Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Það er áhugavert að sjá hve umhugað Brynjari Níelssyni er um einkaréttarlega samninga, skuldbind- ingargildi þeirra og framsetningu. Ég fyr- ir mitt leyti fagna áhuga lögmanna á slíku, enda um grund- völl farsæls rétt- arríkis að ræða. Það sem hins vegar stingur er þegar fræðimenn skilja við fræðin í þeim tilgangi að þjóna hagsmunum. Við könnumst öll vel við þá áráttu. Þurfum ekki annað en að lesa greinar eftir menn eins og prófessora Stefán Ólafsson og Hannes Hólmstein Gissurarson, en þeim eru hugsjónir svo heil- agar að viðurkennd fræði eru títt beygð til að aðlaga rannsókn að skoðun. Það hryggir mig því svolítið að sjá Brynjar dansa við þessháttar, því oftar en ekki finnst mér hann rökfastur og fræðilegur í skrifum sínum, jafnvel þó ég sé ekki alltaf sammála honum. Í júní árið 2010 var erlend gengistrygging skuldbindinga í ís- lenskum krónum dæmd ólögleg og henni þá um leið vikið til hliðar í þeim samningum þar sem hana var að finna. Um það er tæpast deilt. Í september 2010 féll síðan dómur í Hæstarétti um meðferð vaxta í máli er varðaði gjaldfallna skuld. Hvergi í þeim dómi var tal- að um afturvirkni vaxta. Um það er tæpast deilt. Sama dag og framangreindur vaxtadómur féll kynntu þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, þáverandi forstjóri FME og að- stoðarbankastjóri Seðlabankans lagasetningu sem byggjast skyldi á dóminum. Og um þá aðgerð er deilt enn þann dag í dag. Þar erum við Brynjar svo sem sammála. Auðvitað átti ríkið ekki að koma nálægt þessum málum. En ríkið gerði það og við það búum við – ennþá. Margir dómar hafa fallið frá haustinu 2010 og flestir eftir að lög um málin tóku gildi, svokölluð Árna Páls lög. Flestum sæmilega greindum aðilum sem lesa þá dóma má ljóst vera að engin forsvaranleg leið er til þess að breyta vaxta- ákvæðum einkarétt- arlegra samninga með aft- urvirkum hætti, líkt og lögin kveða á um. Sé skoðuð niðurstaða í dómi Hæstaréttar nr. 600/2011, þá er þetta býsna skýrt: „Með almennum lögum er ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reynir í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við rétt- arreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt. Færi slíkt í bága við þá vernd eignarréttinda sem leiðir af 72. gr. stjórn- arskrárinnar.“ Í dómum Hæstaréttar nr. 603/ 2010 og 604/2010, sem kalla má undanfara dóms 600/2011, er einnig skýrt á um þetta kveðið: „Er þegar af þessum ástæðum ekkert í kröfugerð málsaðila sem lýtur að viðurkenningu á ætluðum rétti varnaraðila til greiðslu úr hendi sóknaraðila vegna liðins tíma.“ Engin leið er að sjá út úr þess- um tilvitnuðu dæmum þann vilja dómenda að breyta skuli einka- réttarlegum samningum til for- tíðar, hinum brotlega til hags- bóta. Og þar skilur á milli í greiningu minni og lögfræðings- ins Brynjars. Ástæða þess að fjármálafyr- irtæki innheimta ennþá sína einkaréttarlegu samninga með skilmálum sem breytt var með afturvirkum hætti er sú að lög um afturvirka vexti hafa ekki enn verið leiðrétt til samræmis við niðurstöðu Hæstaréttar. Það er því ekki við fjármálafyr- irtækin að sakast, þeim ber að innheimta lán til samræmis við lög ásamt því að þeim ber að sjálf- sögðu að hámarka hag sinn og hluthafa sinna með lögmætum hætti. Stjórnvöldum, það er löggjaf- anum, ber aftur á móti skylda til að uppfæra lög til samræmis við skýrar ábendingar dómenda. Það hafa stjórnvöld ekki gert. Það er rangt hjá Brynjari að lánþegar séu að biðja stjórnvöld að skipta sér af málinu með laga- setningu. Við erum að biðja stjórnvöld að leiðrétta fyrri af- skipti með því að fella brott það ákvæði Árna Páls laganna, sem Hæstiréttur hefur sagt stangast á við stjórnarskrá. Slík leiðrétting tæki á brott lög- boðna heimild lánveitenda til að innheimta afturvirkar breytingar á einkaréttarlegum samningum. Það eru því stjórnvöld sem með beinu aðgerðaleysi koma í veg fyr- ir að stjórnarskrárbundin réttindi lánþega um uppgjör einkarétt- arlegra samninga nái fram að ganga. Slíkt er að sjálfsögðu bóta- skyld framkoma. Lánþegar telja fjármálafyr- irtækin ekki standa í vegi fyrir slíku, enda tæplega á þeirra færi að segja löggjafanum fyrir verk- um. – Allavega ekki ef fulltrúar löggjafans hafa nægjanleg bein í leggjunum til að standa á eigin fótum. Það er hin einfalda og auðleysta staða myntkörfulánanna. Vandamál lánþega er á ábyrgð stjórnvalda, ekki banka Eftir Guðmund Andra Skúlason »Engin leið er að sjá út úr þessum til- vitnuðu dæmum þann vilja dómenda að breyta skuli einkarétt- arlegum samningum til fortíðar. Guðmundur Andri Skúlason Höfundur er formaður Samtaka lánþega. Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Jazz leðursófi 3ja sæta áður kr. 321.000 nú kr. 239.900 ÚTSALA Vintage púðar áður kr. 8.900 nú kr. 4.450 Puzzle svefnsófi 120x200 áður kr. 119.800 nú kr. 95.800 50% afsláttur 25% afsláttur Jazz sófi Takmarkað magn af hverri vöru 20% afsláttur Góður vinur sagði við mig á dögunum, að vegir guðs væru órannsakanlegir en vegir fréttastofu rík- isútvarpsins ekki. Tilefnið var, að fréttastofan er þeirr- ar skoðunar, að rétt sé að rúmlega þre- falda virðisaukaskatt á ferðaþjónustu og hefur það eftir fjármálaráðherra, að 7% virðisaukaskattur sé „undanþáguskattþrep“, hugtak sem ekki hefur áður heyrst. Þegar fjármálaráðherra varpar því fram að 7% virðisaukaskattur í alþjóðlegri samkeppnisgrein jafngildi ríkisstyrk opinberar hún um leið að hún skilur ekki eðli alþjóðlegra viðskipta og þann grundvallarmun sem er á virðisaukaskatti og söluskatti. Það er bágt í hennar stöðu. Og þegar farið er með talnarunu í fréttum ríkisútvarpsins til að sýna fram á að ekki hafi verið greiddur virðisaukaskattur af gistingu í sjö ár er það auðvitað þvættingur og í besta falli mis- skilningur. Rétt er að íhuga eftirfarandi: 1. Þessi 17,5% hækkun lendir að sjálfsögðu ekki á þeim fyr- irtækjum, sem kaupa gistingu. Þau fá virðisaukaskattinn end- urgreiddan sem innskatt hvort sem hann er 7% eða 25,5%, en síðan fer það eftir eðli atvinnu- starfseminnar hver virðis- aukaskatturinn verður að lokum. 2. Þessi 17,5% hækkun á gisti- rými lendir með fullum þunga á erlendum ferðamönnum og þrengir af þeim sökum að öllum greinum ferðaþjónustunnar, sem er í alþjóðlegri samkeppni. Þegar ferðamaðurinn ákveður hvaða land hann heimsækir horfir hann til fasta kostnaðarins fyrst af öllu. Þar vegur gistikostnaðurinn þungt. Afleiðingarnar verða óhjákvæmilega þær, að erlendum ferðamönnum fækkar og þar með minnka gjaldeyr- istekjur okkar af þess- ari atvinnugrein og at- vinnulausum fjölgar með tilheyrandi upp- sögnum. Á hinn bóg- inn liggur fyrir, að hvergi eru skattsvik og undanskot meiri en í hinum ýmsu greinum ferðaþjónustunnar. Með því að hækka virðisaukaskattinn er verið að gera þvílíkri atvinnustarfsemi léttara fyrir. 3. Á vegum íþróttahreyfing- arinnar er mikið um ferðalög og getur orðið þung byrði á barn- mörgum eða efnalitlum fjöl- skyldum og að sjálfsögðu á íþróttafélögunum sjálfum 4. Fólk utan af landi á leið til Reykjavíkur þarf að leita sér gist- ingar. Þá er gott að vera ekki upp á aðra kominn. Og með sama hætti fjölgar þeim á höfuðborg- arsvæðinu sem betur fer sem ferðast um landið til að kynnast náttúru þess, fólkinu og atvinnu- háttum. 5. Og svo er það gamla fólkið, ég og mínir líkar. Okkur Krist- rúnu þykir gott að skreppa norður og heimsækja vini og kunningja og svo er um fleiri. Og ekki má gleyma því, að félög eldri borgara skipuleggja ferðir um landið sem er ekki síður holl tilbreyting en fara til sólarlanda. Það er sama hvernig þessu virðisaukaskattsdæmi er velt upp: Allir tapa og þjóðin að sjálfsögðu mestu. Undanþáguskatt- þrep – hvað er það? Eftir Halldór Blöndal Halldór Blöndal » Það er sama hvernig þessu virðisaukaskatt- sdæmi er velt upp: Allir tapa og þjóðin að sjálfsögðu mestu. Höfundur var ráðherra ferðamála. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 17. ágúst var spilað á 14 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 386 Ásgeir Sölvason – Helgi Sigurðsson 54 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 347 Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 321 A/V Oddur Jónss. – Sæmundur Björnsson 357 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarss. 368 Sigurður Herlufsen – Stígur Herlufsen 356 Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 336 - nýr auglýsingamiðill Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.