Morgunblaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2012 ✝ Sigrún Odd-geirsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1937. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi í Reykjavík 8. ágúst sl. Foreldrar henn- ar voru Hildur Valdína Tóm- asdóttir, f. 27. des- ember 1910, d. 15. febrúar 1968 og Oddgeir Sveins- son, málarameistari, f. 25. júlí 1910, d. 29. ágúst 1998. Bróðir Sigrúnar var Tómas Sveinn Odd- geirsson, f. 19. júlí 1944, d. 3. ágúst 1999. Fyrrverandi eig- inmaður Sigrúnar er Björn Bjarnason Kristjánsson, kaup- maður, f. 25. mars 1933 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Krist- ján Guðmundsson, kaupmaður, f. 28. maí 1892, d. 30. ágúst 1977 og Sigrún Vilhelmína Sveinsdóttir, f. 24. ágúst 1905, d. 15. júní 1971. Sigrún og Björn eignuðust fimm Börn þeirra eru Ágúst Freyr f. 1994, Kristján Þór f. 2002 og Sig- rún Ósk f. 2010. 5) Kristján Björnsson, f. 5. maí 1972, d. 11. september 2000. Sigrún ólst upp á Brú við Suð- urgötu, hún lauk gagnfræðanámi frá Gagnfræðaskóla Verknáms, Brautarholti árið 1954. Sigrún ásamt fimm öðrum íslenskum stúlkum lauk námi frá hús- mæðraskólanum í Vordingborg, Danmörku árið 1955. Sigrún giftist 14. mars 1959 Birni B.Kri- stjánssyni. Þau skildu árið 1985. Hún sinnti á þessum árum hús- móðurstörfum ásamt því að taka þátt í verslunarrekstri þeirra hjóna. Sigrún starfaði um árabil hjá Náttúrulækningabúðinni og heildverslun Stefáns Thor- arensen hf. Helstu áhugamál Sig- rúnar lutu að heilsufari og nátt- úrulækningum, hún var um árabil formaður Heilsuhringsins, en hún kom að starfsemi hans allt frá árinu 1983. Henni var jafnframt flest til lista lagt og málaði myndir og vann listaverk úr gleri eða leir svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu árin bjó Sigrún í Goðheimum 4, Reykjavík. Sigrún verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 21. ágúst 2012 og hefst athöfnin kl. 13. börn. 1) Oddgeir Björnsson, f. 27. jan- úar 1957. Eiginkona hans er Rósa Ingi- björg Jónsdóttir, f. 31. mars 1963. Börn Oddgeirs og Rósu eru Sigrún f. 1985 og Oddgeir Hlífar f. 1994. Sonur Odd- geirs og Laufeyjar Sigurðardóttur f. 4. júní 1955 er Sig- urður Björn, f. 1981. Sonur Rósu er Jón Leópold, f. 1980. 2) Matt- hías Björnsson, f. 26. febrúar 1960. Eiginkona hans er Anna Elínborg Gunnarsdóttir, f. 14. apríl 1964. Dætur þeirra eru Brynja, f. 1994 og Diljá f. 1994. 3) Birna Rún Björnsdóttir, fædd 29. maí 1966. Sonur Birnu og Helga Einarssonar fæddur 19. apríl 1960 er Ísleifur Kári, f. 1990. 4) Hildur Rún Björnsdóttir, f. 27. október 1969. Sambýlismaður hennar er Hallur Guðbjartur Hilmarsson, f. 12. ágúst 1969. Elsku móðir mín er látin. Höggið hefur verið stórt skarð í líf okkar, sem aldrei verður samt héðan í frá. Það er ekkert sem fyllt getur tómarúmið sem skap- ast við móðurmissi. Þú elskaðir alla og allir elsk- uðu þig, mamma mín, einhvern veginn þannig sé ég þetta þegar ég lít yfir farinn veg. Þú áttir ein- staka foreldra sem elskuðu þig og voru afar þakklát fyrir að þú komst inn í líf þeirra. Þú varst vinamörg og áttir nánar vinkon- ur sem stóðu þér við hlið nánast alla ævi. Þú áttir frænkur, sem margar kölluðu þig systur því samband ykkar var það náið. Þú varst falleg manneskja og bjóst yfir miklum glæsileika einnig seiglu og þrautseigju. Þú tókst mótlæti lífsins ávallt með þinni stóísku ró. Já, þú fékkst þinn skerf af mótlæti. Enginn veit hversu þungbært það var þér, elsku móðir, að þú skyldir þurfa að upplifa sonarmissi. Þú sýndir alltaf jákvætt viðhorf til lífsins, þrátt fyrir þá grimmd sem falist getur í lífshlaupinu. Þú kvartaðir aldrei og tókst erfið- leikum ávallt með einskæru æðruleysi. Þú skapaðir falleg listaverk úr leir og málverk þó svo að nánast handlama værir af gigt. Þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að sinna þínum veika líkama. Þú elskaðir börnin þín og barnabörnin meira en allt annað. Það veitti þér ómælda gleði að fá nöfnu í afmælisgjöf fyrir tveimur árum. Ég á góðar minningar af þessu lífshlaupi okkar saman. Allt frá barnæskunni þegar þú varst að svæfa mig og fara með faðirvorið og syngja Ó Jesú bróðir besti. Það var að sjálfsögðu fastur lið- ur. Við áttum góðar stundir við að laga á þér hárið og ég tala nú ekki um í eldhúsinu. Að elda mat og baka var eitt af þínum áhuga- málum og vorum við sammála um það mæðgur að við færum til að skemmta okkur í eldhúsinu, það var aldrei kvöð. Við eyddum alltaf jólunum saman. Það var ekki síður fyrir tilstilli barna- barnanna þinna, sem vildu hvergi annars staðar vera yfir hátíðarnar. Það er lýsandi eins og sonur minn orðaði það: „Amma, alla mína ævi vil ég vera hjá þér á jólunum, alltaf“! Það var ekki tekið í mál að breyta hefðinni. Heimspeki og heilsumál átti hug þinn einnig og varstu for- maður Heilsuhringsins á blóma- skeiði hans. Því áhugamáli deild- um við og áttum við oft góðar samræður í eldhúsinu þínu um heilsumál og heimspekileg mál- efni. Ég upplifði það oftar einu sinni að ég væri ótrúlega heppin að eiga þig sem móðir, ég „þakk- aði Guði hátt og í hljóði“ fyrir þig. Ég grínaðist oft með þennan frasa en að baki var alvara, þú vissir það. Móðureðlið var sterkt og ef það var eitthvað sem þú verndaðir þá voru það börnin þín. Þú forðaðir okkur úr erfið- um aðstæðum á sínum tíma og breyttir þar rétt. Lífsbaráttan þín var erfið undir það síðasta. Bók Gunnars Dal á náttborðinu, Gúrú Góvinda, sagði mér að þú vissir hvert stefndi. Ég mun aldrei gleyma hugrekki þínu, þú ert hetjan mín og fyrirmynd. Elsku móðir, svífðu nú á vængj- um kærleikans sem þú skapaðir í þessari jarðvist inn í ljósið. Þú elskaðir og varst elskuð, það er það eina sem skiptir máli á end- anum. Hjartans þakkir fyrir að vera móðir mín. Birna Rún. Það er með trega sem við kveðjum kæra ömmu og vinkonu, sem var okkur svo kær, alltaf svo gott að koma til og tala við, hafði alveg einstaka nærveru og öllum leið vel í kringum hana. Elsku Sigrún, hafðu þökk fyr- ir allt sem þú varst okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. (Vald. Briem) Guð blessi minningu hennar. Sigurður Björn og Laufey. Í dag kveðjum við kæra vin- konu okkar, Sigrúnu Oddgeirs- dóttur. Vinskapur okkar nær aft- ur til ársins 1955 er við 6 íslenskar ungmeyjar héldum til Danmerkur á húsmæðraskóla. Reyndar hafði tekist vinskapur einnar okkar, Köllu, við Sigrúnu nokkru áður, en við hinar hittum Sigrúnu fyrst á skólanum í Vor- dingborg. Þarna voru hnýtt sér- stök VT-vináttubönd sem aldrei slitnuðu, urðu bara enn sterkari með árunum. Sigrún er sú þriðja af hópnum sem kveður. Sterk tengsl hafa verið milli fjölskyldna okkar og okkur í raun ekkert óviðkomandi hjá hver annarri. Saman höfum við staðið í lífsins ólgusjó, bæði í sorg og í gleði. Sigrún vinkona okkar var ein- staklega sterk og dugleg kona. Hafði fastar skoðanir á mönnum og málefnum og hvikaði hvergi þegar því var að skipta. Þegar henni var mikið niðri fyrir kom þessi setning: „Hvurslags er þetta eiginlega“! Heiðarleg og hreinskiptin. Trygg og trú vin- kona. Aðdáunarvert var hvernig hún tókst á við erfiða liðagigt gegnum árin, lét aldrei bugast. Í mörg ár höfum við vinkon- urnar farið saman á árlega Vín- artónleika, eytt saman Eurovisi- on- og kosningakvöldum með mat og öllu tilheyrandi, „enda húsmæðraskólagengnar“ eins og við segjum alltaf! Fórum saman til Danmerkur vorið 2000 til að rifja upp gamlar minningar og aftur árið 2005 þegar 50 ár voru liðin frá því við útskrifuðumst frá húsmæðraskólanum í Vording- borg. Hittum í gamla skólanum okkar u.þ.b. 30 aðrar skólasystur og kennara frá 1955. Það er ógleymanlegur dagur. Við eigum svo sannarlega góðar minningar frá þessum ferðum. T.d. var upp- lifun í maí árið 2000 þegar hinir dönsku Olsen bræður höfðu unn- ið Eurovision, að vera staddar í Tívolí í Kaupmannahöfn daginn eftir vinningskvöldið og sjá og heyra þá bræður alveg óvænt. Meiriháttar. Sigrún var mikil hagleikskona og voru hún og Kalla lengi saman á listanámskeiðum og liggja margir fallegir hlutir og myndir eftir hana. Það væri að æra óstöðugan að rifja allt upp; símtölin, heimsókn- irnar, búðarferðirnar, kaffihúsa- ferðirnar, matarklúbbskvöldin, ferðir út fyrir bæinn o.fl. Við vorum ekki viðbúnar snöggri brottför vinkonu okkar. Hún var búin að vera veik heima sl. vetur, en var farin að rísa upp aftur og hélt með pomp og prakt upp á 75 ára afmælið sitt 18. maí sl. Var með okkur á Eurovision- kvöldinu síðasta hjá Köllu og mætti í afmæli Ellu 1. júní. Snögglega tóku svo við erfiðar vikur á sjúkrahúsum og verður sú saga ekki rakin hér. Elsku Oddgeir, Matthías, Birna, Hildur og fjölskyldur. Mamma ykkar var móðir í þess orðs fyllstu merkingu, bar hag ykkar allra fyrir brjósti. Við skulum minnast hennar með gleði og ylja okkur við allar góðu minningarnar. Hún verður alltaf með okkur. Elsku vinkona, góða ferð og góða heimkomu í Sumarlandið sem þú varst svo hrifin af. Þú bíður okkar þar. Vertu kært kvödd. Karolina, Ingibjörg og Elísabet. Sigrún Oddgeirsdóttir Mér þykir við hæfi að kveðja mág minn Björn Harald Björns- son með þessum fátæklegu orð- um. Elsku Bjössi, þú sem varst alltaf svo lifandi og kátur áttir eft- ir að glíma við þennan illvíga sjúk- dóm en þú hafðir ekki sigur þar. En samt hefur þú unnið marga sigra á meðan þín naut við. Þú varst alltaf hvers manns hugljúfi bæði í leik og starfi, en þitt veik- indastríð háðir þú sem sönn hetja. Björn Haraldur Björnsson ✝ Björn H. Björns-son fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1946. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 1. ágúst sl. Björn var jarð- settur í kyrrþey föstudaginn 10. ágúst 2012. Maður saknar alltaf góðs vinar og það varst þú svo sannarlega, alltaf stutt í grínið og húmorinn í lagi. Ég minnist alltaf þegar við kvödd- umst í góðum vinahóp þessara fleygu orða: „Gúndi minn, farðu vel með hana systur mína, það er bara til eitt eintak af henni.“ Það er svo margt sem maður vildi segja á svona stundu en minningin um Bjössa, þennan góða dreng, lifir í hjarta allra vina þinna. Elsku Helena, Tóti og Leó Örn, megi góður Guð blessa ykk- ur og styrkja í þessari miklu sorg sem dunið hefur yfir. Guðmundur Einarsson (Gúndi.) HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA KRISTINSDÓTTIR, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, lést þriðjudaginn 14. ágúst. Útför hennar fer fram frá Innri-Njarðvíkur- kirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Georg Árnason, Hrafnhildur Jónsdóttir, Inga Árnadóttir, Sölvi Stefánsson, Valdís Árnadóttir, Hulda Árnadóttir, Guðmundur Halldórsson, Kristín Árnadóttir, Hafþór Jónsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR BAXTER, andaðist að morgni sunnudags 19. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Baxter, Linda Rut Benediktsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær faðir minn, bróðir og afi, ÞÓRÐUR ÓSKAR VORMSSON, Brekku, Vogum, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, aðfaranótt laugardagsins 18. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 14.00. Vormur Þórðarson, Kolbeinn Vormsson, Dagbjört Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Blesastöðum laugardaginn 18. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Cornette. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, lést sunnudaginn 12. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórarinn Stefánsson, Unnur P. Stefánsdóttir, Ásgeir Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUNNLAUG HANNESDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, sem lést laugardaginn 11. ágúst að Hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Melstaðarkirkju. Reikningsnr. 0159-05-2700, kt. 460269-6019. Sigríður Karlsdóttir, Ingi Bjarnason, Ragnhildur G. Karlsdóttir, Guðmundur Már Sigurðsson, Jóhanna Karlsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Ingibjörg Karlsdóttir, Sigurður Pálmason, Guðmundur Karlsson, Erla Stefánsdóttir, Garðar Karlsson, Guðrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.