Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR ÞYKKARA, FYLLRA HÁR Á 30 DÖGUM NÝJA INTRA FORCE HÁRLÍNAN Prófuð og sönnuð vörn gegn hármissi. Inniheldur: Aminexil sem byggir upp og lengir líftíma, Arginin örvar virkni í hársverðinum, Zink hreinsar, stuðlar að heil- brigðum hársverði. SÖLUSTAÐIR REDKEN BEAUTY BAR FAGFÓLK HJÁ DÚDDA HÖFUÐLAUSNIR MEDULLA MENSÝ N-HÁRSTOFA PAPILLA SALON REYKJAVÍK SALON VEH SCALA SENTER Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Matt Ridley, einn kunnasti rithöfundur Breta, heldur í dag fyrirlestur í Háskóla Íslands um efni nýjustu bókar sinnar, The Rational Optimist, eða Skynsami bjartsýnismaðurinn, sem kom út árið 2010. Í henni heldur Ridley því fram að mannkynið þurfi alls ekki að örvænta. Þess bíði björt framtíð ef það heldur rétt á sínum málum. Ridley segir að hann sé skynsamur bjart- sýnismaður vegna staðreynda. „Ég tók eftir því fyrir nokkrum árum að svartsýnismenn höfðu stöðugt rangt fyrir sér. Þeir bölsýnismenn sem ég hafði tekið mark á þegar ég var ungur höfðu sagt mér að heimurinn væri að farast á marga vegu“. Þeir hefðu hins vegar allir haft rangt fyrir sér. Of- fjölgun mannkyns hefði ekki leitt til þeirra hörm- unga sem spáð var, né heldur væri núna matar- skortur eða olíuskortur. Þá hefði, svo eitt dæmi til sé nefnt, árþúsundaveilan í tölvukerfum ekki haft nein áhrif, þvert á spár. Allt þetta leiddi til þess að Ridley fór að efast meira um svartsýnina að baki þessum spám. „Ég horfði þá á það sem var að gerast í raun og veru og komst að því mér til mikillar undrunar að um mína daga hafa rauntekjur meðalmann- eskju þrefaldast, barnadauði minnkað um tvo þriðju og meðallífslíkur aukist um einn þriðja. Þetta eru ótrúlegar breytingar á velmegun mann- kynsins og þær halda ótrauðar áfram, þrátt fyrir kreppuna núna,“ segir Ridley og bendir á að þó að hart sé í ári í Evrópu núna sé ástandið ekki svo slæmt t.d. í Afríku, þar sem, svo dæmi sé nefnt, barnadauði hafi minnkað um 6% á síðasta ári. Rid- ley segir því að þessar staðreyndir og fleiri hafi gert hann að bjartsýnismanni. Sameinar Adam Smith og Darwin Hvað skynsemina varðar segir Ridley að hann telji sig geta skýrt út hvers vegna lífskjör fólks batna og þróast til betri vegar. „Það verður ákveð- in þróun á menningarsviðinu þar sem hugmyndir mætast um það hvernig fólk geti best unnið fyrir hvað annað og þannig sparað sér tíma í því að uppfylla þarfir sínar og þrár.“ Ridley segir að þessar hugmyndir dreifi sér með því að mætast og æxlast og þær bestu þeirra lifi af í gegnum menningarlegt náttúruval. Þannig sé hægt að sameina þekkingu og reynslu fjölmargra manna í gegnum kynslóð- irnar í einn sameiginlegan reynslusjóð. Með aukinni sérhæfingu sem þessu fylgi spari hver einstaklingur sér tíma til að afla sér lífsgæða og geti nýtt orku sína meira til þess að njóta þeirra. Ridley nefnir sem dæmi að ár- ið 1800 hafi það tekið hvern einstakling sex klukkustundir að vinna sér inn fyrir kostn- aðinum sem fylgi einum klukkutíma af mann- gerðu ljósi, en í dag sé sá tími um hálf sekúnda. Ridley segir að með því að sameina hug- myndir Adams Smith og Charles Darwin sé út- koman sú að framfarir verði til hjá almenningi en séu ekki fyrirskipaðar af stjórnvöldum ofan frá. „Í heildina hefur þessi heimssýn gert mig hrifnari af því hvernig skipti á hugmyndum og vörum, eink- um á frjálsum markaði, hafa haft áhrif á nýsköpun mannkyns og stuðlað að framþróun.“ Ridley segir að það þýði ekki að markaðurinn sé það eina sem þurfi til í mannlegu samfélagi, en að engu að síður sé það mjög mikilvægt að tryggja það að frjáls viðskipti geti þrifist. Spurður um hlýnun jarðar, sem oft er sögð vera ein helsta ógnin við framtíð mannkyns, segir Ridley að hann telji ekki að það sé ástæða til að óttast. „Bæði vísindin og hagfræðin á bak við hnatthlýnun segja mér það að í fyrsta lagi er vandinn ekki jafnslæmur og haldið er fram og í öðru lagi að þau úrræði sem helst eru lögð fram til þess að bregðast við vandanum valda meiri skaða á framtíð mannkynsins en hlýnunin.“ Hann er bjartsýnn á að mannkynið muni finna lausn á hlýnun jarðar þegar þess muni þurfa. Fyrirlestur Ridleys verður haldinn í stofu 132 í Öskju í dag og hefst kl. 17:30. Fundarstjóri verður Ragnar Árnason prófessor, en fyrirlest- urinn er í boði Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórn- mála í Háskóla Íslands. „Svartsýnismenn hafa stöðugt rangt fyrir sér“  Matt Ridley, einn kunnasti rithöfundur Breta, heldur fyrirlestur í Öskju í dag Ljósmynd/Matt Ridley Skynsamur bjartsýnismaður Breski rithöfundurinn Matt Ridley mun flytja fyrirlestur í dag í Öskju um hvers vegna hann telur rétt að líta með skynsamlegri bjartsýni á framtíð mannkyns. Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu var kall- að út á fjórða tímanum í gær vegna reyks sem lagði frá flúor- ljósi í verslun í verslunarmið- stöðinni Kringl- unni. Viðskiptavinir voru að vonum skelkaðir en að sögn vakthafandi slökkviliðsmanns náðu öryggis- verðir verslunarmiðstöðvarinnar að sprauta á ljósið með slökkvitæki og taka úr sambandi áður en kvikn- aði í út frá því. Allt var því fallið í ljúfa löð þegar slökkvilið kom á svæðið. Reykur í Kringlunni Nú stendur yfir glerlistasýning Ice- glass á Listatorgi Sandgerðisbæjar og er þetta fyrsta sýning glerlista- mannanna Guðlaugar Brynjars- dóttur og Lárusar Guðmundssonar, sonar hennar, hérlendis. „Við höfum fengið góðar við- tökur,“ segir Guðlaug en mæðginin sýna nú um 40 verk. Þau bjuggu áð- ur í Danmörku í 13 ár og ráku þar vinnustofu í um átta ár, en hafa áð- ur sýnt í New York og París. Þau fluttu aftur í Reykjanesbæ fyrir nær sex árum og reka þar opna vinnustofu. „Við erum að byrja á því að fara með glerið út úr húsi,“ segir Guðlaug um sýninguna sem stendur til 19. ágúst. Mæðgin vinna og sýna glerlist saman Björgunarskipið Björg kom í gær- morgun með bát- inn Þorlák IS til hafnar í Rifi en Þorlákur varð vélarvana á mið- vikudag þegar veiðarfæri flækt- ust í skrúfunni. Kafarinn Víðir Haraldsson var kallaður út til að losa veiðarfærin sem flæktust í skrúfunni og segir hann það hafa tekist vel. Aðeins tók um 20 mínútur að losa nótina úr skrúfunni. Vélarvana bátur dreginn í land Björgunarskip var kallað út. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og Dorrit Moussaieff, for- setafrú, verða viðstödd setningu ól- ympíuleikanna í Lundúnum í dag. Áður en setningarathöfnin hefst á morgun munu forsetahjónin ásamt öðrum þjóðhöfðingjum verða í boði Elísabetar Englandsdrottn- ingar í Buckinghamhöll. Á laugardag og sunnudag munu forsetahjónin fylgjast með keppni íslenskra þátttakenda, m.a. fyrsta leik handboltaliðsins sem fram fer á sunnudagsmorgun. Forsetahjónin við- stödd setningu ÓL Ólafur Ragnar Grímsson heilsar Rögnu Ingólfsdóttur í Lundúnum í gær. Matt Ridley fæddist árið 1958 og lauk dokt- orsprófi í dýrafræði frá Oxford-háskóla 1983. Hann var vísindaritstjóri tímaritsins The Eco- nomist frá 1984 til 1987, þegar hann varð fréttaritari blaðsins í Bandaríkjunum og síðar ritstjóri frétta vestanhafs. Ridley skrifar nú reglulega um vísindi fyrir The Wall Street Journal og er vinsæll fyrirlesari. Ridley hefur gefið út sex bæk- ur, sem fjalla aðallega um þróun- arkenninguna og áhrif hennar á mannlegt samfélag. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna, nefndi bók Ridleys, The Origins of Virtue eða upphaf dyggðarinnar sem eina af þeim bókum sem hefðu haft hvað mest áhrif á sig. Bækur Ridleys hafa selst í hátt í einni milljón eintaka. Hefur selt hátt í milljón bækur MATTHEW RIDLEY STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.