Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 48

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 48
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 209. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Frekar glaður að vera ennþá á lífi 2. Ekki keypt í soðið í 2 ár 3. Sjómenn toppa forstjóra í launum 4. Skógarbobbi fannst á vörubretti »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ný sýning verður opnuð í Norræna húsinu laugardaginn 28. júlí. Nefnist hún Dropi við dropa og stendur til 6. ágúst. Á sýningunni eru 20 prentaðar auglýsingar um vatnsskort og hag- kvæma nýtingu auðlinda. Dropi við dropa – sýning um vatnskrísu  Á morgun verð- ur grænmetis- markaður við Álf- heima frá kl. 11 - 16 en þar verður vistvænt græn- meti frá Garð- yrkjustöðinni Kinn til sölu. Einn- ig eru verk Ránar Jónsdóttur til sýnis á „pop-up“ myndlistarsýningu í Álfheimum sem er opin laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 18. „Pop-up“ myndlist og grænmetismarkaður  Vigdís Finnbogadóttir verður stödd í Þrándheimi í Noregi um helgina. Hún er stödd þar sem heiðursgestur á Olavsfestdagen en það er einn af helstu menningar- viðburðum í Noregi. Laugardaginn 28. júlí fjallar Vigdís ásamt norska rit- höfundinum Knut Ödegärd um Ólaf helga og íslensk skáld. Vigdís heiðursgestur á Olavsfestdagen Á laugardag Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast inn til landsins. Á sunnudag Hæg suðvestlæg átt og þykknar upp vestantil á land- inu með dálítilli vætu síðdegis, en annars bjartviðri. Hlýtt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG . Víða léttskýjað. Hiti 10 til 19 stig að deg- inum, hlýjast inn til landsins. VEÐUR Formleg móttökuathöfn fyrir íslenska hópinn í ólympíu- þorpinu í London fór fram í gærkvöldi. Voru allir íslensku keppendurnir þar sam- ankomnir ásamt fylgdarliði og fylgdust með þegar ís- lenski fáninn var dreginn að húni undir íslenska þjóð- söngnum. Um var að ræða móttökuathöfn í þorpinu sjálfu þar sem keppendur frá öllum þjóðunum dvelja með- an á leikunum stendur. » 1 Íslenski fáninn dreginn að húni Helgi Valur Daníelsson og samherjar hans í sænska liðinu AIK reyndust of- jarlar FH-inga í gærkvöld þegar liðin mættust í Evrópudeild UEFA í Kapla- krika. Svíarnir unnu þó minnsta mögulega sigur, 1:0, og unnu einvígið 2:1 samanlagt. Á Ak- ureyri nýttu Þórs- arar ekki tvær víta- spyrn- ur gegn tékk- neskum andstæð- ingum og töpuðu einnig 0:1. »2-3 Helgi og félagar of sterkir fyrir FH-inga „Ég er himinlifandi með þetta allt saman og er rosaspenntur að koma heim og byrja að spila aftur með KR,“ segir knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson. Hann gekk í gær frá starfslokasamningi við sænska liðið Halmstad og skrifaði undir þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara KR en hann var í herbúðum Vestur- bæinga áður en hann fór út. »4 Spenntur að koma heim og spila aftur með KR ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is „Mótið hófst á föstudaginn þegar við tókum á móti eldri skátum. Þau hjálpuðu okkur að setja upp mótið en hér er heilmikið búið að vera í gangi,“ segir Hrólfur Jónsson, mótsstjóri Landsmóts skáta. Landsmótið er alþjóðlegt skáta- mót, en það stendur nú yfir á Úlf- ljótsvatni. Mótið hófst 20. júlí og því lýkur 29. júlí. Heilmikil vinna og undirbúningur liggur á bak við mótið en að sögn Hrólfs er aðstaðan með besta móti. „Hér er búið að setja upp alls kyns aðstöðu fyrir fólkið. Hér erum við m.a. með útvarpsstöð, upplýs- ingatjald, verslun og þrjú kaffihús. Við þurfum náttúrlega að tryggja það að fólk hafi aðgang að mat og öðrum nauðsynjum,“ segir Hrólfur og bætir við í léttum tón að þetta sé orðið eins og meðalstórt sveitarfé- lag. Nóg í boði Að sögn Hrólfs merkir orðið skáti í raun og veru það að vera könn- uður, skátahreyfingin snúist um margt annað en bara að binda hnúta. „Þetta fjallar um að læra við leik. Við viljum sýna fólki hvernig hægt er að vera sinn eigin leiðtogi í líf- inu,“ segir Hrólfur. Landsmótið er vel skipulagt og er nóg í boði fyrir mann- skapinn. Dagskráin er þétt en mótið er allt skipulagt í kringum skátaflokka. „Það er mikil nýbreytni í dag- skránni. Krakkarnir skipuleggja sjálfir hvað þau taka sér fyrir hendur og dagskrárþorpin eru fjögur. Það er því nóg um að vera,“ segir Hrólfur, en í þorpunum er m.a. hægt að fara í vatnasafarí, göngu- ferðir, mála, dansa og syngja. Alþjóðlegur bragur Ekki eru það aðeins Íslendingar sem taka þátt í mótinu, því skátar úr öllum hornum heims hafa lagt leið sína á mótið. „Hér eru 600 er- lendir skátar frá 18 löndum en ís- lensku skátarnir eru um 700 talsins. Svo eru líka mörg hundruð manns hérna í fjölskyldubúðunum sem tengjast skátahreyfingunni ekkert og við eigum von á fleira fólki yfir helgina.,“ segir Hrólfur, en hann hvetur alla til að mæta á mótið og vill þakka öllum þeim sem komið hafa að skipulagningu mótsins. MDaglegt líf »10-11 Útvarpsstöð og þrjú kaffihús  Skátar skemmta sér á landsmóti Morgunblaðið/Eggert Landsmót Þessi ungmenni ákváðu að skella sér í mýrarbolta í góða veðrinu. Skipt var í lið á milli stelpna og stráka. Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing barna og unglinga, en í heiminum eru um 38 milljónir skáta sem starfa í tveimur heimsbandalögum. Allir skátar í heiminum hafa sömu einkunnarorð: „Ávallt viðbúinn“, en skátalög og skátaheiti eru að grunni til hin sömu alls staðar í heiminum. Skátar stunda m.a. útilíf, vinna að margvíslegum viðfangsefnum og taka þátt í alþjóðlegu skátastarfi. Ingimar Guðjónsson er 12 ára skáti frá Eyrarbakka, en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur þátt í Landsmóti skáta. „Að vera skáti er búið að vera draumur minn í langan tíma og þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Ingimar, en hann segir nóg vera í boði og er mjög ánægður með dagskrána. Skátar um 38 milljónir SKÁTAHREYFINGIN ALÞJÓÐLEG Ingimar er mjög ánægður með dag- skrána og mótið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.