Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 40

Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Umhverfisvæn ræsting með örtrefjum Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Ræsting með örtrefjaklútum og moppum er hagkvæmari og skilar betri árangri Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur mikla þörf um þessar mundir til að tala við fólk. Treystu öðrum til að vinna störf þín í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér, þú mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Viðkomandi persóna virðist of góð til að vera sönn í þín- um huga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur þörf fyrir að kafa til botns í hlutunum. Ef þú ert bjartsýnn og gefst ekki upp muntu ná takmarki þínu þótt síðar verði. Láttu þetta ekki slá þig út af laginu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Óboðnir gestir mæta á svæðið. Eyddu ekki meiru en þú aflar eða átt inni. Stjörnurnar hvetja þig til að verða flottari út- gáfa af sjálfum þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það hjálpar ótvírætt að freista þess að sjá jafnan skoplegu hliðarnar á tilverunni. Hugrekkið kemur með auðmýktinni, mundu það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinur mun veita þér holl ráð í dag og eins gætir þú gefið góð ráð. Yfirleitt áttu ekki í neinum vandræðum með það, en í dag læturðu freistast til þess að leysa frá skjóð- unni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það sem þú kýst að segja ekki, er áhrifamikið. Er þú reynir að róa hugann finnst þér þú endurnærast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú neitar þér um nógu mikið kemur hin hliðin ósjálfrátt upp á yfirborðið og tekur af þér ráðin. Hristu þessa tilfinn- ingu af þér því hún er ekki rétt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu ekki að þröngva þínum vilja upp á aðra; það endar bara með skelf- ingu. Fyrst trúir þú því að eitthvað sé mögu- legt, svo reynir þú að finna út úr því hvernig þú eigir að framkvæma það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þegar þú spyrð örlögin hvað þau ætli að færa þér færðu ekkert svar – bara hvítan striga þrunginn möguleikum. Láttu helgi dagsins sitja í fyrirrúmi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það liggur ýmislegt jákvætt í loft- inu en þú þarft að vanda þig þegar þú velur þá hluti sem þú vilt sinna. Gott næði í sveit- inni eða kyrrlátu umhverfi gerði þér gott. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert óvenju fljótur að komast að kjarna málsins og það vekur bæði aðdáun og öfund þeirra sem með þér starfa. Farðu þér því hægt og láttu tímann vinna með þér. Kristján Ólason skrifstofumaðurá Húsavík fæddist í Kílakoti 27. júlí árið 1894. Hann var bróðir Árna Óla blaðamanns og rithöf- undar og voru þeir bræður í nán- um skyldleika við Kristján Fjalla- skáld og Jón Sveinsson, Nonna. Kristján vann hjá Verslun Bjarna Benediktssonar og síðan hjá KÞ. Hann var þekktur leikari og góður teiknari. Ferhenda með hundrað vísum eftir Kristján kom út hjá Menningarsjóði árið 1963 og segir Hannes Pétursson í stuttri umsögn um Kristján að hann sé með snjöll- ustu hagyrðingum landsins, – "ís- lenzk vísnagerð er ekki hætt kom- in, meðan hún er iðkuð af jafn- mikilli smekkvísi og Kristjáni er lagin“. Mér þykir við hæfi á þessum degi að rifja upp nokkrar stökur eftir Kristján og byrja á vorvísu: Sólin yljar mó og mel, mönnum léttir sporin. Svellin gráta sig í hel – sárt er að deyja á vorin. Í Skáldu velur Jóhannes úr Kötl- um þessa stöku: Þetta finn ég – því er ver: það er sinni og skinni þraut að kynnast sjálfum sér sífellt minni og minni. Fyrsta stakan í Ferhendu ber yf- irskriftina Veðrahrollur: Þungt í falli þrymur Rán, þýtur í fjalla nöfum. Það er allra veðra ván, við skulum halla stöfum. Fjasað um smámuni – þagað um hitt: Gust og veður gjarnt er mér að gera af smáum skeinum, en dýpstu sárin sem ég ber sýni ég aldrei neinum. Rímþraut: Kólnar ævi, komið haust, kalla ég nauðsyn brýna: að geta botnað lýtalaust lífsböguna sína. Eftirmæli um hinn skjótráða: Þegar hann er fallinn frá, fólkið ber í minni: viðbrögð snögg og oftast á undan hugsuninni. Skrýtið: Minninga að ganga garð gleður okkur flesta, en oft er það sem aldrei varð eftirsjáin mesta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fjasað um smámuni – þagað um hitt G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d ÆI! ÞEIR ERU SVO SÆTIR ÞEGAR VERIÐ ER AÐ STELA MATNUM ÞEIRRA ODDI FYRSTA KAST LEIK- TÍÐARINNAR ÞAÐ ER FREKAR FRIÐSÆLT AÐ LIGGJA HÉRNA MEÐ FÍFLUNUM ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ SETJAST TIL BORÐS... ...FYRR EN ÞÚ ERT BÚINN AÐ FARA Í BAÐ OG ÞRÍFA ÞIG ÞÁ HELD ÉG AÐ ÉG BORÐI BARA HÉRNA Á GÓLFINU HVAÐ ERTU AÐ GERA HÉRNA ÚTI Í HUNDAKOFANUM? ÉG ER AÐ FELA MIG, MYNDASÖGUBRANSINN MÁ ALLS EKKI KOMAST AÐ ÞVÍ AÐ ÉG STEND Á BAK VIÐ ÞETTA Á BAK VIÐ HVAÐ? GRÍMS-LEAKS Um það leyti sem byrjað var aðselja bjór á Íslandi fyrir um tveimur áratugum hugsuðu Víkverji og félagar hans gott til glóðarinnar þegar ellin færðist yfir. Draumurinn var að sameinast á Grund eftir nokkra áratugi og eiga saman skemmtilegt ævikvöld, meðal annars með reglulegum ferðum á Gaukinn. x x x Vegna þessa hafa félagarnir kynntsér gönguleiðir frá Grund í miðbæinn og tekið tímann á leiðinni í bæinn og þaðan til baka. Einnig kannað bestu akstursleiðir, hvenær umferð er minnst og athugað með verð fyrir akstur í leigubílum og litlum rútum. Nefna má að frá Grund þarf að ganga um 200 m til að taka strætó í bæinn og frá heimilinu í soll- inn er ekki mikið lengra. x x x Félagarnir völdu Grund ekki sístvegna þess að þaðan var styst á krárnar. Þeir sáu fyrir sér skipulagð- ar rútuferðir frá Grund í miðbæinn klukkan þrjú á þriðjudögum og fimmtudögum og til baka klukkan fimm síðdegis. Svona rétt eins og boðið var upp á ferðir fyrir gamla fólkið á Seltjarnarnesi í Bónus á Grandanum klukkan eitt á þriðju- dögum. Upplifðu í huganum tveggja tíma afþreyingu í vindlareyk yfir glasi af öli tvisvar í viku, ánægju- stund fyrir góðan kvöldverð. Þeir sem höfðu hvorki reykt né drukkið áfengi um árabil staðfestu að þeir ætluðu að byrja á ósómanum þegar þessar samverustundir yrðu að veru- leika í ellinni. x x x Ekki hvarflaði að þessum vinahópiað um 20 árum síðar hefði Hrafn- ista við Brúnaveg í Reykjavík sótt um leyfi til að selja bjór og léttvín og því síður að stjórnendur Grundar legðust gegn slíkri sölu. Félagarnir eru því hrifnastir af Hrafnistu þessa stundina en eru samt sannfærðir um að fyrir árið 2032 verði hægt að fá sér öllara á öllum öldrunarheimilum landsins og því þurfi þeir ekki endi- lega að búa sem næst miðbænum til þess að lyfta sér upp síðdegis tvisvar í viku að loknum morgunverkunum. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.