Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 31

Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Óvenjulegt leikverk er frumsýnt í kvöld í Gym og Tonic-salnum á Kex hosteli. Verkið heitir Pick up 52 á frummálinu en það skemmtilega er að engar tvær sýningar eru eins. Í upphafi sýningarinnar er 52 spilum fleygt á gólfið og þau dregin af handahófi. Hvert spil inniheldur stutta senu sem ber nafn atriðisins en spilastokkurinn í heild fjallar um ástarsamband manns og konu. „Spilin innihalda eins konar minningabrot og spanna tímabil frá því að þau kynnast þar til tveimur árum eftir að sambandi þeirra lýk- ur. Þetta verður því ekki ruglings- legt þrátt fyrir að þessi háttur sé hafður á en líkurnar á því að sama leiksýningin sé leikin tvisvar eru engar,“ segir leikkonan Melkorka Óskarsdóttir. Á móti henni leikur Hannes Óli Ágústsson og leikstjórn er í höndum Vignis Rafns Valþórs- sonar. Leikverkið er kanadískt að upp- runa, eftir TJ Dawe og Ritu Bozi, en það var fyrst sýnt á Fringe- hátíðinni í Montreal árið 2000 þar sem það hlaut Chapter’s Best Text- verðlaunin. Verkið hefur verið sýnt víða um heim eftir það en Melkorka sjálf snaraði verkinu yfir á ís- lensku. „Við Hannes erum gamlir félagar en ég lærði leiklist úti í London og hann hér heima svo að við höfum ekki unnið saman frá því í Stúd- entaleikhúsinu. Vignir Rafn og Hannes Óli hafa meðal annars unn- ið saman í verkinu Munaðarlaus sem sett var upp árið 2010.“ Tvær sýningar verða í Reykjavík, í kvöld og föstudaginn 24. ágúst, en sýningar hefjast klukkan 18. Þá eru tvær sýningar fyrirhugaðar fyrstu helgina í september á Akureyri. Hægt er að panta miða á fimm- tiuogtveir@gmail.com eða kaupa þá við innganginn. „Þetta er skemmtilegur salur sem við leikum í og mjög notalegur fyrir gesti. Leikurinn er nokkur áskorun því þetta er svo handahófs- kennt og maður veit aldrei hvað er í vændum. Eins og með minning- arnar, þær koma ekki upp í neinni sérstakri röð eða réttri tímalínu.“ Hópur Hannes Óli Ágústsson, Vign- ir Rafn og Melkorka Óskarsdóttir. Leiksenur dregn- ar úr spilastokki  Nýstárleg nálgun á Kex hosteli Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.