Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tæplega 39% fleiri ferðamenn hafa komið til Íslands frá Bretlandi í ár en á sama tíma í fyrra og hefur þeim fjölgað um 15 þúsund á einu ári. Ef litið er til þeirra 17 þjóðríkja sem jafnan eiga flesta ferðamenn á Ís- landi hafa fleiri farið í Íslandsferðir í 15 ríkjum af 17. Einungis hefur orðið fækkun í röðum ferðamanna frá Danmörku og Spáni. Flestir ferða- menn sem til Íslands koma eru frá Bandaríkjunum og höfðu rúm 53 þúsund ferðamenn komið þaðan til Íslands í júlí. Það sem af er ári hefur ferðamönnum fjölgað frá fyrri árum alla mánuði þessa árs. 17,2% aukning „Við þökkum meðal annars svo- kölluðum norðurljósaferðum fyrir það hve mikil aukning hefur verið í komum ferðamanna frá Bretlandi að vetri til,“ segir Oddný Þóra Ólafs- dóttir, verkefnastjóri hjá Ferða- málaráði. Hún segir um helming allra ferðamanna koma yfir sumar- tímann. ,,Okkur hefur gengið vel að fá ferðamenn til þess að koma til landsins utan háannar. Hins vegar er það þannig að aukningin er það mikil yfir sumarið að hlutfall ferða- manna á sumarmánuðum samanbor- ið við aðra mánuði ársins, breytist tiltölulega lítið,“ segir Oddný. Um 357 þúsund ferðamenn höfðu komið til landsins í lok júlí en til sam- anburðar höfðu rúmlega 304 þúsund manns komið til landsins á sama tíma í fyrra. Alls var aukningin því rúm 52 þúsund manns eða 17,2%. Allt umtal gott umtal Að sögn Oddnýjar er árstíðar- bundin sveifla mest í komu ferða- manna frá Mið- og Suður-Evrópu. Bretar og Bandaríkjamenn venja komur sínar hingað allt árið um kring. „Allir mánuðir hafa verið met- mánuðir í ár. Þakka má auknum fjölda flugsæta og markaðsátökum sem beinst hafa að því að auka komur ferðamanna yfir vetrartím- ann. Svo má ekki gleyma að við erum við að fá ávöxt af markaðsstarfi sem hófst fyrir mörgum árum og er að skila sér núna. Jafnframt verður ekki horft framhjá því að öll umfjöll- un, bæði neikvæð og jákvæð, hefur áhrif á það að fólk þekkir landið. Þó umfjöllun um hrunið og gosið í Eyja- fjallajökli hafi í heild verið frekar neikvæð þá var hún einnig landkynn- ing sem á sér enga líka. Svo virðist vera sem Ísland hafi verið í sviðsljós- inu undanfarin ár og fyrir vikið er landið að komst í vitund fólks,“ segir Oddný. Fjöldamet sett í öllum mánuðum  38,6% fleiri ferðamenn frá Bretlandi Fleiri ferðamenn hafa komið í öllum mánuðum til þessa  Flestir ferðamenn frá Bandaríkjunum Rúmlega 52 þúsund fleiri ferðamenn það sem af er ári FrakklandNoregurDanmörk ÞýskalandBretlandBandaríkin 2011 2012 Janúar Júlí 16 þ. 14 þ. 12 þ. 10 þ. 8 þ. 6 þ. 4 þ. 2 þ. 0 þ. 2011 2012 Janúar Júlí 16 þ. 14 þ. 12 þ. 10 þ. 8 þ. 6 þ. 4 þ. 2 þ. 0 þ. 2011 2012 Janúar Júlí 16 þ. 14 þ. 12 þ. 10 þ. 8 þ. 6 þ. 4 þ. 2 þ. 0 þ. 2011 2012 Janúar Júlí 16 þ. 14 þ. 12 þ. 10 þ. 8 þ. 6 þ. 4 þ. 2 þ. 0 þ. 2011 2012 Janúar Júlí 16 þ. 14 þ. 12 þ. 10 þ. 8 þ. 6 þ. 4 þ. 2 þ. 0 þ. 2011 2012 Janúar Júlí 16 þ. 14 þ. 12 þ. 10 þ. 8 þ. 6 þ. 4 þ. 2 þ. 0 þ. Brottfarir frá Leifsstöð eftir þjóðernum Janúar-júlí, 2011 og 2012 (fjölmennustu þjóðirnar) Janúar - júlí eftir þjóðernum Breyting milli ára 2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 43.079 53.443 10.364 24,1 Bretland 38.794 53.758 14.964 38,6 Danmörk 24.444 24.113 -331 -1,4 Finnland 6.980 8.020 1.040 14,9 Frakkland 19.765 21.863 2.098 10,6 Holland 11.589 12.459 870 7,5 Ítalía 5.006 6.122 1.116 22,3 Japan 3.757 4.955 1.198 31,9 Kanada 9.445 9.886 441 4,7 Kína 4.643 7.097 2.454 52,9 Noregur 24.008 28.031 4.023 16,8 Pólland 8.723 8.895 172 2,0 Rússland 1.528 2.466 938 61,4 Spánn 6.320 6.291 -29 -0,5 Sviss 5.753 6.715 962 16,7 Svíþjóð 19.478 20.567 1.089 5,6 Þýskaland 32.623 36.102 3.479 10,7 Annað 38.708 46.223 7.515 19,4 Samtals 304.643 357.006 52.363 17,2 2.909 3.914 13.545 14.960 4.526 6.956 7.059 8.506 1.538 1.272 12.498 15.461 1.625 1.715 7.996 8.506 1.506 1.718 5.552 6.686 1.451 1.387 7.945 8.454 Ferðamenn til Íslands » Hver mánuður ársins hefur verið metmánuður í komum ferðamanna. » Aukningin nemur 17,2%. » Flestir koma hingað frá Bandaríkjunum en Bretum hef- ur fjölgað mest. » Vondar fréttir geta verið góð landkynning. Arion banki vísar gagnrýni Víg- lundar Þorsteinssonar, fyrrverandi eiganda BM Vallár sem fjallað var um í Morgunblaðinu, á bug og segir að um ósannar og ósmekklegar aðdróttanir sé að ræða. Bankinn segir einnig að allt tal um aftökulista sé fráleitt. Víglundur efndi til blaða- mannafundar í fyrradag þar sem hann sakaði stjórnvöld og starfsmenn Arion banka um lögbrot. Hann sagði á fundinum að í Arion banka hefði verið útbúinn listi yfir skuldara sem vinna skyldi á til ávinnings fyrir skilanefnd Kaupþings. Hann sagði ennfremur að einstakir starfsmenn Arion banka hefðu unnið á bankabónusum við að féfletta viðskiptavini. „Þetta eru ósannar og ósmekk- legar aðdróttanir að starfsmönnum bankans sem við höfnum alfarið. Engin lögbrot voru framin við úr- vinnslu mála BM Vallár hf. Allt tal um aftökulista fyrirtækja er einnig fráleitt. Hagur bankans felst ein- faldlega í framtíðarvelgengni sinna viðskiptavina og íslensks atvinnu- lífs,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. Unnið með þúsund fyrirtækjum „Frá stofnun hefur Arion banki unnið með um eitt þúsund fyrir- tækjum að fjárhagslegri endur- skipulagningu þeirra með það að grunnmarkmiði að hámarka end- urheimtur bankans. Í þessu ferli hefur bankinn starfað eftir sameig- inlegum reglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækja til að tryggja sam- ræmi í vinnubrögðum og úrvinnslu mála. Í langflestum tilvikum hefur fjár- hagsleg endurskipulagning farið fram í samvinnu við eigendur félag- anna. Í nokkrum tilvikum varð ekki hjá því komist að bankinn tæki fé- lag yfir eða það færi í þrot eins og raunin varð í tilfelli BM Vallár hf. Þeir starfsmenn sem unnið hafa að úrvinnslumálum fyrirtækja fengu enga bónusa fyrir sín störf frekar en aðrir starfsmenn bank- ans,“ segir Haraldur. egol@mbl.is Fráleitt tal um aftökulista Arion  Hafna ásökunum Víglundar Haraldur Guðni Eiðsson „Aðalmarkaðssvæði okkar eru í Evrópu og Bandaríkjunum. Við sjáum ennþá mesta aukningu í komum ferðamanna frá þessum löndum. Við erum ekki með mark- aðsátak í löndum eins og Rússlandi eða Kína. Þar er efnahagurinn hins vegar að vaxa hvað hraðast og spennandi möguleikar í þessum löndum. Reynslan sýnir okkur hins vegar að það er betra að læra að ganga áður en þú ferð að hlaupa. Því eru Evrópa og Bandaríkin svæði sem við einbeitum okkur að,“ segir Líney Arnórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. Ganga fyrst – hlaupa svo ENN MIKIL AUKNING FRÁ EVRÓPU OG BANDARÍKJUNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.