Morgunblaðið - 24.07.2012, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012
Á HLÍÐARENDA
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Framarar byrja seinni helming Ís-
landsmótsins vel en þeir lögðu ná-
granna sína og erkifjendur í Val, 2:0,
í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á
Hlíðarenda í gærkvöldi. Leikurinn
var afskaplega tíðindalítill og lítið
fyrir augað en allt gerðist þó á
tveggja mínútna kafla í seinni hálf-
leik þar sem Framarar skoruðu bæði
mörk sín og Haukur Páll Sigurðsson
fékk rautt spjald í liði Vals.
45 mínútur af hrotum
Fyrri hálfleikurinn á Hlíðarenda í
gær var með þeim leiðinlegri sem
sést hafa í deildinni í sumar en bæði
lið voru greinilega staðráðin í að tapa
ekki leiknum. Framarar voru þó ívið
betri og stjórnuðu leiknum en gest-
irnir úr Safamýrinni fengu mikið af
hálffærum í gegnum hornspyrnur og
föst leikatriði.
Valsmenn aftur á móti gátu varla
sent boltann á milli manna en þeir
voru ekki nema svipur hjá sjón miðað
við frammistöðuna sem þeir buðu
upp á gegn FH í síðustu umferð.
Hlíðarendapiltar eru ennþá í eitt/
kalt-pakkanum og virðast ætla að
vera þannig í allt sumar.
Þegar flautað var til hálfleiks var
klappað. Ekki þó fyrir leikmönnum
heldur fyrir því að fá fimmtán mín-
útna hlé frá leiknum.
Fótboltaleikur sem býður upp á
tvö mörk og rautt spjald þykir vana-
lega ekki tíðindalítill en Valur og
Fram kreistu það allt saman í fjör-
ugan tveggja mínútna pakka.
Á 64. mínútu dæmdi Gunnar Jarl
Jónsson, dómari leiksins, vítaspyrnu
á Halldór Kristin Halldórsson þegar
hann fékk boltann í höndina eftir
skot Halldórs Hermanns Jónssonar.
Óviljandi, en réttur dómur.
Sam Tillen skoraði úr vítinu og
Valsmenn þurftu því eðlilega að taka
miðju. Heimamenn voru aftur á móti
sofandi því Steven Lennon, sem átti
mjög góðan leik, hirti af þeim boltann
og tók stefnuna að marki Vals en
Haukur Páll tæklaði hann illa og fékk
réttilega rautt spjald. Haukur er
fastur leikmaður en vanalega heið-
arlegur. Þetta var ekki honum líkt.
Lennon fær plús í kladdann
Steven Lennon gerði sér lítið fyrir
og skoraði beint úr aukaspyrnunni
sem dæmd var á Hauk, 2:0, og kór-
ónaði þar með flotta frammistöðu.
Lennon hafði verið mikið í um-
ræðunni fram að leiknum og í mjög
neikvæðu ljósi. Skotinn tók aftur á
móti fagmannlega á málum og átti
einn af sínum betri leikjum í sumar.
Það hefur oft verið auðvelt að
gagnrýna Lennon en fyrir þennan
leik og þessa frammistöðu eftir allt
sem á undan er gengið fær hann plús
í kladdann.
Morgunblaðið/Kristinn
Minn bolti Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson vinnur boltann með góðri tæklingu en Framarinn Almarr Ormarsson gerir sig kláran í baráttuna.
Heill leikur á 2 mínútum
Framarar afgreiddu Val með tveimur mörkum á tveimur mínútum
Haukur Páll fékk rautt fyrir ljóta tæklingu Hvorugt liðið gert jafntefli
Vodafonevöllur, Pepsi-deild karla, 12.
umferð, mánudag 23. júlí 2012.
Skilyrði: Sól en nokkur vindur.
Skot: Valur 3 (2) – Fram 13 (6).
Horn: Valur 3 – Fram 12.
Lið Vals: (4-3-3) Mark: Ólafur Þ.
Gunnarsson. Vörn: Jónas Tór Næs,
Halldór K. Halldórsson, Atli S. Þór-
arinsson, Matarr Jobe. Miðja: Hauk-
ur P. Sigurðsson, Rúnar M. Sig-
urjónsson, Kristinn F. Sigurðsson.
Sókn: Ásgeir Þ. Ingólfsson (Kolbeinn
Kárason 61.), Hörður Sveinsson
(Andri F. Stefánsson 69.), Guðjón P.
Lýðsson (Úlfar H. Pálsson 69.)
Lið Fram: (4-4-2) Mark: Ögmundur
Kristinsson. Vörn: Almarr Orm-
arsson, Kristján Hauksson, Alan
Lowing, Sam Tillen. Miðja: Ásgeir G.
Ásgeirsson, Jón Gunnar Eysteins-
son, Halldór Hermann Jónsson, Sam
Hewson. Sókn: Steven Lennon,
Sveinbjörn Jónasson (Orri Gunn-
arsson 90.).
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson – 8.
Áhorfendur: 1.132.
Valur – Fram 0:2
FÆRI 13. Steven Lennongaf fyrir markið og
missti Ólafur Þór Gunnarsson,
markvörður Vals, af boltanum. Sam
Hewson var of lengi að átta sig á
fjærstönginni, annars hefði hann
getað skallað boltann í tómt netið.
FÆRI 43. Sam Hewsonvar í góðu skallafæri
en Atli Sveinn náði að trufla hann
með góðum varnarleik. Samt sem
áður sleikti boltinn utanverða
stöngina og Ólafur var sigraður í
markinu.
FÆRI 49. Valur fékk auka-spyrnu á vítateigs-
línunni vinstra megin. Rúnar Már
Sigurjónsson náði að koma bolt-
anum yfir vegginn og skrúfaði bolt-
ann í samskeytin en Ögmundur var
mættur í hornið og varði glæsilega.
VÍTI 64. Halldór Hermannátti skot að marki Vals
sem Halldór Kristinn Halldórsson
fékk í höndina er hann lá í grasinu.
Gunnar Jarl benti rakleiðis á punkt-
inn við mikla óánægju Valsmanna
0:1 64. Úr vítinu skoraði bak-vörðurinn Sam Tillen af
miklu öryggi.
I 65. Steven Lennon stal bolt-anum af Valsmönnum eftir
að þeir tóku miðju og tók á rás að
marki Vals. Haukur Páll Sigurðs-
son tæklaði hann aftan frá og var
réttilega
sendur af
velli með
beint rautt
spjald.
0:2 66.Úr
aukaspyrn-
unni sem
dæmd var á
Hauk Pál
skoraði Ste-
ven Lennon
með fallegu skoti.
FÆRI 82. Steven Lennongaf boltann inn fyrir
vörnina á Sam Hewson sem skaut
úr þröngu færi en Ólafur Þór varði í
markinu.
I Gul spjöld:Guðjón (Val) 30. (Peysutog),
Halldór (Fram) 36. (brot), Jónas
Tór (Val) 63. (peysutog), Rúnar
Már (Val) 77. (brot).
MMM
Enginn.
MM
Steven Lennon (Fram).
M
Atli Sveinn Þórarinsson (Val)
Rúnar Már Sigurjónsson (Val)
Kristján Hauksson (Fram)
Sam Tillen (Fram)
Sam Hewson (Fram)
Jónas Tór Næs, færeyski lands-
liðsmaðurinn, spilaði sinn fyrsta
leik fyrir Val í sumar eftir að hann
kom aftur til liðsins.
Eftir leikinn tjáði Þorvaldur Ör-
lygsson mbl.is að Steven Lennon
yrði áfram hjá Fram á meðan hann
væri þjálfari.
Hvorki Valur né Fram hafa enn
gert jafntefli í deildinni eftir 12 um-
ferðir í sumar.
Þetta gerðist á
Hlíðarenda
Steven
Lennon
það er Akvile Stapusaityte frá Litháen sem er í 94. sæti
heimslistans. Hún er 26 ára og hefur hæst náð 89. sæti
á heimslistanum. Stapusaityte keppti á Iceland Int-
ernational-mótinu í nóvember síðastliðnum og tapaði þá
fyrir Rögnu í oddalotu í úrslitaleik. Ragna hafði þríveg-
is áður unnið hana.
Sigurvegari riðilsins mun væntanlega mæta Sainu
Nehwael frá Indlandi í 16 manna úrslitum en hún er
talin 4. besti keppandinn á leikunum.
Ragna hélt til London í gærmorgun ásamt þjálfara
sínum Jonas Huang en þetta eru hennar aðrir Ólympíu-
leikar. Keppni í badminton hefst á laugardag en ekki
liggur fyrir hvenær leikir Rögnu verða.
sindris@mbl.is
Badmintondrottningin Ragna Ingólfsdóttir getur verið
ánægð með riðilinn sem hún leikur í á Ólympíu-
leikunum í London sem hefjast um helgina. Nýbreytni
er að keppt sé í riðlum en dregið var í sextán riðla og
mun sigurvegari hvers þeirra komast í sextán manna
úrslitin.
Sextán bestu keppendunum var raðað í riðlana og
lenti Ragna í riðli með þeirri 14. bestu samkvæmt
þeirri röð, Yao Jie frá Hollandi. Jie, sem er 35 ára og
kínversk að uppruna, hefur hæst náð 8. sæti á heimlista
árið 2010 en er nú í 20. sæti þar. Ragna er í 81. sæti.
Þekkir þá litháísku vel
Þriðji keppandinn í F-riðli er Rögnu að góðu kunn en
Morgunblaðið/Kristinn
London Ragna Ingólfsdóttir þekkir annan mótherjanna í London ansi vel.
Ragna hafði heppnina með sér