Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 „Í fyrstu vissi ég ekki meira um Tóma Sæmundsson nema að hann væri einn af Fjölnismönnum. En þegar ég hafði lesið mér til komst ég ekki bara að því hvað þetta var stór- kostlegur maður heldur einnig hvað það var ljúf og einlæg vinátta milli hans og Jónasar,“ segir Guðrún Ás- mundsdóttir. Hún gerir ævi og störfum Jónasar Hallgrímssonar skil auk vináttu hans og Tómasar Sæmundssonar í leiksýningu sem hún samdi og leikstýrir, og nefnist Ekki skamma mig séra Tumi. Leik- sýningin verður sett á svið í Hóla- neskirkju á Skagaströnd í kvöld kl. 20, í Bifröst á Sauðárkróki laugar- daginn 28. júlí kl. 20 og í Ketilhúsinu á Akureyri sunnudaginn 29. júlí kl. 16. „Mér líður hvergi betur heldur en uppi á safni að grafa í fortíðinni og fá að kynnast svona stórkostlegum mönnum í gegnum þær góðu bækur sem ég hef stuðst við,“ segir Guðrún en hún samdi leiksýninguna eftir mikið grúsk í ýmsum heimildum, með það markmið að veita nýja, fræðandi og skemmtilega sýn á líf Jónasar og vinskap hans við Tómas. „Það hefur verið gríðarlega gam- an að vinna með Davíð Þóri og Ragnari, enda er vinátta þeirra lík þeirra Jónasar og Tómasar,“ segir Guðrún, en hlutverk Tómasar Sæ- mundssonar túlkar Davíð Þór Jóns- son og Ragnar Kjartansson fer með hlutverk Jónasar Hallgrímssonar. Fjöldi annarra leikara og listamanna er í liði með Guðrúnu í leiksýning- unni. Þar má nefna Ásdísi Sif Guð- mundsdóttur og Örnu Guðný Vals- dóttur sem sjá um leiksviðið og vídeóverk, Alexöndru Chernyshova, sópransöngkonu og leikkonu, og Þráin Karlsson leikara. „Ég gæti haft leiksýninguna endalausa, því líf þessara manna og allt sem ég er að uppgötva í kringum þá spinnur endalaust upp á sig fleiri persónum og sögum,“ segir Guðrún en bætir við að lokum að útkoman hafi orðið hnitmiðuð en létt og skemmtileg leiksýning. Morgunblaðið/Kristinn Guðrún Ásmundsdóttir Líður hvergi betur heldur en uppi á safni að grafa í fortíðinni og kynnast stórkostlegum mönnum á borð við Jónas og Tómas. Söguleg leiksýn- ing Guðrúnar Bertel Ólafsson og Heiða Eiríksdóttir, þekkt sem tónlistarkonan úr Unun og Hellvar, hafa gefið út nýjan dansvænan poppsmell, sem nefnist „Chrome like mirr- or“. Bertel Ólafsson er eini meðlimur hljómsveitarinnar Rudda. Hann fékk Heiðu til liðs við sig á síðustu breið- skífu „I need a vacation“ sem kom út í fyrra. Hún söng þar ásamt Bertel. Samsarfið gekk svo vel að þeim fannst kjörið að halda því áfram. Bertel segir sjálfur um lagið ,,Chrome like mirror“: „Það er samstarfsverkefni mitt og Heiðu. Hún semur sönglínu og texta við grunn sem ég hef gert. Það hefur reynst vel að vinna á þennan hátt, því þegar ólíkir ein- staklingar blanda saman tónlist verður til samsuða sem er spennandi. Ég held að nýja lagið sé vel til þess fallið að dilla sér í sumarstemningunni og gaman að gera svona rafpopp saman,“ segir Bertel. Fleira gott fólk kemur að smellinum en Aron Arnars- son sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun á síðustu plötu. Hann er sáttur við samstarfið eins og við er að búast. Bertel er enginn nýgræðingur í tónlistinni, hann hefur verið að fást við tónlistarsköpun í fjölda ára og hefur sent frá sér 3 stórar plötur, ásamt fjölda smáskífna. Nýja lagið mun hljóma á væntanlegri plötu sem er í vinnslu. Það er taktfast syntapopp, og greina má örlítið stærra skref í átt að enn dansvænni raftónlist en hann hefur samið hingað til. Innblásturinn sækir hann í breskt indíe rokk og raf- popp 9. áratugarins. Lagið er hægt að nálgast á vefsíðunum gogoyoko.com og tonlist.is. Ruddinn rafpoppast Ruddi Bertel Ólafsson og Heiða Eiríksdóttir sameina krafta sína í nýjum danssmelli sumarsins. Níels Hafstein gefur Nýlistasafninu níu verk úr eigin smiðju, fyrir á safnið tuttugu og tvö verk eftir hann unnin í ýmsa miðla. Átta þeirra verða kynnt sérstaklega á sýningunni, Við- kvæmur farangur sem opnuð verður í Nýlistasafninu laugardaginn 28. júlí. Gestum safnsins gefst kostur á að fá innsýn í listsköpun hans. Eldri og yngri verk verða til sýnis en þau eru fjölbreytt og spanna allt frá efnis- miklum skúlptúrum til örsmárra verka eða stemninga. Verkin eru sögð, „viðkvæm, brot- hætt, sett saman úr nytjahlutum og efnum sem eru notuð í hátækni, og birta óvænt sjónarhorn í samspili hins venjulega og hins sjaldgæfa“. Níels er ekki einvörðungu einn fremsti samtímalistamaður þjóð- arinnar heldur stofnaði hann einnig Nýlistasafnið árið 1978. Því var kom- ið á fót meðal annars til þess að varð- veita og stuðla að rannsóknum á sam- tímamyndlist. Einnig stuðlaði hann að tilurð Safnasafnsins á Svalbarðs- strönd árið 1995 sem helgar sig utan- garðs- og alþýðulist. Doktor Hlynur Helgason, mynd- listarmaður og heimspekingur, ritar texta sem fylgir sýningunni. Hann mun vera með spjall um sýninguna í safninu og halda erindi um feril Níelsar síðar. List Viðkvæmur farangur, sýning á verkum Níelsar Hafstein, opnar í Nýlistasafninu laugard. 28. júlí. Níels gefur Nýlistasafninu NÝTT Í BÍÓ ÞAU HAFA EITT TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMAST AFTUR HEIM SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Daniel Craig er magnaður í þessum frábæra þriller sem kemur á óvart! - Entertainment Weekly - The Hollywood Reporter - Empire - Boxoffice Magazine Stærsta opnun S. Soderbergh í USA Channing Tatum og Matthew McConaughey eru magnaðir í þessari sjóðheitu mynd!STÆRSTA MYND ÁRSINS  EMPIRE  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT EGILSHÖLL VIP 12 12 12 12 12 12 12 12 KRINGLUNNI L L L L 12 12 12 MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ 16 16 16 L L L KEFLAVÍK 16SELFOSSI ÁLFABAKKA THE DARK KNIGHT RISES kl. 1 - 2 - 4:30 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10 - 10:20 - 11:20 2D DARK KNIGHT RISES VIP kl. 1 - 4:30 - 8 - 11:20 2D MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D DREAMHOUSE kl. 8 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 3D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 1:30 2D DARK KNIGHT RISES kl. 5:30 - 6 - 9 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 3D AKUREYRI DARK KNIGHT RISES kl. 4:30 - 8 - 11:20 2D LOL kl. 6 2D DREAM HOUSE kl. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 4:40-8 - 11:20 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 6 2DTHE DARK KNIGHT RISES kl. 8 - 11:15 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D DARK KNIGHT RISES 1 - 2 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10:10 - 11:10 2D TED kl. 3:20 - 5:40 - 10:30 2D MAGIC MIKE kl. 8 2D ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 2 - 4 3D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1 - 3 2D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.