Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 23

Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Við Svenni ólumst upp á sömu torfunni við Illugagötuna og vorum samstarfsmenn nánast alla tíð. Fyrst sem peyjar í salt- fiski í Nöfinni en síðan við sjó- mennsku á Þórunni Sveinsd. VE 401. Það var snemma ljóst hvert hugur Svenna leitaði og það kom aldrei annað til greina en að ævistarfið yrði sjómennska. Hann byrjaði að róa með Stjána á Emmunni en kom fljótlega yf- ir á Þórunni Sveins VE og reri Sveinn Matthíasson ✝ Sveinn Matt-híasson fæddist 20. mars 1966 í Vestmannaeyjum. Hann varð bráð- kvaddur á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja hinn 5. ágúst sl. Útför Sveins fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum þriðjudaginn 14. ágúst 2012. með okkur nánast óslitið til dánar- dags. Það er ekki flók- ið að lýsa sjómann- inum Svenna: ein- faldlega toppmaður, harðduglegur, gekk af fumleysi í öll verk og afgreiddi þau. Svenni naut sín vel þegar á reyndi, þeir gátu oft verið langir og erfiðir dag- arnir við netadrátt austur í köntum, þá sá maður best í hvað í honum bjó, krafturinn, dugn- aðurinn og keppnisskapið kom þá berlega í ljós. Vetrarvertíðina 1989 fiskuðum við vel og settum Íslandsmet sem enn stendur, lönduðum 1.934 tonnum. Þar lagði Svenni svo sannarlega sitt af mörkum. Svenni var góður félagi. Vissi nákvæmlega að áhöfn á skipi er eins og stór fjölskylda þar sem mórallinn þarf að vera í lagi. Hann var ekki sá þolinmóðasti en gaf mönnum tækifæri til að sanna sig þegar þeir voru að byrja að róa með okkur og ef menn stóðu sig var Svenni þeirra. Eitt var það sem fór ekki vel í Svenna, það var þegar við fengum „pappakassa“ um borð, peyja sem voru ekkert nema kjafturinn en voru til lítils gagns. Þeim var Svenni snöggur að kippa niður á jörðina. Tapp- aði af þeim mesta loftinu með því að taka þá í sjómann og segja þeim sögur af því hvernig sjómennskan var. Og byrjaði alltaf á þessum fleygu orðum „Strákar, ég get sagt ykkur að á snurvoðinni í gamla daga …“ Þegar lítið fiskaðist og lengi var dregið kom Svenni oftar en ekki upp í brú að stappa stálinu í frænda sinn: „Jæja, hvað er að frétta?“ var alltaf það fyrsta sem hann sagði. Síðan töluðum við um lífið og tilveruna. Svenni var góður sögumaður, sagði skemmtilega frá, kryddaði sög- urnar stundum aðeins og hermdi eftir persónum, náði hann t.d. Stjána frænda sínum á Emmunni algjörlega. Þegar hann komst í gírinn héldu hon- um engin bönd og hann var hrókur alls fagnaðar. Það var mikið gæfuspor í lífi Svenna er hann kynntist Hörpu. Saman drógu þau fram það besta hvort í öðru, Svenni ein- hvern vegin róaðist eftir að hann kynntist Hörpu, honum leið vel því hann vissi að Harpa yrði hans lífsförunautur. „Lífið er yndislegt“ er sungið látlaust á þjóðhátíð og lífið var yndislegt laugardagskvöldið 4. ágúst, Svenni og Harpa saman uppi í brekku, örskammt frá okkur Eygló, Helgi Björns að syngja „Ég er kominn heim“. Getur lífið orðið yndislegra? Ég held ekki. En á augabragði breytist gleðin í martröð. Þarna kvaddir þú frændi, varst frá okkur tek- inn í einni hendingu, án þess að nokkuð yrði við ráðið. Það er mitt lán að hafa verið samferðamaður Svenna bæði í leik og starfi, fyrir það er ég þakklátur. Harpa, Matti og Kristjana, Matti jr., Erna Sif, Heimir Freyr, Bjössi og fjölskyldur. Sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Viðar og Eygló. Um ævina hef ég eignast marga vini. Kringumstæður ráða miklu um hve náin slík tengsl verða. Fjarlægðir og strjál samskipti sljóvga oftast vináttutilfinninguna. Flestir þekkja þessar staðreyndir. „Eigir þú vin þann er þú vel treystir, far og finn hann oft, því hrísi vex og háu grasi vegur sá er manngi treður,“ segir í Hávamálum. Síðari árin leið oft tími svo að ég hitti ekki Óla vin minn. Hitt breyttist aldrei, mér hlýnaði í hvert skipti sem við Ólafur Gunnarsson ✝ Ólafur Gunn-arsson fæddist Í Vestmannaeyjum 22. mars 1930. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans á Hring- braut 7. ágúst síðastliðinn. Útför Ólafs fór fram frá Kópavogs- kirkju 17. ágúst 2012. náðum saman. Liðnar ánægju- stundir rifjuðust upp og neistinn sem milli okkar lá örvaðist. Óli flyst svo með foreldrum sínum, Jóhanni Gunnari Ólafssyni sýslu- manni og Rögnu Haraldsdóttur, til Ísafjarðar og kem- ur aftur til Eyja og þá sem verkfræðingur og hóf feril sinn þar hjá Einari ríka Sigurðssyni útgerðarmanni. Þekktastur er Jóhann Gunn- ar á þessu sviði fyrir bók sína Sögur og sagnir úr Vestmanna- eyjum. Jóhann Gunnar var grandvar og vandaður vísinda- maður. Frístundir hans frá skyldustörfum sem yfirvalds lágu í rannsóknum. Hann fór meðal annars til Belgíu til að hafa upp á uppruna Binna í Gröf. Árum saman glímdi hann líka við gátuna um hvað orðið hefði um síðustu norrænu Grænlend- ingana. Síðustu árin hefur Óli minn lagt mikla vinnu í að taka sam- an fróðleik sem faðir hans hef- ur safnað til þess að hann lendi ekki í glatkistunni. Sjálfur hef- ur hann teiknað upp skipulag Vestmannaeyjabæjar frá upp- hafi, götuheiti og húsanöfn, sem vonandi hafnar í Byggða- safni Vestmannaeyja. Fystu kynni okkar Óla urðu þegar hann tók á móti frysti- vélum fyrir Hraðfrystistöðina í Vestmanneyjum. Ekki að ég hafi svo mikinn áhuga á hrað- frystingu heldur voru kassarnir um vélarnar úr eik, 1x6 tomm- ur. Hver planki var byrði fyrir meðalmann og mig langaði til að endurbyggja veiðikofann í Hellisey. Óli var ekkert nema lipurðin. Hann kom svo með okkur margar ferðir í þessa sérstæðu útey. Myndavélina hafði hann alltaf með. Síðustu árin sem ég hef heimsótt þau hjónin Ágústu og Óla hefur verið fastur liður að kíkja að- eins í tölvuna og skoða síðustu myndaseríurnar. Það eru líka ófáar ljósmyndaarkirnar sem hann hefur eftirlátið mér úr leiðöngrum sem við fórum sam- an. Óli minn var ekki lipur grín- isti eða söngvinn en sóttist eftir að vera í hópi þar sem farið var með gamanmál og tekið lagið. Þá nutum við þess að hann kunni flesta texta. Fastur liður í samfloti okkar voru gæsaveið- ar á haustin. Flesta túra áttum við í Öræfasveitina og eignuð- umst þar góða vini. Engin Öræfaferð var farin svo að við heimsæktum ekki Gunnar og Sigrúnu á Litla-Hofi. Þá vildi togna úr kvöldfagnaðinum, ekki síst ef með í för voru sagna- snillingar eins og Sverrir tann- læknir og Stefán Jónsson fréttamaður. Ég vil ekki ljúka þessu skrifi án þess að nefna Gússý. Mikið var hann Óli heppinn að eign- ast hana að lífsförunaut, konu sem leiftrar af gleði og vekur slíka stemmingu hvar sem hún kemur. Henni og dætrum þeirra, Ástu og Siggu, votta ég samúð mína. Einnig bræðrum hans og venslafólki. Páll Steingrímsson. Móðurbróðir okkar Guðjón lést á Sólvangi eftir erfiða sjúk- dómslegu. Við systkinin eigum ekkert nema góðar minningar um Gauja. Það var í kringum 1960 sem Gaui og pabbi okkar voru miklir mátar og byggðu hús hlið við hlið á Móabarði í Hafn- arfirði. Má segja að við höfum verið meðal fyrstu frumbyggj- anna þar. Það var mikill sam- gangur á milli fjölskyldnanna og kom Gaui nokkrum sinnum á dag út til okkar í molasopa og til að fá fréttir. Það var alltaf fjör í kotinu, við vorum níu í heimili og alltaf fullt af gestum hjá okkur, þannig að alltaf var einhverjar fréttir að fá. Þetta var á erfiðum tíma þar sem fólk varð að vinna hörðum hönd- Guðjón B. Kristjánsson ✝ Guðjón BirkirKristjánsson fæddist í Bolung- arvík 3. ágúst 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði 23. júlí 2012. Útför Guðjóns hefur farið fram í kyrrþey. um og hafa fyrir líf- inu. Gaui var sjó- maður um lengri tíma, eftir að hann hætti á sjónum vann hann í Straumsvík ásamt Jónatani bróður sínum, og unnu þeir þar saman þar til Gaui fór á eft- irlaun. Eftir það stundaði hann ásamt Inga Tómasi syni sínum grásleppuveiðar sér til ánægju á lítilli trillu sem hann átti og nefndi hann trilluna Silvíu eftir tengdamóður sinni. Gaui var afar ljúfur og góður maður og alltaf stutt í brosið. Að leiðarlokum viljum við þakka Gauja frænda fyrir hlýju í okkar garð. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Guðjóns Kristjánsson- ar, við sendum Christu og fjöl- skyldu og einnig eftirlifandi systkinum hans Jónatani og Sig- urlínu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson.) Kristjana, Gísli, Hafsteinn, Kristján, Freyja og Sigurlína. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, STEFANÍA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR skurðhjúkrunarfræðingur, Skriðuseli 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 19. ágúst. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 28. ágúst kl. 13.00. Gylfi Eiríksson, Sigríður Gylfadóttir, Hannes Hauksson, Sverrir Jón Gylfason, Sandra Rós Pétursdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FJÓLA HELGADÓTTIR, Dúna, húsfreyja, Túnsbergi, Svalbarðsströnd, lést á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akur- eyri aðfaranótt sunnudagsins 19. ágúst. Útför hennar verður auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Sveinberg Laxdal, Líney Laxdal, Egill Hjartarson, Helgi Laxdal, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILDEGARD BRANDT JÓNSSON, til heimilis á Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á Landspítalanum mánudaginn 13. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guðbjörg Fríða Ólafsdóttir, Árni Benediktsson, Elín Ólafsdóttir, Sævar Guðmundsson, Elísabet Þórdís Ólafsdóttir, Guðmundur Guðbjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskaða og dáða HERDÍS PÉTURSDÓTTIR frá Ísafirði, Akurholti 15, Mosfellsbæ, féll í valinn laugardaginn 18. ágúst eftir harða og hetjulega baráttu við krabbamein. Bálför hennar hefur farið fram. Minningarathöfn og jarðsetning verða í kyrrþey. Við þökkum samúð og hlýhug vandamanna, vina og annarra. Starfsfólki á deild 21 a, á Landspítalanum, færum við bestu þakkir fyrir umhyggju og alúð. Það góða fólk gerði allt sem í þess valdi stóð: veitti lækningu, líkn og umhyggju af góðum hug og fremsta megni. Einnig þökkum við Jóhönnu Harðar- dóttur, Kjalnesingagoða, fyrir huggun og hughreystingu á þyrnum stráðri göngu um dimman dal. Þeim sem vilja minnast Herdísar er bent á Styrktarfélagið Líf. Sigurður Helgi Guðjónsson, Helga Pálína Sigurðardóttir, Friðjón Sigurðarson, Bjarni Magnús Sigurðarson, Gunnhildur Berit Sigurðardóttir, Ronja Björk Bjarnadóttir, Vígsteinn Frosti Hauksson, Örlygur Skjöldur Hauksson, Dagur Jóhann Friðjónsson, Helga Ebenezersdóttir, systur og tengdabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Garðsenda 15, Reykjavík, lést á Landspítala, Landakoti, miðvikudaginn 15. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 23. ágúst kl. 13.00. Bjarni Guðjónsson, Lóa Bjarnadóttir, Benedikt R. Lövdahl, Bjarni Benediktsson, Pétur Þór Benediktsson, Anna Kristín Guðmundsdóttir. ✝ Bróðir okkar, VALDIMAR TORFASON frá Eysteinseyri, Tálknafirði, lést á heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði 16. ágúst. Útförin fer fram frá Tálknafjarðarkirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.