hafðir endalausa þolinmæði og gafst þér alltaf tíma fyrir mig. Gott dæmi um það hversu miklu máli þú skiptir mig er þegar við fluttum fyrst til Svíþjóðar ’83. Þá saknaði ég þín svo mikið að vikum saman neitaði ég að borða nokk- uð annað en hafragraut sem mamma bjó til úr haframjölinu úr haframjölspakkanum sem þú sendir með okkur út. Þér var alltaf annt um hag minn og það hef ég aldrei efast um. Það eru forréttindi að hafa átt trúnað þinn og vináttu, elsku amma mín. Þú varst stórkostleg manneskja með hjarta úr gulli. Það er svo skrítin tilfinning að skrifa um þig í þátíð. Ég veit að þú ert farin en ég upplifi samt sem áður sterkt þína nærveru. Ég vona að sú tilfinning hverfi aldrei. Það skipti mig miklu máli hvað þú varst strax hrifin af manninum mínum. Það var ynd- islegt að sjá hvernig þú ljómaðir öll í hvert sinn sem þú sást hann og horfðir á hann með sömu væntumþykjunni og hlýjunni og þú horfðir á mig. Það var gagn- kvæmt því honum þótti ógurlega vænt um þig líka. Ég gleðst svo mikið í hjarta mínu yfir að þú hafir fengið að hitta öll börnin mín og þau öll á sinn hátt upplifað ömmu Gunnu sína. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá Sigurði Val. Sama gilti um Huldu Karen og er ég þakklát því að þú hafir náð að hitta Hauk Steinar og verið viðstödd skírnina hans. Yndislegt að hún hafi átt sér stað undir þínu þaki. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þennan tíma með þér áður en þú kvaddir okkur. Kannski barnalegt af mér en ég vonaðist til þess að þú værir ennþá á meðal okkar þegar ég kæmi aftur frá Noregi. En þú varst orðin svo þreytt og þráðir hvíldina þína. Amma, ég náði samt að standa við loforðið mitt því ég kom aftur til þess að fylgja þér síðustu metrana. Sakna þess að deila með þér sorg eða gleði. Með þér gat ég alltaf verið ég sjálf, þú dæmdir mig aldrei. Elsku afi, missir þinn er án efa mestur. Ég samhryggist svo inni- lega, elsku afi minn. Einnig vil ég senda fjölskyldu minni og öllum þeim sem hana þekktu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku amma mín, Guð geymi þig. Þín ávallt, Guðrún Soffía. Fallin er frá okkar elskulega amma Gunna. Þegar ég var á níunda aldurs- ári hófu mamma og Ingó að rugla saman reytum. Þó svo að ég sé af- ar sáttur við útkomuna í dag, var það ekki það auðveldasta í heimi fyrir einkabarnið að detta óviðbú- ið inn í faðm nýrrar fjölskyldu, þó svo að mér hafi verið tekið með mjög svo opnum örmum. Amma Gunna varð þó strax frá upphafi „amma mín“ og hefur verið allar götur síðan. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru úr Skaftahlíðinni þar sem við bræðurnir lékum okkur oft löngum stundum; byggðum hús úr gömlu spilunum hennar, spiluðum ótukt við hana og sporð- renndum nokkrum sneiðum af nýbökuðu rúgbrauði. Oftast færðist svo nokkuð fjör í leikinn þegar yngri frændsystkinin komu líka í heimsókn. Þegar Laufey Rún var við það að koma í heiminn sátum við amma sem límd við símann í Skaftahlíðinni og biðum eftir fréttum af fæðing- ardeildinni. Amma var dugleg að ferðast með okkur fjölskyldunni og er mér minnisstætt þegar amma og afi fóru með okkur til Mallorca um árið. Þá kom hún og studdi okkur bræðurna dyggilega á Esso-mótinu í fótbolta á Akur- eyri, amma var alltaf dugleg að mæta á leiki. Amma var svo sannarlega höf- uð fjölskyldunnar enda lét hún sig okkur öll varða. Hún var vel inni í því sem var að gerast í lífi okkar barnabarnanna, talaði vel um okkur, hrósaði okkur og hlúði mjög vel að okkur. Hún var ávallt stolt af okkur. Hún fann alltaf það jákvæða í fari fólks, hafði góða nærveru og var mjög glaðlynd. Þetta gerði það að verkum að öll- um þótti afskaplega vænt um hana. Mér þótti mjög gaman og gagnlegt að heyra ömmu segja frá æsku sinni og fyrstu árunum eftir að hún eignaðist Ingó og Huldu. Þá var lífið ekki alltaf dans á rósum og maður varð ósjálfrátt mjög þakklátur fyrir öll þau þæg- indi sem við búum við í dag. Þann 2. júní sl. giftum við Katr- ín okkur, amma hafði talað um hversu mikið hún hlakkaði til brúðkaupsins en veikindin settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir heilsuleysi mætti hún bæði í at- höfnina og veisluna, þá stóð hún upp í veislunni, ein og óstudd, og talaði til okkar Katrínar. Það voru hlý orð sem ég mun ávallt geyma. Ræðuna endaði hún á orðunum: „takk fyrir mig og…bless“ og þar með kvaddi hún okkur með reisn, þetta reyndist vera lokaræðan hennar. Ég er afskaplega þakklátur fyrir allan þann tíma sem við átt- um saman og hversu vel hún hlúði að mér og fjölskyldu minni. Eftir stendur mikill söknuður, en sem betur fer eigum við öll mikið af góðum minningum um hana. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku afi, ég bið góðan guð að vera þér hjá og ég votta þér inni- lega samúð okkar fjölskyldunnar. Gísli, Katrín, Hrafntinna og Lovísa. Guðrún Eyjólfsdóttir, vinkona okkar, var um langt árabil einn af hornsteinum félagsstarfs aldr- aðra í Gullsmáranum í Kópavogi. Hún var einn af stofnendum Leshóps FEBK, sem sóð fyrir heimsóknum íslenzkra rithöfunda í Gullsmárann. Hún sat í stýrihóp starfsins frá fyrsta starfsdegi til dánardægurs. Hún var víðlesin og henni var gefinn sá hæfileiki að tjá sig og flytja texta svo eftir var tekið. Guðrún var og virk í „Gleði- gjöfunum“, sem stóðu fyrir al- mennum söng í Gullsmáranum, hálfsmánaðarlega vetrarmán- uðina, lengi vel undir stjórn Guð- mundar Magnússonar, en hin síð- ari misseri í umsjá Sturlu Guðbjarnarsonar. Kveikti hún jafnan gleði í hug og bros á vör með hnyttnum frásögnum í söng- hléum. Guðrún var og ein af „Skvett- unum í Gullsmáranum“, sem stóðu fyrir dansi í félagsheimilinu á vetrarkveldum. Síðast en ekki sízt var hún virk í Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi. Tók hún til skamms tíma þátt í leikfimi og hringdönsum á vegum félagsins og ferðum og sýningum hérlendis og erlendis, fór m.a. á Evrópumót eldri borgara. Guðrún Eyjólfsdóttir var ein- stök kona, sem lagði sig alla fram um að gera félagsstarf eldri borg- ara í Gullsmáranum bæði menn- ingarlegt og skemmtilegt. Við er- um mörg sem stöndum í mikilli þakkarskuld við hana. Megi hún eiga góða heimkomu. Megi minn- ingin um merkan og mætan ein- stakling milda sorg þeirra er stóðu henni næst. Þorgerður Sigurgeirsdóttir. Stefán Friðbjarnarson. Guðrún Ingibjörg Eyjólfsdóttir MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.