Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 17

Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Opið virka daga frá 8 -18 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 Sturtu- og BAðhurðir með hertu öryggisgleri SKiNNY handsturtuhaus Verð kr. 1990.- SPriNg sturtuhaus 20 cm Verð kr. 9450.- EMotioN sturtuhaus 10 cm Verð kr. 3990.- gæði þjóNuStA og áBYrgð - þAð Er tENgi oNdA handsturtuhaus Verð kr. 2490.- oASiS Sturtuhurð 80 x 80 cm Verð kr. 86.900.- 90 x 90 cm Verð kr. 89.900.- FoNtE handsturtuhaus Verð kr. 1089.- AlMAr SturtuhAuSAr FjölBrEYtt úrvAl FliPPEr i BAðhurð 85 x 140 cm Verð kr. 29.900.- StAr Sturtuhurð 80 x 80 cm Verð kr. 68.000.- 90 x 90 cm Verð kr. 69.900.- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Leikararnir og starfsfólkið blótuðu rosalega mikið, þannig við ákváðum að í hvert skipti sem einhver myndi blóta myndi hann borga þúsund krónur,“ segir Mímir Bjarki Pálma- son 12 ára strákur sem leikur í Nóa, sem er stórmynd leikstjórans Dar- rens Aronofskys. Fjögur börn fóru af stað með þennan sektarsjóð fyrir blótsyrði á tökustað myndarinnar en þau leika öll börn Nóa sem Russell Crowe leikur í myndinni. Að sögn Mímis tók fólk uppátæki krakkanna misvel. „Stundum fannst þeim þetta fyndið en stundum voru þau aðeins ósátt með þetta og sögðust ekki hafa verið að blóta.“ Krakkarnir höfðu innheimt sektir fyrir fjórtán blóts- yrði þegar þau komu færandi hendi í Rauða krossinn í gær með samtals 14.000 krónur. Aðspurður af hverju þau ákváðu að gefa peninginn til Rauða krossins sagði Mímir: „Okkur langaði að styrkja eitthvað á Íslandi og þetta var eitt af því sem okkur datt í hug. Við höfum fengið rosalega góðar viðtökur við þessu.“ Russell Crowe blótaði mest „Þau blótuðu aðeins minna þegar þau áttuðu sig á því að það þurfti að borga þúsund krónur í hvert skipti. Russell Crowe blótaði samt lang- mest og þurfti að borga fleiri þúsund í sjóðinn. Hann borgaði ekki alveg allt, en meirihlutann af því þó,“ segir Mímir Bjarki sem bætti því við að þau stóðu Emmu Watson aldrei af því að blóta en Jennifer Connelly var staðin að verki ásamt öðrum starfs- mönnum myndarinnar. „Þau voru öll rosalega vinaleg og góð við mann. Þetta hefur verið rosalega skemmti- legt allt saman,“ segir Mímir Bjarki sem hitti allar helstu stórstjörnur myndarinnar og segir það hafa verið virkilega gaman. Leikur son Nóa Í myndinni er Mímir staðgengill Gavins Gasalenga sem kemur frá Texas og er einnig 12 ára og leikur barn Nóa. ,,Ég er það sem kallast þarna bodydouble. Þegar Gavin hef- ur unnið of lengi eða er í annarri töku kem ég inn í staðinn og leik fyr- ir hann. Það sést ekki í andlit mitt en það sést í bakið og fyrir neðan höf- uð.“ Mímir segir hann og Gavin hafa orðið ágætis vini og hann hitti hann mögulega aftur þegar hann fer til New York. Hann segist hafa lært mikið á þessu. „Það er ekki jafn auðvelt að leika í myndum og maður heldur í fyrstu. Ég er búinn að sjá hvernig fólkið hagar sér við gerð svona myndar, það er allt svolítið stress- andi en samt rosalega gaman.“ Upptökur myndarinnar kláruðust í gær en Mímir hafði verið á töku- stað síðustu 20 daga. Hann segir að sumar tökur hafi verið ansi erfiðar. „Erfiðasta var í fyrradag þegar við þurftum að flýja frá óvinum í hrauni. Við vorum með sjö kílóa bakpoka á okkur. Við hlupum oft því það þurfti að taka þetta frá sjö mismunandi sjónarhornum. Þetta var rosalega erfitt og ég var með verki eftir þetta alls staðar.“ Crowe þurfti að blæða í blótsjóðinn Söfnuðu Nola Gross, 9 ára, Mímir, 12 ára, Gavin Gasalenga, 12 ára, og Skyl- ar Burke, 9 ára, afhentu Janice Balfour hjá Rauða krossinum blótsjóðinn.  Mímir Bjarki Pálmason er staðgengill í Nóa  Fannst leikararnir og starfsfólk myndarinnar blóta of mikið  Gáfu 14.000 krónur til Rauða krossins  Russell Crowe blótaði mest en stelpurnar minna Tvífari Mímir Bjarki og leikstjórinn Darren Aronofsky. Mímir Bjarki kveðst geta hugsað sér að koma aftur að kvikmyndagerð. Staðgengill í Nóa » Í myndinni er Mímir stað- gengill Gavins Gasalenga sem kemur frá Texas og er 12 ára. » Leikur þegar Gavin hefur unnið of mikið eða er í öðrum tökum. » Þau eru fjögur sem leika börn Nóa í kvikmyndinni og Mímir er eini Íslendingurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.