Morgunblaðið - 22.08.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.08.2012, Qupperneq 2
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Tvímælalaust væri um stór skref afturábak að ræða ef lokað yrði fyrir aðgang lögreglu á Íslandi að SIS, upplýsingakerfi Schengen, en það myndi gerast ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu innanríkisráðherra um Schengen. Í skýrslunni segir að SIS-kerfið sé eitt mesta afrek á vettvangi evr- ópskrar samvinnu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi, en með kerfinu er m.a. hægt að sjá hvaða einstaklingar eru eftirlýstir á svæð- inu. Án kerfisins þyrfti að styðjast eingöngu við gagnabanka Interpol sem sé mun takmarkaðri. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þing- manna. Skýrslan fjallar um Schen- gen-samstarfið, markmið þess, kosti og galla. Vandi utan Schengen einnig Einnig kemur fram í skýrslunni að kjósi Ísland að eiga áfram aðild að Schengen-samstarfinu yrði helsta áskorunin að halda í við samstarfið og aukinn vöxt þess. Aukinn vöxtur samstarfsins felst m.a. í fjölgun landa innan samstarfsins og nýjum möguleikum sem opnast hafa með þróun á tækni til landamæraeftirlits. Í skýrslunni er sagt að ekki sé hægt að greina bein tengsl milli inn- göngu Íslands í Schengen-samstarf- ið og þeirrar aukningar í skipulagðri brotastarfsemi sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Tekið er dæmi um að í Bretlandi hafi slík glæpa- starfsemi færst í vöxt og útlending- um þar fjölgað en Bretland standi samt sem áður fyrir utan Schengen. Geta hafið eftirlit Ísland hefur nokkrum sinnum nýtt heimild til að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum sínum. Í skýrslunni segir að áhættumat eða sérstök ástæða hafi ávallt legið til grundvallar ákvörðun um tíma- bundna endurupptöku eftirlits á innri landamærum. Ísland nýtti þetta meðal annars vegna komu Hells Angels meðlima hingað til lands. Þá segir í skýrslunni að sjálfsagt sé að vega og meta hvort ágóðinn af þátttöku í Schengen-samstarfinu vegi þyngra en ókostirnir sem stafa af hinni frjálsri för. Vissu ekki hverjir væru eftirlýstir  Aðgangur að upplýsingakerfi Schen- gen mikilvægur  Innra eftirlit heimilt Morgunblaðið/Sverrir Eftirlit Tímabundið landamæraeftirlit var tekið upp þegar Vítisenglar komu til landsins, sumir þeirra voru frá Norðurlöndunum. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Til Sölu. Jörðin Knappsstaðir í Fljótum Skagafirði. Tilboð óskast í jörðina. Allar nánari upplýsingar, Ágúst - fasteignasala Sauðárkróks s. 453 5900 og Dagur s. 822 8032 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Reykjavík Dance Festival hófst í gær og stendur til 31. ágúst. Þrjátíu dansarar taka þátt í sýning- unni, en dagskráin er virkilega fjölbreytt og fjörug. Í dag geta meðal annars allir dansað sem vilja í hádeginu í Hörpunni og í kvöld er sýnt verk á Dansverkstæðinu við Skúlagötu 30. »30 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Allir geta dansað sem vilja Úrsögn úr Schengen myndi einnig þýða upptöku landa- mæraeftirlits gagnvart Norð- urlöndum og þar með vænt- anlega úrsögn úr Norræna vegabréfasamningnum. „Spurning er hvaða önnur áhrif fylgdu í kjölfarið varðandi samstarf við Norðurlönd en það hefur verið afar náið um langa hríð. Þá myndi úrsögn úr Schen- gen-samstarfinu loka á þá greiðu og skilvirku lögreglu- samvinnu sem Ísland hefur nú aðgengi að, auk þess sem EES- samstarfið kæmist fyrirsjáan- lega í uppnám vegna úrsagn- arinnar,“ segir í svarinu. Úrsögn lokar á samvinnu EES KÆMIST Í UPPNÁM Karlmaðurinn sem lést í mótor- hjólaslysi á Sand- skeiði á sunnudag hét Vilhjálmur Freyr Jónsson véltæknifræðing- ur. Vilhjálmur Freyr var 46 ára, fæddur 18. októ- ber 1965. Vilhjálmur Freyr var frumkvöðull í jeppaferðalögum um Ísland og raunar víðar því hann varð árið 1989 fyrstur, ásamt félögum sínum, til að aka jeppa yfir Grænlandsjökul. Vilhjálmur Freyr vann mikið við útfærslur á fjöðrunarbúnaði og alls- kyns hlutum tengdum breyttum jeppum og tæknilegum úrlausnum sem tengjast ferðalögum á jeppum. Hann starfaði auk þess meðal annars fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og Toyota. Vilhjálmur Freyr lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Lést í mót- orhjólaslysi Vilhjálmur Freyr Jónsson Miðar á þriðju Eldborgartónleika Stuðmanna í Hörpu, 6. október, seldust upp á nokkrum klukku- stundum. Áður hafði selst upp á tvenna tón- leika á mettíma. „Þetta er mesti hraði sem nokkur hljómsveit hefur selt miða í þetta hús,“ segir Jakob Frímann Magnússon. Verið sé að kanna möguleika á fjórðu tón- leikunum. Þetta er í fyrsta skipti í nokkurn tíma sem Stuðmenn koma saman en tilefnið er 30 ára afmæli kvikmynd- arinnar Með allt á hreinu sem enn er aðsóknarmesta íslenska kvikmynd sögunnar, bendir Jakob á. Enn uppselt á Stuðmenn Morgunblaðið/ÞÖK Stuð Frá tónleikum Stuðmanna. Öryggisgæslan á landsleik Íslands og Ísraels í und- ankeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Laug- ardalshöllinni í gærkvöldi var mun strangari en gengur og gerist hérlendis. Stjórnarmaður í Körfu- knattleikssambandi Íslands tjáði Morgunblaðinu að þessi háttur væri jafnan hafður á í kringum leiki ísraelska liðsins í stórmótum og öryggis leikmanna þeirra væri vel gætt. Ísland hefur hins vegar ekki mætt Ísrael áður á heimavelli og því hafa menn ekki kynnst slíkum til- burðum fyrr. Leyniþjónustumenn frá Ísrael stóðu vaktina í Höllinni í gærkvöldi en lögreglumenn frá ríkislögreglustjóra komu einnig að gæslunni. Fulltrúi frá Ísrael kom hingað til lands síðastliðinn föstudag samkvæmt heimildum Morgunblaðsins til þess að taka út hótel og keppnisstaðinn. Þá fór fram sprengjuleit í rútunni sem flutti lið Ísraels á milli staða. » Íþróttir Ísraelar tóku enga áhættu á Íslandi  Öryggis körfuboltalandsliðsins vel gætt Leikur Ísland tapaði fyrir Ísrael.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.