Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður Á sama tíma og Mario Draghiseðlabankastjóri evrunnar hét stuðningi við myntina, hvatti José Manuel Barroso formaður fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins Grikki til að standa við skuld- bindingar sínar til að geta verið áfram hluti af evrusvæðinu.    Þetta átti sérstað í gær þegar Evrópu- vaktin greindi frá því að fyrrverandi héraðsstjóri Asturias á Spáni, Francisco Alvar- ez Cascos, hefði orðið fyrstur áhrifamanna landsins til að krefj- ast róttækrar stefnubreytingar og slíta evrusamstarfinu nema því væri breytt á róttækan hátt, eins og lesa mátti í pistli eftir Björn Bjarnason.    Um ástandið á evrusvæðinusegir Björn: „Brotalömin í evru-samstarfinu er augljós. Úr henni verður ekki bætt með því að koma á nýju evrópsku bankaeft- irliti eða auka eftirlitshlutverk embættismanna í Brussel. Efna- hagslægðin og aðhaldsaðgerðirnar hafa enn aukið á tortryggni ESB- þjóða í garð sameiginlegra stjórn- enda og stjórnenda einstakra þjóða. Angela Merkel er eini ESB- stjórnmálamaðurinn sem nýtur umtalsverðs trausts heima fyrir eftir að hafa tekist á við evru- vandann misserum saman. Láti Merkel undan kröfum stjórnmála- manna á Spáni eða Ítalíu sem krefjast skjótra aðgerða á kostnað annarra hrynur traust til hennar á örskömmum tíma.    Þótt Merkel hafi sagt að evransé Evrópa og með „meiri Evr- ópu“ eigi að bjarga evrunni verð- ur hún að horfast í augu við stað- reyndir eins og aðrir. Evru-dæmið gengur einfaldlega ekki upp. Því fyrr sem þetta er viðurkennt þeim mun betra.“ Evran skelfur STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 léttskýjað Bolungarvík 14 heiðskírt Akureyri 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 14 skýjað Vestmannaeyjar 14 skýjað Nuuk 17 skýjað Þórshöfn 12 súld Ósló 22 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 21 skýjað Helsinki 22 skýjað Lúxemborg 28 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 18 léttskýjað Glasgow 21 léttskýjað London 23 heiðskírt París 31 heiðskírt Amsterdam 25 heiðskírt Hamborg 26 léttskýjað Berlín 30 léttskýjað Vín 27 skýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 33 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 17 skúrir Montreal 22 skýjað New York 23 heiðskírt Chicago 26 alskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:21 22:48 ÍSAFJÖRÐUR 4:01 23:19 SIGLUFJÖRÐUR 3:43 23:03 DJÚPIVOGUR 3:44 22:24 Heimir Hannesson, nemi við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands, hef- ur tilkynnt framboð sitt til for- mennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sitj- andi formaður er Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir og gefur hún einnig kost á sér til endurkjörs en aðalfund- ur verður haldinn í Valhöll 1. ágúst næstkomandi. Áslaug Arna er nemi við lagadeild Háskóla Íslands og er hún fjórða kon- an sem gegnir embætti formanns Heimdallar í 85 ára sögu félagsins. Áslaug Arna hefur setið í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og Varðar síðan 2011. Varaformannsefni hennar er Einar Smárason. Heimir hefur langa reynslu af fé- lagsstörfum og sat hann m.a. í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna árin 2005-2007. Varaformannsefni hans er Erla María Tölgyes. Formanns- slagur í Heimdalli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Heimir Hannesson Við Vesturlandsveg standa yfir end- urbætur þessa dagana, en um er að ræða gerð fjögurra strætisvagna- biðstöðva við Vesturlandsveg ásamt tengistígum. Reykjavíkurborg sér um fram- kvæmdina, en kostnaður skiptist til helminga á milli Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Tvær biðstöðvar eru við Viðar- höfða og tvær við Úlfarsá en ráðgert er að gera tengiveg fyrir strætis- vagna á milli Vesturlandsvegar og Hestháls. Við biðstöð vestan Viðarhöfða verður gerður hellulagður biðstöð- varpallur ásamt svæði fyrir biðskýli. Við biðstöð austan Viðarhöfða verð- ur m.a. gert malbikað útskot og hellulagður biðstöðvarpallur ásamt svæði fyrir biðskýli. Við strætisvagnabiðstöðvar norð- an Úlfarsár, vestan- og austanmegin við Vesturlandsveg, verður gerður hellulagður pallur ásamt svæði fyrir biðskýli, en tröppur og tengistígur verða niður að núverandi stíg sam- síða Vesturlandsvegi. Lokadagur verksins er áætlaður 15. september 2012. Breyta biðstöðvum við Vesturlandsveg Morgunblaðið/Styrmir Kári Framkvæmdir Reisa á ný strætisvagnabiðskýli við Vesturlandsveg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.