Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 20

Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 ● Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen greindi frá methagnaði á fyrri hluta þessa árs í gær, en Volkswagen hagn- aðist um 8,8 milljarða evra, sem svarar til 1.329 milljörðum íslenskra króna. Það jafngildir því að hagnaðurinn jókst um 36% miðað við sama tímabil árið 2011. Framleiðandinn, sem auk Volks- wagen á Audi og Skoda jók bifreiðasölu sína í janúar til júlí um 8,9% og seldi samtals 4,6 milljónir farartækja. Aukinheldur samþykkti stjórn Volkswagen fyrr í þessum mánuði að eignast Porsche sportbílana að fullu. Volkswagen á einnig Bentley og jókst salan á þeim um 50% og seldir voru 5.000 slíkir vagnar. Hagnaður Volkswagen tæpir 1.330 milljarðar Hlutafé hótelkeðju aukið  Eigendur Miðbæjarhótela juku hlutafé um 45 milljónir  Reka fimm hótel í bænum þar á meðal Hótel Plaza  Bankahrunið og eldgos komu illa við reksturinn Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Miðbæjarhótel Rekur fimm hótel í miðbænum, m.a Hótel Plaza. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Kristófers Oliverssonar og Svanfríðar Jónsdóttur. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Eigendur Miðbæjarhótela/Center- hotels hafa aukið hlutafé fyrirtæk- isins um 45 milljónir króna. Þetta er gert til að styrkja reksturinn eftir áföll tengd bankahruninu árið 2008 og eldgosi í Eyjafjallajökli árið 2010 og er hluti af endurskipulagningu á rekstri hótelkeðjunnar, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Miðbæjarhótel er í eigu hjónanna Kristófers Oliverssonar og Svanfríð- ar Jónsdóttur. Fyrirtækið rekur fimm hótel í miðbænum, þ.á m. Hótel Plaza. Reksturinn er ýmist í eigin fasteignum eða leiguhúsnæði. Krist- ófer segir að verðtryggðir og geng- istryggðir leigusamningar hafi hækkað upp úr öllu valdi eftir banka- hrunið. Einnig hafði eldgosið í lok mars 2010 þau áhrif að ferða- skrifstofur og fyrirtæki afbókuðu stóran hluta pantana sumarsins. „Eldgosið var okkur gríðarlegt erfitt og tap var á rekstrinum,“ segir hann. Tapið nam 357 milljónum, skv. ársreikningi. Hótelrekendur hafi brugðið á það ráð að fara í mikið verðstríð, sem olli því að ferða- mannafjöldinn til landsins skilaði sér, en að verð sem þeir greiddu fyr- ir hótelgistingu hafi verið alltof lágt. „Þá hefur mikil aukning orðið á leyf- islausri íbúðagistingu, sem virðist vera látin afskiptalaus af stjórnvöld- um enn sem komið er a.m.k, “ segir hann. Þetta hefur valdið því að því að rekstur hótela hefur verið erfiður, en sumarið er almennt uppskerutími hjá hótelrekendum. Það sé því mikil- vægt að sumrin lukkist vel. „Á vet- urna eru hótel yfirleitt rekin með tapi,“ segir hann. Þrátt fyrir áföll undanfarinna ára gengur hótelrekst- ur þokkalega þessi misserin. Það er hins vegar afar mikilvægt að byggja upp sterka eiginfjárstöðu til framtíð- ar. „Það er ólíklegt að framtíðin verði með öllu áfallalaus,“ segir hann.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.+ +/,.,/ +,,.0/ ,0.,12 ,0.-2+ +3.2-4 +,5.55 +.53/, +25.13 +50.32 +,-.2 +/,.31 +,,.45 ,0.-,3 ,0.44+ +3.221 +,5./ +.52-2 +21.,, +5+., +//.34/+ +,4.0/ +/-.,- +,,.2+ ,0.-21 ,0.50+ +3./-2 +,1.,5 +.5224 +21.33 +5+.1, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hlutafé Steypustöðvarinnar hefur verið aukið um 80 milljónir króna. Alexander Alexandersson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að ráðist hafi verið í hlutafjáraukninguna til að uppfylla kaupsamning á félag- inu. Eigendahópurinn sé óbreyttur. Alexander Ólafsson og fjölskylda keyptu félagið af Miðengi, félagi í eigu Íslandsbanka, í fyrravor. Við hlutafjáraukninguna hækkar hlutafé félagsins í 475 milljónir úr 395 milljónum, samkvæmt tilkynn- ingu til Hlutafélagaskrár. Steypu- stöðin er félag sem varð til þegar Íslandsbanki tók steypuhluta Mest til sín. Steypustöðin í þeirri mynd sem hún er í dag tók til starfa á miðju ári 2008. helgivifill@mbl.is 80 milljóna hlutafjár- aukning  Auka hlutafé Steypustöðvarinnar Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í almennt sorp að notkun lokinni. Efnamóttakan leggur heimilum og fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja í hann ónýt smáraftæki. Kassinn er margnota og hann má nálgast á söfnunarstöðvum sveitarfélaga. Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Rafhlöðukassi Það má losa úr kassanum á söfnunarstöðvum sveitarfélaga (endurvinnslustöðvum). Einnig er víða tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs. Hvert á að skila? Hagnaður Marels jókst mikið á öðr- um ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra en reksturinn var engu að síður undir væntingum IFS greiningar. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nam 7 milljónum evra eða rúmum milljarði króna saman- borið við 0,2 milljónir evra á sama tíma fyrir ári. IFS reiknaði með 13,1 milljón evra hagnaði á fjórðungnum. Tekjur jukust um 15% milli ára. Í bréfi frá IFS segir að stjórnend- ur fyrirtækisins eigi mikið verk fyrir höndum, vilji þeir ná markmiðum sínum fyrir árið. Pantanir hafi dreg- ist saman um 20 milljónir evra frá fyrsta ársfjórðungi en IFS segir að það gefi ágæta mynd af framtíðar- tekjum fyrirtækisins; en bendir á að þriðjungur teknanna sé þjónustu- tekjur. Í tilkynningu frá Marel segir að pantanir séu í góðu horfi, hafi hækkað um 13,6 milljónir evra frá öðrum ársfjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaðarhlutfallið var 6,5% á fjórðungnum en markmið stjórnenda er 10-12%. Aukinn kostn- aður er sagður meðal orsakavalda. Hagnaður jókst mikið en undir væntingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.