Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 15

Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Mynd: Stefán Ármúli 8 I 108 Reykjavík Sími 516 0600 I www.birgisson.is FULLKOM... INN RINGO Sterkar og hljóðeinangrandi innihurðir Einfaldar í uppsetningu - fjölbreytt úrval Þekking og persónuleg þjónusta Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um svæðið í Hveradölum í Kerlingafjöll- um, en þar mátti sjá hvernig leirinn var útsporaður og gönguleiðir lítið merktar. Haft var eftir rekstrar- stjóra á svæðinu að sótt hefði verið um styrki til úrbóta á gönguleiðum en ekki fengist. Ýmsir sjóðir hafa komið að því að styðja við uppbyggingu og umhverf- isbætur á vinsælum og vaxandi ferða- mannastöðum. Einn þeirra er Fram- kvæmdasjóður ferðamannastaða sem úthlutaði styrkjum fyrr á þessu ári upp á 69 milljónir króna. Ríki og sveitarfélög fengu mest Þegar farið er ofan í styrkina frá sjóðnum kemur í ljós að 30,2 millj- ónir, eða 43,8% þess sem úthlutað var, runnu til 15 verkefna á vegum sveitarfélaga. Opinberar stofnanir, ríkis og sveitarfélaga, fengu 19 millj- ónir króna í átta verkefni, eða 27,5% þess sem úthlutað var. Samtals runnu því 49,2 milljónir króna af þeim 69 milljónum sem úthlutað var til hins opinbera á ný til fram- kvæmda, eða 71,3% styrkja. Félaga- samtök fengu styrki upp á 6,3 millj- ónir í þrjú verkefni, eða 9,1% og einkahlutafélög fengu 13,5 milljónir króna í fjögur verkefni, eða 19,6%. Sjóðurinn er vinsæll því í hann bár- ust 124 umsóknir en 30 af þeim fengu styrki. Styrkir voru á bilinu 250.000 krónur upp í fimm milljónir króna, en fimm slíkir styrkir voru veittir á vin- sæl svæði, Hveravelli, Skógafoss, Dyrhólaey, Gullfoss og vegna skipu- lagsvinnu á Fjallabaki norðan og vestan Mýrdalsjökuls, þar á meðal Landmannalaugar. Stöng í Þjórsár- dal fékk tæpar fimm milljónir í ásýnd og umhverfi svæðisins. Rúmlega 53% styrkja fóru í Suður- kjördæmi. 13% í NA-kjördæmi og tæp 30% í NV-kjördæmi. Einu verk- efni var úthlutað á landsvísu. Sjóð- urinn er vistaður hjá Ferðamálastofu og um hlutverk hans segir að hann skuli „stuðla að uppbyggingu, við- haldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um allt land og stuðla þannig að vernd nátt- úrunnar og auknu öryggi ferða- manna. Jafnframt er það eitt af markmiðunum að fjölga viðkomu- stöðum ferðafólks [...] draga úr álagi á viðkvæma og fjölsótta ferðamanna- staði“. Lögbundnar tekjur sjóðsins eru 60% gistináttaskattsins sem lagður var á um síðustu áramót. Opn- að hefur verið fyrir styrki úr sjóðnum að nýju og er umsóknarfrestur til 10. september 2012. Opinber verkefni fá mest  71,3% styrkja til ferðamannastaða veitt í opinber verkefni  53% runnu í Suðurkjördæmi  Einkaaðilar fengu 19,6% Morgunblaðið/RAX Gullfoss Umhverfisstofnun fékk fimm milljóna styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrr á þessu ári í hönnunarsamkeppni um Gullfosssvæðið. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það hefur gengið brösuglega hjá krí- unni undanfarin ár, það komu einung- is örfáir tugir unga upp hjá henni í fyrra en í ár var ástandið mjög gott,“ segir Haraldur Sigurðsson á bænum Núpskötlu á Melrakkasléttu. „Það var gríðarlegt rán í fyrra, sér- staklega frá silfurmávi. Ég lumbra svolítið á refnum þannig að hann er ekki eins mikið vandamál. Það komst einn refur inn í varpið í vor en hann náði ekki að valda neinum verulegum skaða. Krían mætti engu að síður ótrúlega vel í vor, miðað við það hvað hefur gengið illa hjá henni undanfarin ár. Það var gott varp og nánast hver einasti ungi sem maður sá komst á legg. Það er greinilega nóg æti fyrir hana,“ segir Haraldur. Hann segir að rjúpur sem hafa verið á svæðinu und- anfarin ár hafi þó ekki látið sjá sig. „Það er mjög algengt að það hafi verið svona 10-15 rjúpur á þessu svæði með hreiður. Ég fylgist mikið með svæðinu, þá sérstaklega útaf refnum, og það lét einn rjúpuræfill sjá sig en það var allt og sumt. Það er bara algjört hrun á þessu svæði. Ég held að rjúpnastofninum hafi hrakað í hlutfalli við hvað refastofninum hefur fjölgað, mér sýnist það liggja nokkurn veginn á borðinu,“ segir hann að lokum. Kríuvarp gott á Melrakkasléttu  Nær allir ungar komust á legg  Rjúpan sést ekki Morgunblaðið/Ómar Góðæri Kríunni gengur vel á Mel- rakkasléttu. „Eftir að nýi vegurinn yfir Hófa- skarðsleiðina komst í gagnið virðast vegagerðaryfirvöld hafa reiknað með því að það yrði ekki nein umferð um gamla veginn á milli Kópaskers og Raufar- hafnar,“ segir Haraldur. „Þarna er verið að stórskaða ferðaþjónustuna og henda pen- ingum. Sökum þurrkatíðar, eins og er búið að vera tvö undanfarin sumur, er ekkert orðið eftir af slitlagi á veginum. Maður hittir ferðamenn og þeir eru ekkert voðalega ánægðir. Þeir eru búnir að skemma bílana sína á hand- ónýtum vegi. Þeir segjast hafa fengið rangar upplýsingar og þar fram eftir götunum,“ segir hann. Ónýtur vegur veldur usla FERÐAMENN ÓÁNÆGÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.