Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012 Mark Webber á Red Bull háði harða rimmu við Fernando Alonso á Ferrari á lokakafla breska kappakstursins í Silver- stone í gær og hafði sigur af Ferr- ariþórnum er hann skaust fram úr hon- um er tæpir fjórir hringir voru eftir af 52. Með því minnkaði Webber jafnframt bilið milli þeirra í titilslagnum. Alonso heldur enn forystu í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna en með sigrinum minnkaði Webber það bil úr 20 stigum í 13. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji og var ekki langt frá því að færa liði sínu tvöfaldan sigur en Alonso átti í vök að verjast á gatslitnum mjúkdekkjum á lokasprettinum. Alonso hóf keppni af ráspól og hafði byggt upp um fimm sekúndna forskot er að fyrstu dekkjaskiptum kom. Það bil hélst nær út í gegn en hugsanlega varð dekkjataktík Ferrari Alonso að falli. Meðan flestir not- uðu mjúkdekk framan af og skiptu síðan yfir á hörð dekk fór Alonso öðru vísi að: notaði hörðu dekkin fyrst og beið fram í lokalotuna með að setja mjúkdekk undir. Felipe Massa á Ferrari háði rimmu við sinn gamla liðsfélaga, Michael Schumac- her á Mercedes, framan af og náði af honum þriðja sætinu á 11. hring. Missti hins vegar Vettel fram úr sér í dekkj- astoppunum og sætti síðan sókn frá Kimi Räikkönen á Lotus en hélt fjórða sætinu. Er það besti árangur hans í ár, sjötta sæti í Mónakó var hans besta þar til í dag. agas@mbl.is Webber skaust framúr AFP Efstir Fernando Alonso og Mark Webber á verðlaunapallinum í gær. FÓTBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Þetta var bara einn af þessum leikj- um sem allt gekk upp. Ég átti þrjú skot á markið og tvö þeirra fóru inn,“ segir Englendingurinn Theo- dore Eugene Furness, leikmaður Tindastóls sem vann Hött, 6:2, í nýliðaslagnum í 1. deild á Sauðár- króksvelli á laugardaginn. Theodore skorað tvö af mörkum Stólanna og vinur hans, Ben J. Everson, tvö en þeir eru markahæstir í deildinni með sex mörk hvor. Með Tindastóli spila einnig tveir bræður Theodores, Dominic og markvörðurinn Seb, en allir hafa staðið sig mjög vel. Hefði þegið sex mörk Flestir bjuggust við hörkuleik í nýliðaslagnum en ekki þessari markaveislu þar sem Höttur fær á sig lítið af mörkum. „Donni þjálfari sagði fyrir leik að þetta yrði mikill baráttuleikur. Við héldum að þetta yrði mjög tæpt en það fór bara allt inn,“ segir Theodore kátur í bragði. Hann er ánægður með eigin frammi- stöðu enda búinn að skora sex mörk. „Þetta er búið að ganga vel. Við erum að spila vel sem lið en ég hefði nú getað verið búinn að skora fleiri mörk. Hefði samt einhver boðið mér fyrir tímabilið að skora sex mörk í fyrstu átta leikjunum hefði ég alveg þegið það,“ segir hann. Middlesbrough-mafían Theodore spilaði með Stólunum líka í fyrra en hann kom til landsins upphaflega til að fara á reynslu hjá KA. Það var vinur hans úr ung- lingaakademíunni hjá Middles- brough, Gary Martin, sem mælti með honum við Gunnlaug Jónsson, þjálfara KA. Gary er sem kunnugt er framherji ÍA. „Gary er vinur minn og hann gaf mér góð meðmæli. Ég fór á reynslu hjá KA en það gekk ekki upp. KA lét þá Tindastól vita af mér og þannig endaði ég hér,“ segir Theodore sem gaf Halldóri Jóni Sigurðssyni, Donna þjálfara, ferilskrá bræðra sinna fyrir tímabilið í sumar. „Donni spurði mig hvort ég þekkti ekki einhverja leikmenn sem væru nægilega góðir. Ég lét hann fá nöfn á fullt af leikmönnum, þar á meðal bræðrum mínum því ég veit hvað þeir geta. Honum leist best á þá og líka Ben Everson sem er vinur okkar frá Middlesbrough,“ segir Theodore. Í landsliðsúrtaki í innifótbolta Eftir að Theodore var leystur undan samningi hjá Middlesbrough fór hann í háskóla í Bandaríkjunum að spila. Hann og skólinn áttu ekki samleið og fór hann því til Belgíu að spila og svo aftur heim að spila í hálf- atvinnumennsku og vinna samhliða boltanum. Hann er líka mikill áhuga- maður um innifótbolta, eða futsal eins og hann kallast á alþjóðavísu. „Ég hef spilað með liði í Middles- brough í futsal. Mér fannst það gam- an um leið og ég prófaði það. Ég hef verið í einskonar landsliðsúrtökum fyrir leikmenn sem koma til greina í framtíðinni sem landsliðsmenn Eng- lands í futsal,“ segir Theodore. Líkar vistin á Sauðárkróki „Hann er mjög frábrugðinn öðr- um stöðum sem ég hef búið á,“ segir Theodore um Sauðárkrók en honum líkar vistin í Skagafirðinum og leiðist ekkert. „Mér finnst gott að búa hér. Mér leiðist ekkert. Við bræðurnir erum hérna saman og finnum okkur alltaf eitthvað að gera. Fólkið er líka gott við okkur og allir vilja allt fyrir mann gera,“ segir Theodore sem myndi mikið langa til að spila í efstu deild. „Ég myndi elska að spila í Pepsi- deildinni. Vonandi spila ég bara vel með Tindastóli í sumar og svo sjáum við hvað gerist,“ segir markahrók- urinn Theodore Furness. Fyrsti sigur Djúpmanna Einn annar leikur fór fram í 1. deildinni á laugardaginn. Þar vann BÍ/Bolungarvík sinn fyrsta sigur á tímabilinu í dramatískum leik gegn Leikni úr Reykjavík. Heimamenn komust í 3:0 í fyrri hálfleik og virtust ætla sigla sínum fyrsta sigri auðveldlega í höfn. Gest- irnir úr Breiðholtinu gáfust þó ekki upp og voru búnir að jafna eftir 74 mínútna leik. Gunnar Einarsson, varnarjálkurinn öflugi, skoraði þá jöfnunarmarkið. En til að halda dramatíkinni áfram fór BÍ/Bolungarvík upp völl- inn í næstu sókn, fékk víti sem úr skoraði Daninn Dennis Nielsen og tryggði heimamönnum sigur, 4:3. Djúpmenn höfðu því sætaskipti við Leikni sem er nú á botninum, þvert á væntingar liðsins.  Markaskorara og stöðuna í 1. deildinni er að finna á bls. 6. Þrír enskir bræður fara á kostum í Skagafirðinum  Theodore Furness og fjölskylduvinurinn Ben J. Everson raða inn mörkum Ljósmynd/Valgeir S. Kárason Bræðurnir Dominic Furness, Theodore Furness og Seb Furness ganga ánægðir af Sauðárkróksvelli. Landsliðs-framherjinn Kolbeinn Sig- þórsson var á skotskónum fyrir Ajax sem vann 1. deildar liðið Em- men í æfingaleik á laugardaginn, 5:0. Kolbeinn skoraði annað mark hollensku meistaranna á 14. mínútu en Ajax var komið yfir, 3:0, eftir hálftíma og vann að lokum auðveldan sigur, 5:0. Þetta var fyrsti æfingaleikur Ajax fyrir komandi tímabil.    Rúrik Gíslason, landsliðsmaður íknattspyrnu, skoraði mark danska úrvalsdeildarliðsins OB þeg- ar það tapaði naumlega, 1:2, fyrir þýska liðinu Wolfsburg í æfingaleik. Leikið var í Leck í norðurhluta Þýskalands. Rúrik var hættulegur allan tímann og átti m.a. stang- arskot snemma leiks. Hann jafnaði metin fyrir OB seint í leiknum en Þjóðverjarnir skoruðu sigurmark sitt í lokin, úr vítaspyrnu.    Salomon Kalou, framherjiChelsea, hefur yfirgefið Evrópumeistarana í knattspyrnu og er genginn í raðir franska úrvals- deildarliðsins Lille. Hann kemur til Lille án greiðslu þar sem samn- ingur hans við Chelsea rann út eftir tímabilið. Kalou hefur leikið með Chelsea frá 2006.    Watford, sem leikur í ensku B-deildinni, hefur ráðið Ítalann Gianfranco Zola sem knattspyrnu- stjóra félagsins en þetta hefur stað- ið til síðustu daga. Zola tekur við starfinu af Sean Dyche sem var rekinn fyrr í vikunni til þess að rýma fyrir Zola. Ítalinn hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá West Ham árið 2010. Það er eina liðið sem hann hefur stýrt á sínum stutta þjálfaraferli. Enska fótboltann þekkir Zola þó vel eftir að hafa leikið með Chelsea í sjö ár.    Ryan Giggs,hinn reyndi leikmaður Man- chester United, hefur verið skip- aður fyrirliði breska landsliðs- ins í knattspyrnu sem keppir á Ól- ympíuleikunum í London. Giggs er einn af þremur eldri leikmönnum í breska liðinu, ásamt Craig Bellamy frá Liverpool og Micah Richards frá Manchester City, en hvert lið má nota þrjá leik- menn sem eru eldri en 23 ára. Fyrsti opinberi leikur breska liðsins verður vináttuleikur gegn Bras- ilíumönnum í Middlesbrough 20. júlí og það verður í fyrsta skipti í hálfa öld sem sameiginlegt lið Bret- lands spilar landsleik.    Þýska knattspyrnufélagið BayerLeverkusen hafnaði 25 millj- óna evra tilboði Chelsea í framherj- ann unga André Schürrle sam- kvæmt Sky Sports en Schürrle var í þýska landsliðinu á EM. „Fyrsta tilboð Chelsea leiddi til viðræðna milli félaganna en á endanum ákváðum við að halda André hjá Leverkusen,“ segir framkvæmda- stjóri Leverkusen, Wolfgang Holz- häuser. André Schürrle er 21 árs gamall framherji sem kom til Lev- erkusen frá Mainz fyrir síðasta tímabil, stóð sig afar vel og er orð- inn fastamaður í landsliðshópi Þjóð- verja. Fólk sport@mbl.is Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðs- son, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 net- fang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.