Morgunblaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2012 Sveppir Sveppatíminn er um þessar mundir og ætla má að margir hugsi sér gott til glóðarinnar en ekki er víst að þessir risasveppir á Seltjarnarnesi bráðni undir tönn eins og bestu sveppir gera. Ómar Skattlagningu er ekki einvörðungu stillt í hóf með því að skatthlutföll séu lág, þótt það sé að sjálfsögðu nauðsynleg forsenda. Í hóflegri skattheimtu felst einnig að jafnræði sé með skattgreiðendum, þeir greiði sambærilega skatta af sambæri- legum tekjum, neyslu eða starfsemi. Til að skattheimta teljist hófstillt þarf að lokum að gefa skattgreiðendum eðli- legt svigrúm til að laga sig að íþyngj- andi breytingum. Stundum vegast á þessi tvö síðarnefndu sjónarmið um jafnræði og svigrúm. En þegar svig- rúminu sleppir tekur jafnræðið við. Nú virðast stjórnvöld vera að átta sig á því að misháir skattar eru ósanngjarnir. Veitingahús á hóteli innheimtir 7% virðisaukaskatt (vsk.) af ferðamönnum sem þar borða líkt og hótelið sjálft innheimtir í dag af gistingunni. Verslun á hótelinu sem nánast eingöngu selur ferðamönnum íslenskar lopapeysur og útskorna lunda þarf að leggja 25,5% vsk. ofan á vörurnar. Önnur verslun á sama stað sem selur sömu ferðamönnum bækur og blöð þarf hins vegar ekki að inn- heimta nema 7% vsk. ofan á sína sölu. Öll þessi fyrirtæki sinna ferðaþjón- ustu með einum eða öðrum hætti en með þeim er þó ekki jafnræði. Önnur dæmi má einnig nefna. Sá sem selur hljómdiska leggur 7% vsk. á sína verslun en sá sem selur mynddiska 25,5%. Mikilvægt er að hafa í huga að jafnræði má ekki aðeins ná fram með því að hækka skatta á þá sem minnst greiða heldur – þingmenn, ekki hætta að lesa – einnig með því að lækka skattana á þá sem hæst greiða. Árið 2007 var 14% vsk. þrepið lagt niður og margt af því sem áður bar 14% vsk. fellt í 7% þrepið. Með því var ekki aðeins afnumið verulegt ójafn- ræði meðal skattgreiðenda í ákveðnum greinum, eftirminnilegar voru t.d. flóknar reglur um sölu veit- inga og þjónustu á veit- ingahúsum, heldur var einfaldað til muna allt eftirlit með skattheimt- unni. Þessi fækkun vsk. þrepanna árið 2007 var jákvætt skref sem slíkt þótt vissulega megi halda því fram að með breikkun bilsins á milli skattþrepanna sem eft- ir stóðu hafi ójafnræði aukist almennt. Ríkisstjórnin hefur hins vegar nú boðað að vsk. á gistingu hækki í 25,5%. Er um það vísað til þess að ósanngjarnt sé að þessi þáttur ferðaþjónustu beri ekki sama skatt og t.d. leiðsögn í rútu. Undir þetta sjónarmið rík- isstjórnarinnar má vissulega taka. En verða menn þá ekki að líta til allra annarra þátta ferðaþjónustunnar? Og af hverju að einskorða sig við ferða- þjónustuna? Stefnir ríkisstjórnin að frekari samræmingu virðisauka- skattsins? Það væri þá fagnaðarefni. Hins vegar, fyrir utan vankanta á tæknilegri útfærslu ríkisstjórn- arinnar á þessari tilteknu skatta- hækkun, þá er það einfaldlega rangt að samræma allt á hinn versta veg. Það á að lækka hið almenna vsk. þrep úr 25,5% í t.d. 15% og hækka um leið 7% þrepið í það sama. Það er raun- hæf tekjuöflun fyrir ríkissjóð og við- ráðanleg skattbyrði sem hvetur ekki til undanskota. Í framhaldinu yrði það svo verðugt verkefni stjórnmála- manna að færa það skatthlutfall nið- ur. Fátt kæmi ferðaþjónustunni bet- ur. Og það sem mest er um vert er að jafnræði meðal allra skattgreiðenda verður ekki betur náð. Eftir Sigríði Ásthildi Andersen » Það á að lækka hinn almenna vsk. úr 25,5% í t.d. 15% og hækka um leið 7% þrepið í það sama. Sigríður Ásthildur Andersen Höfundur er héraðsdóms- lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hóf í skattheimtu Þann 16. júlí sl. voru liðin þrjú ár síðan al- þingi samþykkti álykt- un þess efnis að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu (ESB). Aðdragandi þess og þróun mála síðan eru á margan hátt ráðgáta sem fræðimenn munu eflaust liggja yfir í náinni framtíð. Staðan nú er sú að búið er að opna viðræður um 18 samningskafla af 35 (eiginlegur fjöldi samningskafla er 33) og við- ræðum er lokið að svo stöddu um 10 þeirra. Engum kafla er þó lokið end- anlega fyrr en viðræðunum er lokið í heild sinni. Viðræður eru hins vegar enn ekki hafnar í mörgum mik- ilvægum málaflokkum. Af þeim má nefna samningskaflana um land- búnað, sjávarútveg, matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, fjár- málaþjónustu, frjálsa fjármagns- flutninga, byggðastefnu og samræm- ingu uppbyggingarsjóða og síðast en ekki síst umhverfismál. Allt eru þetta gríðarlega mikilvægir mála- flokkar og í mörgum þeirra er haldið fram mikilvægri sérstöðu Íslands. En hvernig stendur á að staðan er sú sem raun ber vitni, ekki bara hvað tæknilega hlið á stöðu viðræðnanna varðar heldur einnig hina pólitísku? Undanfarna daga hefur hver silki- húfan ofan á aðra stigið fram í fjöl- miðlum og látið í ljós skoðanir sínar á stöðu viðræðnanna og hvert beri að stefna. Í þeirri umræðu eru þó stórar eyður. Nánast allt sem sagt er lýtur að pólitískri tilurð aðildarumsókn- arinnar, pólitísku baklandi hennar í dag og hvernig stjórnmálamenn eigi að klóra sig út úr stöðunni. Þorsteinn Gunnarsson, varaformaður samn- inganefndar Íslands, sagði til dæmis í kvöldfréttum sjónvarps þann 15. ágúst sl., að formenn stjórnarflokk- anna þyrftu að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið. En á hverju er svo sem von þegar atkvæði greidd þingsályktun um að sækja um aðild að ESB voru rökstudd eins og t.d. Svandís Svavarsdóttir gerði þann 16. júlí 2009. „Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Ís- landi sé betur borgið utan Evrópusambands- ins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á kross- götum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum und- anfarinna áratuga. Ég hef þá sann- færingu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálf- stæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða. Ég hef þá sannfæringu að Evrópusambandið snúist um forrétt- indi Vesturlanda umfram fátækustu ríki heims og það orki tvímælis að keppast við að koma okkur í slíkan félagsskap nú þegar fátæktin í heim- inum verður sífellt alvarlegri og leið- rétting á misskiptingunni sífellt meira aðkallandi. Ég hef þá sannfæringu að Evrópusambandið snúist um hags- muni á forsendum 20. aldarinnar en ekki þeirrar 21. Ég hef líka sannfær- ingu fyrir því að það séu breyttir tímar á Íslandi. Ég hef þá sannfær- ingu að í svo stóru máli eigi almenn- ingur allur milliliðalaust (Forseti hringir.) að fá aðkomu að aðild- arsamningi Íslands og Evrópusam- bandsins og segi já.“ Þennan rökstuðning höfum við síðan hlustað á aftur og aftur síðan ummælin féllu fyrst, þó hann hafi verið færður fram í mismunandi búningi. „Plat“ stuðningsmenn að- ildarumsóknarinnar tala hvað eftir annað í hring um málið og fjölmiðlar hafa það gagnrýnislaust eftir þeim. Hins vegar ber lítið á málefna- legum röksemdum fyrir því að halda beri viðræðunum áfram. Ekki man ég t.d. eftir því að utanríkisráðherra hafi haldið því fram síðustu daga að vegna framtíðarhagsmuna Íslands sé aðild að ESB nauðsynleg. Einn þingmanna Samfylkingarinnar, Sig- ríður Ingibjörg Ingadóttir, steig hins vegar fram þann 13. ágúst sl. og sagði í samtali við Morgunblaðið: „Það er í gildi stjórnarsáttmáli og ef VG vill breyta honum þarf að fara formlega fram á það.“ Óþarft er að rekja allt annað sem sagt hefur verið undanfarna daga. Hótanir stuðningsmanna ESB um- sóknarinnar í garð efasemdaradda í stjórnarliðinu eru augljós áminning um að ákvörðunin um að sækja um aðild að ESB var málið sem lagði grunninn að því að koma VG og Samfylkingunni í ríkisstjórn vorið 2009. Á sama hátt mun ákvörðun um að stöðva viðræður um aðild Íslands að ESB verða til þess að ríkis- stjórnin liðast í sundur. Hingað til hefur þetta lím haldið vegna þess að Samfylkingin og Vinstri græn eru sammála um að halda Sjálfstæðis- flokknum frá völdum. Niðurstaða mín er því sú að þetta mál snúist ekki um langtímahagsmuni Íslands heldur það hverjir sitja í stjórnar- ráðinu á Íslandi. Eftir Ernu Bjarnadóttur »Niðurstaða mín er því sú að þetta mál snúist ekki um lang- tímahagsmuni Íslands heldur það hverjir sitja í stjórnarráðinu á Íslandi. Erna Bjarnadóttir Höfundur er hagfræðingur og bóndadóttir. Staða umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.