Monitor - 02.08.2012, Page 4

Monitor - 02.08.2012, Page 4
4 MONITOR FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Hvar verður þú um verslunarmannahelgina? Það getur verið erfi tt að ákveða hvert skuli halda þessa miklu ferðahelgi. Monitor kynnti sér dagskrána á helstu hátíðum helgarinnar fyrir óákveðna ferðalanga. Mýrarboltinn Drulluskemmtilegt drullusva ð fyrir orkubolta. Hvað? Drullumall, íþróttir og skemmtidagskrá. Hvar? Á Ísafi rði. Hverjir spila? Dikta, The Vintage Caravan, Húsið á sléttunni og fl eiri. Hvað kostar? 8500 kr. fyrir allan pakkann, 6500 kr. fyrir þá sem vilja ekki drulla sig út. Hvernig er veðurspáin? Léttskýjað og 12-13 gráður. Ein með öllu Kirkjutröppuhlaup, kaff i Költ og stans- laus dagskrá. Hvað? Fjölskylduhátíð með vinalegu ívafi . Hvar? Akureyri. Hverjir spila? Hvanndalsbræður, Dúndurfréttir, Hjálmar, Páll Óskar, XXX Rottweilerhundar, Sálin hans Jóns míns og fl eiri. Hvað kostar? Ekkert á hátíðina en miðaverð á einstaka tónleika er misjafnt. Hvernig er veðurspáin? Léttskýjað og 13-16 gráður. Þjóðhátíð Dalurinn, brekkan, brennan og lífi ð sem er yndislegt. Hvað? Útihátíð á heimsmælikvarða. Hvar? Í Vestmannaeyjum. Hverjir spila? Ronan Keating, Dope D.O.D., Blaz Roca, Friðrik Dór, Jón Jónsson, Bubbi, Bó, Helgi Björns, Mugison, Fjallabræður, Hjálmar, Kiriyama Family, Ham, Retrobot, Ingó og Veðurguðirnir, Botnleðja, Buff , Úlfur Úlfur, Páll Óskar og fl eiri. Hvað kostar? Miði í dalinn kostar 18.900 krónur. Hvernig er veðurspáin? Skýjað með köfl um og 12-13 gráður.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.