Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Á miðvikudaginn í þessari viku var hasarmyndin The Dark Knight Ris- es frumsýnd hér á Íslandi en spáð er að hún verði eins stærsta mynd sum- arsins, ef ekki ársins. Myndin er seinasta kvikmyndin í trílógíu leik- stjórans Christophers Nolans um leðurblökumanninn sem tekst á við ill öfl í Gotham borg. Kvikmyndin var frumsýnd í Den- ver í Bandaríkjunum þann 20. júlí en þar varð martröð að veruleika þegar 12 létust og 58 slösuðust eftir skot- árás sem hinn 24 ára James Holmes ber ábyrgð á. Í kjölfarið á árásinni aflýstu kvikmyndahús í París frum- sýningunni. Nú hefur myndin hinsvegar verið frumsýnd víðsvegar um heim án þess að fleiri árásir hafi átt sér stað. Kvikmyndin hefur víðsvegar hlot- ið lof gagnrýnanda og áhorfenda. Til að mynda gefa notendur vefmiðilsins IMDb gefa myndinni einkunnina 9,1 af 10. Í tímaritinu Time segir að í myndinni fari leikstjórinn á kostum með dáleiðandi hápunkti trílógíunn- ar þar sem teiknimyndasöguhetjan leðurblökumaðurinn endurfæðist á hvíta tjaldinu. Þótt kvikmyndin inni- haldi hefðbundna þætti hasarmynda þá er Nolan engu að síður listamað- ur með dekkri sýn heldur en titill myndarinnar gefur í skyn. Hér er á ferð hörkuspennandi mynd fyrir helgargesti bíóanna. Leyndardómsfull Hetjur og skúrkar úr teiknimyndasögunni um Leður- blökumanninn lifna við á hvíta tjaldinu í kvikmyndatrílógíu Nolans. Dáleiðandi hápunktur Nolans í tríólógíunni Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Við tökum öll þátt í heilaspunanum og hugmyndavinnunni við að búa til leikritin. Að sjálfsögðu verður það ferli flóknara þegar sex aðilar starfa saman en hins vegar vegur upp á móti að útkoman kemur meira á óvart,“ segir Þórey Sigþórsdóttir. Hún er ein af sex félögum í al- þjóðlega leikhópnum Head of a Woman. Leikhópinn skipa sex út- skriftarnemendur í framhaldsnámi í leiklist í London, og frá Kanada, Ísrael, Taívan, Englandi, Skotlandi og Íslandi. Þau sýna tvo einþáttunga sem nefnast Á gráu svæði: Leikrit fyrir sex heila og Curricula vitae, en sá síðarnefndi er útskriftarverkefni leikhópsins. Báðir einþáttungarnir verða sýndir á sunnudaginn 29. júlí og mánudaginn 30. júlí kl. 20 í Norðurpólnum. Fjarvera, ferðalög og lífshlaup „Það sem stóð til að verða vanda- mál varð í raun kveikja fyrir sýn- inguna,“ segir Þórey um Curricula Vitae. „Þegar ég ákvað að vera áfram í hópnum var ljóst að ég myndi þurfa að vera fjarverandi í ákveðinn tíma vegna annarra verk- efna,“ segir Þórey og bætir við að samstarf þar sem sex leikstjórar eru krefjist mikillar einbeitingar og sveigjanleika til þess að samstarfið gangi upp. „Fjarvera mín hafði áhrif á hópinn en hún varð að lokum upp- spretta efniviðar sem við tökumst á við í útskriftar- verkefninu,“ segir Þórey en hugtök á borð við fjar- lægðir, fjarvera, ferðalög og lífs- hlaup eru meðal viðfangsefni ein- þáttungsins. „Þannig má segja að leikhópurinn vinni úr gagnabanka eigin reynslu og upplifana í gegnum þessi hugtök. Hráar upplýsingar eru settar fram í ólíkum formum. Og svo er það hlut- verk áhorfandans með þessum hráu upplýsingum að setja saman söguna. Þannig fáum við oft þau viðbrögð frá áhorfendum að leiksýningin hreyfi við þeim og það fer í sitt eigið ferða- lag,“ segir Þórey. Spennandi áskorun Leikhópurinn fer óhefðbundnar leiðir í leiklistinni og nýtist við fjöl- breyttar frásagnaraðferðir, til að mynda orð, myndir, dans, rými og fleira. „Það er bæði áskorun en líka spennandi að vinna með ólíku fólki. Úr samstarfinu verður ávallt ný út- koma og við förum öll út fyrir okkar þægindaramma þegar við vinnum saman,“ segir Þórey. Head of a Woman frum- sýnir í Norðurpólnum Tilraunakennd Leikhópurinn Head of a Woman fer óhefðbundnar leiðir í verkunum Á gráu svæði: Leikrit fyrir sex heila og Curricula Vitae sem þau sýna í Norðurpólnum. Allt varð vitlaust í dægurmenningunni vestanhafs á dögunum er upp komst um framhjáhald Twi- light-stjörnunnar Kristen Stewart. Stúlkan, sem hélt við leikstjórann Rupert Sanders, hefur stigið fram og beðið kærasta sinn, leikarann Robert Pattinson, afsökunar á athæfi sínu en það er enn óljóst hvort sá síðarnefndi fyrirgefur feilsporið. „Ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa sært einhvern og valdið hneykslun þeirra sem standa mér næst eða koma að málinu á einhvern hátt. Þessi andartaks ógætni hefur stofnað því í hættu sem skiptir mig hvað mestu máli, manneskj- unni sem ég elska og virði hvað mest, Rob. Ég elska hann, mér þykir þetta miður,“ tjáði leik- konan fjölmiðlum. Sanders hefur verið minna í sviðsljósinu en hann hefur einnig beðist af- sökunar á framferði sínu. Hann á konu og börn. Nú hefur hin litríka söngkona Lady Gaga dregist inn í hringiðuna og hefur gagnrýnt fjölmiðla fyrir það hversu illa þeir hafa komið fram við leikkonuna. Lady Gaga setti færslu þess efnis inn á samskiptasíðuna Twit- ter og hefur sú færsla hlotið miklar undirtektir. Lady Gaga ver Kristen Stewart Ótrú Leikkonan hélt framhjá kærasta sínu, Ro- bert Pattinson. THE DARK KNIGHT RISES Sýnd kl. 3:50 - 7 - 10:10 (Power) TED Sýnd kl. 5:50 - 10:15 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:20 ÍSÖLD 4 ÍSL TAL 3D Sýnd kl. 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar POWE RSÝN ING KL. 10 :10 ÍSL TEXTI HHHH -FBL HHHH -MBL -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 35.000 MANNS! ÍSL TAL MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU MÆTTIR AFTUR Í STÆRSTU FJÖLSKYLDUMYND SUMARSINS! 12 12 12 L TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 35.000 MANNS! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSÖLD 3D KL. 5.50 L TED KL. 8 - 10.10 12 SPIDERMAN 3D KL. 10.10 10 INTOUCHABLES KL. 5.50 - 8 12 HLUTI AF HVERJUM SELDUM BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ - rennur til Barnaheilla - TV, KVIKMYNDIR.IS - VJV, SVARTHÖFÐI DARK KNIGHT RISES KL. 4.30 - 5.30 - 8 - 9 - 11.30 DARK KNIGHT RISES LÚXUS KL. 4.30 - 8 - 11.30 10 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.20 - 5.50 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.20 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL.5.50 L TED KL. 8 12 SPIDER-MAN 3D KL. 6 - 9 10 INTOUCHABLES KL. 5.30 - 6.30 - 8 - 9 - 10.30 12 WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 10.25 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.