Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 43

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Vinsælu heilsugrillin væntanleg í september „Ég hef lært útsaum yfir öxlina á ömmu. Ég hef ekki farið í skóla að læra þetta,“ segir Þórdís. Þeim hafði aldrei dottið í hug að sameina krafta sína og halda lista- sýningu saman. Þær ræddu það aldrei sérstaklega sín á milli en kær- komið var það þegar boðið kom. Þær hafa allar tekið þátt í hinum ýmsu sýningum, jafnt einka- sem samsýningum. Margrét og María hafa tekið þátt í samsýningum ásamt öðrum listamönnum. Margrét og Þórdís hafa einnig tekið þátt í sömu samsýningunum ásamt öðrum lista- mönnum en aldrei allar þrjár fyrr en nú. Sýningin hefur vakið mikla at- hygli gesta og þykir skemmtilegt að fá heimafólk til að fylla sýningar- salinn í Hofi. „Það hefur verið grín í fjölskyld- unni að næst verðum við fleiri því það er nóg af listafólki í ættinni. Jafnvel með fleiri systkinum og kannski foreldrum líka. Spurning hvort það verður seinna,“ segir Þór- dís hlæjandi. Systkinin eru sex talsins, fjórar dömur og tveir herrar. Þórdís segir hin systkinin mjög handlagin og geta gert ýmislegt í höndunum en eru þó ekki að fást við listina í líkingu við hinar þrjár. Hver veit nema stórfjölskyldu- sýning verði haldin í Hofi að nokkrum árum liðnum. Bródering Litskrúðug blóm Þórdís- ar teygja anga sína víða. Tónleikaröðin Sumartónleikar við Mývatn fagnaði 25. starfsári sínu á síðasta ári og hefur það 26. í Reykja- hlíðarkirkju í kvöld. Tvennir tón- leikar eru á dagskrá að þessu sinni, þeir fyrri með hljómsveitinni Brother Grass og á morgun leikur síðan Trio Bruun. Brother Grass leikur blágresis- kennda tónlist eins og heiti hennar ber með sér. Sveitina skipa Hildur Halldórsdóttir, Sandra Dögg Þor- steinsdóttir, Soffía Björg Óðins- dóttir, Örn Eldjárn og Ösp Eldjárn. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og aðgangseyrir er 1.500 kr. Trio Bruun heldur síðan tónleika annað kvöld kl. 21.00 og er aðgangur ókeypis að þeim tónleikum. Tríóið skipa Hetne Regitze Bruun, sópran- söngkona, Steffen Bruun, bassa- söngvari, og Philip Schmidt- Madsen, orgel- og píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru þekkt kirkjuleg söngverk, m.a. eftir Cesar Franck, Mendelssohn og Haydn, dönsk sönglög eftir Carl Nielsen og orgeltónlist eftir Finn Viderø. Tríó Trio Bruun kemur fram á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju á morgun; Hetne Regitze Bruun, Philip Schmidt-Madsen og Steffen Bruun. Tvennir tónleikar í Reykjahlíðarkirkju Í umsögn um ljóðasafn sænska skáldsins Kjells Espmark var rangt farið með heiti bókarinna. Rétt er að hún heitir Skrifað í stein. Beðist er velvirðingar á þessu. Skrifað í stein AF SPILUM Skúli Hansen skulih@mbl.is Ef fólk vill flýja raunveruleik-ann um stundarsakir og íeina kvöldstund setja sig í hlutverk leiðtoga Evrópu við upphaf tuttugustu aldarinnar á hátindi stór- veldatíma Evrópu er tilvalið að spila eina kvöldstund borðspilið Diplo- macy. Spilið reynir í senn á her- kænsku og ekki síður á samskipta- hæfileika spilara til að mynda með sér bandalög, gera samninga, rifta þeim og gera nýja. Markmiðið er að sigra heiminn með samningum, fag- urgala, lygum og prettum en ekki með algjörum hernaðaryfirburðum líkt og oft tíðkast í herkænsku- spilum. Fyrir stuttu hittumst við vina- hópurinn á heimili eins okkar og nýttum kvöldið í að spila Diplomacy. Spilið hófst vorið 1901, þegar tuttugasta öldin var nýhafin og gríð- arleg spenna ríkti um gjörvalla Evr- ópu. Nýir leiðtogar, sem allir höfðu sína stóveldisdrauma, stýrðu öllum helstu stórveldum álfunnar. Heims- styrjöld var yfirvofandi og í reyk- fylltum bakherbergjum hittust þjóð- arleiðtogarnir og ræddu næstu skref, framtíðarskiptingu álfunnar. Að loknu löngu viðræðutímabili fæddist nýtt mið-evrópskt hern- aðarbandalag inn í tilveruna. Hern- aðarbandalagið, sem var undir for- ystu Frakka, var gríðarstórt og nær almáttugt, en auk Frakklands mátti þar finna Bretland, Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland. Skipan hins nýja hernaðarbandalags gaf til kynna að hin gömlu ríki Mið-Evrópu ætluðu sér landvinninga í austur- hluta álfunnar og því leið ekki á löngu þangað til að stórveldin Rúss- land og Ottómanveldið (Tyrkland) gengu í varnarbandalag til þess að verjast hinni yfirvofandi innrás.    Margir munu eflaust spyrjasig hvernig þetta var mögu- legt? Hvernig ríki Mið-Evrópu, sem sumhver höfðu margsinnis farið í stríð við hvert annað, gátu samein- ast í hernaðarbrölti sínu með þess- um hætti. Í stuttu máli er svarið fólg- Svik, lygar og prettir Morgunblaðið/Kristinn Diplomacy Spilaborðið er fallega hannað og minnir einna helst á gamalt sjóræningjakort. Með réttu samningunum er útlit þess fljótt að breytast. ið í kraftmiklum og árangursríkum milliríkjasamskipum. Á löngum samningafundi, í reykfylltu bakher- bergi, hafði Frakklandsforseta tek- ist að telja reynslulítinn og friðar- sinnaðan Þýskalandskanslara á að draga máttuga heri sína frá landa- mærum ríkjanna tveggja og aftur til höfuborgarinnar, Berlín. Að því loknu tókst franska leiðtoganum að sannfæra Bretlandskonung um að breska heimsveldinu stafaði gríðar- leg hætta af hinu fjarlæga Rússa- veldi. Loks sömdu fyrrnefndir þjóð- höfðingjar við austurrísk-ungverska keisarann, en sá var rammkaþólskur og leynt og ljóst löngu byrjaður að skipuleggja nýja krossferð gegn hin- um meintu „heiðingjum“ í austri. Þegar farið var að hausta fóru hlutirnir á skrið og Evrópa færðist nær og nær allsherjarstyrjöld. Mikil ókyrrð færðist yfir álfuna þegar Þjóðverjar tóku einhliða ákvörðun um að rifta friðarsamningi sínum við Rússlandskeisara áður en blekið náði að þorna. Stuttu eftir þetta fylgdi keisari Austurríkis-Ungverja- lands fordæmi kollega síns í Þýska- landi og rifti friðarsamningi sínum við Ottómanveldið ásamt því að ráð- ast af fullum krafti Grikkland og flest öll ríki Balkanskaga. Það var á þessum tímapunkti sem Rússlandskeisari og tyrkneski soldáninn sneru bökum saman og vörn í sókn með því að ráðast af full- um krafti á herdeildir Austurríkis- Ungverjalands á Balkanskaga. Þess- ari varnarsókn var svarað með inn- rás breska hersins í Noreg og linnulausum árásum á Eystrasalts- ríkin af hálfu þýska sjóhersins. Eftir langt ófriðartímabil, sem einkennd- ist af feikistórum herjum föstum í skotgröfum, gerðist hið óhugsandi. Bretlandskonungur tók sig til og réðst skyndilega með heri sína inn Slésvík og Holsetaland, sem olli því að kanslari Þýskalands samdi í ein- um hvelli um frið við og hernaðar- samstarf við Rússland og Ottó- manveldið og sleit um leið öllum samskiptum við sína fyrri banda- menn. Þar með var hið almáttuga mið- evrópska hernaðarbandalag, sem áður hafði framtíð álfunnar í lófa sér, að þrotum komið.    Þó deilumálum stórveldannahafi verið ólokið í lok spils þá er það í anda þess sem ávallt hefur ein- kennt pólítískt landslag Evrópu, ekki síst í dag í kjölfar efnahags- kreppu Evrópusambandsins. » Spilið gengur út áþað að sigra heiminn með samningum, fagur- gala, lygum og prettum en ekki með algjörum hernaðaryfirburðum. Aðalsteinn Vest- mann, myndlist- armaður og kennari, sýnir nú myndir í Safn- aðarheimili Ak- ureyrarkirkju. Aðalsteinn stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla Ís- lands á sínum tíma og var myndmenntakennari áratugum saman í Barnaskóla Ak- ureyrar. Meðfram kennslunni fékkst hann við myndlist og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum sunnan og norðan heiða. Aðalsteinn er hættur kennslu fyrir nokkrum árum en heldur áfram að stunda myndlist, enda segist hann ekki geta hætt því, „maður verður að dunda sér við eitthvað“. Á sýningunni eru myndir frá síð- ustu þremur til fjórum árum, vatns- lita- og akrýlverk. Aðalsteinn sýnir í Safnaðarheimilinu Aðalsteinn Vestmann Nú stendur í Hörpu tónleika- röð þar sem ís- lensk sönglög eru sungin og kynnt. Um helgina syngja á tónleikunum söngvararnir Lilja Guðmunds- dóttir sópran og Fjölnir Ólafsson baritón, en þau voru í aðal- hlutverkum í óperunni Don Gio- vanni sem flutt var í Eldborgarsal Hörpu fyrir skömmu. Þau syngja í dag, á morgun, sunnudag, og mánudag. Allir tónleikarnir hefjast kl. 17. Meðleikari er Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari. Íslenskar söngperlur Lilja Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.