Morgunblaðið - 09.07.2012, Page 1

Morgunblaðið - 09.07.2012, Page 1
GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Ólafur Björn Loftsson hefur ákveð- ið að gerast atvinnumaður í golfi síðsumars og segir að næstu vikur verði spennandi hjá sér í íþróttinni. Ólafur virðist vera í fantaformi og fór hamförum í meistaramóti Nes- klúbbsins sem lauk um helgina. Þar lék Ólafur holurnar 72 á samtals 25 höggum undir pari en slíkt skor er sjaldséð hér á eyjunni. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst setti Ólafur eins konar Íslandsmet með þessari frammi- stöðu. Birgir Leifur Hafþórsson lék á 22 undir pari á meistaramóti GKG árið 2003 og er það líklega næstbesta skor sem náðst hefur á 72 holum hérlendis. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svo lágt skor áður hérna heima. Eins og svo oft þá þarf maður að treysta á góð veðurskilyrði til að skora vel á Íslandi og það var til- tölulega rólegur vindur þessa fjóra daga á Seltjarnarnesinu. Það gefur manni tækifæri á því að spila vel en auðvitað var ég að spila frábært golf. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Ólafur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Áður best náð 15 undir pari Sjálfur hafði hann mest náð að vera á 15 undir pari í Meistara- Morgunblaðið/Ómar Íslandsmet? Ólafur Björn Loftsson náði líklega besta skori sem náðst hef- ur á 72 holum hér á landi þegar hann lék á 25 höggum undir pari. mótinu hjá Nesklúbbnum en það var árið 2009 eða skömmu áður en hann varð Íslandsmeistari. Vall- armet Ólafs á 18 holum á Nesvell- inum stóð hins vegar af sér atlög- urnar en það er 61 högg frá árinu 2008. Að þessu sinni lék Ólafur á 68, 68, 64 og 63 höggum. Ólafur útskrifaðist í vor með BS- gráðu í fjármálum frá Charlotte- háskólanum í Bandaríkjunum. Hann hefur ákveðið að fara í úr- tökumót fyrir atvinnumótaröð í haust. Stefnir á atvinnumennsku í ágúst „Ég er með stór markmið í haust og ætla að fara í úrtökumót. Ég ætla að gerast atvinnumaður og væntanlega verður það í ágúst. Ég veit ekki hvort ég reyni við PGA eða Evrópumótaröðina en hugs- anlega fer ég í bæði úrtökumótin. Ég æfi nú mjög stíft og hlakka til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Evrópumót lands- liða byrjar á fimmtudaginn og Ís- landsmótið á Hellu í framhaldinu. Þá fer Evrópumót áhugamanna einnig fram í sumar og úrtökumótin bætast við í haust. Þetta eru rosa- lega spennandi tímar og það hjálp- ar mikið til að maður er að spila vel,“ sagði Ólafur ennfremur og hann ætlar að halda styrktarmót í samstarfi við Nesklúbbinn 22. júlí til að afla fjár fyrir verkefni hausts- ins. „Rosalega spennandi“  Ólafur Björn Loftsson lék á 25 undir pari á Nesinu  Líklega lægsta skor á 72 holum hérlendis  Fer í úrtökumót í haust, kannski bæði í PGA og Evrópu MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012 íþróttir Vonsvikin Helga Margrét ætlaði að vera komin í 6.200 stig á þessu ári. Hefur ekki bætt sig í þrjú ár og náði ekki Ólympíulágmarkinu í sjöþrautinni. Hló að því fyrir þremur árum. 8 Íþróttir mbl.is Gunnar Heiðar Þorvaldsson er kominn í 3.-5. sætið yfir marka- hæstu menn sænsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu eftir að hann tryggði Norrköping sig- ur á Kalmar í gær, 2:1. Gunnar skoraði þar bæði mörk Norrköping, lyfti liði sínu upp í fjórða sætið í deildinni, og hefur nú sjálfur skorað 8 mörk í deildinni það sem af er þessu tímabili. Hann og Alfreð Finnbogason hjá Helsingborg eru jafnir í 3.-5. sæti markalistans, ásamt René Makon- dele, leikmanni Häcken. Waris Maj- eed hjá Häcken er markahæstur með 13 mörk og Viktor Prodell, leikmaður Åtvidaberg, hefur gert 11 mörk en síðan koma Íslending- arnir. Alfreð á leik til góða og spilar með Helsingborg gegn Gautaborg í deildinni í kvöld. vs@mbl.is Gunnar í hóp markahæstu í Svíþjóð Gunnar Heiðar Þorvaldsson Tékkinn Daniel Kolar hefur ákveðið að færa sig um set í Reykjavík og mun á næsta keppnistímabili leika með Íslandsmeisturunum í Birn- inum á Íslandsmótinu í íshokkí. Frá þessu er greint á heimasíðu félags- ins. Kolar ætti að reynast liði Bjarn- arins góður liðsauki og mun auk þess koma að þjálfun yngri flokka í Grafarvoginum. Kolar snéri aftur til Íslands fyrir síðasta tímabil en hann kom fyrst til Skautafélags Reykja- víkur árið 2006. Kolar lék vel með SR sem varð deildarmeistari síðasta vetur og var auk þess aðstoðarþjálfari meist- araflokks. Björninn vann SR 3:1 í úrslitarimmunni um titilinn og þar skoraði Kolar þrjú mörk fyrir SR og átti þrjár stoðsendingar í leikjunum fjórum. kris@mbl.is Björninn krækti í Kolar Franska knattspyrnusambandið staðfesti í gærkvöld að Didier Desc- hamps yrði næsti landsliðsþjálfari Frakka. Hann tekur við af Laurent Blanc sem hætti störfum eftir að Frakkar féllu út í 8-liða úrslitunum á EM í síðasta mánuði. Deschamps, sem er 43 ára, var fyrirliði heims- og Evrópumeistara Frakka 1998 og 2000. Hann hefur stýrt liði Mar- seille undanfarin ár en áður liðum Juventus og Mónakó. vs@mbl.is Deschamps með Frakka Grindavík, KR og 1. deildarlið Þróttar úr Reykjavík eru kom- in í undanúrslitin í bikarkeppni karla í fótbolta eftir sigra í gær þegar þrír af fjórum leikjum undanúrslitanna fóru fram. Guðjón Þórðarson er kominn með lið í undanúrslit keppn- innar annað árið í röð. Í fyrra var það 1. deildarlið BÍ/ Bolungarvíkur en nú er það botnlið úrvalsdeildar, Grindavík, sem hefur unnið fleiri leiki í bikarnum en í deildinni í sumar. Grindvíkingar sigruðu Víking R. örugglega, 3:0, í Víkinni. Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu úrvalsdeildarlið Selfyssinga á sannfærandi hátt, 3:0, á Valbjarnarvelli. Þetta er í sjöunda sinn í sögunni sem Þróttur kemst í undanúrslit bikarsins, en félaginu hefur hinsvegar aldrei tekist að komast lengra og hefur tapað öllum sex undanúrslitaleikjunum til þessa. KR-ingar, sem eiga titil að verja, voru undir í 70 mínútur í Vestmannaeyjum en sigruðu 2:1 eftir að Óskar Örn Hauks- son skoraði tvívegis á síðustu mínútum leiksins. Eyjamenn verða því enn um sinn að bíða eftir bikarævintýri því þeir hafa ekki komist í úrslit keppninnar í tólf ár. Átta liða úrslitunum lýkur í kvöld þegar Stjarnan og Fram mætast í Garðabænum og þá kemur í ljós hvert fjórða liðið verður í undanúrslitunum. vs@mbl.is »4-5 Guðjón aftur í undanúrslitin  Þróttur sló út Selfyssinga Morgunblaðið/Golli Bikargleði Ray Anthony Jónsson fagnar ásamt Matthíasi Erni Friðrikssyni eftir að hafa gulltryggt Grindvíkingum sigur á Víkingum í gærkvöld, 3:0.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.