Morgunblaðið - 22.08.2012, Side 20

Morgunblaðið - 22.08.2012, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ VíglundurÞor-steinsson hefur samvisku- samlega safnað upplýsingum um aðdraganda af- drifa fyrirtækis sem hann stýrði og fór í þrot. Þeg- ar upplýsingasöfnun Víg- lundar er skoðuð blasir við að yfirvöld hafa þæfst mjög við að veita þær upplýsingar sem málinu tengjast og þau búa yfir. Spyrnt var við fótum hvar sem því varð við komið og málið tafið að auki eftir að það var komið í hendur úr- skurðarnefndar um upplýs- ingamál, sem einnig hefði mátt fylgja málinu fastar eft- ir. Hvers vegna þæfðist fjár- málaráðuneytið við? Af hverju varð að draga hvert atriði, stórt sem smátt, út úr því með töngum? Það eitt vekur mikla tortryggni. Hvaða hagsmuni hafði ráðu- neyti í Stjórnarráði Íslands af því að fela upplýsingar sem snertu banka sem ríkið átti áður en var svo settur í eign- arhald einhverra sem enginn veit hverjir eru með stór- undarlegum aðferðum, svo ekki sé meira sagt? Einstaklingurinn sem í hlut átti hafði mjög ríka hagsmuni af því að fá allar réttmætar upplýsingar bæði fljótt og greiðlega. Hvers vegna var öllum brögðum beitt til að brjóta þann rétt á honum? Ekki er um það deilt að BM Vallá stóð frammi fyrir mikl- um erfiðleikum með mikinn erlendan skuldabagga, þegar á sama augnabliki hverfur öll eftirspurn eftir helstu fram- leiðslu þess og óhjákvæmi- legt gengisfall verður í kjöl- far bankakreppu um allan heim og falls þriggja stærstu banka landsins. Það má vel vera að eðlilegasta afleiðingin af því hafi m.a. verið að fyr- irtæki eins og það sem Víg- lundur stýrði færi í þrot. En hitt er jafnaugljóst að það giltu áfram tilteknar leik- reglur og lagarammar og þar sem æðstu stjórnvöld lands- ins höfðu mjög hönd í bagga bankakerfisins þegar þarna var komið þá hlutu ákveðnar jafnræðisreglur einnig að gilda. Fram hjá því geta menn ekki litið. Þegar í framhaldinu er lagst á allar upplýsingar og þær einar fást sem hægt er að toga út með töngum á löngum tíma þá er von að spurningar og tortryggni vakni. Hugleiðingar Halldórs Jóns- sonar verkfræð- ings eru gott dæmi um það. Halldór skrifar: „BM Vallá fékk ekki afskriftir eins og Ólafur Ólafsson í Samskipum. BM Vallá var bara sett á hausinn. Fyrir þann tíma var þetta fyrirtæki lifandi heild alveg eins og Samskip. Ofurskuldsett en borgaði þó hundruðum kaup. Víglundur Þorsteinsson telur að hann hafi fengið Svarta Pétur. Skuldir BM Vallár voru sannarlega seldar af skilanefnd Kaupþings banka á hrakvirði og Arion setti BM á hausinn með ýtr- ustu kröfum. Ólafur Ólafsson fékk af- skrifaða 63 milljarða. Hann heldur Samskipum. Víg- lundur fékk núll. Pólitík? Hvenær lýkur skilanefnda- farsanum með sjálftöku nefndarmanna með einhvern 25000-kall á klukkutímann? Enda byggja sumir flott um þessar mundir sem þar sitja. Hin nýja stétt leynir sér ekki. Sala Íslands- og Arion banka til erlendra kröfuhafa voru stjórnarathafnir Stein- gríms J. og Jóhönnu. Margir telja að þessi ráðstöfun hafi leikið samfélagið hvað gráast og komið í veg fyrir að tekið yrði á vanda heimilanna. MP banki fór ekki á hausinn. Hann átti að taka við sam- kvæmt lögmáli markaðarins ef einhvern vantaði banka. En ekki undir stjórn komm- únista auðvitað. Það verður svo sem ekki til neins að halda löng réttar- höld yfir Steingrími og Jó- hönnu fyrir Landsdómi til að stýra fortíðinni í fjármálum. Þau skilja hvort eð er hvorki upp né niður. En það svíður áreiðanlega fleirum en Víglundi.“ Framangreindar hugleið- ingar Halldórs Jónssonar þurfa ekki að koma á óvart. Varðandi það síðasta sem hann nefndi, má ekki gleyma því að núverandi ríkisstjórn- armeirihluti hleypti nýju lífi í landsdómsleiðina. Að óbreyttri stjórnarskrá verður því ekki undan því vikist að beina nokkrum málum í þann farveg. Tilefnin eru miklu ríkulegri en þau sem notuð voru af meirihluta Alþingis og ákæruefnin blasa við, sem var ekki í fyrra tilvikinu. Upplýsingar Víglundar Þorsteins- sonar um meðferð á málum fyrirtækis sem hann stýrði vekja margar spurningar} Það gilda jafnræðisreglur T ryllingur greip um sig í Noregi í sum- ar þegar kanadíska ungstirnið Justin Bieber hélt þar tónleika. Miðborg Óslóar iðaði af æstum ung- lingsstelpum sem vonuðust til að sjá strákinn og sjálfur kom hann fram í fjöl- miðlum til að biðja norska aðdáendur sína um að fara varlega, eftir að einhverjar þeirra höfðu nánast kastað sér fyrir bílinn hans. Þessi hömlulausa aðdáun er heimsfaraldur sem hlotið hefur nafn og kallast Bieber-hitinn (e. Bieber fever). Justin Bieber er auðvitað ekki sá fyrsti sem á fótum sínum fjör að launa fyrir æstum aðdá- endum. Frægar eru t.d. myndirnar frá 7. ára- tugnum af ungum konum grátandi og fallandi í yfirlið í miðju Bítlaæðinu sem svo var nefnt (e. Beatlemania). 120 árum fyrr setti þýska ljóðskáldið Heinrich Heine fram í bréfi hugtakið „Lisz- tomania“, um dýrkunina á píanóleikaranum Franz Liszt. Sagt er að aðdáendur Liszt um miðja 19. öld hafi komist í mikla geðshræringu við að hlusta á hann spila og verið aðgangsharðir á tónleikum, flykkst að honum með látum og reynt að slíta af honum hárlokk eða hanska. Rétt er líka að halda því til haga að karlar hafa ekki síður til- hneigingu til að missa sjónar á sjálfsvirðingunni þegar stjörnudýrkunin ber þá ofurliði. Sem dæmi varð tengda- móðir mín nánast undir í slagsmálum tveggja miðaldra karla þegar Zinedine Zidane kastaði bolnum sínum beint fyrir framan fæturna á henni á úrslitaleik Evrópumeist- aramótsins í knattspyrnu 1998. Báðir vildu þeir ólmir klæðast svitablautri treyju kappans utan yfir jakkafötin sín. Áður fékk þessi tilhneiging líka útrás í dýrkun á konungbornum og guðum af ýmsum gerðum, en bent hefur verið að Hollywood- stjörnur og íþróttahetjur fylli í skarð þeirra að einhverju leyti í dag. Stjörnurnar eru guðum líkar, áferðarfallegri og hæfileikaríkari en venjulegt fólk og búa við ríkidæmi og glamúr á við kóngafólk. Stjörnudýrkun hefur því lengi fylgt manninum og vilja sumir meina að hún sé hluti af mannlegu eðli þótt birting- armyndin geti orðið brengluð. Í nútímasálfræði er stjörnudýrkun skil- greint hugtak því tilfellið er að þótt hún sé yf- irleitt saklaus og skemmtileg dægradvöl þá getur hún orðið sjúkleg. Þetta er ágætt að hafa í huga núna, þegar vart er þverfótað á Íslandi fyrir heimsfrægum stjörnum. Við stærum okkur gjarnan af því að hér fái stjörnurnar að vera í friði og sú virðist líka raunin ef þær reyna ekki þeim mun meira að vekja á sér athygli. Von- andi helst það þannig. Sjálf taldi ég mig yfir stjörnu- dýrkun hafna, enda vönd að virðingu minni. Það er að segja þangað til Russell Crowe kom til landsins. Þá rifj- aðist allt í einu upp fyrir mér að ég var lengi heitur aðdá- andi hans og þótt nokkur ár séu liðin risti það greinilega dýpra en ég hélt. Þegar ég var farin að hjóla löturhægt um Fossvogsdalinn og rýna stíft í andlit allra sem ég mætti í von um að það væri Russell Crowe að koma „heim“ úr ræktinni, þá skildi ég að það væri bara stigs- munur á mér og Bieber-heitu smástelpunum. Það er ágætt að karlinn fór af landi brott áður en ég varð mér til skammar. una@mbl.is Una Sig- hvatsdóttir Pistill Alveg ofboðslega frægur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Þ að er ágætis gangur í þessu, það er búið að vera réttarhlé og það er allt að fara í gang eftir það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksókn- ari, spurður um stöðu mála hjá embættinu. Að sögn Ólafs hefur töluverð vinna átt sér stað innan embættisins í sumar, aðallega í rannsóknum en nokkur mál séu þó að færast yfir til saksóknara. Í samtali við Morgunblaðið síðastliðið vor sagði Ólafur að allt væri á fullu, mörg mál væru á lokastigi og að það ætti að verða einhver kraftur í þessu í upphafi sumars. „Það hefur gengið eftir. Allnokkur mál eru komin úr rann- sókn og til saksóknara,“ segir Ólaf- ur en hann vill þó ekki gefa upp hversu mörg mál er um að ræða. Rétt er að taka það fram að fjórir saksóknarar, að Ólafi meðtöldum, starfa hjá embætti sérstaks. Þann- ig að þegar að mál færast úr rann- sókn hjá embættinu til saksóknara er í raun um að ræða tilfærslu verkefna innan embættisins. Óttast ei fyrningarfresti „Allmörg þeirra mála sem við höfum til meðferðar hafa sex ára refsiramma og fyrnast því á tíu ár- um, þannig að það er nú borð fyrir báru hvað það varðar,“ segir Ólaf- ur aðspurður hver staðan sé á fyrningarfresti þeirra mála sem liggja inni á borði embættisins, einkum í ljósi þess að bráðum eru fjögur ár liðin frá hruni. „Þær áætlanir sem við lögðum fram í upphafi voru þær að reyna að vera búnir með sem mest á árinu 2014 og það er það markmið sem við er- um ennþá með fyrir stefni,“ bætir Ólafur við. Aðspurður hvort embættið leggi áherslu á að klára sem fyrst þau mál sem hafa stuttan fyrning- artíma segir Ólafur: „Það er alltaf einhver forgangsröðun í gangi. Við horfum náttúrlega til hagsmunanna og í sumum tilfellum höfum við þurft að færa áherslur til en þetta hefur allt gengið upp.“ Þá bendir hann á að embættið rjúfi fyrning- arfresti mála um leið og það hefur rannsókn á þeim. Í lok apríls síðastliðins var embættinu gert að aflétta frystingu á gróða AK-fasteigna af meintum fjárdrætti vegna sölu á fasteign við Skúlagötu. Héraðsdómari taldi að rannsóknin hefði dregist úr hófi fram og því bæri embættinu að af- henda féð, en tvö ár og þrír mán- uðir liðu frá því að rannsókn hjá efnahagsbrotadeild lögreglustjóra hófst á málinu og þar til emæbætti sérstaks saksóknara gaf út ákæru í því. „Þegar embættið tók til starfa, nánast hálfu ári eftir hrunið, þá beið nú ekki eftir okkur einhver snyrtilegur stafli af málum. Málin hafa verið að berast frá því að embættið tók til starfa – og eru vel að merkja enn að berast – þannig að ennþá árið 2012 erum við að fá inn ný mál er varða þessa hluti,“ segir Ólafur aðspurður hver sé meðalmálsmeðferðartími mála og hvort algengt sé að hann teygist á langinn, og bætir við: „Það kemur síðan í rauninni í ljós í hverju ein- stöku máli hvernig framgangi rannsóknarinnar hefur verið háttað en náttúrlega í þess- um stærri málum er ekki óeðlilegt að rannsóknin taki langan tíma ef hún er um- fangsmikil og sér- staklega ef hún teygir sig á milli landa.“ Stefna á að klára sem mest fyrir árið 2014 Morgunblaðið/Ómar Sérstakur saksóknari Að sögn Ólafs Þ. Haukssonar, sérstaks saksókn- ara, hefur töluverð vinna átt sér stað innan embættisins í sumar. Auk hlutverks síns sem sak- sóknaraembætti hefur embætti Sérstaks saksóknara einnig rannsóknarhlutverki að gegna. Að sögn Ólafs Þórs Hauks- sonar, sérstaks saksóknara, verða viss vatnaskil þegar mál færast innan embættisins úr rannsókn og yfir til saksóknara. „Það verða viss vatnaskil þegar rannsókn er lokið og ákæru- valdsmeðferðin hefst,“ segir Ólafur og bætir við: „Ákærand- inn getur komist að nokkrum niðurstöðum. Hann getur ákveðið að fella málið niður ef honum finnst það liggja þannig fyrir, hann getur vísað málinu aftur til rannsóknar ef honum þykir eitthvað upp á vanta, hann getur vísað því til rík- issaksóknara ef hann á ekki ákæruvald sjálfur í málinu og loks getur hann gefið út ákæru ef hann telur efni standa til þess.“ Sinnir tveimur hlutverkum SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Ólafur Þór Hauksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.