Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 5
OSSVOGI
as Þór Þórðarson
as@mbl.is
ir viku horfði blaðamaður dolfall-
á leik KR og Grindavíkur. Dolfall-
yfir því hversu slakir Grindvík-
ar voru og velti fyrir sér hvort
karnir hans Guðjóns Þórðarsonar
ndu hreinlega vinna leik í deildinni í
ar.
n hlutirnir eru fljótir að breytast í
anum. Guðjón fagnaði sínum 100.
i í efstu deild í vikunni þegar
ndavík lagði Val og í gærkvöldi af-
ddu þeir gulu 1. deildarlið Víkings
mannlega í átta liða úrslitum Borg-
rbikarsins, 3:0. Grindavík er því
mið í undanúrslitin og geta menn
t sér að brosa suður með sjó eftir
tt tímabil hingað til.
pulagðir, agaðir
beinskeyttir
Nálgun“ er orð sem Guðjón Þórð-
on er búinn að gera ódauðlegt í
anum hér heima. Og nálgun Grind-
nga í gær svínvirkaði. Þeir leyfðu
mamönnum að rúlla boltanum í
i hálfleik en spiluðu skipulagðan
narleik og voru agaðir í sínum að-
ðum. Sama hversu mikið heima-
nn reyndu sköpuðu þeir sér engin
.
að þurfti aftur á móti ekki mikið til
num vítateignum. Þó Grindvíkingar
gju ekki mörg færi voru þeir bein-
yttir og hættulegir. Eftir tvö stang-
kot skoraði Pape Mamadou Faye
r gestina á 33. mínútu af stuttu færi
ar það mark sem köld vatnsgusa í
lit Víkinga sem höfðu verið betri
nn fram að því.
Mættu of seint í síðari hálfleik
Þegar Kristinn Jakobsson flautaði
til upphafs síðari hálfleiks var aðeins
annað liðið mætt til leiks. Víkingar
voru staðir, eflaust enn að hugsa
hvernig í ósköpunum þeir gátu verið
undir eftir fyrri hálfleikinn.
Á meðan heimamenn pældu í því tók
Pape á sprett upp vinstri kantinn, sól-
aði hvern Víkinginn á fætur öðrum og
þeir sem reyndu að stöðva hann
hrukku af Pape. Hann óð upp að víta-
teignum eins og trukkur en skot hans
úr þröngu færi var varið. Alexander
Magnússon var sá eini með meðvitund
í teignum og þrumaði boltanum í
markið á 47. mínútu. Rothögg fyrir
Víkinga og seinni hálfleikurinn varla
byrjaður.
Markið drap leikinn alveg því
Grindavík fór bara aftur í að leyfa Vík-
ingum að halda boltanum og sækja á
sig en sterk varnarlína gestanna átti í
engum vandræðum með sóknarlotur
heimamanna. Óskar Pétursson þurfti
ekki mikið að gera í leiknum í marki
Grindavíkur en það sem hann gerði,
gerði hann vel.
Líkamlegir yfirburðir
Ray Anthony Jónsson innsiglaði sig-
ur Grindavíkur með bylmingsskoti fyr-
ir utan teig á 77. mínútu. Sanngjarn
sigur heimamanna sem voru klókir og
kláruðu sitt verkefni af mikilli fag-
mennsku.
Það var alveg ljóst hvort liðið hafði
tekið betur á því í ræktinni í vetur því
Grindavík hafði mikla líkamlega yf-
irburði í leiknum. Alexander Magn-
ússon var eins og karlmaður á meðal
pilta á miðjunni og sömu sögu má
segja um Pape sem spilaði mjög vel
þær 53 mínútur sem hann var inn á í
gær. Grindjánar hafa ekki fengið mörg
tækifæri til að fagna en menn leyfðu
sér að brosa eftir leik í gær. Það var
mun léttara yfir Grindavíkurliðinu en
fyrir viku. Grindavík er núna 90 mín-
útur frá úrslitaleiknum.
Morgunblaðið/Golli
Skot Grindvíkingurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson reynir skot að marki Víkings en Egill Atlason reynir að stöðva hann.
Fagmannleg afgreiðsla
hjá Grindavík í Víkinni
Botnliðið í Pepsi-deildinni 90 mínútum frá bikarúrslitaleik
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ftir að hafa gert seinna mark sitt á tveimur mínútum undir lok leiksins á Hásteinsvelli í gær. Greinilega við lítinn fögnuð Eyjamanna á „Hólnum.“
Ómar Garðarsson
sport@mbl.is
Hannes Þór Halldórsson, mark-
vörður KR, gat verið ánægður með
sinn hlut í sigri sinna manna á móti
Eyjamönnum í bikarslag liðanna á
Hásteinsvelli í gær. Hannes varði
stórkostlega þegar mest á reið fyr-
ir KR-inga, eftir að hafa fengið á
sig mark eftir sautján mínútna leik.
„Þetta eru frábær úrslit á útivelli
gegn sterku liði Eyjamanna,“ sagði
Hannes við Morgunblaðið eftir leik-
inn. „Það er gaman að eiga sinn
þátt í því og full ástæða til að
gleðjast. Þetta eru draumaleikir, að
lenda marki undir og ná svo að
skora tvö mörk á lokamínútunum
og komast þannig áfram í bik-
arnum. Þetta er ástæðan fyrir því
að maður er í fótbolta, dramatík og
spenna allan leikinn,“ sagði Hannes
en hann hefur reynst Eyjamönnum
erfiður í sumar.
Hann varði vítaspyrnu frá Matt
Garner í uppbótartíma þegar liðin
mættust í Vesturbænum í 3. um-
ferð deildarinnar í vor og tryggði
þá KR sigur, 3:2. Í gær varði hann
þrívegis frá ÍBV í sömu sókninni
þegar Eyjamenn fengu gullið færi
til að komast í 2:0.
Refsað fyrir að nýta ekki færin
Tryggvi Guðmundsson, leik-
maður ÍBV, var að vonum ekki kát-
ur eftir tapið. „Við sköpuðum okk-
ur færi en nýttum þau ekki. Og
þegar þú nýtir ekki færin er þér
refsað,“ sagði Tryggvi við Morg-
unblaðið.
Ástæðan fyrir
því að maður
er í fótbolta
Víkingsvöllur, bikarkeppni karla, Borg-
unarbikarinn, 8-liða úrslit, sunnudag 8.
júlí 2012.
Skilyrði: Úði og tólf gráðu hiti.
Mörk: 0:1 Pape Mamadou Faye 33., 0:2
Alexander Magnússon 47., 0:3 Ray
Anthony Jónsson 77.
Skot: Víkingur 10 (6) – Grindavík 11
(6).
Horn: Víkingur 6 – Grindavík 3.
Lið Víkings: (4-4-2) Mark: Magnús
Þormar. Vörn: Kjartan Baldursson, Jón
Guðbrandsson, Egill Atlason, Halldór
Sigurðsson.. Miðja: Gunnar Stein-
dórsson (Patrik S. Atlason 67.), Þor-
valdur Sveinsson, Kristinn J. Magn-
ússon, Hjalti Hauksson (Viktor Jónsson
53.). Sókn: Aron Þrándarson, Helgi
Sigurðsson (Sigurður Lárusson 75.).
Lið Grindavíkur: (5-4-1) Mark: Óskar
Pétursson. Vörn: Matthías Örn Frið-
riksson, Björn Bryde, Ólafur Örn
Bjarnason, Mikael Eklund, Ray Jóns-
son. Miðja: Marco V. Stefánsson,
Magnús Björgvinsson (Óli B. Bjarnason
67.), Alexander Magnússon, Scott
Ramsay (Alex Hilmarsson 89.). Sókn:
Pape Faye (Hafþór Vilhjálmsson 53.).
Dómari: Kristinn Jakobsson.
Áhorfendur: Um 600.
Víkingur R. – Grindavík 0:3