Morgunblaðið - 01.08.2012, Page 1

Morgunblaðið - 01.08.2012, Page 1
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2012 íþróttir Handbolti Túnisbúar grátt leiknir í London. Gróft brot hjá Wissem Hmam á Guðjóni Val í byrjun leiks kveikti í íslensku leikmönnunum. Stórkostlegur varnarleikur. Svíarnir næstir. 2-3 Íþróttir mbl.is Danska handknattleiksfélagið AG Köbenhavn var í gær lýst gjald- þrota og þar með lauk stuttri en glæsilegri sögu liðsins á sviplegan hátt. Fjórir Íslendingar urðu danskir meistarar með því í vetur, fyrirliðinn Arnór Atlason og þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sig- urðsson. Þá komst liðið í undan- úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrstu tilraun. Ólafur var ekki lengur samnings- bundinn félaginu, samningur hans rann út fyrr í sumar, og Guðjón var búinn að semja við þýsku meist- arana Kiel. Arnór og Snorri eru hins vegar atvinnulausir og fréttu það þegar þeir gengu af velli eftir sigurinn glæsilega á Túnis á Ól- ympíuleikunum í London í gær. Þeir gáfu ekki kost á viðtölum við íslenska fjölmiðla um málið en Arnór sagði hins vegar við TV2 í Danmörku að þetta væri afar sorg- legt og leikmenn liðsins hefðu ekki séð fyrir að svona myndi fara þótt fjárhagsvandræðin hefðu verið kunn. Auk Arnór og Snorra eru fjöl- margir snjallir handboltamenn á lausu eftir gjaldþrot AG. Þar á meðal stórskytturnar Mikkel Han- sen og Kim Andersson. Ystad í Sví- þjóð lýsti því yfir í gær að það hefði augastað á þremur Svíum hjá lið- inu, Andersson, Nicklas Ekberg og Fredrik Petersen. vs@mbl.is Margir snjallir á lausu eftir gjaldþrot AG Snorri Steinn Guðjónsson Arnór Atlason Bandaríski sundgarpurinn Michael Phelps varð í gær verðlaunahæsti Ólympíufari allra tíma. Fyrir leikana í London var hann búinn að vinna sextán verðlaunapeninga, þar af fjórtán gull- verðlaun en ekki nokkur annar Ólympíufari kemst nálægt þeirri ótrúlegu tölu. Hans markmið í London var að taka fram úr sovésku fimleikakonunni Larissu Latynina sem á sínum tíma vann 18 verðlaun á Ólympíu- leikum (9 gull, 5 silfur og 4 brons), frá 1956 til 1964. Í fyrradag var Phelps í sveit Bandaríkjanna sem náði silfri í 4x100 metra skriðsundi og vantaði hann því aðeins tvenn verðlaun í gær í þeim tveimur úrslitasundum sem hann átti að keppa í. Phelps varð annar í 200 metra flug- sundi sem var afar svekkjandi þar sem hann var fyrstur í sundinu nær allan tímann. Aftur á móti jafnaði hann þar met Latyninu. Seinna um kvöldið var hann svo í sveit Bandaríkjanna sem vann 4x200 metra skriðsundið og varð um leið ókrýndur konungur Ólympíuleikanna. Nítján ára gamall vann Phelps 6 gull og 2 brons í Aþenu 2004. Hann vann átta gull, sem er met, í Peking í fyrra, og er kominn með gull og tvö silfur í London. tomas@mbl.is Ólympíukóngurinn  Michael Phelps á toppinn yfir flest ÓL-verðlaun AFP 19 verðlaun Afrek Phelps verður seint toppað. Í LONDON Texti: Kristján Jónsson Myndir: Kjartan Þorbjörnsson Ragna Ingólfsdóttir úr TBR veitti tuttugustu bestu badmintonkonu heims, Jie Yao, verðuga keppni í sínum síðasta leik á Ólympíuleikunum í London í gærkvöldi. Ragna tapaði 0:2 eftir mikla baráttu og er úr leik en Yao vann F-riðilinn og komst í 16-manna úrslit. Ragna tjáði Morgun- blaðinu hins vegar að leik loknum að hann hefði verið hennar síðasti á ferlinum. „Ég er mjög sátt bæði við þessa Ólympíuleika og við ferilinn,“ sagði Ragna og sagðist hafa ákveðið þetta fyrir löngu síðan. „Síðustu fimm ár- in hafa verið svolítið ströggl eftir að ég sleit kross- bandið. Hver einasta æfing hefur verið svolítið erfið og það tók á. Mér fannst leiðinlegt hvernig endi Ólympíuleikarnir fengu hjá mér í Peking þar sem ég meiddist á móti þessum sterka andstæð- ingi. Ég vildi því taka aðra Ólympíuleika og standa mig vel. Ég hef hins vegar æft tvisvar á dag í tíu ár og keppt út um allan heim. Mér finnst þetta orðið gott. Ég er 29 ára gömul og finnst ég hafa toppað á þessum leikum. Það sem ég ætlaði mér að gera gekk eftir.“ Frammistaðan var til sóma Frammistaða Rögnu á leikunum var henni til sóma. Hún tapaði ekki lotu á móti Akvile Stapu- saityte frá Litháen í fyrri leiknum og þjarmaði að Yao í annarri lotunni í gærkvöldi. Ragna hafði frumkvæðið í þeirri lotu og skoraði á einum kafla sex stig í röð. Úr varð framlengd lota og óbærileg spenna. Yao tókst að kreista fram sigur en verulega var af þessum leikreynda spilara dregið sem áður fyrr var í landsliði Kína. Sú niðurstaða var meirihluta áhorfenda í Wembley-höllinni þvert um geð. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort Ragna hefði ekki hreinlega verið sigurstranglegri í odda- lotunni ef hún hefði unnið aðra lotuna en hún var einu stigi frá því. Yao vann hins vegar fyrri lotuna sannfærandi 21:12. Biðin vann væntanlega gegn Rögnu Önnur hugsun sem leitar á mig er hversu mikil áhrif það hafði á Rögnu að hún þurfti að bíða í 75 mínútur eftir að leikurinn hæfist miðað við áætl- un. Á vellinum voru lið frá S-Kóreu og Indónesíu að spila tvíliðaleik og kepptust við að tapa leikn- um. Já, þið lásuð rétt. Þau vildu ekki mæta sterk- asta pari heims í næsta áfanga. Fyrir vikið var Ragna að hita upp í alla vega tvo klukkutíma fyrir mikilvægasta leik sinn á ferl- inum. Þar sem andstæðingurinn hefur gífurlega reynslu þá hlýtur hún að hafa átt auðveldara með að glíma við þessa uppákomu. „Ég mætti klukkan 19, var tilbúin kl. 20 og spilaði kl. 22. Ég reyndi auðvitað að halda á mér hita en það er ógeðslega erfitt að bíða svona lengi. Þetta hefur ekki oft gerst en ég hef lent í svipuðum aðstæðum tvisvar áður og þetta reynir mjög á andlega. Sérstaklega þegar ég er búin að bíða allan daginn og spila svona seint. Þetta hefði verið svolítið annað ef ég hefði lent í klukkutíma bið að morgni til. Ég var orðin mjög þreytt og svöng þegar ég loksins fór inn á því ég hafði borðað kl. 17. Ég reyndi að troða í mig banana en það var óþægilegt því ég vissi ekki hversu langt væri í leikinn.“ „Finnst ég hafa toppað“  Ragna Ingólfsdóttir gekk út af stóra sviðinu í London sátt við ferilinn  Lætur gott heita eftir hörkuleik á móti andstæðingi sem er númer 20 á heimslistanum Morgunblaðið/Golli Sá síðasti Ragna Ingólfsdóttir einbeitt í síðasta leiknum á ferlinum í London í gærkvöld. Þessar þjóðir hafa fengið flest verðlaun, gull, silfur og brons, eftir fjóra fyrstu keppnisdagana: 1 Kína 13 6 4 2 Bandaríkin 9 8 6 3 Frakkland 4 3 4 4 Suður-Kórea 3 2 3 5 Norður-Kórea 3 0 1 6 Kasakstan 3 0 0 7 Ítalía 2 4 2 8 Þýskaland 2 3 1 9 Rússland 2 2 4 10 Suður-Afríka 2 0 0 11 Japan 1 4 8 12 Ástralía 1 3 2 13 Rúmenía 1 2 2 14 Brasilía 1 1 1 14 Ungverjaland 1 1 1 16 Holland 1 1 0 17 Úkraína 1 0 2 18 Georgía 1 0 0 19 Litháen 1 0 0 20 Slóvenía 1 0 0 Alls hafa 43 þjóðir fengið verðlaun. LONDON 2012 Verðlaun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.