Morgunblaðið - 09.07.2012, Síða 7
TENNIS
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Svisslendingurinn Roger Federer
kom í veg fyrir fögnuð heimamanna í
einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu
í tennis í gær. Englendingurinn Andy
Murray komst nefnilega í úrslitin,
fyrstur Breta í 74 ár. Breti hefur
raunar ekki unnið einliðaleik karla á
einu risamótanna fjögurra síðan
Fred Perry gerði það árið 1936 og
væntingarnar til hins 25 ára gamla
Murrays voru því miklar. Hann
stóðst álagið í fyrsta settinu og vann
það 6:4 en Federer sýndi hvers hann
er megnugur og vann þrjú þau næstu
7:5, 6:3 og 6:4.
Jafnaði met Sampras
Sigur Federers er merkilegur fyrir
margra hluta sakir. Um er að ræða
sjöunda sigur hans í einliðaleik á
Wimbledon og jafnaði hann þar með
met Bandaríkjamannsins Pete Sam-
pras. Federer endurheimti auk þess
efsta sæti heimlistans en þar sat hann
um langa hríð áður en Spánverjinn
Rafael Nadal og Serbinn Novak
Djokovic gerðu sig gildandi á meðal
þeirra bestu.
Vera Federers í efsta sæti heims-
listans næstu vikuna gerir það að
verkum að hann hefur samtals verið í
efsta sætinu í 286 vikur sem er met.
Federer er þrítugur og hefur um ára-
bil verið einn þekktasti íþróttamaður
heimsins. Hann er næstelsti mað-
urinn til að komast í efsta sæti
listans.
Andy Murray hefur ekki átt sam-
bærilegri velgengni að fagna því
hann hefur fjórum sinnum komist í
úrslit á risamótunum og ávallt tapað.
Er það metjöfnun og deilir hann því
vafasama meti með þjálfara sínum,
Ivan Lendl frá Tékklandi, sem einn-
ig tapaði fjórum fyrstu úrslita-
leikjum sínum.
Misjöfn viðbrögð heimamanna
Andy Murray var gríðarlega vel
fagnað af áhorfendum þrátt fyrir
tapið og hrósaði hann þeim mjög fyr-
ir stuðninginn að mótinu loknu. Ýms-
ir gamlir tennisspilarar tjáðu sig
einnig á samskiptasíðum þar sem
þeir hrósuðu Murray fyrir frammi-
stöðuna gegn stórstjörnunni Fede-
rer. Bresku fjölmiðlarnir fóru hins
vegar ekki jafn mjúkum höndum um
Murray enda ekki vanir því þegar
breskir íþróttamenn eiga í hlut. Fyr-
irsagnaborðinn á Sky News var til að
mynda á þá leið að Murray hefði tap-
að Wimbledon-mótinu en ekki að
Federer hefði unnið.
Frammistaðan ein sú besta
Þegar sigurinn var í höfn tjáði
Federer blaðamönnum að erfiðum
kafla á hans ferli væri nú lokið. Sig-
urinn var hans sautjándi á risamóti
en sá fyrsti frá því í janúar 2010. „Ég
var mjög nálægt sigrum síðustu tvö
árin en sumir sáu það bara ekki. Ég
vissi það hins vegar. Mér fannst að á
þessum tímapunkti þyrfti ég að hafa
trú á því að nú myndu hlutirnir aftur
snúast á sveif með mér. Ég tel að
frammistaða mín sé með þeim betri
sem ég hef sýnt,“ sagði Roger Fede-
rer sem verður aftur í sviðsljósinu í
Lundúnum á Ólympíuleikunum.
Federer í fararbroddi á ný
AFP
Sigurvegari Svissneski tenniskappinn Roger Federer fagnar sínum sautjánda risatitli í gær.
Fagnaði sigri á risamóti í sautjánda skipti Endurheimtir efsta sæti heimslistans Hefur unnið
Wimbledon-mótið sjö sinnum Andy Murray tókst ekki að slá á uppsafnaða 74 ára gamla gremju
TENNIS
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
„Guð minn góður, ég trúi þessu
ekki,“ hrópaði kampakát tennis-
drottningin Serena Williams eftir
að hún hafði tryggt sér sigur á
Wimbledon-mótinu í fimmta skipt-
ið á ferlinum. Hún hefur nú unnið
alls fjórtán risatitla á mögnuðum
ferli en sá sem hún vann á laugar-
daginn var afar sérstakur.
Serena vann pólsku stúlkuna
Agnieszku Radwanska í þremur
settum, 6:1, 5:7 og 6:2. Þetta er
fyrsti sigur Serenu á risamóti í tvö
ár eða síðan hún vann Wimbledon-
mótið síðast árið 2010.
Óstöðvandi í þessum ham
Serena er orðin þrítug og varð á
laugardaginn elsta konan til þess
að vinna Wimbledon síðan Martina
Navratilova vann hennar síðast
titil árið 1990. Hún er með stíl sem
er frábrugðinn öllum öðrum enda
kraftlega vaxin en ótrúlega mikil
íþróttakona.
Þessum litlu tennishnátum á
borð við Radwanska er hreinlega
vorkunn að þurfa að deila velli
með Serenu þegar hún er í þeim
ham sem sást í úrslitaleiknum.
Það á enginn mögulega í Serenu
þegar hún spilar af svona krafti.
Radwanska fær stóran plús fyr-
ir að koma sterk til baka eftir að
hlé var gert vegna rigningar og
vinna annað settið. En dagurinn
var Serenu. Krafturinn var of
mikill.
Þessi er einstakur
Serena jafnaði metin við systur
sína, Venus, en báðar hafa nú unn-
ið þetta frægasta tennismót heims
fimm sinnum. Sigurinn skiptir
Serenu þó gríðarlegu máli þar sem
síðustu tvö ár hafa verið henni erf-
ið vegna meiðsla og veikinda.
„Hver og einn titill er sérstakur
en þessi er einstakur. Þetta er
Wimbledon. Mig langaði að vinna
þetta mót aftur svo mikið!“ sagði
Serena við fólkið á aðalvellinum á
Wimbledon-mótsvæðinu.
„Þessi titill er mér augljóslega
mikilvægur því þetta er endur-
koma hjá mér. Ég gæti ekki beðið
um það betra, ég einfaldlega gæti
það ekki,“ sagði hún.
Steig á glerbrot
Ástæðan fyrir því að sigurinn er
svo sérstakur fyrir Serenu eru
vandamálin sem hófust eftir að
hún vann Wimbledon síðast. Hún
steig þá á glerbrot á veitingastað
sem varð mun meira vandamál en
búist var við. Þurfti hún að fara í
uppskurð og var frá út árið.
Ekki skánaði það árið 2011 því
þá greindi Serena frá því að hún
hefði fengið blóðtappa og þurfti
hún að draga sig úr hverju mótinu
á fætur öðru.
Serena Williams virðist þó vera
komast í betra og betra form eins
og sást á Wimbledon.
Sjóðheit Serena
AFP
Ánægð Serena Williams fagnar á skemmtilegan hátt eftir að hafa sigrað
Agnieszku Radwanska frá Póllandi í úrslitaleiknum í London.
Serena Williams vann einliðaleik kvenna á Wimbledon
Fyrsti sigur hennar á risamóti í tvö ár eftir erfið meiðsli
AFP
Systrasigur Serena og Venus Williams ánægðar eftir að þær unnu tvíliða-
leikinn á Wimbledon, nokkrum tímum eftir að Serena vann einliðaleikinn.
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012