Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 38

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Ég reikna með að fara í hádegismat á golfvellinum í Hafnar-firði og fer svo á æfingu seinni partinn. Svo skilst mér að égsé að fara að labba á Esjuna um kvöldið. Annars fer veislan fram á laugardaginn, þá er ég að fara út á land með frúnni í afslöpp- un,“ segir Jón Páll Pálmason, afmælisbarn dagsins, en hann er þrí- tugur í dag. Jón Páll þjálfar meistaraflokk Fylkis í knattspyrnu kvenna, en lið- ið er í sjöunda sæti, þremur stigum frá fallsæti. Hann segir að tíma- bilið í sumar hafi verið mikill barningur. „Okkur var spáð þessu gengi og við erum bara að reyna að bæta okkur með hverjum leikn- um. Við spiluðum vel síðast og vonandi er liðið hrokkið í gang.“ Fylkir spilar mjög mikilvægan leik við Aftureldingu á þriðjudaginn og segir Jón Páll að stelpurnar í liðinu gætu ekki gert hann glaðari en ef þær gæfu honum sigur í þeim leik í afmælisgjöf. Jón Páll hefur áður þjálfað karlalið Hattar í annarri deildinni og yngri flokka FH. Á veturna kennir Jón Páll í Norðlingaskóla og segir hann að kennarastarfið sé æðislegt. Núna er hann í sumarfríinu sínu og seg- ir Jón Páll að hann eyði frítíma sínum þegar hann er ekki að þjálfa í að hlusta á rokkkónginn Elvis Presley og lesa bækur um hann, en Jón Páll er mikill aðdáandi kóngsins, bæði sem flytjanda og sem leikara. „Allar 29 myndirnar hans eru meistaraverk, þær eru allar nákvæmlega eins, og allar þeirra meistaraverk.“ sgs@mbl.is Jón Páll Pálmason 30 ára Morgunblaðið/Ernir Elvis og Fylkir Jón Páll Pálmason þjálfar meistaraflokk Fylkis í knattspyrnu kvenna og hlustar á Elvis í frístundum. Hlustar á Presley í frítíma sínum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Nataliu Boyko og Valgeiri Ólafssyni fæddist stúlka 10. júní kl. 6.54. Hún vó 3.465 g og var 49 cm löng. Nýir borgarar Fimm stúlkur héldu tombólu hjá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Þær gengu í hús til að safna dóti og seldu einnig sitt eigið. Þetta voru þær Lára Ívarsdóttir 9 ára, Anja Ísis Brown 10 ára, Lilja Lív Margrétardóttir 7 ára, Guðbjörg Lív Mar- grétardóttir 10 ára og Agla Ívarsdóttir 4 ára. Þær söfnuðu alls 17.537 krónum og rann það allt til Rauða krossins. Hlutavelta I ngvi Hrafn fæddist í Reykja- vík, lauk landsprófi frá Núpi í Dýrafirði 1958, stúdents- prófi frá MR 1965 og BA- prófi í stjórnmálafræðum og blaðamennsku frá Wisconsin háskól- anum í Madison í Wisconsin 1970. Hann tók skipstjóraréttindi á þrjátíu tonna bát í Eyjum árið 1960. Ingvi Hrafn var sjómaður á tog- urum og farskipum 1958-61, blaða- maður á Morgunblaðinu 1966-78, starfrækti ráðgjafarfyrirtæki 1978- 85, var þingfréttamaður Sjónvarpsins 1979-83, fréttastjóri Sjónvarpsins 1985-88, sinnti ritstörfum og fjöl- miðlaráðgjöf ásamt því að vera mark- aðsstjóri Eðalfisks hf. í Borgarnesi 1988-91, var fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1992-94, stundaði fjöl- miðlaráðgjöf 1994-97 og starfrækti laxveiðiána og veiðihúsið við Langá í Borgarfirði 1997-2008. Endurkoman í fjölmiðlana Ingvi Hrafn hóf aftur fjölmiðla- störf og þá við Útvarp Sögu sem hluta að 365 Miðlum 1999 og starfaði þar til 2001, rak síðan stöðina sjálf- stætt, ásamt Arnþrúði Karlsdóttur, Sigurði G. Tómassyni og Hallgrími Thorsteinssyni 2001-2003, en seldi þá sinn hlut í stöðinni og hóf störf við NFS hjá 365 Miðlum, fyrst í útvarpi og síðan í sjónvarpi, með þætti sína, Hrafnaþing, til ársloka 2006. Ingi Hrafn og Ingvi Örn, sonur hans, stofnuðu þá sjónvarpsstöðina ÍNN sem þeir hafa starfrækt síðan. ÍNN sendir út meira íslenskt sjón- varpsefni en allar aðrar stöðvar ef endursýningar eru taldar með, en samkvæmt nýjustu Gallup könnun ná 87% þjóðarinnar stöðinni. Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, 70 ára Ljósmynd/ÍNN Sjónvarpsstjórinn Ingi Hrafn og Ingvi Örn hafa rekið sjónvarpsstöðina ÍNN við sívaxandi vinsældir í rúm fimm ár. Krumminn á skjánum Fréttastjórinn Ingvi Hrafn Jónsson ræðir við Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra vegna væntanlegs leiðtogafundar í Höfða árið 1986. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.