Morgunblaðið - 09.07.2012, Page 8
FRJÁLSAR
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
„Auðvitað er þetta svekkjandi. Al-
veg hundfúlt bara,“ segir Helga
Margrét Þorsteinsdóttir, frjáls-
íþróttakona úr Ármanni, í viðtali við
Morgunblaðið en henni mistókst að
ná Ólympíulágmarki í sjöþraut á
móti í Frakklandi um helgina. Þetta
var hennar síðasti möguleiki til að
komast á Ólympíuleikana og þarf
hún því að bíta í það súra epli að
bíða í fjögur ár eftir leikunum í Ríó.
Helga fékk 5.752 stig í Frakk-
landi en Ólympíulágmarkið er 5.950.
Íslandmet Helgu Margrétar frá
árinu 2009 er 5.878 stig. Stefnan var
að skora 6.200 stig á árinu 2012 en
æfingar hennar í Svíþjóð settu hana
út af sporinu.
Þarf ekki að afsaka neitt
„Ég er bara að reyna að átta mig
á að það verða engir Ólympíuleikar
hjá mér. Þetta er alls ekki það sem
ég lagði upp með. En þegar ég lít til
baka veit ekki hvað ég gat meira
gert. Mér finnst ég ekki þurfa að af-
saka mig neitt. Ég lagði hjartað í
þetta og barðist til síðasta blóð-
dropa. Þetta er bara svona stundum
í íþróttunum. Þetta kemur seinna.
Ég trúi því og veit að þetta kemur
einn daginn,“ segir hin jarðbundna
Helga Margrét sem var þó eðlilega
hundsvekkt þegar Morgunblaðið
tók hana tali skömmu eftir úrslitin.
Verður enn sætara næst
„Mig langaði alveg rosalega á Ól-
ympíuleikana. Það hefði verið algjör
snilld en ég ætla ekki að láta þetta
draga mig niður í svaðið. Ég vil
bara þakka öllum sem eru búnir að
styðja mig á þessari leið minni,“
segir Helga Margrét sem er mikil
keppnismanneskja. Það mátti heyra
á henni að hún hefði verið tilbúin að
fara aftur út á völl og reyna við lág-
markið. Hún ætlar ekki að velta sér
upp úr fortíðinni.
„Ég horfi ekki til baka. Þetta er
búin að vera mögnuð leið. Ég er
hérna úti með kærastanum, systur
minni og mömmu og þó þetta hafi
ekki gengið upp núna hefur þetta
verið rosalega skemmtilegt. Ég hef
alltaf sagt það að maður verður líka
að njóta þess að keppa. Þetta tókst
ekki núna en það verður þá bara
enn sætara þegar ég næ lágmark-
inu fyrir næstu leika,“ segir Helga
Margrét ákveðin.
Hástökkið afgreiddi Helgu
Helga þurfti að eiga rosalega
góðan seinni dag til að komast á Ól-
ympíuleikana eftir að hástökkið
klikkaði alveg hjá henni á fyrri deg-
inum. „Hástökkið fór alveg með
þetta. Ég missti rúm 100 stig bara
vegna klaufaskapar. Ég felldi 1,68
metrana tvívegis en var alveg örugg
að ég myndi ná því í þriðju tilraun.
En ég rak gaddana í tartan-
brautina og þar með var það búið.
Þetta kennir manni bara að hver
einasta tilraun getur skipt máli. Þó
ég fari vanalega létt yfir þessa hæð
gengur ekkert að hugsa svoleiðis,“
segir Helga sem gerði þó margt
gott á mótinu.
„Það eru margir ljósir punktar í
þessu. Ég hljóp mitt hraðasta 200
metra hlaup í tvö ár og náði mínum
besta árangri á árinu í spjótkasti.
Ég vil frekar bara horfa jákvætt á
þetta,“ segir Helga sem vissi eftir
spjótkastið að hún væri ekki á leið á
Ólympíuleikana.
„Maður gefst samt ekkert upp í
þessu og ég hljóp 800 metrana.
Maður verður bara að horfast í
augu við raunveruleikann og láta
ekki deigan síga,“ segir hún.
Síðustu þrjú ár verið erfið
Fyrir þremur árum, þegar Helga
Margrét var aðeins 17 ára gömul,
setti hún Íslandsmet í sjöþraut sem
stendur enn í dag. Helga var þá á
mikilli uppleið og þótt hún hafi bætt
sig í sumum greinum eftir dvölina í
Svíþjóð, þangað sem hún flutti til að
æfa, hefur hún ekki náð að bæta Ís-
landsmetið. Helga náði ekki lág-
marki fyrir EM í ár né
Ólympíuleikana.
„Það vita allir að síðustu þrjú ár
hafa verið virkilega erfið hjá mér.
Árangurinn hefur látið á sér standa
vegna þess og mér hefur gengið illa
að finna mína eiginleika eins og
hraðann,“ segir Helga Margrét sem
var ekkert of bjartsýn á að ná lág-
markinu í byrjun árs.
„Ég hafði ekki góða tilfinningu
fyrir þessu úti í Svíþjóð og þess
vegna kom ég heim. Ég vildi reyna
að gera eitthvað sem ég hafði trú á
því annars er þetta ekkert hægt.
En ég verð bara að horfast í augu
við þetta núna,“ segir Helga Mar-
grét.
Hló að lágmarkinu 2009
Það verður ekki annað sagt en
Helga Margrét sé heiðarleg í svör-
um því hún viðurkenndi fúslega að
ekki væri eðlilegt að hún hefði ekki
bætt Íslandsmet sem hún setti
sautján ára fyrir þremur árum. Þá
þegar var hún farin að setja sér
háleit markmið fyrir 2012.
„Þessi 5.878 stig voru yfir Ólymp-
íulágmarkinu þá. Þegar maður horf-
ir til baka þá hló ég bara að þessu
lágmarki. Ég hélt ég myndi leika
mér að því. Ég ætlaði að skora
6.200 stig árið 2012,“ segir Helga
Margrét.
„Maður má bara ekki fara svona
fram úr sér. Nú er ég búin að vera
þrjú ár í ruglinu. Vissulega er ég
búin að bæta mig í einhverjum
greinum en ég hef ekki getað sett
saman góða þraut. Þetta er drullu-
svekkjandi en ég held bara áfram,“
segir Helga Margrét Þorsteins-
dóttir sem horfir fram á veginn,
ekki til baka.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hreinskilin Helga Margrét Þorsteinsdóttir dregur ekkert undan og er
óánægð með að hafa ekki náð settu marki undanfarin þrjú ár.
Trúi og veit að þetta kemur
Helga Margrét náði ekki Ólympíulágmarki Síðasta tilraunin klikkaði í Frakk-
landi Hló að lágmarkinu fyrir þremur árum en er búin að vera „í ruglinu“
Helga Margrét
Þorsteinsdóttir
» Hún er tvítug, fædd 15. nóv-
ember 1991, og setti núgildandi
Íslandsmet í sjöþraut aðeins 17
ára gömul árið 2009.
» Metið er 5.878 stig og Helga
hefur ekki náð að bæta það á
þremur árum þrátt fyrir að hafa
lagt mikið undir.
» Helga ætlaði að vera komin í
6.200 stig á þessu ári en Ól-
ympíulágmarkið var 5.950 stig.
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012
Íslenska 20 ára landsliðið tapaði fyrir Sviss,
22:28, í þriðja og síðasta leik sínum í riðla-
keppni EM í handknattleik pilta sem fram
fór í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær.
Íslensku strákarnir þurftu að vinna sex
marka sigur til að fara uppfyrir Sviss og
Danmörku og komast í átta liða úrslitin. Það
var hinsvegar aldrei í spilunum því Sviss-
lendingar náðu fimm marka forystu fyrir
hlé, 14:9, og voru yfir allan síðari hálfleik-
inn. Minnst munaði þremur mörkum þegar
tíu mínútur voru eftir af leiknum.
Íslenska liðið tapaði því öllum þremur
leikjum sínum og fer því í milliriðil í neðri
hluta keppninnar þar sem spilað er um sæti
9-16. Ísland og Danmörk eru þar í riðli með
Frökkum og Serbum en ís-
lenska liðið mætir þessum
liðum á morgun og á mið-
vikudag.
Guðmundur Hólmar
Helgason gat ekki spilað
gegn Sviss vegna meiðsla
og munaði það miklu, bæði
í sókn og vörn.
Mörk Íslands: Garðar
Sigurjónsson 6, Geir Guð-
mundsson 5, Ísak Rafnsson
4, Árni B. Árnason 3, Víglundur Jarl Þórs-
son 3, Leó Snær Pétursson 1.
Úrslit og stöður í keppninni er að finna
á bls. 6. vs@mbl.is
Sviss reyndist of stór hindrun
Geir
Guðmundsson
Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri
af íslenska sundfólkinu sem tók þátt í Opna
Parísarmótinu um helgina.
Eygló Ósk sigraði í B-úrslitum í 100 metra
baksundi og hafnaði þar með í níunda sæti af
28 keppendum í greininni í heild.
Eygló varð í 11. sæti í undanrásunum á
1:04,32 mínútum en synti síðan á 1:03,61 mín-
útu í B-úrslitunum og vann þau örugglega.
Árni Már Árnason komst í B-úrslitin í 50
metra skriðsundi þegar hann varð í 16. sæti í
undanrásum á 23,29 sekúndum. Hann varð
síðan í 7. sæti í B-úrslitunum á 23,44 sek-
úndum og hafnaði í 15. sæti af 64 keppendum í
greininni í heild.
Jakob Jóhann Sveinsson var hársbreidd frá
því að komast í B-úrslitin í
100 metra bringusundi sem
hann synti á 1:04,70. Hann
var með 17. besta tímann,
einu sæti frá B-úrslitum og
aðeins ellefu hundraðs-
hlutum frá næsta manni.
Eva Hannesdóttir synti
100 metra skriðsund á
57,73 og varð 20. og komst
þannig ekki í B-úrslitin
frekar en Jakob Jóhann.
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti að synda 50
og 200 metra bringusund en hún dró sig úr
keppni í báðum greinum.
tomas@mbl.is/vs@mbl.is
Eygló í níunda sætinu í París
Eygló Ósk
Gústafsdóttir
Körfuknatt-leiksmað-
urinn reyndi Ray
Allen er á leið-
inni til NBA-
meistaranna
Miami Heat en
hann hefur spilað
með Boston Cel-
tics undanfarin
fimm ár og varð meistari með liðinu
árið 2008. Allen er 36 ára gamall og
er mikil þriggja stiga skytta, sá
stigahæsti á því sviði í sögu NBA,
en hann hefur 10 sinnum verið val-
inn í stjörnulið NBA. Að sögn fjöl-
miðla á Flórída fær Allen þrjár
milljónir dollara fyrir tímabilið með
Miami. Allen hefur spilað í NBA-
deildinni í 16 ár. Með Milwaukee
Bucks í sjö ár og Seattle SuperSo-
nics í fjögur ár áður en hann gekk
til liðs við Boston árið 2007.
Enska knattspyrnufélagið Tott-enham Hotspur tilkynnti í gær
að það hefði náð samkomulagi við
hollensku meistarana Ajax um kaup
á fyrirliða þeirra, Jan Vertonghen,
með fyrirvara um læknisskoðun
leikmannsins. Viðræður félaganna
hafa tekið nokkrar vikur og erfitt
reynst að ná samkomulagi en það er
loksins í höfn. Vertonghen er 25 ára
gamall belgískur varnarmaður og
hefur leikið með Ajax frá 2006.
Guðjón Henn-ing Hilm-
arsson varð
klúbbmeistari hjá
GKG og sigraði
með átta högga
mun. Guðjón
Henning lék
Leirdalinn á
parinu samtals
en hringina fjóra
á 70, 70, 73 og 71 höggi. Sigmundur
Einar Másson kom næstur en 75
högg á fyrsta hring komu í veg fyrir
að hann veitti Guðjóni frekari
keppni. Ragna Björk Ólafsdóttir
sigraði í kvennaflokki á 86, 80, 76 og
82 höggum. Ingunn Einarsdóttir
var aðeins höggi á eftir henni.
Kunn nöfn úr golfsögunni á Suð-urnesjum urðu klúbbmeistarar
hjá GS, Örn Ævar Hjartarson og
Karen Sævarsdóttir. Örn lék sam-
tals á tveimur höggum undir pari og
Karen var á tuttugu og níu yfir pari.
KFÍ hefur samið við bandarískanbakvörð, B.J. Spencer, sem
hefur talsverða reynslu sem leik-
maður í Evrópu, eftir því sem fram
kemur á heimasíðu félagsins. Spen-
cer er 28 ára gamall og hefur bæði
leikið á Spáni og í Portúgal. Hann
getur hvort heldur sem er spilað
sem skotbakvörður eða leikstjórn-
andi. Spencer lék með Jacksonville
State-háskólanum á sínum tíma.
Fram kemur á síðunni að KFÍ hafi
einnig tryggt sér krafta Chris-
Miller Williams næsta vetur en
hann lék með liðinu í 1. deild í vet-
ur.
Fólk sport@mbl.is