Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Danska varðskipið Hvidbjørnen sést hér sigla tignarlega um Hvalfjörðinn. Skipið áði þar með- an beðið var eftir varahlutum en fjörðurinn er þekkt skipalægi þótt oft hafi þar verið meira um stór skip en nú. Í Hvalfirði lá t.d. fjöldi herskipa á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Þá gat þar oft að líta stærstu herskip veraldar sem veittu skipalestum Bandamanna vernd gegn orrustu- skipum þýska flotans. hjaltigeir@mbl.is Ísbjörninn beið átekta í Hvalfirði Morgunblaðið/Eggert Danska varðskipið F360 Hvidbjørnen hafði viðkomu í Hvalfirði á leið sinni til Grænlands Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Bílastæðasjóður hækkar stöðu- mælagjald á þrem gjaldsvæðum af fjórum og taka þær breytingar gildi núna á mánudaginn, 30. júlí. Þetta er fyrsta hækkunin á gjaldskyldum stæðum síðan árið 2000 og hækkar verð á gjaldsvæðum 1, 2 og 4. Hækk- unin nemur 50% á verði á klukku- stund. Engin hækkun verður á gjaldsvæði 3, sem er ætlað sem lang- tímastæði. Tekjur Bílastæðasjóðs af bíla- stæðum á hverju ári eru um 275 milljónir króna. Ekki fengust upp- lýsingar um það í gær hve miklu hækkunin skilar. Gjaldskyldutími lengist einnig á laugardögum og verður frá 10:00 til 16:00 í stað þess að ljúka klukkan 13:00. „Þetta er auðvitað tæki til að stýra flæðinu. Víða erlendis, ef farið er að þrengja um, er oft hækkað til að losa um en það hefur sjaldan verið gert hér. Gjaldsvæðin eru nánast ofnýtt og er ekki æskilegt að þau séu jafn mikið nýtt og þau eru hér,“ segir Bjarki R. Kristjánsson, rekstrar- stjóri Bílastæðasjóðs. Stöðumælagjald hækkað um helming  Tekjur af bílastæðum 275 milljónir  Lengri gjaldskylda á laugardögum Bílastæði Gjaldsvæðin eru mikið not- uð og telur Bjarki R. Kristjánsson hærra stöðumælagjald geta losað um. Morgunblaðið/Ómar Fyrirtækið Icegroup, sem Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísa- foldarprentsmiðju, á hlut í, var eitt af þeim 13 fyrirtækjum sem gerðu tilboð í Plastprent þegar Framtakssjóður Íslands bauð fyrirtækið til sölu. Plast- prent var selt Kvos, móðurfélagi Odda. Kristþór staðfestir þetta en tekur fram að Icegroup hafi dregið sig út úr söluferlinu. „Ég veit ekki hvaða kröf- ur voru gerðar til þeirra. Við sýndum fram á greiðslugetu til að greiða 250 milljónir,“ segir Kristþór þegar hann er spurður hvort hann teldi að gerðar hefðu verið aðrar kröfur til Kvosar en Icegroup. Kristþór gagnrýndi sölu Plastprents til Kvosar í grein í Fréttablaðinu á dögunum á þeim grundvelli að Kvos hefði fengið af- skrifaðar 5 milljarða króna skuldir og velti því fyrir sér hvernig fyrirtækið hefði getað sýnt fram á 250 milljóna króna greiðslugetu til að koma til greina sem kaupandi Plastprents. Fram kom hjá Þorgeiri Baldurs- syni, forstjóra Kvosar, í frétt á mbl.is í fyrradag að afskriftirnar hefðu til- heyrt dótturfélaginu Infopress sem var í erlendum fjárfestingum og rekstri en ekki Kvos eftir að Lands- bankinn hefði tekið félagið yfir og gert gjaldþrota. Þorgeir sagði jafn- framt að núverandi hluthafar Kvosar auk nýrra innlendra fjárfesta hefðu aflað þeirrar fjárhæðar sem þyrfti til að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu og hún lægi fyrir til hlutafjáraukningar í félaginu þegar Samkeppniseftirlitið hefði staðfest kaupin. Kristþór gat þess ekki í blaðagrein sinni að hann hefði verið aðili að fyr- irtæki sem bauð í Plastprent ásamt Kvos og mörgum fleiri fyrirtækjum. Hann segist ekki geta séð að það skipti máli við umfjöllun um afskriftir skulda keppinautanna. Hann hafi ekki vitað að hann væri að bjóða á móti Kvos og hafi ekki tekið þátt í ferlinu til loka. helgi@mbl.is Fyrirtæki framkvæmda- stjórans bauð í Plastprent  Gat ekki um tengslin í gagnrýni sinni á söluna til Kvosar Gengið var frá svörum sveitar- stjórnar við athugasemdum sem bárust við tillögu að nýju aðal- skipulagi Langanesbyggðar, á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar í gærkvöldi. Ekki fengust upplýsingar um efni svar- anna en athugasemdunum virðist hafa verið hafnað. Unnið hefur verið að nýju aðal- skipulagi fyrir Langanesbyggð. Þar er meðal annars gert ráð fyrir stór- skipahöfn í Finnafirði og miklu svæði fyrir iðnað. Horft er til þjón- ustu við olíuvinnslu á Drekasvæð- inu, meðal annars olíuhreinsistöð. Fjórtán athugasemdir bárust og voru margar frá landeigendum og velunnurum svæðisins sem er í ná- grenni iðnaðarsvæðsins. Á fundi sveitarstjórnar sem Halldór Jó- hannsson, skipulagsráðgjafi sveitar- félagsins, sat var gengið frá svörum við athugasemdum og verða svörin send út fljótlega. Siggeir Stefánsson oddviti kaus að tjá sig ekki um mál- ið þegar leitað var eftir upplýs- ingum um niðurstöðuna í gærkvöldi. Sagði að hún kæmi fram í fund- argerð sem birt yrði einhvern næstu daga. Inngrip í náttúruna Einn hreppsnefndarmaður greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni, Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli. „Mér líkar ekki þetta inngrip í nátt- úruna. Það er töluverð breyting þegar grónu landi er breytt í stein- steypt. Svo er ég með minn atvinnu- rekstur hér og lífsviðurværi,“ segir Reimar. Hann segir að skiptar skoðanir séu um málið. „Mér finnst ég heyra svolítið í fólki sem er alfar- ið á móti þessum áformum, þeir sem vilja þetta tala sjálfsagt við hina,“ segir Reimar. helgi@mbl.is Gagnrýni á áform í Finnafirði  Sveitarstjórn svar- ar athugasemdum Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Íbúar Langanesbyggðar eru ekki einhuga í skipulagsmálum. 50ÁRA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari kvenna í golfi Gleraugnasalan | Laugarvegi 65 | 551 8780 | gleraugnasalan.is LÆKKAÐU FORGJÖFINA MEÐGOLF- GLERAUGUM FRÁOKKUR „Við hörm- um þessa hækkun og ljóst er að hún mun enn frekar fæla við- skiptavini frá fyrir- tækjum í miðborg- inni,“ segir Björn Jón Bragason, tals- maður hóps kaupmanna og fasteignaeigenda við Lauga- veg, um nýlega hækkun stöðu- mælagjalda í miðborginni og víkkun gjaldskyldutíma. Hann segir að með sama áframhaldi muni verslun við Laugaveg líða undir lok. Fælir við- skiptavini frá HARMA HÆKKUN Björn Jón Bragason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.