Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold VIÐ ERUM ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins verður haldið í sjötta sinn á Seyðis- firði dagana 27. til 29. júlí. Hátíðin er fræðandi fjölskyldu- hátíð þar sem fólk á öllum aldri get- ur skemmt sér við tónlist og veit- ingar um leið og það kynnist starfsemi safnsins og gömlu hand- bragði í verkstæðum þess. Blústónleikar verða á föstudags- kvöldinu með 56 riff ásamt blús- hetjunni Garðari Harðar og trommusnillingnum Sigfúsi Óttars- syni sjóðheitum frá L.A. og dans- leikur verður á Angrósbryggjunni á laugardeginum þar sem stórsveit Þorleifs Guðjónssonar leikur. Húsasmíðameistarinn Gunnar Bjarnason fjallar um járn og tré- verk í gömlum húsum í máli og myndum. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningar á námskeið er að finna á www.tekmus.is . Gamalt handverk á Smiðjuhátíðinni á Seyðisfirði Í Kattholti dvelja nú marg- ir fallegir kettir sem leita sér að góðu heimili. Laugardaginn 28. júlí frá kl. 11-14 verður ættleiðing- ardagur í Katt- holti. Þá geta kisuvinir komið og valið sér þann kött sem þeim líst best á, stálpaða eða kettlinga. „Von okkar í Kattholti er að marga langi til að eignast kött og nú er tækifærið,“ segir í tilkynn- ingu. Starfsfólk Kattholts þekkir alla kettina vel og getur gefið ,,per- sónulýsingu“ á hverjum og einum. Fólk getur valið kátan kött, róleg- an, stríðinn eða kelinn. Ættleiðingardagur í Kattholti á morgun Úrvalslið Rugby Íslands mun laug- ardaginn 28. júlí spila 15 manna rugbyleik gegn gestum frá Banda- ríkjunum. Gestirnir að þessu sinni eru The Skippy Lizards RFC frá New York, lið sem stofnað var árið 2004 til heiðurs þjálfaranum Paddy Bartlett. Leikurinn fer fram á íþrótta- svæði Vals að Hlíðarenda og hefst hann kl. 15. Áætlaður leiktími er 80 mínútur. Ókeypis er á völlinn og er fólk hvatt til að fjölmenna. Keppt í rugby STUTT Benjamín Baldursson Eyjafjarðarsveit | Mikil breyting hefur orðið á mjólkurframleiðslu í gamla Öngulsstaðahreppi. Fyrir hálfri öld voru um 50 mjólkurfram- leiðslubýli í hreppnum en eru nú aðeins 14 talsins, mjólkurmagnið er þó lítið minna nú en þá var. Ferða- og veitingaþjónustan sæk- ir hinsvegar í sig veðrið og er nú stunduð á mörgum bæjum. Á Stað- arbyggðinni, sem er miðhluti gamla hreppsins, hafa nýlega verið opnuð þrjú veitingahús. Það nýjasta heitir Lamb Inn og er á Öngulsstöðum III. Fyrir voru Kaffi kú í Garði og Silva sem er grænn veitingastaður á Syðra-Laugalandi efra. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fv. alþingismaður og bóndi á Önguls- stöðum, hefur á nýjan leik tekið við rekstri ferðaþjónustunnar þar, en reksturinn hefur verið leigður út undanfarin ár. Hann opnaði nú ný- verið veitingahúsið Lamb Inn. Eins og nafnið bendir til verður aðalrétt- urinn á matseðlinum lambakjöt, nánar tiltekið lambalæri af gamla skólanum með heimalöguðu rauð- káli og brúnuðum kartöflum. Einn- ig verður hægt að fá fjölmarga aðra rétti svo sem lambasalat og ýmsa þjóðlega rétti eins og hangikjöt, magál og fleira góðgæti. Kaffi kú er rekið á loftinu í fjós- inu í Garði, einni stærstu fjósbygg- verið góð. Aðstaðan hefur einnig verið talsvert nýtt fyrir smærri fundahöld. Veitingahúsið Silva var opnað í vor í húsnæði sem áður hýsti skrif- stofu Eyjafjarðarsveitar og þar áð- ur Barnaskólann á Syðra- Laugalandi. Þar er boðið upp á eld- aða grænmetisrétti og hráfæðisrétti, auk þess sem í boði er úrval af hollum kökum og eft- irréttum. Einnig er boðið upp á ný- hrista þeytinga og nýpressaða safa. Aðsókn að staðnum fer mjög vel af stað, enda hefur tíðarfarið verið ferðaþjónustunni afar hliðhollt. ingu landsins sem tekin var í notk- un vorið 2007. Á daginn er þar rekið kaffihús, en á kvöldin ríkir kráarstemming. Hægt er að fylgj- ast með kúnum og fjósverkum af svölum sem stúkaðar eru af með glervegg. Kaffihúsið nýtur mikilla vinsælda og hefur aðsókn að því Ferðaþjónusta með mjólkinni  Þrjú veitingahús nýlega opnuð í Eyjafjarðarsveit  Mjólkurbúum fækkað úr 50 í 14 á hálfri öld  Boðið upp á afurðir úr héraði  Kaffihús yfir fjósinu Öngulsstaðir III Veitingahúsið Lamb Inn. Syðra-Laugaland Efra Veitingahúsið Silva. Garður Kaffi kú er rekið á loftinu yfir fjósinu. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Ferðaþjónusta Jóhannes Geir Sigurgeirsson sker fagmannlega af lambalæri fyrir einn gestinn á veitingahúsinu. „Þegar launa- lækkun ráð- herra og þing- manna var aflétt var reglan einn- ig úr gildi num- in sem kvað á um að enginn (utan forsetinn) skyldi vera hærra launaður en forsætisráð- herra. Þannig er engin slík regla í gildi núna,“ segir í svari forsæt- isráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um það hvort horfið hafi verið frá þeirri reglu að enginn opinber starfsmaður skuli vera hærra launaður en for- sætisráðherra, í ljósi þess að ýms- ir embættismenn eru með hærri laun en ráðherrann miðað við upplýsingar úr tekjublaði Frjálsr- ar verslunar. Launareglan hefur verið numin úr gildi Jóhanna Sigurðardóttir „Ég fagna því að sjómenn séu með góð laun,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- manna- sambands Ís- lands, spurður út í fyrstu við- brögð sín vegna fréttar gærdagsins um að sjómenn séu farnir að „toppa“ forstjóra í launum. Hann segir þetta mikið gleði- efni fyrir sjómenn en bendir á að tekjuúttektir geti verið vafasam- ar. „Svona úttektir eru alltaf mjög vafasamar því að við vitum það að í sumum tilefnum geta skipstjórar verið með allt að þreföld laun háseta og þegar teknir eru tvöhundruð tekju- hæstu þá gefur það ekki heild- armynd af launum sjómanna, það er alveg ljóst,“ segir Sævar. „Við vitum það að tvö síðustu ár eftir að gengið hrundi, og afurðaverðið varð gott, þá hefur þetta gengið mjög vel fyrir sjáv- arútveginn, bæði hjá útgerðar- og sjómönnum,“ bætir Sævar við. Fagnar góðri launa- stöðu sjómanna Sævar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.