Morgunblaðið - 22.08.2012, Side 6

Morgunblaðið - 22.08.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Framleiðsla á matarolíu hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi und- anfarin ár, en olían er unnin úr repju- og nepjufræjum. Í Meðallandi í Skaftárhreppi er vaxandi bygg-, hveiti- og repjurækt. Örn Karlsson, Björgvin Harðarson og Hörður Björgvinsson stunda nú í sameiningu ræktun á þremur jörð- um og eru þessa dagana að reisa 300 fermetra þurrkunarstöð og geymslu fyrir 450 tonn af þurrkuðu korni og olíufræjum. Þeir hafa stundað til- raunir og framleiðslu í þrjú ár og eru nú með framleiðslu í 60 hekturum af landi, þar af sáðu þeir nepju og repju í 20 hektara en hveiti og byggi í rest. Aukin áhætta með vetrarrepju „Hér er mjög gott ræktunarland. Eitt besta ræktunarland á landinu held ég,“ sagði Örn. Þeir stefni að framleiðslu á matarolíu úr repju- og nepjuræktuninni. „Við erum smám saman að prófa þetta og höfum verið að prófa bæði einært og tvíært en það er svo mikil áhætta með þetta tvíæra. Það þarf að lifa veturinn. Þessar umhleypingar á Suðurlandi fara illa með það og bleytur virðast skemma það svolítið. Það er upp- skerumeira en við erum búnir að finna nokkur einær yrki sem virðast vera að koma vel út hjá okkur og við erum að prófa nokkur yrki frá Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi sem virðast ætla að gefa flotta uppskeru í haust,“ sagði Örn sem gerir ráð fyrir að þreskjun repju hjá þeim hefjist um miðjan september. Þriggja fasa rafmagn árið 2030 Ekki er til staðar þriggja fasa raf- magn í Meðallandinu og því þarf að koma fyrir dísilrafstöð á staðnum til þurrkunar. Þeir félagar hafa einnig áform um að koma sér upp olíu- pressu til að vinna matarolíu og segir Örn að hún verði líklega á Kirkju- bæjarklaustri þar sem er þriggja fasa rafmagn. Örn segir að þegar leitað hafi verið til Rarik hafi fengist þau svör að ekki væri ætlunin að leggja þriggja fasa rafmagn í Með- allandið fyrr en árið 2030. „Ræktin er skemmtileg og gefandi og ég held að þetta sé landbúnaðar- starfsemi sem er hægt að hafa eitt- hvað upp úr og lítur vel út. Það er síðan hægt að nota hratið sem kemur þegar fræið er pressað. Þá verða tveir þriðju hrat. Próteinríkasta fæði sem þú getur fengið úr jurtaríkinu en það er 40% prótein í þessu. Það hafa verið gerðar tilraunir og þetta virðist henta mjög vel í fiskeldi. Það er töluvert fiskeldi hérna í Skaftár- hreppnum og fer vaxandi. Það eru þrjú fyrirtæki í fiskeldi,“ segir Örn og rannsóknir hafi sýnt að hægt sé að fóðra eldisfisk að 20-30% leyti á slíku hrati og hann vonar að það nýt- ist á svæðinu. „Þetta er ennþá tilraunastarfsemi. Við þurfum að finna réttu yrkin og læra á veðurfarið og það eiga eftir að koma slæm haust og góð haust þann- ig að við þurfum verulega mikið af yrkjum, en ég sé alveg fyrir mér að það sé hægt að vera með blómlega starfsemi og við getum nánast, á Ís- landi, uppfyllt allar þarfir okkar í sambandi við matarolíu. Það er óþarfi að flytja þetta inn,“ segir Örn. Hann segir þá munu brjóta um 60 hektara til viðbótar í haust og tvö- falda því ræktunina á næsta ári. „Ekki hægt að læra allt úr bók“ „Við erum búnir að vera að heim- sækja frændur okkar á Norðurlönd- um þar sem komin er töluverð reynsla og þar eru þeir með skipti- ræktun. Í Danmörku og Noregi setja þeir repju í akur fjórða hvert ár. Hin árin setja þeir bygg, hveiti eða ann- að,“ segir Örn og bætir við: „Ef það er eitthvað sem ríkið ætti að gera eru það rannsóknir á ræktun á Ís- landi, við íslenskar aðstæður, af því að við getum ekki bara keypt bækur frá Norðurlöndum og farið eftir því. Jónatan Hermannsson er eini mað- urinn sem er að gera tilraunir með þetta hér og það er ómetanlegt sem hann er að gera.“ Tvöfalda ræktun 2013  Bændur í Meðallandi reisa þurrkunarstöð og geymslu fyrir korn og olíufræ  Sáðu í 60 hektara fyrir þetta ár og munu bæta 60 hekturum við fyrir næsta ár Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Matvælavinnsla Á Sandhól í Meðallandi rís nú 300 fermetra þurrkhús með geymslu fyrir 450 tonn af korni og olíufræjum í 21 gámi sambyggðum húsinu. Helle Thorning- Schmidt, for- sætisráðherra Danmerkur, kemur til lands- ins í opinbera heimsókn mánu- daginn 27. ágúst. Jóhanna Sig- urðardóttir for- sætisráðherra mun taka á móti danska forsætisráðherranum á Þingvöllum og verður fundur þeirra haldinn í Þingvallabústaðn- um. Forseti Alþingis tekur á móti Thorning-Schmidt síðdegis sama dag og sýnir henni húsakynni Al- þingis. Kvöldverður í boði forsætis- ráðherrahjóna verður í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Helle Thorning-Schmidt heldur af landi brott daginn eftir áleiðis til Grænlands. Forsætisráðherra Dana í heimsókn Helle Thorning- Schmidt Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Gunnari And- ersen, fyrrver- andi forstjóra Fjármálaeftirlits- ins, og starfs- manni Lands- bankans fyrir brot á þagnar- skyldu. Tilefnið er öflun fjárhagslegra upplýsinga um Guðlaug Þór Þórðarson, alþing- ismanns. Þetta kom fram í Frétta- blaðinu í gær. Gunnar og starfsmaður Lands- bankans eru ákærðir fyrir brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd. Gunnar hefur auk þess verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Ákæran var gefin út um miðjan júlí síðastliðinn en að sögn RÚV hefur ákæran hvorki verið birt Gunnari né starfsmanni Lands- bankans. Ríkissaksóknari ákærir Gunnar Gunnar Þ. Andersen „Hún er bæði vetrar- og vor- afbrigði og vetrarafbrigðunum er sáð um mitt sumar. Þau lifa veturinn ef vel tekst til en á því getur orðið misbrestur,“ segir Jónatan Hermannsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Ís- lands sem er sérfróður á þessu sviði. „Hún byrjar svo að blómstra vorið eftir og þroskar fræ oft um þetta leyti. Það er ekki víða en á nokkrum stöðum, sem vetrarrepja lifði, voru blómlegir og gulir akrar strax seint í maí. Miklu víðar sáðu menn sumarrepju og -nepju, sem eru skyldar tegundir. Það er ekki sérstaklega áhættusöm ræktun því það kemur alltaf upp og af því næst fræ. Áhættan er fólgin í því hvort sumarið verði nógu langt,“ segir Jónatan. Rannsóknir hafa sýnt að af hektaranum af vetrarrepju má ná 2-3 tonnum af þurrum fræj- um en 1,5 tonnum af sumar- repju. Hægt er að vinna olíu úr 35-40% fræjanna. Sumarrepjan algengari í ár LEKTOR VIÐ LBHÍ „Við töldum farsælast að koma dýrinu fyrir katt- arnef og hringdum á meindýraeyði. Hann spurði okkur hvernig við bærum okkur að og við sögð- um honum að við værum að reyna ná honum með kústi,“ segir Karólína Helga Símonardóttir, íbúi í Hafnarfirði, en hún lenti í því að fá sprelllifandi mink inn á heimili sitt síðastliðið föstudagskvöld. Karólína Helga býr ásamt eiginmanni sínum, Daða Garðarssyni, á jarðhæð í íbúðarhúsi sem staðsett er í suðurhluta bæjarins. Á föstudags- kvöld sat fjölskyldufaðirinn í stofunni þegar hann sá eitthvað loðið skjótast inn um svaladyrnar. Í fyrstu taldi hann að um kött væri að ræða en þótti heimsóknin engu að síður fremur óvenjuleg. Á heimili hjónanna búa einnig tveir hundar og æstust þeir mjög þegar þeir urðu varir við mink- inn sem hljóp beinustu leið undir sófa. „Sófinn er ansi stór þannig að ekki var hægt að sjá dýrið almennilega undir honum. Við náð- um þá í vasaljós og Daði beindi því undir. Hann leit og svo á mig og sagði: „Þetta er sko ekki köttur,“ segir Karólína Helga og bætir við að fljótlega hafi þau ákveðið að ná í myndavél í von um að mynda dýrið. Hjónin ákváðu að leita aðstoðar fagmanns við að koma minknum út úr íbúð sinni og hringdu í meindýraeyði. Hann vildi lítið aðstoða þau og því hringdu þau í Neyðarlínuna. Þar fengust þau svör að hægt væri að senda lögreglumenn á vett- vang en vísast myndu þeir lítt geta gert. Eftir um fjögurra klukkustunda baráttu við minkinn hafði heimilisfólkið loks betur. Konráð Magnússon hjá meindýraeftirlitinu Firringu segir óvanalegt að minkur leiti inn í hús. Minkum hafi þó fjölgað gríðarlega á Straumsvíkursvæðinu og á þessum tíma eru full- orðnu dýrin að reka yrðlingana burtu. Þeir dreifi sér frá greninu og næsta bæjarfélag sé Hafn- arfjörður. Hann segir að ef stefna stjórnvalda verði áfram að borga ekki fyrir eyðingu minks þá komi dýrunum til með að fjölga. „Og þau þurfa að borða. Þegar þau eru búin með fuglinn fara þau á lömbin og kindurnar og svo fara þau inn í bæj- arfélögin, í ruslið.“ Glímdu við mink inni í stofu í fjóra tíma Ljósmynd/Karólína Helga Símonardóttir Aflífaður Minkurinn beið lægri hlut.  Fengu hvorki hjálp meindýraeyðis né Neyðarlínu  Meindýraeyðir segir að minkum fjölgi að óbreyttu Rekstur Seðlabankans kostaði rúm- lega 2,3 milljarða króna á síðasta ári. Rekstrarkostnaðurinn hækkaði um 400 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í svari Stein- gríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, al- þingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem birt var í gær. Þar segir að rekstrarkostnaður fyrir árið 2011 hafi numið 2.314 milljónum króna, árið 2010 hafi kostnaðurinn verið 1,9 milljarðar og árið 2009 hafi kostnaðurinn verið 2.433,7 milljónir króna. Ef tekinn er út kostnaður við seðlaprentun og myntsláttu var rekstrarkostnaður á síðasta ári 2.095,7 milljónir króna, árið 2010 var hann 1.900,7 milljónir króna og árið 2009 nam rekstrarkostnaður 2.222,2 milljónum króna. Starfsmönnum fjölgaði um þrjá Í svarinu kemur einnig fram að meðallaun starfsfólks Seðlabank- ans námu 610.403 krónum á síðasta ári. Þau hækkuðu um 9,34% frá fyrra ári. Launin hækkuðu hins vegar innan við 1% á árinu 2010. Starfsmenn Seðlabankans voru 137 um síðustu áramót og fjölgaði um þrjá á árinu. Laun í Seðlabanka Íslands hækkuðu um 9,34% milli ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.