Morgunblaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2012 · Brúðkaup · Fermingar · Árshátíðir · Afmæli · Ættarmót · Útskriftir · Erfidrykkjur Sími 551 4430 · laekjarbrekka.is Erum staðsett í hjarta Reykjavíkur Bjóðum upp á veislusali fyrir allt að 100 manns Litlabrekka Kornhlaðan Er veisla í vændum? Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert svo heillandi og sannfærandi þessa dagana að þú getur selt næstum hverjum sem er hvað sem er. Búðu þig undir að hitta skemmtilegt og óvenjulegt fólk. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu það vera að flýta þér um of því það býður hættunni heim og þú skilar verri vinnu fyrir vikið. Reyndu að haga seglum eft- ir vindi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gleymir því stundum hversu frumleg/ur þú ert. Hlátur getur bjargað deg- inum. Góður vinur hringir og segir þér fréttir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er stutt í einhvern stóratburð sem þú þarft að vera reiðubúinn fyrir hvað sem það kostar. Vertu lítillát/ur og réttlát/ur þó að það kosti smáátak. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Til hvers að leita að lærimeistara í and- legum efnum? Þú veist að andleg göfgi er allt í kring. Sýndu þolinmæði og þá mun sannleikurinn renna upp. Sinntu hjálp- arbeiðni gamals vinar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð ný tækifæri til að leysa vandamál varðandi skuldir og skatta. Hvað viltu? Með því að hugsa vel um grundvall- arþarfir þínar áttu að geta haldið þér í jafn- vægi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að skoða vandlega hvaða tæki kemur þér að bestu gagni í baráttunni við óvininn, hver sem hann nú er. Komandi tímar munu reynast mikil prófraun í þol- inmæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eins og allir séu upp- teknir við eigin ófarir. Miklar breytingar eru framundan í lífi þínu á næsta ári. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nýju upplýsingarnar sem flæða til þín í gegnum vini, fjölmiðla og ljósvakann opna augun svo sannarlega. Viðtökur ann- arra eiga eftir að koma þér skemmtilega á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú virðist skapast stund milli stríða og það er upplagt að nota hana til þess að auka við vitneskjuna. Farðu að öllu með gát því ekkert liggur á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Þú ættir að huga betur að mataræði þínu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvít- ir eða svartir. Mundu að einn góðan veð- urdag kannt þú að vera í sporum vinar sem nú á erfitt. Komdu elskunni þinni á óvart. Emil Kristjánsson sendi umsjón-armanni fróðlegt bréf í tilefni af því að þýskhendur birtust í Vísna- horni í síðustu viku: „Það vill til að á kveðskaparþræði Baggalúts hefur lengi verið dundað við þennan sama brag þar sem hann er kallaður þýzkhendur. Reyndar ríkir nokkuð frjálslyndi þar á bæ og ýmis önnur tungumál en þýzka eru leyfð en ensku skal forðast. Eftirfarandi vísnabálkur birtist t.a.m. á heimasíðu Baggalúts þegar sú fregn barzt að Horst Tappert (Derrick) væri látinn. Eftirmælin eru að stofni til eftir skáldið og lífslista- manninn hlewagastiR, en síðan bættu aðrir hagyrðingar við. Er ist tot Fregn í þessu færð var mér fullur trega nú ég er. Andast hefur andans grér. Übermensch und Großmeister. Er nú dáinn Derrick minn Drottinn blessi öðlinginn. Hann var mesti höfðinginn. Hatt das Zimmer Bettlaken? Nú er sorgin sí og æ sveimandi yfir þýskum bæ. Derricks harmar dýran blæ die Kriminalpolizei. Þótt meistarinn sé liðið lík lýsir af hans dánarbrík andagift var öðlings slík. Eine kleine Nachtmusik. Upp er tekin torfa græn tregafullur leggst á bæn harmi sleginn Harry Klein. Haben sie ein Moselwein? Sjón- þú bættir -varpið vort vísa skal um þetta ort Nú er allt af síðri sort Schnapps, das war sein letztes Wort!“ Síðan tiltekur Emil vísur sem bættust við frá öðrum hagyrðingum á vef Baggalúts. Fyrst Regína: Ljúfur jafnan leysti brot, löngum fann hver átti skot. Dugmikinn þó dró í þrot, Derrick jetzt ist selber tot. Þá Sundlaugur Vatne: Aldrei birtist aftur hann sem allar gátur leysa kann og glæpona í fjöru fann, auf Friedhof liegt der grosse Mann. Günther Zimmermann: Derrick! Alþjóð dáði hann! Dáðasnáði var með sann! Vísur um hann kveða kann! Klugheit beschreibt diesen mann! Og Pó klykkir út með: Elsku Guð, hvað get ég sagt, gráan slæ ég sorgartakt. Spyrjum þann, sem var á vakt: Wer hat Derrick umgebracht? Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Derrick og þýskhendum G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d HVERNIG HEFURÐU ÞAÐ GRETTIR? ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA ÞAÐ OG HÚN KALLAR SIG DÝRALÆKNI HJÁLPI MÉR HAMINGJAN! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA VIÐ ÞIG? OG HÆTTU AÐ FLISSA! ÉG ER MEÐ NIÐURSTÖÐURNAR ÚR ÞOLPRÓFINU ÞÍNU OG HVERJAR ERU ÞÆR? ÞÚ ERT GREINILEGA GEFINN FYRIR LEIKRÆNA- TILBURÐI HVAR ER RUNÓLFUR? VIÐ HLJÓTUM AÐ HAFA GLEYMT HONUM ÚTI Í GÆR ÁTTU VIÐ AÐ HANN HAFI SOFIÐ Á GÖTUNNI Í NÓTT? HANN VAR NÚ BARA Á GÖTUNNI Í EINA NÓTT, ÞAÐ GETUR NÚ VARLA HAFA HAFT MIKIL ÁHRIF Á HANN HVAÐ ER UPPI HEIMALINGUR? Gúrkan er farin að gera vart við sigí fréttum og finna menn fyrir því á ritstjórn Morgunblaðsins jafnt sem annars staðar. Það er kannski ekki að furða að dofni yfir fréttastreym- inu þegar sumarfrí hefjast. Það get- ur meira að segja verið erfitt að fá púður í þær fréttir, sem þó er að finna, vegna þess að ekki næst í neinn, einmitt vegna sumarfría. x x x Íslendingar eru ekki einir um að talaum gúrkutíð. Það gera Þjóðverjar einnig, þótt Víkverja sé ekki kunnugt um upprunann, en auðvitað blasir við að hann hljóti að vera sá að ekkert sé annað í fréttum en gúrkuuppskeran. x x x Bretar tala hins vegar ekki umgúrkur, heldur kjánatíð eða „silly season“. Þá verður allt hey í harðindum og furðufréttum, sem að öllu jöfnu hefðu farið lágt, er slegið upp. x x x Víkverja kemur reyndar ekki áóvart að samfélagið skipti um gír þegar veður er með þeim hætti, sem verið hefur undanfarnar vikur. Sól skín í heiði dag eftir dag og ætla mætti að landið hefði færst nokkrar gráður suður á bóginn. Víkverji var um helgina austur í Flóa og furðaði sig á hlýindunum. Á laugardeginum brá hann fyrir sig betri fætinum og skokkaði í flatlendinu. Hestar og kýr fylgdust forviða með uppátækinu. Ský voru á himni, en lofthitinn var slíkur að ekki hefði verið á það bæt- andi. Þrátt fyrir vind var notalegt að skokka á stuttbuxum í hlýindunum og gerist það ekki oft hér á landi. x x x Víkverji las fyrir nokkrum árumviðtal við Guðna Ágústsson þar sem hann var í fríi á eyju á Miðjarðarhafi í miðri hitabylgju. Hafði hann flúið hitann inn í loft- kælda nýlenduvöruverslun og undi hag sínum greinilega hið versta. „Kuldinn er auðlind,“ sagði hann í viðtalinu og vildi greinilega helst vera kominn aftur á klakann. Nú er bara spurning hvort þessi auðlind sé að hverfa og Guðni þurfi að færa sig enn norðar. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.