Morgunblaðið - 22.08.2012, Side 16

Morgunblaðið - 22.08.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR ENN MEIRI AFSLÁTTUR Villingaholtskirkja í Flóa. Á þessu ári er Villingaholtskirkja í Flóa 100 ára. Þess verður minnst við hátíðarmessu kl. 13:30 á sunnu- dag. Nýlega var lokið við að mála kirkjuna að innan og vinna við kirkjugarð stendur yfir. Tilkynnt hefur verið um gjafir, sem afhenda á við þetta tækifæri. Eftir messu verður boðið til sam- sætis í Þjórsárveri en þar munu kvenfélagskonur sjá um veitingar. Í samsætinu verður saga Villinga- holtskirkju rakin í stuttu máli. Aldarafmæli kirkju Símalandssöfnun er hafin fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Í tilkynn- ingu frá samtökunum segir að mikil þörf sé á aðstoð til þeirra sem standi höllum fæti í þjóðfélaginu og því sé biðlað til landsmanna, jafnt fyrirtækja og einstaklinga. Margt smátt geri eitt stórt. Fram kemur að á árinu 2011 hafi verið afgreiddar 26 þúsund matar- gjafir til yfir 5.000 fjölskyldna og einstaklinga víða um land. Þá séu samtökin með 1.150 skjólstæðinga með erlent ríkisfang og þeim fjölgi stöðugt. Matargjafir til þessa hóps hafi verið 8.070 árið 2011. Nytjamarkaður opnaður Í dag, 22. ágúst, verður kjóla- og nytjamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands opnaður í Eskihlíð í Reykja- vík eftir breytingar. Verður nytja- markaðurinn opinn alla virka daga frá kl. 12 til 16:30. Þá er kjóla- og nytjamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykja- nesbæ opinn á sama tíma en þar verður að auki opið á laugardögum. Morgunblaðið/Ómar Matargjafir Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands afgreiðir mjólk og matvæli. Landssöfnun fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Alþjóðleg hundasýning Hunda- ræktarfélags Íslands verður haldin helgina 25.-26. ágúst að Kletta- görðum 6 í Reykjavík. Alls verða sýndir 719 hreinrækt- aðir hundar af 83 hundategundum og hefjast dómar kl. 9 báða daga og standa fram eftir degi. Sex dómarar frá fjórum löndum: Belgíu, Finnlandi, Írlandi og Slóv- eníu dæma í sex sýningarhringjum samtímis. Úrslit báða dagana hefj- ast um kl. 13:30 og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Að þessu sinni taka 25 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, föstu- daginn 24. ágúst kl. 19. Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur og að auki er fjöldinn allur af sölu- og kynningabásum á staðnum þar sem ýmis tilboð verða í gangi. Áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og sitja við sýningahringi. Í tilkynningu segir að megintil- gangur hundasýninga sé að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu. Allir í röð Hundar á sýningu. Alþjóðleg hundasýn- ing um helgina Haustdagskrá Alþjóðamálastofnunar hefst föstudaginn 24. ágúst með fyrirlestri Ingo Heidbrinks, prófessors við Old Dominion University í Norfolk í Bandaríkjunum. Fram kemur í tilkynningu að rannsóknir á sögu þorskastríðanna hafi liðið fyrir það að gögn um átökin í skjalasafni Atlantshafsbandalagsins hafi ekki verið aðgengileg. Á síðustu árum hafi hins vegar orðið breyting á. Fræðimönnum hafi verið leyft að skoða ýmsar heimildir um þessa sögu og þeir því endur- skoðað fyrri sjónarmið um hana. Í fyrirlestrinum verði vikið að þessari nýju sýn og vakið máls á því hvort hinar nýju heimildir kalli á heildarendurskoðun á sögu þorskastríðanna, eða hvort þær fylli aðeins inn í þá mynd sem hafi löngum verið dregin upp af átökunum. Fyrirlesturinn fer fram í Odda 101 milli klukkan 12 og 13. Nýjar rannsóknir á þorskastríðunum Ingo Heidbrink. Skiptibókamarkaðurinn Skipta.is hóf göngu sína á netinu í lok júlí. Fram kemur í tilkynningu að vef- urinn sé unninn af tveimur nem- endum við Verzlunarskóla Íslands sem voru orðnir leiðir á hefð- bundnum skiptibókamörkuðum bókabúðanna. Ekkert kostar að vera notandi á vefnum og enginn milliliður er í viðskiptunum. Fram kemur í til- kynningunni að þetta framtak hafi fengið góðar viðtökur og þegar séu komnar um 700 bækur á skrá. Skiptibókamark- aður á netinu STUTT Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Venjulega er ekki verið að gera það núna, þetta er svona vetrarverkefni. Gróðurinn er náttúrulega búinn að vaxa í sumar svo að auðvitað getur einhverstaðar verið eitthvað sem þarf að taka. Við reynum náttúru- lega bara að bregðast við ábend- ingum ef það eru einhverjir staðir sem þarf að snyrta,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri í Reykjavík. Illa hirt svæði innan borgar- innar hafa verið talsvert í deiglunni að undanförnu. Margir telja hættu getað skapast af, til dæmis í Elliða- árdalnum þar sem gróður teygir sig inn á hjólastíga. Þórólfur segist þó ekki hafa orðið var við slys af völdum illa hirtra svæða. „Slíkar tilkynningar berast ekki hingað. Ég hef grun um að mest af þessu sé ekkert endilega tilkynnt, þó að fólk rekist eitthvað saman á hjólum,“ segir hann. Þórólfur segir að hefðbundið sé að gengið sé í klippingar á trjám á veturna, meðal annars vegna þess að þá sé það best fyrir plönturnar sjálf- ar. „Það eru skiptar skoðanir á því hversu mikið á að klippa hverju sinni. Við reynum að gera þetta þannig að það þurfi ekki að gera þetta árið eftir,“ segir garðyrkju- stjórinn. Oft um einkalóðir að ræða Að sögn Þórólfs er þó ekki alltaf um lóðir í eigu borgarinnar að ræða. „Það er oft tekin rassía í því að bera athugasemdir í hús því þetta eru oft garðar í einkaeign. Í raun hefur sveitarfélagið heimild til að gera þetta á kostnað húseigenda eða lóðareigenda ef þeir sinna því ekki. Þá þarf náttúrulega samt að gefa honum færi á að gera þetta fyrst. Við höfum samt aldrei látið reyna á að fara alla leið í slíkum málum. Það var hugleitt að fara í átak í því að beita þessu ákvæði. það kom þó aldrei til þess. Það hefur komið fyrir í erfiðum dæmum að við höfum einfaldlega far- ið og klippt án þess að vera með neina frekari eftirmála. Það telst til þó und- antekninga ef borgin er eitthvað beita sér á þennan hátt,“ segir Þórólfur. „Það er kannski eitt hverfi tekið fyrir í einu og þetta gert. Við gerum þetta náttúrlega bara þegar hefð- bundinn klippitími er, sem er á vet- urna. Við sendum því athugasemd- irnar út þá og hvetjum fólk til að gera eitthvað í sínum málum.“ Hann tekur það jafnframt fram að stærri klippi- eða grisjunarverkefni á borgarlóðum séu sett í salt fram á vetur en að hægt sé að sinna minni verkefnum á sumr- in. Gróður í borginni klipptur á veturna Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gróið Stígar í Elliðaárdalnum eru víða þröngir sökum gróðurs.  Garðyrkjustjóri segir þó að tekið sé mark á ábendingum Slysagildra Hætta er á að hjól- reiðamenn rekist saman. Vetrarverk Borgin bíður yfirleitt fram á vetur með að snyrta gróður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.